blaðið - 21.11.2005, Blaðsíða 8

blaðið - 21.11.2005, Blaðsíða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2005 blaðiö ísrael Ariel Sharon íhugar að hætta í Likud-bandalaginu Miklar líkur eru taldar á því að Ariel Sharon, forsætisráðherra ísrael, íhugi nú alvarlega að hætta í Likud-bandalaginu og stofna nýjan hófsamari stjórnmálaflokk. Búist er við því að Sharon gefi út yfirlýsingu þessa efnis í dag. Góð áhrif á f riðarferlið Mikil átök hafa verið innan Likud- bandalagsins frá því að ísraelsk stjórnvöld, undir forystu Sharons, ákváðu að draga herlið af Gaza svæðinu. Þetta mætti mikilli andstöðu íhaldsamra afla innan Likud-bandalagsins og ljóst að Sharon þykir það nú vænlegra að yfirgefa bandalagið til að tryggja áframhaldandi friðarferli. Sharon og Amir Peretz, formaður Verka- mannaflokksins, komust að því samkomulagi í síðustu viku að flýta fyrirhuguðum kosningum sem áttu að fara fram í nóvember á næsta ári til febrúar eða mars. Nái hinn nýi flokkur Sharons góðri kosningu telja stjórnmála- skýrendur að það kunni að vera mikil lyftistöng fyrir friðarferlið á svæðinu. Breytt landslag Nú þegar þykir ljóst að a.m.k. to ráðherrar og þingmenn Likud- bandalagsins kunni að fylgja Sharon yfir í hinn nýja flokk. Ný- legar kannanir benda þó til þess að flokkur Sharons ætti verulega undir högg að sækja ef kosningar færu fram núna og því allsendis óvíst að hann kæmist aftur til valda. Að sögn Simon Shifferblaða- manns hjá dagblaðinu Yedioth Ahronoth gæti nýr flokkur undir forystu Sharons gjörbylt lands- lagi ísraelskra stjórnmála. „Þetta gæti valdið meiri straumhvörfum í ísraelskum stjórnmálum allt frá því að ríkið var stofnað," sagði Simon. Sharon hittir þingmenn Likud-bandalagsins í dag og búist er við yfirlýsingu frá honum eftir fundinn. Beðið eftir yfirlýsingu frá Ariel Sharon Bush vill ekki kalla herinn heim frá írak Georg W. Bush, Bandaríkjafor- seti, lét hafa eftir sér um helgin að hann hefði ekki hug á að kalla herlið sitt til baka frá Irak en þessi yfirlýsing kom í kjölfar þess að fimm bandarískir hermenn féllu og fimm aðrir særðust eftir sprengjutilræði í bænum Baiji í norðurhluta írak. Alda ofbeldis reið yfir írak í gær en ríflega fimmtíu manns létust í fjölda sjálfsvígssprengjutilræða. Frá upphafi átakanna í í rak hafa að minnsta kosti 2089 bandarískir hermenn látið lífið. Breskur hermaður lét einnig lífið og fjórir aðrir særðust í sprengjuárás við bæinn Basra í Suðurhluta írak í gærdag. Frá því innrásin var gerð hafa 98 breskir hermenn látið. Frelsið krefst fórna Bush sagði að það væri hans vilji að klára það sem byrjað hefði verið á: „Við munum halda okkur við efnið uns við höfum náð fullnaðarsigri sem hermennirnir okkar hafa bar- ist fyrir. Varnir frelsisins eru virði fórna.“ Ummæli Bush féllu eftir að uppvíst varð um áætlanir nokkurra herforingja sem telja að hægt verði að hefja heimflutning bandarískra hermanna strax í upphafi næsta árs ef kosningarnar í næsta mánuði fara vel. Stjórnmálamenn í Washing- ton hafa lent í hörðu orðaskaki eftir að fyrirhuguð brottför hersins var kynnt og bandaríska þingið hafn- aði áætluninni í atkvæðagreiðslu. í henni er lögð áhersla á að íraska lög- reglan og herliðið geti haft stjórn á ástandinu ef kosningarnar fara vel og miðað er við að um 60.000 banda- rískir hermenn hverfi frá landinu á næsta ári en um 100.000 hermenn verði þar áfram. Tónlist gegn alzheimer Alzheimersjúklingur á níræðis- aldri sem var hættur að hafa sam- skipti við sína nánustu sýndi um- talsverðar framfarir eftir að hafa farið á tónleika fyrir alzheimer- sjúklinga. Alzheimersjúklingur- inn fór að geta haldið uppi sam- ræðum á ný eftir að hafa farið á tónleika sönghópsins söngur fyrir heilann. Talsmaður söng- hópsins segir hlustun á lög hafa jákvæð áhrif á tilfinningar og líkamlega hæfni. Þá er talið að fólk með elliglöp eða parkinson- sjúkdómnum geti einnig gagnast að hlusta á tónlist. Bændur í Bosníu mótmæla markaðnum Bændur frá Bosníu bisa við tjöld sín en þeir hafa staðið fyrir mótmælum við þingið í 149 daga til að mótmæla lítiili aðstoð gegn samkeppni nágrannaríkja sinna og ónægum stuðningi við landbúnað í Sarajevó. Evrópusambandið mun hefja samningaviðræður vegna Evrópusambandsaðildar Bosníu þann 25. nóvember komandi. Bosnía er síðasta landið á þessu svæði sem hefur viðræður vegna mögulegrar aðildar en í ár eru einmitt tíu ár síðan skrifað var undir Dayton samkomulagið sem markaði endalok Balkansskaga- átakanna sem kostuðu um 200 þúsund manns lífið. Víetnamar óttast ekki fuglaflensu Víetnamar segjast ætla að bjóða fuglaflensunni byrginn og eru hvergi bangnir þrátt fyrir að hvergi í heiminum hafi fleiri látist úr fuglaflensunni en einmitt í Vietnam. Endur og hænsni eru stór hluti af matarræði Víetnama og búa fuglarnir í milljónum í sambýli við íbúa landsins. Rfkistjórnin hefur gefið út að alifuglar landsins verði bólusettir gegn vlrusnum á komandi misserum með bóluefni sem þróað hefur verið í Kína en þar var einmitt tilkynnt um fyrsta mannslátið af völdum vírussins í vikunni. Dánar afmælis Francos minnst I gær voru 30 ár liðin frá and- láti Francisco Franco fyrrum einræðisherra Spánar. í tilefni dagsins fylktu aðdáendur hans liði og komu saman á torginu Plaza del Oriente í Madríd en þar hélt Franco ræðurnar í valdatíð sinni. Franco-sinn- aðir fasistar munu vera lítill hópur þótt þeir komi reglulega saman til að mótmæla stjórn- arháttum landsins. í mars á þessu ári fylktu fasistar liði og mótmæltu því harðlega að rífa ætti niður síðustu styttuna af Franco. 1 gær gengu fastistar frá grafhýsi Francos og inn í borgina, en grafhýsið er í um 30 km fjarlægð frá Madrid.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.