blaðið - 30.11.2005, Page 30
30 I ÍPRÓTTIR
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 blaöifi
Þórður og Stoke ná ekki sáttum
Svo virðist sem enska knattspyrnu-
félagið Stoke City, sem er í eigu
íslenskra fjárfesta, og Þórður Guð-
jónsson, knattspyrnumaður sem er
á mála hjá félaginu, nái ekki sáttum
við gerð starfslokasamnings. Þórður
er með samning við Stoke út júní
á næsta ári og er á heimleið. Hann
hefur þegar ákveðið að leika með f A
í Landsbankadeildinni næsta sumar
og Skagamenn og Þórður hafa gert
sér vonir um að hann losni um
næstu áramót. Þórður sendi fyrir
nokkrum vikum tilboð inn til for-
svarsmanna Stoke og taldi hann það
vera mjög sanngjarnt tilboð frá sér.
Því var hafnað.
Samningur Þórðar við
Stoke er til 30. júní 2006
,Nei, við höfum ekki náð samkomu-
lagi um hvernig þeim málum eigi
að vera háttað. Eg bauð þeim starfs-
lokasamning miðaðan við það sem
gengur og gerist hér á Englandi.
Hann var mjög sanngjarn,” sagði
Þórður Guðjónsson knattspyrnu-
kappi í samtali við Blaðið í gær.
„Ég fekk gagntilboð sem var ekki
í neinni líkingu við það sem gengur
og gerist hér á Englandi og telst ekki
sanngjarnt að neinu leyti. Ég veit
hvað hefur verið í gangi annnars
staðar á Englandi þegar menn eru
leystir undan samningi og eins og
málin eru í dag þá er boltinn bara
hjá þeim. Það lítur því allt út fyrir að
ég verði hér út samninginn sem er til
30. júní á næsta ári,“ sagði Þórður.
Skagamenn og Þórður gerðu ný-
lega samkomulag sín á milli um að
Þórður leiki með ÍA á næstu árum
en Þórður og hans fjölskylda eru að
flytja til íslands á ný eftir margra
ára dvöl erlendis. Að sjálfsögðu
völdu Þórður og hans kona að búa
á Akranesi enda af mikilli og dyggri
ÍA-fjölskyldu.
„Sem betur fer eru Skagamenn
mjög skilningsríkir á mína stöðu
hér hjá Stoke og þeir taka bara á
móti mér í júní. Það verður bara
að hafa það eins og staðan er í dag,“
sagði Þórður Guðjónsson í samtali
við Blaðið í gær.
,Hann má fara frá okkur."
Gunnar Þór Gíslason er formaður
Stoke City Football Club og Gunnar
hafði þetta að segja um málið þegar
Blaðið náði sambandi við hann í
gær.
„Við stöndum alls ekki í vegi fyrir
þvi að hann fari upp á Skaga. Það
hentar okkur ágætlega ef Þórður
yrði leystur undan samningi núna
en það þýðir ekki að við ætlum að
borga honum laun á meðan hann er
í annarri vinnu. Hann má fara frá
okkur. Ekkert mál,“ sagði Gunnar
Þór í gær.
En getið þið ekki náð saman?
„Hann vill fá of mikinn pening
fyrir að fara frá Stoke að mínu mati.
Við borgum honum laun samkvæmt
samningi þangað til hann hættir hjá
okkur. Þetta er eins og hver önnur
vinna. Hann er að fara í aðra vinnu
að því er okkur skilst og honum er
frjálst að fara okkar vegna. Þekkir
þú til þess að einhver fái borgað
frá fyrrverandi vinnuveitanda fyrir
að fara í aðra vinnu? Ég bara spyr,“
sagði Gunnar Þór Gíslason, for-
maður Stoke City Football Club, í
samtali við Blaðið í gær.
Eins og eflaust má sjá er mál Stoke
og Þórðar Guðjónssonar í hnút og
því ekki að vænta starfslokasamn-
ings á milli aðila á næstunni. Maður
veit þó aldrei - það á aldrei að segja
aldrei. Hver veit nema að samningur
verði svo undirritaður innan viku.
Hreinsar loftið
Eyðir lykt
Drepur bakteríur
FRI HEIMSE
um allt lani
ING
kaupbæti
ECC Skúlagötu 63
Sími 5111001
Opið 10-18
www.ecc.is
NBA:
Clippers hefur
komið á óvart
Fátt hefur vakið jafn mikla athygli
í upphafi leiktíðarinnar í NBA og
gott gengi Los Angeles Clippers.
