blaðið - 21.11.2005, Blaðsíða 12

blaðið - 21.11.2005, Blaðsíða 12
12 i MATUR MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2006 blaöiö íslenska kokkalandsliöið stendur í stórræðum Etur kappi við öflugustu matreiðsluþjóðir heims í dag mun kokkalandsliðið íslenska standa og falla með eigin hæfi- leikum - og rúmu tonni af hráefni frá íslandi - í fyrri umferð rosalegs matreiðslumeistaramóts, Salon Culinaire Mondial, sem haldið er í Basel í Sviss. Á mótinu eru aðeins gjaldgengar tíu stigahæstu þjóðir heims í matreiðslu, en íslenska liðið hefur með elju og eindregnum áhuga tekist að vinna sig upp í ní- unda sætið og hefur því þátttöku- rétt við hlið rómaðra landsliða á borð við þau frá Bandaríkjunum, Kanada, Singapore og Sviss. „Það er mikill heiður að taka þátt í svona móti og við erum ánægð með þann árangur sem þegar er sýnilegur. Von- andi tekst okkur svo að standa undir eigin væntingum og annarra í dag,“ segir Ragnar Ómarsson, fyrirliði kokkalandsliðsins. „Það er mikill og góður hugur í okkur, við erum vel undirbúin og teljum okkur komin á gott skrið með heita matinn. Við erum ansi ánægð með hann. Kaldi maturinn er aðeins meira lottó, við höfum aldrei verið nógu sterkir með hann, hins vegar höfum við aldrei verið betri í honum en einmitt núna. Liðið er líka frábært núna, við erum 20 í allt hérna úti, tíu í liðinu og svo höfum við tíu manna fylgdarlið. Það hefur myndast hjá okkur skemmtileg blanda af gömlum hundum og ungu og spræku fólki. Því má segja að við séum nokkuð brött, en maður spyr náttúrulega að leikslokum“ Þjóðaeidhúsið Mótið í Basel skiptist í tvo hluta, þar sem annarsvegar er tekinn fyrir heitur matur og hinsvegar kaldur. Nefnist heiti liðurinn Restaurant of nations, en hann fer fram á býsna skemmtilegan máta. Liðin undir- búa þriggja rétta máltíð og innsigla hana í hlaupi, herlegheitunum er því næst stillt upp í þartilgerðum básum sem sýningargestir vappa á milli og skoða. Við lok dags setjast gestirnir í stóran matsal og velja sér einhverra þeirra máltíða sem þeim leist best á; þannig getur okkar ágætla landslið lent í því að þurfa að hafa til mat fyrir allt að 120 manns með skömmum fyrirvara. Því þarf allur undirbúningur að vera til fyrir- myndar, líkt og gefur að skilja. „Við tókum með okkur rétt rúm- lega tonn af hráefni héðan, það er lík- lega það mesta sem við höfum farið með til þessa. Það samanstendur af öllu frá nauta- og kálfakjöti niður í minnstu smáatriði eins og kartöflur. Við erum stolt af hráefninu okkar og viljum nota það eftir mætti. Það eru gerðar ákveðnar kröfur um uppbygg- ingu máltíðarinnar í heita liðnum og okkur settar ýmsar skorður. Við þurfum að vera með skelfisk, vatna- fisk og baunir í forrétt, naut og kálf í aðalrétt og svo ber og hunang í eft- irrétt. Hver þjóð leysir úr þessu eins og hentar og þetta þurfum við að keyra í gegn í dag, skræla kartöflur, verka kjöt, það er nóg að gera.“ „Heill haugur af dóti" Þegar síðustu bitarnir renna niður háls gestaþjóðaveitingahússins hefst strax undirbúningur fyrir næsta liðinn, þann kalda. „Þar eldum við allt upp í 40-50 rétti - það eru alveg ótrúlega mörg atriði sem hafa þarf í huga. Samansettir 3-5 rétta seðlar, fullt af eftirréttum og súkkulaði, heill haugir af dóti. Þessu þurfum við að skila kl. 7 mánudagsmorgun- inn eftir. Þetta er dálítið sniðugur liður, maturinn á að vera heitur en er borinn fram kaldur, í hlaupi. Dóm- ararnir tilkynna um nokkra rétti sem þeir ætla að smakka og þeir eru bornir fram heitir, en afgangurinn er metinn eftir útliti, trúverðug- leika - hvort hann er girnilegur - og heildarsvip og útliti borðsins,“ segir Ragnar og ekki er laust við að munn- vatn læðist í munnvik fulltrúa Blaðs- ins, enda veit hann af persónulegri reynslu hvílíkan seyð þetta ágæta landslið getur kokkað upp. Á gener- alprufu sem haldin var í húsi Orku- veitunnar fyrir mótið, sl. þriðjudag, fékk hann ásamt nokkrum koll- egum sínum að bragða á herlegheit- unum sem í boði verður í Basel - lá við að hann keypti sér þá þegar flug- miða til Sviss. Meðfylgjandi myndir eru teknar á generalprufunni góðu, en Blaðið mun skýra frá árangri liðs- ins eftir því sem fregnir berast yfir Atlantshafið. haukur@vbl.is Matseðillinn hjá íslenska Kokkalandsliðinu Forréttur: Léttreykt bieikja og humar með paprikusalsa, smjörbaunum og skel- fiskssmjörsósu Eftirréttur: Súkkulaðikaka með hungang- smiðju og te-marineruðun blæjuberjum, sítrusmús og blæjuberjaís. Aðalréttur: Rósmarínristaðar nautalundir og kálfamósaík með kartöflu-terrínu og sósu„aroma" Kokkalandsliðið einbeitt á svip undirbýr glæsilega máltíð á generalprufunni sl. þriðjudag. Erföabreytt