blaðið - 30.11.2005, Qupperneq 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 blaAÍ6
Auk upplestrar mun
Þórunn Clausen leikkona flytja eintal
hinnar tragísku brúðar úr leikriti
Benónýs Ægissonar, Drauganetið.
Kynnir: Hlín Agnarsdóttir
ALLIR VELKOMNIR MEÐAN
HÚSRÚM LEYFIR
Salka
Dregið úr
sögukennslu
Yíirvöld menntamála I Noregi
íhuga að breyta námsskrá
skóla á þann hátt að verulega
verði dregið úr sögukennslu.
Samkvæmt frétt dagblaðsins
Aftenposten um málið verður
sögukennslan ekki aðeins stytt
niður í tvær klukkustundir á
viku heldur verður áhersla lögð
á að nemendur nýti sér efni á
Internetinu og glærukynningar
á kostnað lesturs og umræðna.
Sumir telja hættu á að kennsla
í nútímasögu verði hornreka
nái nýju tillögurnar fram að
ganga en samkvæmt þeim
munu nemendur læra um
víkingana, Rómarveldi og Kína
á miðöldum en kennarar og
nemendur taka sjálfir ákvörðun
um hvað tekið verður fyrir af
nútímasögu. Tillögurnar sem
gert er ráð fyrir að taki gildi
á næsta skólaári hafa sætt
mikilli gagnrýni og Öystein
Djupedal, menntamálaráðherra,
hefur sagt að athugasemdir
mótmælenda verði íhugaðar.
Giftast bíl-
stjóra til að
komast hjá
ferðalögum
Fjórar konur sem vinna sem
kennarar í afskekktu þorpi í
Sádí-Arabíu hafa gifst bílstjór-
anum sínum til að geta búið
nær vinnustað samkvæmt frétt
dagblaðsins Al-Watan. Blaðið
sagði að konurnar, sem eru
frá Al-Baha-héraði í suðvestur-
hluta landsins, hefðu hrifist af
góðu siðferði mannsins. Þær
ákváðu því að giftast honum
og búa saman í þorpinu þar
sem þær kenna til að komast
hjá þreytandi ferðalögum
á hverjum degi. Fólkið var
gefið saman við stutta athöfn
og hafa konurnar fallist á að
greiða bílstjóranum hluta
af mánaðarlaunum sínum.
Konur mega ekki aka bíl í
Sádí-Arabíu en karlmenn geta
átt allt að ljórar eiginkonur.
Ríkisstjórn Kanada felld
Kanadíska þingið samþykkti vantrauststillögu á ríkisstjórnina á
mánudag í kjölfar spillingarmála Frjálslyndaflokksins. Kosningar
fara að öllum líkindumfram síðla íjanúar.
Þingkosningar fara að öllum lík-
indum fram í Kanada í seinni hluta
janúar í kjölfar þess að kanadíska
þingið samþykkti vantrauststillögu
á ríkisstjórnina á mánudag. Kosn-
ingarnar munu líklega fara fram
23. janúar en minnihlutastjórn Paul
Martin, forsætisráðherra, mun
halda áfram að stjórna landinu
fram að þeim. „Atkvæðagreiðslan í
þinginu fór ekki eins og við hefðum
kosið,“ sagði Martin. „En það verða
íbúar Kanada sem taka ákvörðun
um framtíð ríkisstjórnar okkar. Þeir
munu dæma okkur,“ bætti hann við.
íhaldsflokkurinn tók höndum
saman við Nýja demókrataflokkinn
og Québec-flokkinn um að fella ríkis-
stjórnina vegna spillingarmála sem
hefðu komið upp hjá Frjálslynda
flokknum sem er í stjórn. Nýlegar
skoðanakannanir sýna að frjáls-
lyndir njóta aðeins meira fylgis en
íhaldsflokkurinn en Nýi demókrata-
flokkurinn skipar þriðja sætið.
Paul Martin, forsætisráðherra Kanada, við atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu á ríkis-
stjórn hans á kanadíska þinginu í gær.
