blaðið - 21.11.2005, Blaðsíða 26
34 I KVIKMYWDIR
MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2005 blaöiö
Matthew McConaughey
kynþokkafyllstur
Jæja, hver er kynþokkafyllsti mað-
urinn á lífi? Maður skyldi ætla að
það væri mjög erfitt að finna hann,
þar sem Hollywood er full af fal-
legum piltum. En tímaritið People
á ekki í neinum erfiðleikum með
að velja, og fyrir valinu varð Matt-
hew McConaughey. Fólki hefur
lengi þótt hann sætur, en að hann
sé sætari en George og meiri töffari
en Orlando eða Johnny? Samkvæmt
talsmanni People var engin sam-
keppni: „Okkur fannst hann einfald-
lega hinn fullkomni pakki.“ Það er
öruggt að Penelope Cruz sem er kær-
astan hans er á sama máli, en hún
kannast við tilfinninguna að vera
með sætasta manninum, enda var
hún með Tom Cruise sem fékk titil-
inn árið 1990. Þeir sem voru einnig
tilnefndir þetta árið voru Jake
Gyllenhaal, Owen Wilson, Patrick
Dempsey og Antonio Banderas. Og
svo auðvitað þessir vanalegu Brad,
George og Orlando.
Orðlaus i þrjú ár
Blalii/SteinarHugi
Tímaritið Orðlaus hélt upp á þriggja ára afmæli sitt með pompi og prakt á efri hæð Kaffi Sólon um helgina. Þar komu saman
ðu yfirlæti.
Upphafskonurnar: Hrefna Sverrisdóttir, Steinunn Jakobsdóttir og Erna Þrastardóttir
byrjuðu með Orðlaus fyrir þremur árum.
Leikkonurnar Brynhildur Guðjónsdótt-
ir og llmur Kristjánsdóttir voru hressar.
Ný plata með
Magnúsi Pór
Ný hljómplata með Magnúsi Þór Sig-
mundssyni kemur út í dag. Magnús
hefur áunnið sér sess sem einn ást-
sælasti lagahöfundur þjóðarinnar
og samið lög sem jafnt eldri sem
yngri kynslóðir íslendinga þekkja
vel. Á plötunni Hljóð er nóttin
sýnir hann á sér nýja hlið, því lögin
er sungin með þeirri hlýju, djúpu
rödd sem Magnús notar þegar hann
er að semja lögin sín á nóttunni við
eldhúsborðið heima í Hveragerði.
Segja má að hugmyndin að gerð
plötunnar byggi á ofannefndum
tveimur meginforsendum. Annars
vegar þeim frábæru lögum sem
‘Magnús hefur samið ásamt þeim
söngstíl sem hann hefur tamið sér
við samningu laganna. Þannig var
leitast við að vinna með heilsteypt
safn laga og finna útsetningarlega
umgjörð sem hentaði. Nokkrir af
fremstu tónlistarmönnum landsins
voru fengnir til þess að leggja fram
hæfileika sína og taka þátt í að móta
Róbert Þórhallsson á trommur og
slagverk, Stefán Már Magnússon á
rafmagnsgítar, Sigurður Halldórs-
son á selló, Guðmundur Kristmunds-
son á víólu, Samúel Jón Samúelsson
á básúnu, Óskar Guðjónsson á tenór-
saxófón og Þórunn Antónía syngur.
Upptökustjórn og útsetningar
á plötunni voru í höndum Jóns Ól-
afssonar en Magnús Þór kom
einnig að upptöku-
stjórninni ásamt því
að leika á kassagítar.
Þá söng Stefán Hilmars-
son með honum í laginu
Dag sem dimma nátt,
en Stefán er höfundur
texta þess lags.
Magnús Þór mun halda tónleika
ásamt hljómsveit sinni þann
29. nóvember n.k. í Salnum í
Kópavogi.
heildarhljóm plötunnar.
Þeir sem leika á plötunni með
Magnúsi eru Jón Ólafsson sem spilar
á píanó, orgel og rafpíanó, Birgir
Baldursson sem leikur á trommur
og slagverk, Róbert Þórhallsson
leikur á trommur og
slagverk,
Vangaveltur
um Óskarínn
Kvikmyndaáhugamenn í Bretlandi
eru þegar farnir að velta vöngum
yfir því hverjir munu verða til-
nefndir á næstu Óskarsverðlaunahá-
tíð og einkum með það í huga hvaða
bresku myndir komist á listann.
Það eru einkum teiknimyndir sem
þeir hafa áhuga á enda eru margir
sannfærðir um að myndin Wallace
and Gromit: The Curse of the Were-
Rabbit muni verða ofarlega enda
hefur myndin verið meðal vinsælli
myndanna í bióhúsum í Banda-
ríkjunum og Bretlandi. Myndin er
þegar komin á tíu mynda lista yfir
þær myndir sem verða tilnefndar.
Lokaniðurstaða um tilnefningar
verða tilkynntar 31. janúar. Talið er
að myndin muni keppa við mynd-
irnar Litli kjúlli, Robots og Tim Bur-
ton's Corpse Bride. Óskarsverðlauna-
afhendingin mun fara fram þann 5.
mars næstkomandi.
Tónleikar i plötu-
búð Smekkleysu
A morgun verða tónleikar með
hljómsveitunum Drekka og Vollmar
sem munu taka nokkur vel valin lög
klukkan fimm síðdegis.
Drekka, sem er aukasjálf Michael
Anderson eiganda BlueSanct útgáf-
unnar, ætti að vera orðinn mörgum
tónlistaráhugamönnum kunnugur,
enda í fjórða sinn á jafnmörgum
árum sem hann heldur tónleika
hér á landi. Þrátt fyrir það vita
fæstir hverju þeir eiga von á þegar
Drekka stígur á svið þar sem tónlist
hans byggir á ákveðinni stemningu
fremur en uppbyggingu. Justin Voll-
mar er á mála hjá BlueSanct útgáf-
unni og fæst við lágstemmda og ljúfs-
ára þjóðlaga tónlist. Hann nýtur við
það aðstoðar vina og vandamanna
en að þessu sinni er Nathan bróðir
hans með í för en hann mun leika
undir. ■