blaðið - 12.11.2005, Qupperneq 54
541 FÓLK
LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 blaöiö
SKELFILEGUR
RAUNVERULEIKI
Smáborgarlnn kíktl í DV í gær og las
Kjallara eftir Vigdísi Grímsdóttur sem er
kannski ekki ífrásögurfærandi utan þess
að Smáborgarinn uppgötvaði nýjan sann-
leika um sjálfan sig. I Kjallaranum ber
Vigdís saman laun tveggja starfsmanna
í bókabúð sem vildu ekki láta nafns
síns getið. Starfsmennirnir eru nánast
jafnaldra, með sömu menntun, eru
báðir í sambúð með eitt barn, báðir eru
deildarstjórar í bókabúð og vinna átta
stundir á dag. Eini munurinn á þessum
tveimur einstaklingum er kynið, annar
einstaklingurinn er kona á meðan hinn
er karlmaður. Fyrst kynið er ólíkt þá segir
það sig sjálft að launin eru ólik, það kom
Smáborgaranum svo sem ekki á óvart. En
karlmaðurinn var með 320 þúsund á mán-
uði og konan var með 130 þúsund á mán-
uði. Smáborgarinn, sem telur sig vera
feminista og trúir vitanlega á jafnrétti
kynjanna, brá vitanlega að sjá þennan
mikla mun en fyrsta hugsunin sem popp-
aði upp (kollinn var: „Þetta getur ekki ver-
ið rétt." Eftirsmá umhugsun uppgötvaði
Smáborgarinn að vitanlega er þetta rétt
og skammaði sjálfan sig fyrir karlremb-
una í sér. Næsta hugsun sem poppaði
upp var: „En hún á nú mann til að sjá
fyrir sér en karlkyns starfsfélagi hennar
þarf aftur á móti að sjá fyrir sinni konu."
Nú var Smáborgaranum öllum lokið. Ef
Smáborgarinn, feministinn sjálfur, hugs-
ar svona, hvað hugsa allir hinir þá? Þetta
er skelfilegur raunveruleiki sem við lifum
íl Smáborgarinn er ekki í neinum vafa
um að margir hugsa eins og hann stóð
sjálfan sig að. En kannski átta ekki allir
sig á því hve rangur þessi hugsunarhátt-
ur er og sannast sagna þá dauðskamm-
ast Smáborgarinn sín. En kannski liggur
hundurinn grafinn þarna, þessi viðhorf
skemma gríðarlega fyrir launabaráttu
kynjanna. Því Smáborgaranum er eng-
inn efi í huga að konan vinni ekkert síðra
starf en karlmaðurinn. Samt sem áður er
munurinn 210 þúsund krónur. Hvernig
má þetta vera? Er ekki kominn tími til að
grípa til frekari aðgerða en að labba frá
skrifborðinu í örfáar klukkustundir til að
sýna að konur séu ómissandi!
HVAÐ FINNST ÞER?
Sif Friðleifsdóttir alþingismaður og áhugamaður um mótorhjól
Er mótorhjólum á íslandi
að fjölga of mikið?
„Nei, ekki ef komið er til móts við þann vaxandi hóp sem stundar þetta sport sér til
ánægju,“ segir Siv og segir að hópurinn sé kominn til að vera. Hún segir þetta skemmti-
legt sport en að allar reglur og tryggingavernd verði að vera í lagi. „Vitað er til að örfáir
aðilar aki á mótorhjólum utan vega en hópurinn í heild virðir allar reglur,“ segir Siv og
bætir við að brýnt sé að fjölga æfingasvæðum fyrir hópinn. „Ég er talsmaður þess að
komið verði til móts við þann vaxandi hóp fólks sem stundar þessa íþróttsegir Siv.
Hún segir að tryggingamál fyrir unglinga hafi verið óljós og tryggingar almennt tald-
ar dýrar. „Þá þarf líka að vera skýrt hvort börn og unglingar geti notað æfingasvæðin,“
segir Siv. Hún segir einnig að nokkurs miskilnings hafi gætt um hvar mætti hjóla.