Ógerlegt að mynda
meirihlutastjórn
Sama könnun gefur til kynna að
Québec-flokkurinn myndi vinna
stórsigur í hinu frönskumælandi
Québec-héraði. Það gerði það að
verkum að nánast ógerlegt yrði að
mynda meirihlutastjórn og gildir
þá einu hvaða flokkur hreppir meiri-
hluta þingsæta. ■
Félagar í umhverfisverndarsamtökunum Greenpeace mótmæltu kjarnorkuáformum
bresku ríkisstjórnarinnar í gær.
Allsherjarendurmat á
orkuþörf Breta
Allsherjarendurmat á orkuþörf
Bretlands stendur fyrir dyrum og
kemur það í hlut Malcolm Wicks,
orkumálaráðherra Bretlands, að
sjá um framkvæmd þess. Síðast fór
slíkt endurmat fram fyrir tveimur
árum. Þá voru landsmenn sjálfum
sér nógir með gasframleiðslu en nú
þarf að flytja gas inn til landsins.
Nick Robinson, ritstjóri stjórn-
málafrétta hjá breska ríkisútvarp-
inu (BBC), segir að Blair sé þess
fullviss að eina leiðin til að uppfylla
orkuþörf og ná markmiðum um að
draga úr loftlagsbreytingum sé að
byggja fleiri kjarnorkuver. Wicks
segir aftur á móti að hvorki hann né
Blair hafi gert upp hug sinn. ■
Hugsanlegum kjarnorku
áformum mótmælt
Umhverfisverndarsinnar mótmæltu hugsanlegri fjölgun kjarnorkuvera í landinu í gœr.
Tony Blair segir endurnýjanlegar orkulindir ekki geta annað orkuþörf landsins íframtíð-
inni ogþví verði að íhuga kjarnorku sem raunhœfan valkost. Allsherjar endurmat á orku-
málum stendurfyrir dyrum á Bretlandi.
Mótmælendur á vegum umhverf-
isverndarsamtakanna Greenpeace
trufluðu ræðu sem Tony Blair, forsæt-
isráðherra Bretlands, hélt á ársfundi
breska iðnaðarins í gær. 1 ræðunni
kynnti Blair meðal annars áform rík-
isstjórnar sinnar um nýtingu kjarn-
orku en til tals hefur komið að ný
kjarnorkuver verði reist i landinu til
að mæta aukinni orkuþörf. Mótmæl-
endurnir tveir klifruðu upp undir
þakið á salnum þar sem Blair átti
að halda ræðuna og héldu á borðum
sem á var letrað slagorð gegn kjarn-
orku. Eftir 48 mínútna töf gat Blair
haldið ræðu sína í minni hliðarsal.
Anna ekki eftirspurn
Blair sagði að endurnýjanlegar
orkulindir geti ekki annað allri eft-
irspurn eftir orku og því verði að
íhuga kjarnorku sem valkost. Hann
sagði kjarnorku í senn vera erfitt og
spennandi málefni. „Við þurfum
á að halda opinni og lýðræðislegri
umræðu um þetta málefni eins og
önnur en ekki umræðu sem stjórn-
ast af mótmælum og aðgerðum sem
miða að því að koma í veg fyrir að
fólk geti tjáð skoðanir sínar,“ sagði
Blair.
Blair varaði við því að eftir um 15
ár verði búið að taka úr notkun þær
kolanámur og kjarnorkuver sem nú
framleiði tæpan þriðjung raforku
í landinu. Benti hann ennfremur á
að endurnýjanlegir orkugjafar gætu
komið í veg fyrir sum þessara vera
en ekki í stað allra.
UT6AFUGLEÐI
SÖLKU
í Þjóðleikhúskjallaranum
í kvöld kl. 20.00
Höfundar og þýðendur SÖLKU
munu lesa upp úr nýjum
verkum sínum.
Ingibjörg Hjartardóttir, Guðlaugur Arason,
Þóra Jónsdóttir, Kristian Guttesen,
Hildur Hákonardóttir, Þórhallur Heimisson o.fl.