blaðið - 30.11.2005, Qupperneq 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 blaAÍð
Fjáraukalög:
Útgjaldaukn-
ing upp á tæpa
tvo milljarða
Útgjöld ríkisins hækka um t,8
miíljarða króna samkvæmt
breytingartillögum meirihluta
fjárlaganefndar sem lagðar
voru fram í þriðju og síðustu
umræðu um fjáraukalagafrum-
varpið á Alþingi í gær. Nefndin
lagði til að íjárheimild fjármála-
ráðuneytisins aukist um 500
milljónir í tengslum við kjara-
samninga og þá er gert ráð
fyrir aukningu fjárheimildar
heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytis um 720 milljónir,
aðallega vegna tekjutrygginga
eUi- og örorkulífeyrisþega.
Fjárheimild landbúnaðarráðu-
neytis verður aukin um 430
milljónir m.a. vegna fjárfram-
lags til Lífeyrirssjóðs bænda.
Annað sem nefndin lagði til er
um 30 milljóna króna aukning
vegna mannúðarmála og neyð-
araðstoðar og um 40 milljónir
króna hækkun til dóms- og
kirkjumálaráðuneytis vegna
viðhaldskostnaðar á skipi og
þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Leiðrétting
I Blaðinu í gær birtist grein
undir fyrirsögninni „Engin
löggjöf um fasteignakaup á
Islandi". Þetta er ekki rétt því
lög nr. 40. frá árinu 2002 fjaUa
einmitt um fasteignakaup.
Hins vegar var yfirfyrisögn
greinarinnar „Urræði þegar
skU á fasteignum eða þjónustu
dragast”. Það rétta í málinu er
að ekki eru tíl sérstök lög sem
fjaUa um drátt á afhendingu
fasteigna. Beðist er velvirð-
ingar á þessum mistökum.
Auglýsingadeild 510-3744
Ljösin í bænum
* sueuRvem
Stigahlíð 45 • 105 Reykjavík
íslensku vefverðlaunin gagnrýnd
Gangrýnisraddir hafa heyrst víða um hvaða vefir voru valdir tilþátttöku.
Mbl.is var valinn besti íslenski vef-
urinn. Vefur íslandsbanka er besti
fyrirtækjavefurinn og einnig þótti
hann hafa bestu útlits- og viðmóts-
hönnunina. Besti afþreyingarvefur-
inn er skjárinn.is og arni.hamstur.
is er talinn bjóða upp á besta ein-
staklingsvefinn. Nokkrar gagnrýnis-
raddir heyrðust fyrir afhendinguna
vegna þeirra vefja sem náð hlutu
fyrir augum dómnefndar og hlutu til-
nefningu. Bent var á að Islandsbanki,
einn styrktaraðili verðlaunanna,
ætti þrjá vefi sem tilnefndir voru
sjö sinnum. Vefstjóri Islandsbanka
var einnig f dómnefnd. Landsbank-
inn var einnig á meðal styrktaraðila
og átti forstöðumaður markaðs- og
vefdeildar bankans sæti í nefndinni.
Vefur bankans var tilnefndur sem
besti íslenski vefurinn, eins og vefur
Islandsbanka. Á heimasíðu verð-
launanna er gerð grein fyrir störfum
dómnefndar. Þar segir að komi til
mögulegra hagsmunaárekstra taki
varamenn sæti þeirra fastamanna
sem gætu haft hagsmuna að gæta.
Þetta gerðist í ár og kalla þurfti báða
varamenn inn þegar valin voru
verðlaun fyrir Besta íslenska vefinn,
Besta fyrirtækjavefinn og Bestu út-
lits- og viðmótshönnunina. Tekið
er fram á síðu verðlaunanna að vara-
mennirnir hafi engin samskipti átt
við dómnefnd áður en þeir komu til
sögunnar. Það vekur þó athygli að
annar varamanna sem kallaður var
til vinnur hjá fyrirtæki sem gerði
tvo af þeim vefjum sem tilnefndir
voru í þeim flokkum.