matvæli komin til að vera Kveikja von um að brauðfœða alla jarðarbúa Björn L. Örvar, sameindaerfðafræðingur Á morgun verður haldinn hádegis- fundur í Tjarnarsal Ráðhúss Reykja- víkur um erfðabreytt matvæli. Björn L Örvar sameindaerfðafræð- ingur mun flytja erindi á fundinum. ,Ég lærði í Kanada og þar spáði ég mikið í erfðatækni plantna við matvælaframleiðslu,“ segir Björn. Hann segir að spár bendi til að fólks- fjölgun verði meiri en aukning í mat- vælaframleiðslu heimsins í framtíð- inni og þannig sé fyrirsjáanlegt að ekki verði til nægur matur fyrir alla. „Þá er spurningin hvernig á að auka matvælaframleiðslu en þar eru helst tveir möguleikar," segir Björn. Hann segir annan möguleikann að auka framleiðslu á hektara en það er álit margra að það verði ekki gert nema með erfðatækni. Hinn mögu- leikinn er að fjölga hekturum undir framleiðsluna en það þýðir óhjá- kvæmilega aukna eyðingu skóga til ræktunar. „Nokkurs misskiln- ings virðist gæta um ágæti erfðra- breyttra matvæla og sumir telja þau hættuleg," segir Björn en bætir við að skýrslur t.d. Matvælastofnunar sameinuðu þjóðanna (FAO) sýni að erfðabreytt matvæli séu hættu- laus. Björn segir að erfðabreyttar matvörur hafa verið á markaði í 10 ár og telur upp maís, soja, kartöflur og ýmis matvæli unnin úr þessum afurðum. „Þróun erfðabreyttra mat- væla verður ekki stöðvuð og það eru engin matvæli sem gangast undir jafn mikla skoðun og þau,“ segir Björn og bætir við að mun minni kröfur séu gerðar þegar hefðbundin matvæli séu annarsvegar. Björn segir erfðabreytt matvæli nauðsynleg ef við ætlum að geta brauðfætt heiminn og að það megi ekki loka á þessa tækni. „Það hefur dregið úr notkun eiturefna eftir að erfðabreytt ræktun kom til sög- unnar vegna þess að ákveðið gen eru sett í plönturnar sem gerir það að verkum að þær þola betur pestir án eiturefna," segir Björn. Hann segir þetta verða til þess að þeir sem vinni við landbúnað sleppi við að eitra og þar með minnka líkur á sjúkdómum sem því fylgi oft. Björn vitnar í vísindatímaritið The Science og segir að þar komi fram að Kínverjar verði líklega fyrstir til að taka í notkun erfðabreytt hrísgrjón en það mun valda byltingu í notkun erfðrabreyttra matvæla í heiminum. Björn segir að í mörgum heims- hlutum sé vandamál með ræktun vegna vatnsskorts eða vegna þess að jarðvegurinn er ekki nógu góður til ræktunar. „Þannig hefur það verið vandamál í suður-Ameríku hversu súr jarðvegurinn er, “ segir Björn og bætir við að jarðvegurinn þar leysi upp ál úr berginu og því sé uppskera minni vegna áleitrunar. Björn segir að annarsstaðar hafi vatnsskortur virkað sem flöskuháls á framleiðslu en með erfðarbreytingu megi búa til plöntur sem þola þurrk betur og þrufa minna vatn. Sömu aðferð má síðan nota til að framleiða kulda- þolnar plöntur. Björn segir erfðabreytingu öfl- uga tækni sem erfitt verði að ýta til hliðar og segir engum stafa ógn af erfðabreyttum matvælum sé eðlilegri varúð beitt. „Það er slæmt þegar slúður og vísindagreinar eru lagðar af jöfnu í umræðunni um erfðabreytt matvæli," segir Björn og bætir við að m.a. hafi komið upp umræða um að erfðabreytt matvæli gætu orsakað krabbamein, en segir engar rannsóknir sýna fram á það. Björn segir þá matvöru sem við neytum í dag vera langt frá þvi að vera eins og hún var í upphafi og nefnir sem dæmi tómata og blómkál. „Við höfum fjarlægst upprunann og margt bendir til að erfðabreytt mat- væli séu það sem koma skal í framtíð- inni,“ segir Björn. Þorvarður Árnason heimspek- ingur og náttúrusiðfræðingur hjá Háskólanum á Hólum er einnig fyrirlesari í Ráðhúsinu á morgun en hann setur spurningarmerki við áhrif erfðabreyttra matvæla á neytendur. Þá segir hann ekki vitað hvaða áhrif erfðabreyttar plöntur hafi á umhverfið og spurning hvort þær hafi áhrif á villtar tegundir. „Þetta er líka spurning um eigna- rétt og hversu mikla hlutdeild þurf- andi þjóðir fái í þessum matvælum," segir Þorvarður. Hann segir að uppsprettur erfðaefna hafa verið fengnar í vanþróuðu löndunum og verið teknar án þess að greiða fyrir þau. „Það er svo spurning hvort þessar sömu þjóðir verði látnar greiða fyrir erfðabreyttu matvælin," segir Þorvarður. Hann segir að erfðabreytingu matvæla þurfi að skoða í víðara samhengi og veltir því fyrir sér hversu langt maðurinn megi ganga til að breyta sköpunar- verkinu. Þorvarður segir fundinn verða góðan vettvang til að skiptast á skoðunum um þessi mál hugrun.sigurjonsdottir@vbl. is <Rss&f Stálpottasett á góðu verði Brúðhjónalistar og gjafakort búsáhöld KRINGLUNNI Slmi: 568 6440 I busahold@busahold.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.