Liðið hefur mörg undanfarin ár
vakið kátínu hjá þeim sem fylgjast
með íþróttum og á sínum tíma kom
upp sú hugmynd að ráða leikarann
góðkunna Billy Crystal sem þjálfara
af þeirri einföldu ástæðu að hann
var eini maðurinn sem mætti á alla
leiki! Clippers hefur mörg undan-
farin ár átt grátlegu gengi að fagna
og einhverra hluta vegna virðast for-
ráðamenn félagsins ekki hafa haft
mikinn áhuga á að blása lífi í liðið.
Clippers hefur t.a.m. ekki komist í
úrslitakeppnina síðan 1997, en árang-
urinn þar er reyndar ekkert til að
hrópa húrra fyrir þegar allt kemur
til alls. Síðan félagið var stofnað í
Buffalo árið 1970 hefur það aðeins
einu sinni unnið einvígi í úrslita-
keppninni og það gerðist árið 1976,
þegar liðið hét Buffalo Braves. Frá
Buffalo var liðið flutt til San Diego
árið 1978 og sex árum síðar færði
það sig til Los Angeles þar sem eig-
andinn, fasteignajöfurinn Donald T.
Sterling, býr. Sterling hefur annað
slagið sýnt merki þess að hann
ætli sér að gera eitthvað með þetta
lið, hann réði t.d. goðsögnina Elgin
Baylor sem framkvæmdastjóra, en
undarlegar ákvarðanir varðandi
leikmannaskipti og leikmannamál
almennt hafa oftar en ekki komið
á óvart og forðað liðinu frá ásætt-
anlegum árangri. Hins vegar kann
að vera að loksins hafi Sterling og
félögum tekist að snúa gæfuhjólinu
sér í vil.
Ástæðurnar fyrir góðu gengi
Clippers í dag eru einkum tvær. Til-
tölulega ung og fjörug framlína og
bakvarðasveit sem reynslan hrein-
lega lekur af í stríðum straumum.
Clippers tók þá ákvörðun að endur-
nýja samningana við tvær skærustu
stjörnur sínar, sem boðar í rauninni
nýja tíma hjá félaginu. Corey Ma-
gette fékk tilboð frá Utah Jazz og
Elton Brand fékk tilboð frá Miami
Heat, en Clippers tókst að halda í
framherjana tvo með því að jafna
þessi tilboð. Þeir fengu báðir langa
samninga sem tryggja þeim stjarn-
fræðileg laun, en þetta er í fyrsta
sinn í sögunni sem Clippers gera
slíka risasamninga. Þá var miðherj-
anum Chris Kaman gert ljóst að
hann kæmi til með að spila mikil-
vægt hlutverk og tveir reynsluboltar
voru fengnir til að stýra skútunni.
Cuttino Mobley var rótlaus hjá Or-
lando en sýnir hjá Clippers hvers
hann er megnugur og leikstjórnand-
inn er svo sjálfur Sam Cassell, sem
kom frá Minnesota. Cassell hefur
mörg undanfarin ár verið einn
besti leikstjórnandi deildarinnar,
á löngum köflum hefur hann ekki
notið sannmælis og fengið það hrós
sem hann á skilið, en tölurnar tala
sínu máli og Cassell kann þá list
að stýra liði sínu til sigurs. Þetta
er kjarninn sem hefur Clippers á
kortið. Liðið hefur nú unnið 9 af
fyrstu 11 leikjunum sínum og þar
með sett félagsmet. Helsti höfuð-
verkur Clippers-manna er hins
vegar sá að leikmannahópurinn er
ekkert sérlega breiður og meiðsli ein-
hvers fimmmenninganna í byrjunar-
liðinu (sem er í rauninni sjálfvalið)
gætu breytt gangi mála mjög snögg-
lega. Á bekknum sitja nokkrir ungir
og efnilegir leikmenn sem með tíð
og tíma gætu látið til sín taka og
eldri refir á borð við hinn víðförla
Howard Eisley og Walter McCarthy,
sem lengstum lék með Boston Celt-
ics. Ekki má gleyma þætti þjálfar-
ans, Mike Dunleavy. Dunleavy er að
hefja þriðja tímabil sitt sem þjálfari
Clippers og afrekaskrá hans með
LA Lakers og Portland Trail Blazers
talar sínu máli, en hann hefur sex
sinnum stýrt liði inn í úrslitakeppn-
ina, einu sinni komist í úrslitin sjálf
og einu sinni verið valinn þjálfari
ársins í NBA. Fari svo að leikmenn
Clippers verði nokkuð heilsu-
hraustir fram á vorið og meiðsli lyk-
ilmanna verði ekki til vandræða má
rétt eins búast við því að Clippers
blandi sér af alvöru í baráttu hinna
bestu. Það ótrúlega virðist vera að
gerast í Los Angeles; Clippers eru að
verða körfuboltastolt borgarinnar á
meðan Lakers mega muna sinn fífil
sinn fegurri. Hvað er næst, vinnur
Steven Seagal Óskarinn?