Skotið yfir markið
„Ég held að þeir sem hafi gagnrýnt
þetta út frá þessum forsendum
séu að skjóta aðeins yfir markið, “
segir Jóhannes Ingi Davíðsson,
framkvæmdastjóri ÍMARK, en vef-
verðlaunin eru haldin í samstarfi
ÍMARK og Vefsýnar. „Dómnefndin
er blönduð og samansett af ábyrgum
aðilum sem reyna að gera sitt besta.
Við verðlaunaafhendinguna í gær
var einnig tilkynnt um að til stæði
að stofna sérstök samtök fyrir vef-
iðnaðinn og þeir munu sjá um þessi
verðlaun í framtíðinni." Jóhannes
segir að það megi ekki gleyma því
að hingað til hafi verðlaunin verið
skipulögð af einskærum áhuga-
mönnum en nú stæði til að koma
þessu í fastara form. Hann tekur
fram að 4.900 tilnefningar hafi bor-
ist til dómnefndar um bestu vefina
utan úr bæ. Á heimasíðu verðlaun-
anna segir að fjöldi tilnefninga sem
berst utan úr bæ sé ekki ráðandi
þáttur í forvali eða aðalvali, en tekið
sé tillit til fjöldans. „Það er grunn-
urinn að þessu öllu saman. Vefur
sem skorar mjög hátt í innsendum
tilnefningum er eðlilega valinn í
úrslit." Hann segir að þegar dóm-
nefndin í ár var valin var reynt að
hafa hana blandaða. Hann segir full-
yrðingar þess efnis að styrktaraðilar
hafi að einhverju leyti gert kröfu um
að vefir þeirra yrðu valdir á meðal
þeirra bestu vera fráleitar. „Það er
alltaf erfitt líka að vera í þeirri stöðu
að velja sjálfan sig og bjóða þannig
gagnrýninni heim. Svona fullyrð-
ingar eru að mínu mati alveg úr
lausu lofti gripnar og bara til þess
fallnar að mála svartari mynd en
hún í raun er.“ ■
Borgarpólitík:
Meirihluti Reykvíkinga vill
ílugvöllinn burt úr Vatnsmýri
Lögbann á Fréttablaðið:
Jónína segir blaðamenn
hafa hlíft eigendunum
Samkvæmt skoðanakönnun, sem
Gallup gerði fyrir borgarstjórn-
arflokk F-listans, vill meirihluti
Reykvíkinga að Reykjavíkurflug-
völlur fari úr Vatnsmýrinni. Um
fjórðungur vill hins vegar hafa
hann þar áfram óbreyttan.
Munur á afstöðu eftir búsetu
Borgarstjórnarflokkur Frjálslynda
flokksins boðaði til opins borgara-
fundar í gærkveldi til þess að ræða
framtíð Vatnsmýrarinnar undir fyr-
irsögninni „Reykjavíkurflugvöllur
erþekkingarþorp". Frjálslyndi flokk-
urinn hefur einn þeirra flokka, sem
hyggjast bjóða fram í borgarstjórnar-
kosningum næsta vor, það að stefnu
sinni að halda Reykjavíkurflugvelli
í Vatnsmýri áfram, þó fallist sé á
að hann kunni að þurfa að vera í
breyttri mynd.
I skoðanakönnun, sem IMG
Gallup gerði fyrir borgarstjórnar-
flokk F-listans meðal Reykvíkinga
á aldrinum 16-75 ára, kom fram að
52,3% vilja sjá Reykjavíkurflugvöll
annars staðar en í Vatnsmýri. Um
24,8% vildu hins vegar að hann yrði
óbreyttur í Vatnsmýri, en 23% að
hann yrði þar en í breyttri mynd.
