blaðið - 12.11.2005, Side 40

blaðið - 12.11.2005, Side 40
40 I MENWIWG LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 blaðiö Las nýju Potter bókina i handriti Gylfi Þorsteinn. Þessi átta ára Potter aðdáandi fékk að lesa nýju bókina í handriti. Heígaman af að skálda Nýja Harry Potter bókin, Harry Pott- er og Blendingsprinsinn, er komin í verslanir og mun örugglega verða ein af metsölubókum ársins. Gylfi Þorsteinn Gunnlaugs- son, sem er átta ára Potter aðdáandi, hefur for- skot á jafnaldra sína því hann fékk að lesa bókina í hand- riti. Gylfi var búinn að lesa allar fimm Potter bækurnar og gat ekki beð- ið eftir því að bók númer sex kæmi út. Móðir hans, Guðrún Vilmundar- dóttir, sem er þýðandi hjá bókaforlag- inu Bjarti, hitti útgáfu- stjórann Snæ- björn Arngrímsson á förnum vegi þar sem hann var að fara með handritið að sjöttu bókinni i yfir- lestur. Hún sagði honum frá raunum sonar síns og Snæbjörn miskunnaði sig yfir drenginn og lánaði honum handrit. Gylfi var mánuð að lesa handritið en nýja bókin er rúmar 500 síður. ,Ég hætti að gera allt annað og las bara,“ segir hann. „Þessi bók er dálít- ið óhugnanleg. 1 fjórðu Harry Potter bókinni byrjuðu menn að deyja og í þeirri fimmtu gerðust líka hrika- legir atburðir. í þessari nýju gerist margt spennandi. Það var mjög gaman að lesa. S t u n d u m skildi ég samt ekki orð og stundum fannst mér vera farið að- eins yfir strikið í ofbeldi.“ Gylfi var um sexára aldurþeg- arhannlasHarry Potterfyrst.Hann byrjaði á fjórðu bókinni sem afi hans og amma gáfu honum. „Ég hætti á blaðsíðu 210 af því mér fannst bókin svo erfið en svo fékk ég mikinn á h u g a nokkrum mánuðum seinna og byrjaði þá á fyrstu bók- inni og las hinar svo allar i röð. Þeg- ar ég var búinn að klára þær allar þá byrjaði ég aftur á númer eitt. Þegar ég var búinn með þá fjórðu í annað sinn og kominn í miðja bók númer fimm þá fékk ég handritið að Harry Potter og Blendingsprinsinum." Gylfi segir suma skólafélaga sína öfunda sig af því að vera búinn að lesa nýju Potter bókina. „En það eru samt ekkert voðalega margir á mín- um aldri í skólanum sem lesa Harry Potter. Við erum bara átta ára og þetta eru svo risastórar bækur,“ seg- ir Gylfi. ,Þetta gerðist bara alveg óvart. Mér datt í hug heldur afkáralegar að- stæður manns sem stendur á tímamótum og fór einn dag- inn að skrifa þær upp í stað Eiríkur Bergmann þess að vmna í Einarsson, stjórnmála- doktorsritgerð- fræðingur, hefur sent inni minni frá sér fyrstu skáld- Síðan komst ég SÖ9U sína' Glapræði. einhvern veginn ekki út úr sögunni þótt ég hafi margoft reynt það. Fór að velta fyrir mér hvernig þessum náunga tókst að þvæla sig inn í þá óheillastöðu sem hann var kominn í og gat ekki hætt fyrr en ég var búinn að skrifa upp úr því heila sögu. Það má eiginlega segja að mannfýlan hafi ofsótt mig þar til ég var búinn að segja sögu hans. Svo fannst mér nú bara svo miklu skemmtilegra að skrifa þetta heldur en þurra fræðitexta. Það passar raunar alveg ljómandi vel saman,“ seg- ir Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórn- málafr æðingur, sem hefur sent frá sér íífUI NR.1 í AMERÍKU SAW PALMETTO EXTRACT FYRIR BLOÐRUHALSKIRTIL GÓÐ HEILSA-GULLI BETRI fyrstu skáldsögu sína, Glapræði. Er þetta þjóðfélagslega gagn- rýnin bók eða skemmtisaga? ,Þetta er fyrst og fremst skemmtisaga um mann sem missir trúna á það líf sem hann lifir og fer að skoða sjálfan sig og tilveruna upp á nýtt. Hann lend- ir í ýmsum ævintýrum í borgarfrum- skóginum, þvæhst víða og kynnist alls konar fólki sem hann vissi ekki einu sinni að væri til. En um leið og hann er að endurskoða líf sitt fer hann að skoða þjóðfélagið upp á nýtt og er að mörgu leyti ansi gagnrýninn á pólitíkina. Hann heldur því til að mynda fram að á íslandi ríki ekki lýðræði, heldur glap- ræði. Titillinn vísar til þess.“ Ætlarðu að skrifa meira? „Ég er í raun sískrifandi, en vanalega eru það fyrirlestrar, fræðiritgerðir eða pistlar um þjóðfélagsmál sem æða út úr lyklaborðinu mínu. Hvort ég skrifi meiri skáldskap verður tíminn að leiða í ljós, ég hef svo sem engin áform um það. Ég hafði þó mjög gaman af að skálda þessa sögu svo hver veit hvað gerist ef mér flýgur í hug skemmtileg- ur karakter og finn tíma til að sinna honum.“ Metsölulisti erlendra bóka The Broker John Grisham 1. 2. TheBig BookofSudoku Mark Huckvale 3. Going Postal Terry Pratchett 1M 4. StateofFear Michael Crlchton 5. Mammoth Book of Sudoku Nathan Haselbauer 6. Harry Potter & the Half-Blood Prince J.K. Rowling 7. Asterix and the Falling Sky Albert Uderzo 8. DeathandthePenguin Andrey Kurkov 9. Mary, Mary James Pattersonr 10. Thud! Terry Pratchett Listinn er gerður út frá sölu dagana 02.11.05 - 08.11.05 í Bókabúðum Máls og menningar, Eymunds- son ogPennanum Bækurnar um Mellussínu og börnin hennar Dínu og Davín hafa farið sigurför um heiminn. Bókaflokkurinn hefur fengið nafnið "Ávítarinn" vegna þess að Mellussína hefur þann eiginleika að þegar hún horfir í augun á fólki fær hún það til að skammast sín fyrir illar gerðir. Slíkir eiginleikar eru hættulegir þegar áhrifamikil illmenni eiga í hlut. Hilmar Hilmarsson hefur þýtt báðar bækurnar og fengið heiðursverðlaun frá barnabókasamtökunum Ibby fyrir þýðingu sína á bókaflokknum. Bækumar um Ávítarann verða kvikmyndaðar á næst ári. J E N TAS ehf. www.jentas.com Sala og dreifing: Sögur ehf. útgáfa, tomas@baekur.is, sími: 557 3100 fax: 557 3137

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.