blaðið - 30.11.2005, Page 14
blaðið=
Útgáfufélag: Árogdagurehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Karl Garðarsson.
KJARNORKUVA
FYRIR DYRUM
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, gaf í gær til kynna stuðn-
ing sinn við frekari kjarnorkuvæðingu á Bretlandi, en þar í
landi er verið að fara yfir orkumál í heild sinni. Þessar fregnir
ættu ekki að koma lesendum Blaðsins algjörlega á óvart, því síðastliðið
sumar var um það fjallað á þessum síðum, að Bretar hyggðust beisla
kjarnorkuna í auknum mæli á næstu árum.
Afstaða bresku ríkisstjórnarinnar í þessum efnum er skiljanleg. Mörg
orkuver Bretlands - bæði kjarnorkuver og olíubrennsluver - eru komin
svo til ára sinna að loka verður þeim á næstu árum. Talið er að þriðj-
ungur þeirra verði úr leik fyrir 2020 og einhvern veginn verður fram-
leiða orku í staðinn og gott betur, því orkuþorstinn eykst sífellt.
Þar er Bretum, líkt og mörgum öðrum, þröngur stakkur sniðinn. Vand-
ræði þeirra eru svo enn meiri vegna alþjóðlegra samninga og krafna um-
hverfisverndarsinna um hömlur á „gróðurhúsalofttegundir" og afnám
olíu- og kolabrennslu til orkuframleiðslu. Það skilur ekki marga kosti
eftir.
Mörgum finnast það öfugmæli, en kjarnorkuver menga minna en aðrar
tegundir orkuvera og kalla ekki á náttúrufórnir líkt og vatnsaflsvirkj-
anir, hvort sem er við Kárahnjúka eða Yangtze. En fari eitthvað úr-
skeiðis í kjarnorkuveri getur það haft hreint skelfilegar afleiðingar, nær
og fjær.
Við þetta bætist að Bretar hafa engan veginn staðið sig sem skildi í þeim
efnum á undanförnum árum og jafnframt sýnt furðulegt skeytingar-
leysi um hagsmuni annarra í því samhengi. Þar eru okkur íslendingum
kjarnorkuverin í Sellafield og Dounreay efst í huga. Vinnubrögð breskra
stjórnvalda í málefnum þeirra hafa ekki verið til þess fallin að auka
traust á kjarnorkuvinnslu á breskri grundu og síst í nágrenni við hafið.
Eitt lítið slys í þessum stöðvum gæti eyðilagt íslenskt efnahagslíf á einni
nóttu, jafnvel þó svo að skaðinn á lifríkinu væri smávægilegur. Islensk
stjórnvöld verða að fylgjast grannt með þessari þróun á Bretlandi og leg-
gja á það eindregna áherslu, að efling kjarnorkuiðnaðarins þar í landi
verði sem lengst frá sjó.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur.
ABalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711.
Netföng: vb!@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: (slandspóstur.
Allt til innpökkunar!
Jólapappír í úrvali
Eingöngu sala til fyrirtækja.
'SRSÍÍÍ' Opiíftákl. 06.00-16.00.
Réttarhálsi 2-110 Rvk - Sími: 535-8500 - info@flora.is
14 I ÁLIT
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 blaöi6
fHK\)AW B^AR$T>bjTiR TtNfJST ÆðíSLEGT
< o& sttLYiitxr og swt umr wik.
\ VfriGH TiUNisr TKKi fc> T>AUS$kóLi ) \
v n VÁ$K6iJíSTibi J---
-&oLVAV BTiXÞl- ) .
—Aí\LnjoTÍj»S
Ad hominem
Einu sinni bjargaði ég mér frá falli
milli bekkja í menntaskóla með
því að fá 9,5 í latínu. Ekki situr þó
eftir í minni mínu snefill af þessum
latínulærdómi. En þó að latína sem
slík hafi ekki skipt mig máli síðan
veturinn 1981-82 er latínufrasinn í
fyrirsögninni mér afar hugstæður.
Svokallaðar ad hominem rökfærslur
snúast um það að vikið er frá um-
ræðuefninu að persónu þess sem
deilt er við.
Dæmigerðar ad hominen setn-
ingar eru t.d.: „Þetta segir þú nú
bara af því að þú ert öfundsjúkur“.
Eða: „Þú hefur nú alltaf verið
að sleikja upp þetta hægri lið og
stendur með því í þessu máli eins og
öðru.“ Það skelfilega er að málflutn-
ingur af þessu tagi er ekki einskorð-
aður við þá lægst settu í umræðufló-
runni heldur á hann sér hvarvetna
stað. Jafnvel þeir stjórnmálamenn,
sem maður hefur mest álit á, gera
sig seka um ad hominem rök: „Hva,
varst þú ekki einu sinni að vinna á
Þjóðviljanum?"
Netverjinn nafnlausi
Nafnlausi „kommentarinn" á Verald-
arvefnum er að verða nokkurs konar
erkitýpa. Hann birtist i framlagi
ótal manna, helst sem viðbrögð við
skrifum annarra. Þessi manngerð
virðist ekki vera illa menntuð því
hún hefur ágæt tök á íslensku, en
gerir sér alltaf far um að vera ein-
staklega ómálefnaleg.
