blaðið - 21.11.2005, Blaðsíða 14
blaði
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Karl Garðarsson.
HVERT VILJUM VIÐ FARA?
Stjórmálamenn eru duglegir við að ræða um hátækniiðnað og þekking-
ariðnað á tillidögum. Sú ræða að framtíð landans byggi ekki á fiski og
áli, heldur á vel menntuðu fólki sem vinni flókin og vel launuð störf er
vel þekkt. Hana hafa allir heyrt. Ræðan er göfug og á við rök að styðjast,
því íslendingar hljóta að vilja sjá hér byggjast upp öflugan þekkingar-
og tækniiðnað. Með því yrði börnum okkar tryggð góð störf og örugg
framtíð.
Vandinn er hinsvegar að þrátt fyrir að rætt sé um málið, er erfitt að sjá
að nokkuð sé raunverulega verið að gera til að stuðla að vexti í þessum
geirum. Fyrir helgi var haldin ráðstefna þar sem staða hátækniiðnaðar
hér á landi var rædd. Niðurstaðan var langt í frá glæsileg, enda virðist
staða margra fyrirtækja hér á landi vera erfið. f síðustu viku var enn-
fremur sagt frá því hér í Blaðinu að vegna þess hversu hátt gengi íslensku
krónunnar væri, væru mörg hugbúnaðarfyrirtæki farin að íhuga að leita
út fyrir landsteinana. Þau eru að íhuga að kaupa forritara í löndum eins
og Indlandi, þar sem launakostnaður er langt um lægri en hér á landi.
Þessi fyrirtæki hafa einnig íhugað að opna útibú erlendis og flytja þang-
að ný verkefni og jafnvel hluta af þeim sem unnin eru á íslandi um þess-
ar mundir. Það er ekki við forráðamenn þessara fyrirtækja að sakast.
Þeir eru eingöngu að bregðast við ákaflega erfiðum aðstæðum.
Ástæðan er að stjórnvöld hafa einfaldlega ekki gert það. Þegar rætt er
um að stjórnvöld styðji við bakið á fyrirtækjum í ákveðnum greinum er
rekið upp rammakvein. Lærðar ræður um hið frjálsa hagkerfi eru flutt-
ar og einnig aðrar þar sem talað er um að reglur Evrópusambandsins
leyfi ekki slíka aðkomu stjórnvalda að fyrirtækjum í rekstri. Það hefur
hinsvegar ekki stöðvað ráðamenn víða erlendis í að leita allra leiða til að
halda þessum dýrmætu störfum innan landssteinanna. Skattaívilnanir
ýmiskonar eru þekkt fyrirbæri, sem og stofnstyrkir fyrir ný sprotafyr-
irtæki. Með því er einstaklingum með góðar og spennandi hugmyndir
gert auðveldara að koma undir sig fótunum. Það er ekki á annan hátt
sem þekkingariðnaður byggist upp. Ef það eina sem ráðagott fólk með
sterka, en áhættusama, viðskiptahugmynd sér framá er að erfitt verði
að ná í stöðugt fjármagn á íslandi og að allur kostnaður verði miklu
mun hærri innan íslands en utan vegna óhagstæðrar stöðu krónunnar
- þá er ekki mikil hætta á að hér á landi byggist upp hátækni- og þekk-
ingariðnaður.
Stjórnvöld hafa verið dugleg við að byggja álver síðustu misseri. Líklega
sjá ráðamenn framtíð sína og okkar Islendinga í þeim.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur.
Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur.
Mikið úrval af brjóstagjafa-
og meðgönguundirfatnaði í
mörgum litum
Einnig erum við með hinn
vinsæla Carters ungbarnafatnað
Hamraborg 7 • Kópavogi • Sími 564 1451
www.modurast.is
14 I ÁLIT
MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2005 blaðiö
...»ilm$6 í % ® /tftí
----—.
Höfuðborgarsvæði frá
Keflavík til Þjórsár?
