blaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 26
26 I FYRIR JÓLIN
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 blaðift
Rólegan œsing!
Fimm ráð til að auðvelda aðfangadag
Aðfangadagur. Klukkan er hálfsex,
síðdegis. Lokkandi ilmur leggur úr
eldhúsinu og Gunna systir spókar
sig i stofunni, á nýjum skóm. Nú
eru að koma jól. Nema hvað, pabbi
er ekki enn kominn heim frá því að
keyra út síðustu gjafirnar og á enn
eftir að sturta sig og basla við flibb-
ann um stund. Siggi á síðu buxunum
hefur ekki hugmynd um hvar bless-
aður flibbahnappurinn er og leitar
ekki; spilar heldur tölvuleik inni í
herberginu sínu og neitar að klæða
sig í skyrtuna. Kisu litlu er eitthvað
órótt, en það er mömmu líka, enda
á hún enn eftir að gera Waldorf-sal-
atið og klæða sig. Svo er amma á
leiðinni og hún gefur lítið svigrúm
fyrir klúður. Nú er helvítis köttur-
inn búinn að hrinda sultukrukku á
gólfið og það þarf að þrífa upp - svo
lyktin er ekki lengur svo lokkandi...
það er eitthvað að brenna þarna inni.
Mamma læsir sig inni á klósetti og
bryður róandi; jólahátíðin er í rúst.
En þessu hefði auðveldlega verið
hægt að afstýra með smávegis fyrir-
hyggju. Blaðið kynnir til leiks fimm
ráð til að auðvelda aðfangadag:
Taktu hádegið í að und-
irbúa kvöldmatinn
Nú telst þetta varla byltingarkennt
ráð, en furðu margir flaska þó á
því að hefja undirbúning fyrir jóla-
máltíðina tímanlega og súpa seyðið
af fyrirhyggjuleysinu. Flestur jóla-
matur er þess eðlis að leggja má
grunninn að honum með nokkuð
löngum fyrirvara án þess að það
komi nokkuð niður á bragði eða
áferð. Hamborgarahrygginn sívin-
sæla má t.a.m. sjóða löngu áður en
honum er stungið í ofninn og sama
gildir um kartöflur sem ætlað er að
brúna. Salöt eru auðvitað best fersk,
en þó getur verið sniðugt að skera
niður hráefnið í þau fyrr um daginn.
Því ekki að taka hádegi aðfangadags
í að tína til og forsníða það sem ætl-
unin er að snæða eftir að klukkan
slær sex?
Leggðu snemma á jólaborðið
Sé tími aflögu eftir að hráefni jóla-
máltíðarinnar hefur verið gert klárt
er ekki vitlaust að nýta hann til
þess að leggja á veisluborð kvölds-
ins. Að sjálfsögðu fer eftir efnum og
aðstæðum hvernig og að hve miklu
leyti þeim undirbúningi er háttað,
en það kemur á óvart hve mikill tími
sparast á að hafa t.d. tínt til á einn
stað kerti, servíettur og borðbúnað
sem ætlunin er að nota um kvöldið.
Eftirrétturinn má bíða
Hjá flestum er siður að kóróna
jólamatinn með möndlugraut
eða góðum heimagerðum ís. Eru
slíkir eftirréttir nauðsynlegur enda-
punktur á góðri máltíð, en mat-
reiðslumeistarar heimilisins ættu
þó að forðast að láta hann blinda
sér sýn í stressinu sem einkennir
oft síðustu mínútur fyrir máltíð.
Ef eftirmaturinn er af einhverjum
ástæðum ekki tilbúinn til fram-
reiðslu þegar klukkan slær sex ætti
það síst að vera áhyggjuefni; mat-
reiðslumeistarinn og hjálparsveinar
hans geta hæglega undirbúið fínan
eftirrétt meðan annað heimilisfólk
gengur frá eftir stóru máltíðina. Það
er jafnvel óvitlaust að láta möndlu-
grautinn bíða þar til eftir að jólagjaf-
irnar hafa verið opnaðar; þá hefur
fólk jafnað sig eftir saltsteikina og
getur snúið sér aftur að átinu.