Hér að neðan kemur klassískt
dæmi um ad hominem rökfærslu
hinna nafnlausu á Netinu. Um er að
ræða viðbragð við grein Egils Helga-
sonar þar sem hann veltir vöngum
yfir því hvort samfélagsleg þörf sé
á því að stemma stigu við gegndar-
lausri auðsöfnun fárra aðila í vest-
rænum samfélögum:
„Egill verður enn fornari í skoð-
unum, nú hefur hann ekki einungis
áhyggjur af líflegri fjölmiðlun,
brennivíni og vegagerð. Velgengni
fólks er honum líka mikið áhyggju-
efni þessa dagana. Dame Jóhanna
Sigurðardóttir getur fagnað skoð-
Ágúst Borgþór Sverrisson
anabróður en ég skil vel að vini Eg-
ils, Illuga, sé svolítið bumbult.“
Iskrandi sjálfsánægja hins glað-
hlakkalega skrifara skín af þessum
orðum, maður skynjar hvað honum
finnst hann hafa komist vel að
orði. En hvað segja þessi orð um
hvort þörf sé á því að hemja hina
ofurríku? Nákvæmlega ekki neitt.
Þetta innlegg er merkingarlaust bull
eins og ad hominem málflutningur
yfirleitt.
Ertu ekki hress?
Þegar ég kemst á flug í rökræðum,
æsi mig dálítið og hækka róminn,
eru algeng viðbrögð þessi athuga-
semd: „Voðalega ertu pirraður.“ Yfir-
leitt hef ég verið í besta skapi þar til
þessi orð eru sögð en verð fyrst pirr-
aður þegar ég heyri þetta, reyndar
stundum hreinlega brjálaður af
vonsku yfir að fá svona svar við rök-
studdum málflutningi.
Spurningin: „Ertu ekki hress“ öðl-
aðist mikið vægi á 8. áratugnum og
allar götur síðan þá eru menn taldir
dæma sig úr leik ef þeir eru ekki í
góðu skapi. Rétt og slétt óánægja
eða léttur pirringur þykir nægja
til þess að ekki sé mark takandi
á mönnum. Bara hinir hressu og
glöðu eru marktækir.
Þegar ég í ofanálag saka menn um
ad hominem málflutning við þessar
aðstæður er fokið í flest skjól. Hinn
pirraði hefur nú auk geðvonsku
gerst sekur um innistæðulausan
menntahroka, slær um sig með lat-
ínu, sem hann þar að auki kann ekk-
ert í. Því þó að latínan hafi bjargað
mér frá falli á sínum tíma má hún
sín lítils gegn hinum hressu, sjálf-
umglöðu og gjörsamlega rökvana
málverjum.
Höfundur er rithöfundur
Klippt & skorið
Ríkisútvarpið (RÚV) þykir hafa tekið
stakkaskiptum undirstjórn hins nýja
útvarpsstjóra, Páls Magnússonar.
Innanbúðarmennsegja
að þó hafi menn ekki
séð helminginn ennþá,
miklu meiri breytingar
séu í pípunum, en vís-
ast þurfa menn að b(ða
nýrralagaum RÚVáður
en það kemur allt fram.
Hins vegar bárust af því fréttir í gær að fyrir
jólin ætlaði RÚV að gefa út DVD-diska með
ýmsu völdu efni ársins 2004, svo sem helstu
fréttir ársins, valin innslög úr Brennidepli,
íþróttaannál sem og nokkuratriði með Spaug-
stofunni. Er svo fyrirhugað að gefa eldri annála
út síðar. Finnst mörgum það í litlu samræmi
við þá stefnu RÚV að halda sig við leistann
sinn og gera það vel. Fyrir nú utan það að Sam-
keppniseftirlitið kynni að vilja athuga umsvif
stofnunarinnar á samkeppnismarkaði öðrum
en þeim, sem RÚV eru leyfð að lögum.
Idómsmálaráðuneytinu er nú unnið
hörðum höndum að útgáfu nýrrar teg-
undar vegabréfa. í þeim verða tölvulesan-
leg gögn, sem á að hraða afgreiðslu, en um leið
gera þau öruggari. Hinsvegarverða þau helm-
ingi dýrari en hin gömlu og endast skemur. En
svona eru framfarirnarvíst, helmingi hraðvirk-
ari tölva þýðir yfirleitt að hún hrynji helmingi
hraðar en áður. Hitt er svo annað mál, hvort
ástæða ertil þess að treysta dómgreind dóms-
málaráðuneytisins í þessu. Menn muna víst
hvernig aðild íslands að Schengen-svæðinu
var lofsungin og stórfengleg fjárútlát hennar
vegna samþykkt með bros á vör, en enn er
mönnum gert að taka með sér vegabréfin
hvertsemfariðer.
klipptogskorid@vbl.is
Egill Helgason, sá rauðhærði silfur-
refur, skrifaði á dögunum pistil á
Netið um ritstjórn
Styrmis Gunnarssonar á
Morgunblaðinu. Sagði hann
að Styrmir notaði gjarnan
tæpitungu í ýmsum skrifum,
þar sem hann vildi senda tilteknum mönnum
skilaboð með skrifum slnum, en þau væru
venjulegum lesendum jafnan óskiljanleg.
Talar Egill um að engu sé líkara en að Styrmir
reki leyniþjónustu til hliðar við sitt fasta starf.
Styrmir svarar þessu svo fullum hálsi I Stak-
steinum í gær, en fáum blandast hugur um að
það sé ritstjórinn sjálfur, sem þar yddar. Minn-
ist hann á að í kalda strfðinu hafi það síður
en svo verið óþekkt að blaðamenn ynnu fyrir
leyniþjónustur í hjáverkum. Raunar má segja
að pistillinn i gær sé tæpast öllum lesendum
skiljanlegur, en ekki fer á milli mála hverjum er
verið að senda skilaboð. Ekki satt, Egill?