Ekki var ýkja mikill munur á skoð-
unum fólks eftir kyni og aldri. Á
hinn bóginn var mikill munur eftir
búsetu. Greinileg fylgni var með
nábýli við flugvöllinn og andstöðu
við hann. Meðal fólks í Vestur- og
Miðbæ, $em er í mestu návígi við
Reykjavíkurflugvöll, voru þannig
aðeins 17% hlynnt honum í óbreyttri
mynd, en 63% vildu að hann yrði ann-
ars staðar. I Austurbæ að Elliðaám,
Árbæ, Breiðholti og Grafarholti var
meira en helmingur á móti vell-
inum, en í Grafarvogi og Kjalarnesi
virtist fólki vera minna uppsigað við
hann. Ennfremur var augljós munur
á afstöðu fólks eftir menntun. And-
staðan við Reykjavíkurflugvöll jókst
þannig i réttu hlutfalli við menntun
svarenda. Meðal þeirra, sem aðeins
höfðu grunnskólapróf, voru þannig
39% hlynntir óbreyttu ástandi en
46% vildi flugvöllinn burt. Meðal
fólks með háskólapróf voru hins
vegar aðeins 17% fylgjandi flugvelli
í Vatnsmýri en 61% vildu að hann
færi þaðan. ■
Aðalmeðferð í máli Jónínu Bene-
diktsdóttur gegn Kára Jónassyni,
ritstjóra, og Fréttablaðinu fór fram
í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
I réttarhaldinu sagði Jónína augljóst
að starfsmenn Fréttablaðsins hefðu
hlíft eigendum Baugs með því að birta
ekki fréttir um efni tölvupósta, sem
kæmi þeim illa. Nefndi hún sérstak-
lega afrit af tölvupóstum milli Jóns
Geralds Sullenberger og Jóns Ásgeirs
Jóhannessonar. Sigurjón Magnús Egils-
son, fréttastjóri Fréttablaðsins, og Kári
Jónasson, ritstjóri þess, kváðust ekki
muna eftir honum. Jón Magnússon,
lögmaður Fréttablaðsmanna, spurði
Jónínu út í efni þess pósts, en hún
kvaðst vilja komast hjá því að greina
frá því. Ekki var frekar eftir gengið, en
eftir því sem Blaðið kemst næst munu
þeir póstar fjalla um greiðslu fyrir
þjónustu fylgdarkvenna í samkvæmi
um borð í snekkjunni Thee Viking í
Flórida árið200i.
Lögmaður Fréttablaðsins lagði
áherslu á að málið snerist um tjáning-
arfrelsið og að blaðamenn Fréttablaðs-
ins hefðu gætt þess að fjalla ekki um
persónuleg málefni í tölvupósti Jón-
ínu. Eftir lestur hans
hefði aðeins verið
notað efni úr tölvu-
póstinum, sem blaðið
teldi eiga erindi við
almenning. Þar að
baki hefðu legið
almannahagsmunir.
Málið var höfðað til staðfestingar
á lögbanni, sem Jónina fékk lagt við
birtingu einkabréfa sinna í Fréttablað-
inu. Að fengnu lögbanninu lagði sýslu-
maður hald á fjölda gagna á ritstjórn
blaðsins f lok september.
Jónína krefst 5 milljóna króna
miskabóta. I september birti Frétta-
blaðið fréttir, sem að mestu leyti voru
byggðar á tölvupósti til og frá Jónfnu,
en hún telur að einhver hafi stolið
honum frá sér, líklegast úr tölvupóst-
miðlara árið 2002. Fréttirnar snerust
um upphaf rannsóknar Baugsmálsins
og fund ritstjóra Morgunblaðsins og
framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks-
ins með Jóni Steinari Gunnlaugs-
syni, lögmanni, áður en Jón Gerald
Sullenberger kærði til lögreglunnar
mál, sem hratt af stað rannsókn
Ríkislögreglustjóra. ■
HfiRŒNGINGFIR
WINK
Hársnyrtlstofa
Smiðjuvegi 1 • 5444949
JÓLAFATNAÐURINN FÆST HJÁ OKKUR
—VErhlistiniL v/Laugalæk • sími 553 3755