blaðið - 21.11.2005, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR
MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2005 blaðiö
Albert II. vígður í
embætti Mónakófursta
Albert II. prins af Mónakó var vígður í embætti fursta síðastliðinn laugardag. Við emb-
ættistökuna var margt konungborinna fyrirmenna og þjóðhöfðingja. Prinsar Evrópu- og
Afríkuríkja voru þeirra á meðal, sem og prinsar frá Miðausturlöndum.
Fyrst gengu gestirtil messu í dómkirkjunni í Mónakó og þaðan í veisluhöld. Á laugar-
dagskvöldið var viðhafnarhátíð í óperuhúsi borgarinnar ásamt flugeldasýningu sem var
haldin yfirfrægu spilavíti landsins.
Nýfrjálshyggju úthýst á Sri Lanka
Nýr forseti lofar
tígrunum viðræðum
Kínaheimsókn
Georg W. Bush, Bandaríkjaforseti,
hvatti kínverska ráðamenn til að
auka frelsi landsmanna, svo sem
eins og tjáningarfrelsi, trúfrelsi og
pólitískt frelsi en hann er staddur í
Peking í opinberri heimsókn. Bush
hitti Hu Jintao, forseta Kína í gær-
dag í Alþýðuhöllinni í Peking en
samræður þeirra snérust um við-
skiptahallan milli Bandaríkjana og
Kína. Bandaríkjamenn flytja mun
meira inn af varningi frá Kína en
Kínverjar gera af bandarískum varn-
ingi og þrátt fyrir hækkun á gengi
kínverska júansins telur Bandaríkja-
stjórn að það sé enn of lágt miðað
við gengi dollars. Umframhagnaður
Kínverja vegna þessa nemur um
tvöhundruð milljörðum dollara en
Jintao gaf Bush loforð um kaup á 70
Boeingþotum á næstu misserum til
að draga úr þessum mismun.
Forsetahjónin bandarísku sóttu
messu í Gangwashi kirkjunni, til að
leggja áherslu á ákall sitt um aukið
frelsi til handa Kínverjum, en hún er
ein af fimm mótmælendakirkjum i
Peking sem hafa starfað án afskipta
kínverskra yfirvalda. ■
Kínverska tískuvikan stendur nú yfir en sýningarstúlkurnar á myndinni klæðast hátískulínu hönnuðarins Mary Ma en hún leggur
áherslu á íburðamikinn fatnað, skæra liti og vandaða vefnaðarvöru.
Nýsettur forseti Sri Lanka,
Mahinda Rajapakse, sagði eftir
að hann var settur í embætti um
helgina að hann hefði allan hug
á að halda vopnahlé við tamíla-
tígrana en um það var samið fyrir
þremur árum. Rajapakse hafði
áður gefið út að tígrunum yrði
ekkert svigrúm sýnt.
Tígrarnir styðja engan
Tígrarnir gáfu ekki út
stuðningyfirlýsingu við nokkurn
forsetaframbjóðanda, sögðu engan
forsetaframbjóðandann hliðhollan
tígrunum og talið er að þeir hafi
komið í veg fyrir kosningaþáttöku á
sínu yfirráðasvæði en eftirlitsmenn
frá ESB hafa staðfest þann grun að
miklu leyti. „Stjórnvöld gátu ekki sett
upp atkvæðakassa í tigrasvæðunum
því lögreglumenn gættu kassanna og
vopnaðir lögreglumenn mega ekki
koma inn á tígrasvæðin. Stjórnvöld
settu í staðinn upp kjörstaði við
öll landamærin en svo kom nánast
enginn yfir til að kjósa. Þessi litla
kosningaþáttaka hafði áhrif á
niðurstöðurkosninganna,“segirHelen
Ólafsdóttir talskona friðargæslunnar
á Sri Lanka.
