blaðið

Ulloq

blaðið - 30.11.2005, Qupperneq 25

blaðið - 30.11.2005, Qupperneq 25
blaðið MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 FERÐALÖG I 25 Vetrarferðir: Á skíðum í Aspen 1 vetur er íslendingum í fyrsta skipti boðið upp á pakkaferðir í Kletta- fjöllin, skíðaparadís Bandaríkjanna. Mikil ásókn hefur verið í ferðirnar til þessa rómaða áfangastaðar. „Við höfum fundið fyrir áhuga við- skiptavina okkar á skíðaferðum til Bandaríkjanna undanfarin ár svo við ákváðum að slá til og bjóða upp á eina ferð,“ segir Helgi Eysteinsson, sölu- og markaðsstjóri Orvals-út- sýnar. í lok febrúar fer flugvél í leigu- flugi með farþega fyrirtækisins til Eagle county flugvallar sem er mitt á milli skíðasvæðanna Aspen og Vail í Colorado í Bandaríkjunum. ,Þegar þetta var ákveðið létu viðtök- urnar ekki á sér standa. Bókanir voru strax mjög góðar og nú eru bara örfá sæti laus í ferðina - ef ein- hver.“ Helgi segir afskaplega líklegt að fleiri ferðir verði farnar næsta vetur í ljósi áhugans. Þjónusta Aðspurður um helsta muninn á skíðasvæðunum í Vail og Aspen ann- ars vegar og Evrópu hins vegar segir Helgi: „Aspen og Vail eru vönduð- ustu svæðin í Bandaríkjunum. Sam- kvæmt því er þjónustustigið náttúru- lega mjög hátt. Til dæmis er boðið upp á leiðsögn í fjöllunum, nokkuð sem ég hef aldrei séð í Evrópu, skíða- geymslur eru á hverju fjalli. Eins má nefna minni umferð í brekkunum en tíðkast sums staðar í Evrópu. Samt sem áður eiga Vail og Aspen það sameiginlegt að yfir bæjunum er evrópskur blær. Andrúmsloftið er sambærilegt því sem við þekkjum frá Evrópu. Til dæmis er nóg af skemmtilegum áningarstöðum í fjöllunum eins og í Ölpunum.“ Helgi segir muninn á Vail og As- pen í sjálfu sér vera lítinn. „Aspen er náttúrulega frægari bær en Vail er með stærsta skíðasvæðið og fær sömu einkunn. 1 sjálfu sér er eng- inn áþreifanlegur munur á svæð- unum tveimur. Helsti munurinn er að í Vail er eitt samfellt skíðasvæði meðan það er dreifðara í Aspen.‘ Þá er víst góð aðstaða fyrir sælkera, sérstaklega þá sem vanir eru Evr- ópu. „Þarna er gríðarlegt framboð af veitingastöðum og börum. Ólíkt því sem íslendingar eru vanir frá skíðaferðum í útlöndum er kvöld- verðurinn ekki borðaður á hótelinu heldur fer fólk og velur á milli veit- ingastaða. Það má segja að þarna fari saman frábær skíðasvæði, hótel og veitingastaðir.“ Þótt ferð Úrvals útsýnar til Aspen og Vail sé að fyllast eru bjóða fleiri ferðaskrifstofur upp á ferðir þangað. Það getur verið erfitt að finna bestu leiðinatil útlanda. Ódýr fargjöld á Netinu Með auknum netaðgangi íslend- inga hefur færst í vöxt að fólk skipuleggi ferðir til útlanda á hinum ýmsu heimasíðum. Yfirleitt fer fólk á heimasíður flugfélaga og reynir að finna flug sem hentar. Þetta getur þó verið þrautin þyngri þegar huga þarf að samtengjandi flugum og þess háttar. Til dæmis dettur mörgum í hug að fljúga í gegnum Lundúnir og nýta sér framhaldsflug með annað hvort Easyjet eða RyanAir, tveimur ódýrustu flugfélögunum. Þá þarf að finna flug frá Islandi sem passar við og þar fram eftir götunum. A slíkum stundum er gott að leita til tveggja heimasíðna. www.lastminute.com Eins og nafnið gefur til kynna er lastminute ætlað þeim sem eru á síðasta snúningi með skipulagningu flugferða, sem sagt kjörið íyrir íslendinga. Síðan var upphaflega ætluð til þess eins að finna flugferðir en hefur aukið við sig síðari ár og nú má einnig finna hótelherbergi, bílaleigubíla og fleira með litlum íyrirvara. Leitarvélin er öflug og finnur flug til og frá öllum flugvöllum í Englandi og Skotlandi. www.dohop.com Hin íslenska dohop verður tveggja ára í desember en hugmyndin að henni kviknaði eítir margra klukkustunda leit að flugi milli Reykjavíkur og Nice í Frakklandi. Dohop leitar að flugferðum frá hvaða flugvelli sem er til hvaða flugvallar sem er. Leitað er fyrst og fremst að lággjalda flugfélögum svo Hklegt er að þeir möguleikar sem gefnir eru í leit séu þeir ódýrustu í boði. Þótt auðvelt sé nú til dags að bóka sér ferðir á Netinu er góð regla að vera ekki á síðustu stundu með pantanir þar sem ódýrustu sætin fyllast fýrst. Eins er sniðugt að athuga með ferðir tveimur dögum íyrir og eftir fyrirhugaða brott- för þar sem miðaverð getur breyst umtalsvert milli daga. ARSTIÐIRNAR EFTIR VIVALDI BATTALÍA EFTIR BIBER í flutningi Hjörleifs Valssonar og íslensku kammersveitarinnar | Þriðjudaginn 29.nóvember & miðvikudaginn 30.nóvember, 2005 í Grafarvogskirkju kl. 20:30 Miðasala í verslunum Skífunnar og á www.midi.is. Einnig verða miðar seldir við innganginn bæði kvöldin Miðaverð 2.000,- krónur. Aðgangseyrir rennur óskiptur til BUGL. LYSING

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.