blaðið - 21.11.2005, Blaðsíða 18

blaðið - 21.11.2005, Blaðsíða 18
26 IMEMNIWG Hebstu stórorrustur sögunnar Þórhallur Heimisson prestur hefur sent frá sér bókina Ragnarök þar sem hann segir frá örlagaríkustu stórorr- ustum sögunnar. „Ég hef alla tíð verið mjög áhugasamur um sögu,“ segir Þór- hallur. „Áður en ég fór í guðfræði fór ég í sagn- fræði í Há- skólanum en eins og margir lauk ég ekki við ritgerðina og titla mig því ekki sagnfræð- ing. Áhugann á hernaðarsögu hef ég tekið í arf frá föður mínum, Heimi Steinssyni, og saman háðum við allar orrustur sög- unnar ífá því ég var strákur, spjölluðum um þær og skoðuðum. Um tíu ára aldur fór hann með mig á víg- ^ völl Waterloo í Belgíu og sagði mér frá orrustunni. Eg hef oft velt því fyrir mér hvað hefði gerst ef orrustur hefðu farið á annan veg og hvaða máli ákvarðanir ákvarðanir einstaklinga skipta í orrustum. Tilviljun veldur oft miklu um gang sögunnar." um það hvað styrjaldir séu vond fyrirhœri? „Alltof mörgum finnst að um leið og talað er um hernað megi ekki tala um tæknina, þekkinguna og annað sem býr að baki. Hernaður hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda og margt hefur þró- ast í gegnum hernað, bæði í tækni og bygg- ingarlist og gerir enn þann dag í dag. Svo getur maður dáðst að einstaklingum sem leiddu heri út í orrustur, töpuðu og sigruðu og lögðu allt undir. Áttu þér uppá- haldsherforingja? „Já, það er Karl 12. Svia- konungur, sem kemur reyndar ekki fyrir í bókinni. Hann var ætíð með of lítinn her og barðist við mikið fjöl- menni og miklu stærri veldi en hann sjálfur hafði á bak við sig en með her- kænsku og klókindum tókst honum að bera sigurorð af andstæðingum ár eftir ár.“ Það eru margar sögur íþessari bók en Er ekki hœgt að dást að hernaðartœkni ég heldað flestir myndu velja sem sína án þess að vera með siðferðisfyrirlestur uppáhaldssögu frœkilega vörn Spart- MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2005 blaðið Þórhallur Heimisson.„Sumir fara í golf, aðrir í lax en ég skoða hernaðarsögu." verja gegn Persum í Laugaskörðum 480. f. Kr. Það er ekki annað hœgt en að fyllast aðdáun á Spartverjum. „Sú orrusta vannst af því hún tap- ast. Spartverjar börðust ekki til sigurs heldur tóku þá ákvörðun að berjast til síðasta manns og um leið unnu þeir siðferðilegan sigur. Þetta var til að þjappa saman Grikkjum sem síðar sigruðu Persa. Ef Spartverjar hefðu flúið og horfið á braut þá er líklegt að Grikkland hefði farið undir Persíu.“ Hvernig valdirðu orrustur í bókina? „Það má endalaust deila um það hvaða orrustur eru mikilvægar en einhves staðar verður maður að draga mörkin. Þessar orrustur þóttu mér standa upp úr. Ég fjalla ekki um orr- ustu úr fyrri heimstyrjöldinni því mér sýndist ekki að þar hefði farið fram úrslitaorrusta. Eg hafði sérstaklega gaman að skrifa um um tvær orrustur, önnur er orrustan um Medína en í ís- lenskum bókum er hvergi skrifað um hana og hin er orrustan um Poitiers árið 732. Þetta eru mjög dramatískar úrslitastundir sem fáir vita af.“ Þú hefur haftgaman af að skrifa þessa bók. „Sumir fara í golf, aðrir í lax en ég skoða hernaðarsögu. Ég var að koma frá Svíþjóð og varð mér úti um bækur um krossferðirnar þar sem fjallað er um átökin hernaðarlega án siðferði- legrar fordæmingar. Ég hef ákaflega gaman af því að velta hernaðarsögu fyrirmér. _ íslensk jólatónlist - með Mótettukórnum og ísak Ríkharðssyni drengjasópran Út er kominn jóladiskur með Mót- ettukór Hallgrímskirkju, Isak Ríkharðssyni drengjasópran, Sig- urði Flosasyni saxófónleikara og Birni Steinari Sólbergssyni orgel- leikara. Á diskinum er að finna íslensk jólalög. Mörg af