Þróun byggðar á síðustu áratugum
hefur verið hröð á íslandi. Framan
af einkenndist byggðaþróun af því að
fólk úr dreifbýli fluttist í þéttbýli, eða
,á mölina“ eins og það var kallað. Ann-
að einkenni var að fólk sóttist eftir að
eiga heimili sin og hefur leigumarkað-
ur verið frekar lítill hér á landi. Síðusta
áratug hefur verið mikill uppgangur í
efnahagslífinu, en á sama tíma hefur
verið stöðnun í höfuðborginni.
Þetta hefur leitt til nýrrar byggða-
þróunarí byrjun 21. aldar. Dreifbýlið
hefur sótt í sig veðrið á nýjan leik og
er höfuðborgarsvæðið að gjörbreyt-
ast á skömmum tíma. Alþekkt er að
Kópavogur, Garðabær og bæjarfélög
sem liggja við Reykjavík hafa verið að
stóreflast. Hitt er nýrra að þau sveitar-
félög sem liggja fjær, á Reykjanesi og
Suðurlandi hafa verið að taka vaxtar-
kipp.
Það vakti athygli nú fyrir skemms tu
þegar fjármálaráðuneytið gaf upp
íbúatölur fyrir árið 2005 í vefriti sínu.
Þar kemur fram að fjölgun íslendinga
er um 1,5% úr 293.577 I ársbyrjun í
um 298.000 um næstu áramót og er
það metfjölgun. Það sem vakti mesta
athygli var að þó höfuðborgarsvæðið
(eins og það hefur verið skilgreint)
tæki við 3.100 manns hefðu fleiri flutt
burt, eða um 3.300 manns.
Með öðrum orðum hefur þetta
gerst: Á metári í fjölgun verður fækk-
un á höfuðborgarsvæðinu í heild!
Fjármálaráðuneytið gekk svo langt
að segja þessar tölur staðfesta það að
höfuðborgarsvæðið „nái nú frá Þjórsá
og upp í Borgarfjörð."
íslendingar vilja sérbýli
Fjölgun á Suðurlandi og á Reykjanesi
þarf ekki að koma á óvart, enda hef-
ur verið skortur á byggingarlóðum í
Reykjavík, sérstaklega sérbýli. Þykir
mörgum þetta skrýtið, enda nóg land-
rými á Islandi.
Fleiri og fleiri átta sig á því að land
og næði eru lífsgæði sem við getum
notið umfram aðrar þjóðir. Ferða-
menn koma fyrst og fremst til að
njóta náttúrunnar og einnig er mik-
Eyþór Arnalds
ill og vaxandi áhugi á útivist. Það er
því eðlilegt að fólkið leiti eftir sérbýli
í nábýli við náttúruna. Þetta skýrir að
hluta þessa merkilegu breytingu sem
er að eiga sér stað núna.
Fólksbíla - ekki strætó og rútur
Nær allir eru á fólksbílum og er
byggðaþróunin að taka mið af því
sem fólkið vill. Segja má að fólkið hafi
kosið með fótunum eða réttara sagt
- með bílunum. Margir hafa látið sig
dreyma um sparnað af því að nota
almannasamgöngur, en miðað við
hversu fáir eru i þessum stóru bílum,
er líklegra en hitt að Strætó sé dýrari
en fólksbíllinn.
í dag er bílaeign Islendinga meiri
að meðaltali en Bandaríkjamanna
og margföld á við Evrópumanna. Það
er því eðlilegt að byggðaþróun á ís-
landi sé ólík því sem gerist í Evrópu
og byggðin dreifðari. Með almennri
fólksbílaeign er fólki frjálst að búa
íjær vinnustað sínum og velja sér bú-
setu með frjálsari hætti.
I dag velur fólkið sérbýli og návist
við náttúruna. Suðurland nýtur ná-
lægðar við höfuðborgina, auk þess
sem á Suðurlandi er að finna helsta
sumarbústaðasvæði landsins. Sumar-
bústaðir eru að verða vandaðari og
meira um það að þeir séu „heilsársbú-
staðir“ eins og það er nefnt.