„Sumir halda að það megi aka á gömlum reiðleiðum og utan vega en það er bannað,"
segir Siv og bætir við að þetta sé umhverfismál ekki síður en tómstundamál.
Stökustund
t umsjón Péturs Stefánssonar
Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd
botnar svo úr verður víxlhenda:
/ lukkupottinn Davíð datt,
-draumar stundum rœtast.
En Móra ogSkottu skynið bratt
skjótt má sundur tœtast.
Jónas Frímannsson botnar:
/ bankanum er brosaðglatt
er borgarstjórar mætast.
Auðunn Bragi Sveinsson botnar:
Hann þó borgi hœrri skatt,
honum mun það bætast.
Ingólfur Ómar Ármannsson
botnar:
Ærið heppinn ekki satt,
ætti því að kætast.
Pálmi Ingólfsson frá Fagrabæ
botnar:
Digrir sjóðir fara flatt,
ogfáir munu kætast.
Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd
botnar:
Skagstrendingar gera grín
aðgamla kúrekanum.
En kveða aðjöfnu kostasýn
að kántrý-búrekanum.
Jónas Frímannsson botnar:
En marga kæta kvæðinfín
hjá kántrý-höfðingjanum.
Auðunn Bragi Sveinsson botnar:
Hætt er við’ann hefni sín
hér á ísjakanum.
Þorsteinn í Garðabæ
botnar fyrripart V.L.:
Kvennadagsins djarfa lund
dável körlum sýndi viljann.
Enga tekur ögurstund
ýmsa menn að reyna skilj’ann.
Ingólfur Ómar Ármannsson
yrkir til þáttarins:
Göfgar mjög oggleður lund,
gerist varla betri.
Þetta er mögnuð Stökustund,
stýrð afhonum Pétri.
Jón Sigurðsson frá Rjóðri
Djúpavogi orti eitt sinn:
Lygin hefur lengi átt
láni hérað mæta.
Þeim er ekki hossað hátt
sem heiminn vilja bæta.
Við morgunverkin einn daginn
orti Gísli Ásgeirsson:
Vakna, geispa,fram úrfer,
freta, ropa, pissa.
Borða, hugsa, hægi mér,
að heimsku minniflissa.
Sagt er að Islendingar fari fyrstir
allra þjóða að sofa hjá.
Auðunn Bragi yrkir:
íslendingar fara, fara,
fara snemma að sofa hjá.
Engan hafa á sér vara;
afþvífæðast börnin smá.
Eyjólfur Jóhannsson í Hvammi
orti á gamals aldri þessa vísu
sem ágætlega á við í dag, í
umræðunni um aðbúnað aldraðra:
Skerðast tekur skemmtan forn,
skiptir nú um bragi.
Eg er kominn upp í horn,
-út úr mannfélagi.
Búi nokkur orti eitt sinn fullur
bjartsýni:
Vetrarmyrkrið sagt er svart
í sumumfornum skræðum.
Þó telst ísland engilbjart
í áramótaræðum.
Búi er einnig höfundur næstu visu:
Út og suður, ýkt við stuð,
í úthugsuðumfræðum.
Þjóðin puðarpó nokkuð,
-það veit Guð á hæðum.
V.L. sendir þættinum
vísu:
Þá éghennarfer áfund,
ferskeytluna að styrkja.
Þetta gerir Stökustund,
styðja þá sem yrkja.
Rúnari Kristjánssyni
á Skagaströnd finnst
hugtakið kynferðislegt
ofbeldi frekar stirt og
dregur það saman í orðið
klofbeldi. Rúnar yrkir:
III er verkun ofbeldis
út um heiminn vtða.
Vegna karla klofbeldis
konur margar líða!
Áfram yrkir Rúnar:
Illt er hverskyns ofbeldi
á öllum lífsins sviðum.
Kæra verður klofbeldi
og keppa að betri siðum!
Rúnar hefur lokaorðið í þættinum
að þessu
sinni:
Yrkjum meðan öndin vakir
alltafgleður skemmtun sú.