Baðaðu þig (og aðra) snemma
Margir láta jólabaðið bíða fram á
síðustu stundu, vilja vera ferskir
og hreinir í jólafötunum þegar
?eir taka á móti heilögum anda
regar klukkan slær sex. Er það
ágætur siður, hafi reynslan sýnt
að síðböð sem þessi séu ekki til
trafala. Hins
vegar mætti
að ósekju
k 1 æ ð a
flesta fjöl-
skyldu-
m e ð -
1 i m i
upp í
jóla-
gall-
a n n
m u n
fyrr, enda
fæstir þeirra að
sinna sérstaklega skít-
sælum störfum yfir daginn og því
ólíklegt að þeir safni á sig svita-
angan og sósublettum milli hádeg-
isverðar og jólamáltíðarinnar.
Þetta er ekkert mál!
Já, rólegan æsing. í alvörunni,
hvað heldurðu að gerist ef matur-
inn er ekki klár á slaginu sex? Að
Lykla-Pétur meini þér að ganga
gegnum Gullna hliðið? Nei, Jesú,
Pétri og þeim félögum öllum er
sjálfsagt sama um slík formsatriði
- ætla má að þeir leggi meira upp
úr því að fjölskyldan njóti góðrar
kyrrðarstundar saman, minnist
hins góða í heiminum og kyssi
hvort annað af og til á kinnarnar.
Gildir þá einu klukkan hvað eða
hvað er haft af meðlæti.
haukur@vbl.is
Sparilegir dúkar og borðklútar
Tilvaldir á
jólaborðið
„Ég hef verið að framleiða spari-
lega dúka (löbera) og brauðklúta úr
hör,“ segir Margrét Leopoldsdóttir,
myndlistarmaður, textílhönnuður
og ein þeirra sem sýna á jólasýningu
Handverks og hönnunar.
„Á dúkana hef ég silkiþrykkt
ýmsar lækningajurtir t.d. Bald-
ursbrár og Hvönn. Dúkarnir eru í
hvítum og ljósum lit og fara því vel
á dökku borði. Það er líka hægt að
nota dúkana þversum á borðin en
þá virka þeir sem diskamottur fyrir
tvo,“ segir Margrét.
„Brauðklútarnir sem ég framleiði
eru stærri en servíettur og not-
aðir til að halda hita á brauðum
sem gjarnan er borið fram með
forréttum um hátíðarnar," segir
Margrét. Hún fékk hugmyndina
af brauðklútunum þegar hún sá að
servíettur dugðu ekki til að halda
hita á brauðinu.
Margrét var valin úr stórum hópi
umsækjenda á jólasýningu Hand-
verks og hönnunar og segir að hvíti
liturinn hafi vakið mikla athygli.
.Hvítur er mikið í tísku núna fyrir
'e
HÖFUM OPNAÐ NÝJA OG GLÆSILEGA
VERSLUN AÐ HLÍÐARSMÁRA 13 í KÓPAVOGI
ALLAR VHS MYNDIR Á KR. 1250.- (hvergi ódýrari)
ÓTRÚLEGT TILBOÐ Á TITRURUM KR. 500.-
MEÐAN BIRGÐIR ENDAST www.tantra.is
jólin og liturinn hentar líka vel til að
hafa undir jólaskrauti eða kerti í jóla-
legum litum,“ segir Margrét. Hún
framleiðir dúkana og brauðklútana
jafn óðum og segist geta framleitt
þá í öllum litum og stærðum. Þar
sem ekki er sérstakt jólamynstur á
dúkunum geta þeir nýst allan ársins
hring.
Jólasýning Handverks og hönn-
unar er til húsa að Aðalstræti 12 og
er opin alla daga vikunnar frá kl.
13-17.
Hvítur er mikið í tísku
núna fyrir jólin og
liturinn hentar líka
vel til að hafa undir
jólaskrauti eða kerti
íjólalegum litum,"
HLÍÐARSMÁRI 13 S. 587 6969 Opið virka daga 12-20
FÁKAFENI 11 S. 588 6969 Laugardaga 12-18