ástsælustu jólalögum og -sálmum þjóðarinnar hljóma þar en einnig ný lög sem ekki hafa komið út áður. Má þar nefna titillagið, Jólagjöfina, eftir Hörð Áskelsson við texta Sverris Páls- sonar sem notið hefur mikilla vinsælda frá frumflutningi þess. Meðal kunnra jólalaga á disk- inum eru Nóttin var sú ágæt ein eftir Sigvalda Kaldalóns og Jól eftir Jórunni Viðar. Meðal ann- arra höfunda, sem eiga lög á disk- inum, eru Jón Ásgeirsson, Bára Grímsdóttir Atli Heimir Sveins- son og Áskell Jónsson. Þá eru flutt þrjú erlend lög, Nú kemur heimsins hjálparráð, Hin feg- ursta rósin er fundin og Það aldin út er sprungið. m Proskasaga konu Dætur hafsins er ný skáldsaga eftir Súsönnu Svavarsdóttur. Aðalpersóna bókarinnar er blaðakonan Ragn- hildur sem fær í hendur dagbækur Herdísar frænku sinnar, sem hefur verið myrt á hrottalegan hátt. Við lestur dagbókanna opnast nýr heimur fyrir Ragnhildi. „Þetta er er þroskasaga fullorðinnar konu,“ segir Súsanna. „Þótt konur séu komnar um fertugt eða fimmtugt þá þýðir það ekki endilega að þær séu þroskaðar. Þær geta verið fastar inni í normi eða gildismati sem þeim hefur verið úthlutað. Konur eiga oft erfitt með að brjótast frá þessu og þegar þær reyna það þá mæta þær oft harkalegri mótspyrnu. Ragnhildur gerir sér ekki grein fyrir hvað hún er ósátt við hlut- skipti sitt fyrr en varnarkerfi hennar brestur þannig að önnur sjónarmið og aðrar aðferðir til að lifa lífinu ná til hennar. Allar konur eru með varnir í kringum sig og það þarf eitthvað mikið að gerast til að þær bresti, ljósið komist inn og þær séu tilbúnar til að Ijá máls á því að þær gætu kannski gert Jilutina öðruvísi. Þegar maður upprætir þau gildi sem maður hefur einblínt á vegna þess að maður vill aðra aðferð þá gerist það ekki and- skotalaust. Þetta er þroskasaga konu frá því að lifa lífi þar sem hún upp- fyllír skyldur og svarar kröfum yfir í það að taka sjálfstæða ákvörðun um það hver hún er. Fyrir mér er þetta bók um okkur konur og ég skrifa hana fyrir konur.“ Hvað með opinskáar kynlífssenur bók- arinnar. Var ekkert erfitt að skrifa þá kafla? „Veistu, ég eyddi svo mörgum árum í að óttast að einhver tæki eftir því að ég væri kynvera, hefði kynhvatir og vildi lifa kynlífi, að ég mokaði þessum kvíða út fyrir noldcrum árum. Það var miklu skelfilegra að horfast í augu við það að ég væri kynvera og hefði kyn- hvöt heldur en að skrifa bók þar sem er fjallað um kynhvöt. Það er óumflýj- anlegt að við konur höfum kynhvöt og það á að segja frá henni og það á að tala um hana.“ Nú varst þú þekkt sem heldur grimmur gagnrýnandi. Hvernig tekurðu gagn- rýni á eigin verk? „Ég bara tek henni. Ég er eldd einn af þeim höfundum sem hef áskrift að góðum dómum, sama hvaða drasl kemur frá mér. Þar sem ég hef verið sett í áskriftarhópinn „vond gagnrýni" þá geri ég ráð fyrir því að fá slæma dóma. Það er sárt að því leyti að það hefur áhrif á það hvaða áherslu útgef- andinn leggur á bókina.“ Finnst þér þá að gagnrýnendur séu búnir að ákveða fyrirfram hvaða höfundar fái góða dóma og hverjir vonda? „Við sjáum að það er sama hvað sumir höfundar skrifa, þeir fá alltaf já- kvæða gagnrýni. Það eru ekki margir sem eru að þjálfa sig upp í það að vera bókmenntagagnrýnendur. Stundum eru blaðamenn, sem eru ekki sérlega vel lesnir og hafa eldd sterkan bók- menntagrunn, að vasast í því að skrifa um bækur. Þeir hafa engar aðrar for- sendur en að höfundurinn sem þeir eiga að gagnrýna sé talinn góður. Þeim finnst ekki að það sé í þeirra verkahring að segja að nýja bókin hans sé vond. Maður sér þetta gerast og er stundum ansi undrandi.“ ■

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.