Burtu kveðum sút ogsakir,
sól ífreðin hugarbú.
Fyrripartar:
Elskum landsins
móðurmál,
meðan blóðið rennur.
V.L. sendir þennan:
Gleðin færir frið og ró,
fegurð nærirhugogsinni.
Botnar, vísur og fyrripartar sendist
til: stokustund@vbl.is eða á
Blaðið, Bæjarlind 14-16,201
Kópavogur.
„Ertu búin að vera gefa fuglinum vítamín aftur?"
HEYRST HEFUR...
Ovænt töf varð á uppkvaðn-
ingu dóms gegn Víetna-
manum Phu Tién Nguyén sem
var í vikunni dæmdur í Hér-
aðsdómi Reykjaness í sextán
ára fangelsi fyrir morð. Þegar
dómari var tilbúinn að lesa
upp dóm gegn Phu Tién kom í
ljós að hann var hvergi nálæg-
ur, því gleymst hafði að sækja
hann í fangelsi þar sem hann
beið dómsuppkvaðningar. Þeg-
ar þessi fjarvera kom í ljós var
sent eftir manninum í snar-
hasti og dómsuppkvaðning fór
fram - góðri klukkustund eftir
að hún hafði verið áætluð.
Hagfræðingar Seðlabank-
ans, með Arnór Sighvats-
son aðalhag-
fræðing í
broddi fylk-
ingar, hafa
trúað á vaxta-
hækkanir
sem allra
meina bót í
efnahagslíf-
inu, svo sumum þykir stappa
nærri kreddu. Nú vona menn
víða í atvinnulífinu að á því
verði brey ting með Davíð Odds-
syni, Seðlabankastjóra. 1 því
sambandi nefna menn að einn
af helstu trúnaðarmönnum
hans í pólitíkinni er Einar Odd-
ur Kristjánsson, alþingismaður,
sem hefur verið hávær andstæð-
ingur vaxtastefnu bankans.
Davíð er þekktur fyrir flugelda-
sýningar og í Seðlabankanum
felst sjálfsagt besta tækifærið
fyrir nýjan aðalbankastjóra til
að skjóta upp rakettum í því, að
snúa niður vaxtakreddu bank-
ans...
m
Ipólitíkinni taka menn eftir
að Árni Magnússon, félags-
m á 1 a r á ð -
herra, hefur
breyttum stíl
og tekur nú
jafnan undir
þegar verið
er að gagn-
rýna sitthvað
í stjórnkerf-
inu. Telja menn að þetta megi
þakka Pétri Gunnarssyni, sem
var áður partur af áróðursgeng-
inu kringum Halldór Ásgríms-
son en Pétur er nýfarinn að
vinna í ráðuneytinu hjá Árna.
Segja stuðningsmenn Guðna
Ágústssonar að Árni hafi talið
óhætt að setja Pétur til nýrra
verka fyrst hann var búinn að
klára Halldór...
Sjálfstæðismenn í Reykjavík
eru að ná áttum eftir próf-
kjörið um síðustu helgi og er
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
sagður svo
sigurviss um
komandiborg-
arstjórnar-
kosningar, að
hannmunþeg-
ar vera farinn
að leggja drög að aðgerðaáætlun.
Þrátt fyrir að sjálfstæðismenn
hafi hvað eftir annað tapað kapp-
ræðunni um fjárhagsvanda borg-
arinnar og séu hættir að ræða
iau á opinberum vettvangi líta
ieir á fjármálin sem eitt sitt
íelsta fyrirliggjandi verkefni.
Vilhjálmur lítur á þau Hönnu
Birnu Kristjánsdóttur og Kjart-
an Magnússon, sem fengu flest
atkvæði allra í prófkjörinu, sem
nánustu samverkamenn sína á
þeim vígstöðvum, en hins vegar
er sagt að hann ætli Gísla Mar-
teini Baldurssyni, keppinaut
sínum, stórt hlutverk í kosninga-
baráttunni. Sá mun ekki ætla að
skorastundanþví...