Samgöngur um Reykjanesbraut og
Hellisheiði eru orðnar slagæðarnar í
útvíkkuðu höfuðborgarsvæði. Þessar
leiðir þarf að bæta enn frekar til að
fólk í fólksbýlum geti enn frekar val-
ið sér búsetu og vinnustað á svæðinu
öllu. Fróðlegt verður að fylgjast með
næstu 3-4 árum og sjá hvort að þessi
þróun haldi áfram og uppbyggingin
haldi áfram í þessum sveitarfélögum
í nágrenni Reykjavíkur.
Miklu skiptir hvernig nýjar sveitar-
stjórnir halda á sínum málum eftir
kosningarnar í vor. Eitt er þó víst að
tækifærin til uppbyggingar eru mikil
fyrir þá sem skilja þarfir íbúanna.
Höfundur er framkvæmdastjóri.
Klippt & skorið
Eggert Skúlason og Hildur Helga Sigurð-
ardóttir ræddu á föstudag um fréttir
vikunnará NFS. Eggert, sem erskápafram-
sóknarmaður, sagði að Halldór Ásgrímsson hefði
í fyrsta skipti reist sig í vikunni og náð sér á strik.
Halldór hefði til dæmis nístað Ingibjörgu Sólrúnu í
nöldurkasti í þinginu með því að gera slíkt grín að
henni að allur þingheimur hefði hlegið að henni.
Hildur Helga skaut þá inn eitraðri aukasetningu:
„Finnst ekki öllum Ingibjörg soldið hlægileg þessa
dagana?"
Síðasta vika var nefnilega versta pólitíska
vika Ingibjargará þingi til þessa. Á mánu-
dag tók hún upp yfirlýsingar Halldórs
Ásgrfmsson um varnarmálin. Halldór spurði þá
einfaldlega hver stefna Samfylkingarinnar í vam-
armálum værí og gat formaðurinn engu svarað.
Daginn eftir fór Ingibjörg
ennupp um störf þingsins
og kvartaði yfir að fá þing-
mál kæmu frá stjórninni.
Halldórbenti á að hún væri Mt vif
sffelit að nöldra yfirað mál
stjómarinnar væru vond,
og henni hlyti þá að líða
betur ef þau kæmu ekki fram. Þingið nötraði svo
af hlátri þegar Halldór sagöi að hann vildi allt gera
til að formanni Samfylkingarinnar liði beturjafnvel
þó hann þyrfti að fresta málum - enda sæju allir að
fomnanni Samfylkingarinnar liði ekki nógu vel um
þessar mundir. Þingreyndir menn segja klippara
að þetta sé í fyrsta sinn, sfðan Halldór settist á þing
1974, sem honum takist að hlægja þingheim með
þessum hætti. Vikuna endaði svo Ingibjörg með
langdreginni ræðu um vamarmál, sem var svo
klipptogskond@vbl.is
óskiljanleg, að (fyrsta skipti birti ekki einn einasti
fjölmiðill svo mikið sem einn staf úr ræðu formanns
stjórnmálaflokksáþingi.
■BP þessum stað á föstudag varfrá þvígreint
Ofl að Þórhallur Gunnarssonar eigi að hafa
m ■bhreytt óheflaðrí kveðju í Jón Ólafsson
þegar athafnaskáldið greindi honum frá því að
hann ætlaði (viðtal við Stöð 2, sem myndi þá birt-
ast á undan viðtali Þórhalls í Kastljósi við hann, en
það tafðist vegna tæknilegra örðugleika eins og
kunnugt er. Þórhallur harðneitar því að hafa látið
slík orð falla. Segir hann jafriframt, að sé Jón heim-
ildarmaðurinn fyrirtveggja manna tali þeirra, segi
hann einfaldlega ósatt og vonar Þórhallur að þær
500 síður, sem Einar Kárason hefur skrifað um Jón,
séu ekki byggðará jafnveikum grunni.