Kæra kosningarnar
Mótframbjóðendur Rajapakse hafa
kært kosningarnar vegna þessa en
kosningaeftirlit Sri Lanka hefur
gefið út að ekki verði kosið á ný á
þeim kjörsvæðum þar sem tígrarnir
eru ráðandi. Fyrir kosningar gerði
Rajapaksesamningviðharðlínuflokka
um að ekkert yrði gefið eftir við
tígrana og að vopnasamkomulagið
yrði endurskoðað. Það gæti þó
aldrei orðið einhliða því tígrarnir
verða að samþykkja allar breytingar.
Margir eru uggandi vegna stuðnings
harðlínuflokkana við Rajapakse en
eftir yfirlýsinguna um helgina sem var
öllu mildari en sá málflutningur sem
hann hefur haft uppi í aðdraganda
kosninganna er talið að forsetinn
hafi gengið á bak orða sinna og svikið
flokkana sem hann gerði samkomulag
við.
Ríkisstjórn Sri Lanka er samblanda
kommúnista, þjóðernissinna og
búddista en það er talið erfitt verk
fyrir jafnaðarmanninn Rajapakse
að halda góðri sátt og samvinnu
innan hennar auk þess sem hann
er andvígur nýfrjálshyggju og er
andvígur einkavæðingu fýrirtækja.
Það hefur farið illa í viðskiptalífið en
þegar úrslit kosninga voru ljós hrapaði
gengi fyrirtækja í landinu. Helen segir
að í raun sé ekki búist við miklum
breytingum eftir kosningarnar. „Við
vonumst til þess að hægt verði að
koma á mikilvægum viðræðum
á milli háttsettra tígra og manna
innan stjórnsýslunnar. Það verður
að gerast og einnig verður að ráðast í
umsvifamikla trúnaðaruppbyggingu
þarna á milli. Það eru fyrstu skrefin í
átt að því að stoppa drápin í austrinu
en það eru pólitísk morð að mestu.
Við teljum að báðir aðilar séu ákveðnir
í að halda vopnahléið og á meðan svo
er höldum við áfram að miðla málum“,
segir Helen. ■
Hjálparstarfsmenn leita í rústum lítillar
flugvélar sem hrapaði við rússneska
bæinn Staroye en hann er um hundrað
kílómetrum suðaustur af Moskvu. Átta
farþegar voru í vélinni og óttast er að þeir
hafi allir látið lífið.
Fjöldaslagsmál
Talið er að 40 ungmenni hafa slegist
hatrammlega á diskótekinu Nelly's
í bænum Frederica í Danmörku
um helgina. Þurfti lögreglan að
óska eftir liðsauka úr nærliggjandi
smábæjum til þess að yfirbuga ung-
mennin sem voru undir áhrifum
alsælu. Það tók 16 lögreglumenn
klukkutíma að stilla til friðar og
talið að það hafi tafið fyrir að ung-
mennin voru undir áhrifum.
Kvíðagenið
fundið?
Breskir vísindamenn hafa uppg-
vötað gen sem stjórnar hræðslu-
viðbrögðum. I rannsóknum á
músum kom í ljós að þær mýs
sem skorti genið stathmin
sýndu engin hræðsluviðbrögð
í aðstæðum sem áttu að vekja
hræðslu. Þessi uppgvötun er
talin geta varpað ljósi á fælni
og kvíðaraskanir hjá mönnum.
Rannsóknin gæti einnig flýtt
fyrir þróun lyfja sem væru sér-
sniðin fyrir hvern kvíðasjúk-
ling. Þeir sem að rannsókninni
standa setja þó spuringarmerki
við hvort kvíði sé eingöngu til
kominn vegna innri þátta.
Kaupmannahöfn - La Yilla
ódýr og góð gisting miðsvæðis í Kaupmannahöfn.
Tölum íslensku.
Sími 0045 3297 5530 • gsm 0045 2848 8905
_____www.lavilla.dk • Geymiðauglýsinguna_