blaðið - 12.11.2005, Síða 35
blaðiö LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005
Álver leysa ekki allan vanda
En Framsóknarflokkurinn er ekki
að stcekka.
„Staða flokksins er áhyggjuefni
miðað við uppganginn og verk-
efnin sem við höfum staðið fyrir.
Kannski er ekki í tísku að vera
framsóknarmaður. Við þurfum
að fara í herferð og ná í okkar fólk.
Hvað er merkilegra við Sjálfstæðis-
flokkinn en Framsóknarflokkinn?
Ekki neitt. Hvað er merkilegra
við Samfylkinguna en Framsókn-
arflokkinn? Ekki neitt. Svo getur
Steingrímur J. Sigfússon staðið
upp og sagst vera rígmontinn af
sjálfum sér og flokknum sínum.
Hann segir að Framsóknarflokkur-
inn eigi að fara í langa endurhæf-
ingu og hvíld. Hvað hafa vinstri
-grænir afrekað á sínum ferli? Fátt
annað en að vera sítalandi í þing-
inu. Við framsóknarmenn höldum
því fram að talað mál sé silfur en
þögnin sé gull. Það skilar meiru
að vinna en að tala. Við höfum
látið verkin tala. Hvern einasta
dag höfum við tekist á við það
að byggja upp sterkara samfélag.
Hins vegar má vera að við höfum
verið í of mikilli vörn í ákveðnum
málaflokkum. Stórkostlegir hlut-
ir hafa gerst varðandi stóriðju og
virkjanir en andstæðingar okkar
í pólitík láta eins og við viljum
helst sökkva íslandi og byggðum
þess. Við þurfum kannski fyrst
og fremst að koma því rækilega
til skila að okkur dettur það ekki
í hug. Við framsóknarmenn vitum
vel að álver leysa ekki vanda hvers
byggðarlags. Við elskum þetta
land. Ég er sannfærður um að við
eigum ekki eftir að fara í margar
umhverfisraskandi virkjanir.
Svo er annað. Framsóknarmenn
eru tvískiptir. Við erum vinstri
menn og við erum hægri menn og
sameinumst síðan í góðri miðju-
stefnu. Vinstri grænir og Samfylk-
ingin hafa alið á óánægju vinstri
manna í Framsóknarflokknum.
Vinstri menn í Framsóknarflokkn-
um sem gjóa augum til vinstri-
grænna og Samfylkingar munu
komast að því að þeir flokkar
verða aldrei eins öflugir í uppbygg-
ingu atvinnulífsins eins og við höf-
um verið. Sókn í atvinnulífi skiptir
öllu máli fyrir almenna velmegun
fólksins."
99.................
Við framsóknarmenn
vitum vel að álver
leysa ekki vanda hvers
byggðarlags. Við
elskum þetta land. Ég
er sann færður um að
við eigum ekki eftir að
fara í margar umhverf-
israskandi virkjanir."
Engin félagshyggjustjórn
án Framsóknarfiokks
Hver erframtíðarleiðtoginn iFram-
sóknarflokknum?
„Það kemur í ljós. Halldór er bú-
inn að vera lengi og einn daginn
fer hann og þá tekur nýr maður
við. Ég veit ekki hver það verður.
Við eigum efnilegt fólk sem getur
tekið við.“
Hefurðu ekki metnað i að verðafor-
maður flokksins?
„Ég get alveg haft metnað í það
en ég veit ekki hvað framtíðin
ber í skauti sér. Ég er um borð í
flaggskipi Framsóknarflokksins
og vinn þau verk sem mér eru fal-
in. Ég þurfti að berjast fyrir því
að verða varaformaður Framsókn-
arflokksins og ég hlaut glæsilega
kosningu. Ég finn að ég er mjög
sterkur meðal flokksmanna og
kem vel út úr skoðanakönnunum í
öllum flokkunum, sem segir að ég
búi við ákveðna breidd sem stjórn-
málamaður. Ég er á góðum aldri
sem stjórnmálamaður en er þó
orðinn hálfsextugur. Það getur vel
verið að menn vilji sjá yngri mann
sem formann flokksins. Annars er
ég ekkert að hugsa um þessi mál.
Ég er þjónn þessarar þjóðar en
ekki valdagráðugur hagsmunapól-
itíkus."
Hvað segirðu um hugsanlegt stjórn-
arsamstarf Framsóknarflokks,
Samfylkingar og vinstri-grænna?
„Allt hefur sinn tíma. Þessu ríkis-
stjórnarsamstarfi hlýtur að ljúka
einhvern tímann. Ég hef áhyggjur
af Samfylkingunni. Hún er byggð
úr svo ólíkum einingum og virðist
nokkuð sundruð. Vinstri-grænir
munu eiga mjög erfitt með að setj-
ast í ríkisstjórn. Þeir eru miklu
frekar menn ræðupúltsins og stór-
yrðanna fremur en verkmenn.
