blaðið - 30.11.2005, Page 13
blaðið MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005
ERLENDAR FRÉTTIR I 13
Samkeppnisyfirvöld í Frakklandi:
Ólöglegt samráð
glæsihótela
Sex af fínustu hótelum Parísar-
borgar hafa verið sektuð fyrir ólög-
legt samráð um verðlagningu og
markaðssetningu. Rannsókn sam-
keppnisyfirvalda sem stóð í fjögur
ár leiddi í ljós að hótelin skiptust á
nákvæmum upplýsingum um verð
á herbergjum og komu sér saman
um verðskrá og markaðsáætlanir.
Sektirnar sem hótelunum er sam-
tals gert að greiða fyrir athæfið
nema 709.000 evrum (rúmum 53
milljónum íslenskra króna). Crillon-
hótelið fær sekt upp á 248.000 évrur
og er það hæsta einstaka sektin. Hót-
elið sem stendur við Concorde-torg
var byggt árið 1758 fyrir Loðvík XV.
hefur í seinni tíð einkum verið vin-
sælt meðal kvikmyndastjarna og
tónlistarmanna á borð við Arnold
Schwarzenegger og Madonnu.
Hótel í sérflokki
Hin hótelin sem um ræðir eru
Bristol, Meurice, Piazza, Athenne,
Ritz og George V. Þau eru öll meðal
þeirra allra glæsilegustu í borginni
og þar kostar nóttin að meðaltali um
700 evrur (rúmar 50.000 íslenskar
krónur) en verð fyrir dýrustu sví-
turnar nemur allt að 6.000 evrum
(um 450.000 íslenskum krónum).
Samkeppnisyfirvöld komust að því
að þau hefðu misnotað stöðu sína en
fyrir utan að vera öll 1 sérflokki eru
þau nálægt hvert öðru miðsvæðis í
borginni. ■
Nokkur af fínustu hótelum Parísar hafa verið sektuð fyrir ólöglegt samráð um verðlagn-
ingu og markaðssetningu.
Tony Blair, forsætlsráðherra Bretlands, segist ekki hafa fengið upplýsingar um áform Banda-
ríkjamanna um að varpa sprengjum á höfuðstöðvar Al Jazeera-sjónvarpsstöðvarinnar.
Áœtlanir Bandaríkjanna gegn Al Jazeera:
Blair neitar
vitneskju um málið
Tony Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, hefur neitað því að hafa
fengið upplýsingar um áform Banda-
ríkjamanna að varpa sprengjum á
höfuðstöðvar Al-Jazeera-sjónvarps-
stöðvarinnar. Dagblaðið The Daily
Mirror sagði frá því í síðustu viku að
Blair hefði fengið Bush ofan af því
að gera loftárás á höfuðstöðvarnar í
Doha í Qatar í apríl 2004. Bandarísk
stjórnvöld hafa vísað fréttinni á bug
og sagt að hún sé fáránleg en fram
að þessu hefur breska forsætisráðu-
neytið neitað að tjá sig um málið.
Blair fékk skriflega fyrirspurn
í breska þinginu á mánudag um
hvaða upplýsingar honum hefðu bor-
ist um það hvaða aðgerðir stjórnvöld
í Bandaríkjunum hefðu í hyggju að
grípa til gegn sjónvarpsstöðinni Al-
Jazeera. Svar forsætisráðherrans,
sem einnig var skriflegt, var stutt
og skorinort: „Engar“. Talsmaður
forsætisráðuneytisins tjáði sig ekki
frekar um svar forsætisráðherrans.
Ekkertgrín
Kevin Maguire, aðstoðarritstjóri
The Daily Mirror, segist ekki trúa
því að hótunin um að sprengja höf-
uðstöðvarnar hafi verið gerð í gríni
eins og ónefndur embættismaður
innan breska stjórnkerfisins orðaði
það.
Waddah Khanfar, framkvæmda-
stjóri A1 Jazeera, kom til London í
síðustu viku til að krefjast skýringa
á minnisblaðinu sem The Daily
Mirror byggði frétt sína á. Hann
segist ekki vita hverju skuli trúa en
bætti við að A1 Jazeera myndi ekki
gefast upp fyrr en það hefði fengið
svör. ■
brimborg
VOLVO
for life
ÖU erum mð einstök, hvert
og eitt okkar. Engitin á sinn
líkan. Fyrir okkur ert þú
miðja alheimsins. Þegarþú
ert annars vegar er takmark
okkar bara eitt: að uppjylla
óskir þinar og þarfir á þann
hátt að þú lítir á Brimborg
sem öruggan stað til að vera
á. Við erum meðþéraha leiðl
Öruggur stadur til að vera á
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | Brimborg Reykjanesbæ: Njarðarbraut 3, sími 422 7500 | www.volvo.is