blaðið - 30.11.2005, Page 6

blaðið - 30.11.2005, Page 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 blaðiö Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið; Byggðastofnun hefur lánveitingar að nýju Fjárhagsstaða slœm vegna mikillar áhœttu í lánveitingum. Ráðherra óskar eftirþví að lán- veitingar hefjist að nýju. Blaöið/Frikki Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra, kynnti niðurstöðu starfshóps um málefni Byggðastofnunar á blaðamannafundi í gær. DeCODE: Mikil hækkun hlutabréfa Hlutabréf í DeCODE hafa hækkað um 44% síðustu 12 mánuðina og stendur gengi bréfa nú í 9,35 dollurum á hlut. Frá þvi að félagið birti uppgjör fyrir 3. ársfjórðung þann 8. nóv- ember síðastliðinn hafa bréfin hækkað um 7%. Hafa ber í huga að þegar DeCODE var fyrst skráð á Nasdaq árið 2000 var útboðsgengið 18 dollarar á hlut og því ljóst að gengið í dag er nokkuð undir upphaflegu gengi. Vœntingavísitala: Bjartsýni eykst Bjartsýni neytenda er að aukast samkvæmt væntinga- vísitölu Gallup sem birt var í gær. Hækkar hún um rúm 10 stig og fer í gildið 123, sem er hæsta gildi vísitölunnar frá upphafi mælinga árið 2001. „Töluverður munur er á viðhorfi svarenda eftir búsetu. Þannig hækkar vísitalan um 23 stig ef aðeins eru teknir þeir sem búa utan höfuð- borgarsvæðis en meðal íbúa Reykjavíkur og nágrennis hækkar vísitalan um tæp 3 stig. Einnig munar nokkru á tiltrú og væntingum neytenda eftir aldri og tekjum. Til að mynda hækkar vísitalan verulega meðal fólks á aldrinum 35-54 ára en mun minna hjá þeim sem eru eldri eða yngri. Þeir sem hafa lægri tekjur en sem nemur 250 þ.kr. á mánuði telja ástand og horfur fara versnandi á sama tíma og hinir sem hafa hærri laun eru bjart- sýnir,“ segir í Morgunkorni íslandsbanka um málið í gær. Lánastarfsemi Byggðastofnunar á að halda áfram en í nánari samstarfi við fjármálafyrirtæki í landinu. Þetta kemur fram í niðurstöðum starfshóps sem falið var að fjalla um fjárhagsvanda Byggðastofnunar og kynnt var á sérstökum blaðamanna- fundi í iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytinu í gær. Starfshópurinn telur að stofnunin geti ekki að óbreyttu uppfyllt lagalegt hlutverk sitt. Tóku of mikla áhættu Starfshópnum var falið það hlutverk að fjalla um fjárhagsvanda Byggða- stofnunar og móta tillögur um fram- tíðarstarfsemi hennar og þeirra málaflokka sem hún hefur sinnt. I niðurstöðum starfshópsins segir að fjárhagsstaða stofnunarinnar sé erfið og skýrist að miklu leyti af út- lánatöpum sem eru afleiðing of mik- illar áhættu i lánveitingum. Þá telur hópurinn að samkeppni á fjármála- markaði hafi dregið úr þörf á opin- berri lánastarfsemi og að stjórnvöld þurfi að endurmeta byggðastefnu með skýrri stefnumótun og bættari og skýrari forgangsröðun verkefna. Starfshópurinn telur þó ennþá þörf á lánastarfsemi af þessu tagi og leggur til að stofnunin hefji lánveit- ingar að nýju í skemmri tíma í skjóli íslenskfyrirtœki: Aukinn Rekstrarhagnaður íslenskra fyrir- tækja jókst um tæpa 30 milljarða milli áranna 2002 til 2003 sam- þess að unnið verði að frekari um- bótum starfseminnar að frumkvæði iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis. Hópurinn leggur áherslu á að stofn- unin hefji samstarf við atvinnuþró- unarfélög og aðra aðila sem vinna að atvinnuþróun. Þá er lagt til að nýsköpun verði efld til muna. Veiti ábyrgð lána Að sögn Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun, í samræmi við til- lögur starfshópsins, að sameina þá atvinnuþróunarstarfsemi sem heyrir undir iðnaðarráðuneytið og þróa nýjar fjármögnunarleiðir fyrir Byggðastofnun m.a. í samstarfi við banka og önnur fjármálafyrirtæki. Þá kom fram í máli ráðherra að óskað hefur verið eftir því við stjórn Byggðastofnunar að lánveitingar verði hafnar að nýju þrátt fyrir að ríkisstjórnin muni ekki leggja meiri pening til stofnunarinnar að sinni. „Við erum ekki að setja nýtt fé inn í stofnunina núna. Við erum að fara í þessa vinnu sem varðar framtíðar atvinnuþróun í landinu og ætlum okkur skamman tíma til þess að ná niðurstöðu um það hvort að þetta getur gengið upp,“ sagði Valgerður. kvæmt yfirliti Hagstofunnar um afkomu atvinnurekstrar á þessum árum. í yfirlitinu kemur einnig fram að vegna breytinga á gengismuni af erlendum lánum jókst rekstrarhagn- aður fyrirtækja töluvert. Um 26 þúsund fyrirtæki Yfirlitið nær til ársreikninga rúm- Þá telur ráðherra það ekki rétt að stöðva starfsemi Byggðastofnunar á meðan á endurskipulagningu stendur enda gæti sú vinna staðið í nokkra mánuði og framundan séu viðræður við banka og fjármálafyr- irtæki um þátttöku í þessu máli. ,Það er ekkert sem liggur fyrir um lega 25 þúsund fyrirtækja og einstak- linga í atvinnurekstri árið 2002 og rúmlega 26 þúsund fyrirtækja árið 2003. Af þessum fyrirtækjum voru um 19 þúsund í rekstri bæði árin. Sé einungis horft til þeirra fyrirtækja er voru í rekstri bæði árin má sjá að rekstrarhagnaður árið 2002 nam um 77,4 milljörðum. Árið 2003 var það í dag að þarna verði lánastarf- semi eftir að við höfum- gengið í gegnum þessar breytingar. Það er möguleiki að stofnunin muni í fram- tíðinni veita ábyrgðir vegna lána sem hugsanlega verði veitt af hálfu bankanna." ■ Heildarhagnaður íslenskra fyrirtækja jókst frá árinu 2002 til 2003. hagnaðurinn kominn upp í 104,3 milljarða og nemur heildaraukning því um 30 milljörðum. Ef fjármála-, trygginga- og orkufyrirtæki eru ekki talin með er rekstrarhagnaður mun minni eða um 11 milljarðar. Hagnaður fjármálafyrirtækja batn- aði um 15 milljarða milli ára og hagnaður tryggingafélaga jókst um 7 milljarða. Þá kemur fram að afkoma 74 veitufyrirtækja af reglu- legri starfsemi versnaði um 6,3 millj- arða á tímabilinu. Minkapelsar Ný sending 4 PEISINN \%\ Kirkjuhvoli - simi 5520160 LiMJ Sjónarhóll gleraugnaverslun í Hafnarfírði www.sjonarhofi.is Frumkvöðull að lækkun gleraugnaverðs á Islandi Heimspeki þessarar aldar ,.er almenn jjekking þeirrar næstu S: S. 564-5P70 Reykjavíkurvögur 22 hagnaður

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.