Það er áhyggjuefni ef Framsókn-
arflokkurinn stækkar ekki upp í
20-25 prósent. Þá verður hér eng-
in félagshyggjustjórn. Menn verða
að átta sig á því að Framsóknar-
flokkurinn og Samfylkingin eru
einu öflin sem geta myndað félags-
hyggjustjórn í framtíðinni. Ég tel
reyndar að núverandi ríkisstjórn
hafi skilað samhjálpinni miklum
peningum til baka frá skerðing-
unni í kreppunni."
Fallegar hugsanir
Víkjum í lokin aftur að sjálfum þér.
Hvernig skap hefurðu, ertu alltaf
kátur og glaður?
„Ég hef mikið skap en sem bet-
ur fer hef ég lært að temja það. Ég
missti mig stundum þannig að ég
reiddist og barði í púltið og varð ill-
mannlegur en með lífsreynslunni
og aldrinum líður mér miklu bet-
ur; ef maður reiðist þá tapar mað-
ur. Ég er hamingjusamur maður.
Ég var glaðlyndur krakki, svolítið
feiminn að vísu lengi. Svo braut ég
feimnina af mér. Það trúir því eng-
inn lengur að ég hafi verið feiminn
og vonandi enginn að ég hafi ein-
hvern tíma verið leiðinlegur.
Lífið er dásamlegt og tækifær-
in mörg. Manni vegnar svo miklu
betur þegar maður er bjartsýnn
og glaður og góður við fólk. Illu á
maður að svara með góðu, eins og
sannkristinn maður.“
Ertu mjög trúaður?
„Ég lærði það sem barn að fara með
bænir. Ég hef haldið þeim sið og
sofna ekki öðruvísi en að fara með
fallega bæn og signa mig. Þetta
gefur mér svefnfrið og ró. Ef mað-
ur hugsar fallegar hugsanir getur
maður látið margt gott gerast. 111-
ar hugsanir skríða hins vegar í
gegnum loftið og ná inn í andrúm
manna og skemma og skaða. Ég
held að bænin og trúin, jákvæðnin
og bjartsýnin skipti mestu máli til
að skapa gott umhverfi og þannig,
og aðeins þannig, nái maður ár-
angri með fólki.“
kolbrun@vbl.is
AÐEINS
SYNINGA MORGUN
CRITIC'S CHOICE?
WONDERLAND
POCKETOCEAN
SYNINGAR
EFTIR
Landsbankinn
Miðasala í Borgarleikhúsinu s. 568 8000 eða á www.id.is
100%
verðtrygging
til Kanarí
Þú færð ávallt lægsta veróið og
mestu gæðiti hjá Heiinsferóum
- annars endurgreióum við
mismuninn.*
Þjónustan í öndvegi
Okkar kappsmál er aó veita sem
besta þjónustu. AUir fararstjórar
Heimsferóa hafa áralanga reynslu
og sérþekkingu á Kanaríeyjum.
• Islensk fararstjórn
• Úrval kynnisferóa
• Viótalstímar á gististöóum
• Beint leiguflug án millilendingar
• Upplýsingabók Heimsferóa meó
hagnýtum upplýsingum
• Skemmti- og íþróttadagskrá i
sérvöldum feróum
• Símavakt allan sólarhringinn
• Örugg tæknaþjónusta
Viðbótargisting
á frábæru verði
- Aguacates
- Vista Golf
- Las Arenas
17. jan. - aðeins 11 íbúðir
24. jan. - aðeins 15 íbúðir
31. jan. - aðeins 17 íbúðir
7. feb. - aðeins 17 íbúðir
Bókaðu strax!
Tryggðu þer bestu
gististaðina og
lægsta verðið á
Kanarí í vetur!
Kanaríeyjar eru langvinsælasti áfangastaður Evrópubúa yfir
vetrarmánuðina, enda er þar milt og gott veður með jöfirn hitastigi
árið um kring. Á Gran Canaria er að jafhaði 20-25 stiga hiti á daginn.
Vinsælustu staðirnir eru Enska ströndin og Maspalomas og þar eru
Heimsferðir með sína gististaði.
Frábært
verð!
Kr. 49.990
- vika, m.v. 2
Flug, skattar og gisting, m.v. 2 í
íbúð á Aguacates, Vista Golf eða
Las Arenas, vikuferð, 17., 24. og
31. janúar eða 7. febrúar.
Netverð á mann.
Kr. 59.990
- 2 vikur, m.v. 2
Flug, skattar og gisting, m.v. 2 í
íbúð á Aguacates, Vista Golf eða
Las Arenas, í 2 vikur, 17., 24. og
31. janúar eða 7. febrúar.
Netverð á mann.
Mundu
MasterCard
feröaátHsunlna
Heimsferðir
Skógarhllð 18 • 105 Reykjavik, siml 595 1000
Akureyrl, slml 461 1099 • Hafnarfjörður, sfmi 510 9500 • www.helmsferdlr.ls
’Verðtrygging Heimsferða tryggir þér
lægsta verðið á viðkomandi ferð, m.v.
gististað í boði, ferðadag og ferðalengd.
Háð því að viðkomandi ferð sé í boði.