blaðið

Ulloq

blaðið - 30.11.2005, Qupperneq 32

blaðið - 30.11.2005, Qupperneq 32
32 I AFÞREYING MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 blaðiö RÁÐSTEFNA UM ÓLÖGLEGA DREIFINGU Umræða um höfundarrétt og Netið hefur aukist mjög undanfarið og á Norðurlöndun- um, sem og annars staðar, hafa yfirvöld eða höfundaréttarsam- tök lögsótt þá sem dreifa tónlist, kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og tölvuleikjum án heimildar. I síðastliðinni viku var hald- in ráðstefna hér á landi sem bar heitið Nordic IP (Intellectual Property) Seminar, eða norræn ráðstefna um hugverkarétt- indi.Á ráðstefnunni komu saman aðilar sem allir hafa það að markmiði að vernda höfundarétt að hugverkum ýmis konar og ræða sín á milli hvernig best sé hægt að stemma stigu við ólöglegri dreifingu höfundaréttarvarins efnis. Gestir voru m.a. frá: Höfundaréttarsamtökum tónlistar- og kvikmynda- geirans á Norðurlöndum Motion Picture Association (MPA) - Samtökum banda- rískra kvikmyndaframleiðanda International Federation of Phonographic Industry (IFPI) - Alheimssamtökum tónlistarframleiðenda. FBI (bandarísku Alríkis- lögreglunni) og Interpol Rannsóknaraðilum/ handhöfum ákæruvalds á Norðurlöndum Meðal þess sem rætt var á ráðstefnunni eru helstu dómar sem fallið hafa utan Evrópu eins og svokölluð „Grokster" og „Kazaa" mál þar sem hugbún- aðarframleiðandinn var talinn stuðla að ólöglegri dreifingu á hugverkum og þar af leiðandi dæmdur ábyrgur fyrir notk- un hugbúnaðarins. Þá hafa nokkrir norrænir dómar sem tengjast ólöglegri dreifingu á skráarskiptaforritum fallið undanfarna mánuði. Meðal þeirra eru sænskur dómur þar sem notandi var fundin sekur um að dreifa kvikmyndinni Hip Hip hora í gegnum DC++ skráarskiptaforritið. Fékk viðkomandi 15.000 sænskar krónur í sekt fyrir þessa einu mynd en það samsvarar u.þ.b. 120 þúsund íslenskum krónum. Lögleg dreifing Aðilar frá FBI og Interpol ræddu einnig aðkomu þeirra að rannsókn höfúndaréttarbrota á Netinu en þær stofnanir skila mikilvægu hlutverki þegar brot eiga sér stað á milli landa, eins og oft er með dreifingu tónlistar- og kvikmyndaskráa í gegnum skráarskiptaforrit. Að lokum kom það fram að gifurleg aukn- ing er á sölu á löglegri tónlist á Netinu og vex hún nú hraðar en ólögleg dreifing. Þá ætla fyrir- tækin Warner og Disney að hefja sölu á kvikmyndum á Netinu á Norðurlöndum á næsta ári. Á íslandi stendur yfir rannsókn um þessi mál. ókeypis til heimila og fyrirtækja alla virka daga 109 SU DOKU talnaþrautir Leiðbeiningar Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1 -9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eöa lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem uþþ eru gefnar. 1 3 5 8 5 1 9 6 7 4 1 6 4 5 8 1 7 9 4 3 6 2 4 1 1 3 2 4 3 7 Lausn á síðustu þraut 6 5 7 3 2 4 8 9 1 3 9 2 8 6 1 7 5 4 8 1 4 5 7 9 3 2 6 5 7 6 2 9 8 1 4 3 4 3 9 7 1 6 5 8 2 1 2 8 4 3 5 9 6 7 2 6 3 9 5 7 4 1 8 7 4 5 1 8 2 6 3 9 9 8 1 6 4 3 2 7 5 m Tœkni Glœpir borga sig Tölvuglæpir í heiminum veltu hærri fjárhæðum en fíkniefn- amisferli í fyrra samkvæmt sérfræðingi sem vinnur fyrir ríkisstjórn Bandaríkjanna. Búist er við að tölvuglæpir verði enn víðtækari með tölvuvæðingu þriðja heimsins. Talið er að veltan hafi verið um 6.658 milljarðar króna. luðu sér í fimm efstu sætin í keppninni í gær. Eins og sjá má 1 skeggjaðir og fúiir út í gyðinga. Þessar föngulegu s' eru ekki ailir skákál Natalia Pogonia Baráttan er hörð um titilinn Ungfrú skákheimur en keppni stendur yíir á veísíðunni www.lwcbc.com. Fjöldi stúlkn- anna sem berjast um titilinn nálgast nú eitt hundrað og verður ein þeirra krýnd sigurvegari í þetta fyrsta skipti sem keppnin er haldin. Aðstandendurnir segjast trúa þvi að skák þuríi ekki eingöngu að vera alvarleg og þreytandi heldur einnig skemmtileg. Deila má um hversu raunveruleg og fagmannleg keppnin er þar sem hún treystir á að skráðir notendur sendi inn myndir af skákdrottningunum. Eins og sjá má eru mynd- irnar af misjöfnum gæðum. Þá er heimasíðan nokkuð kauðslega unnin en slíkt tíðkast reyndar líka hjá virðing- armeiri keppnum eins og Ungfrú heimur. Hins vegar má nefna að i dómnefnd eru merkilegir menn á borð við Nigel Natalia Kovaleska íessica Basland Delgado Trujillo Luftgítar - ég dansa ekki Finnar hafa einstaka til- hneigingu til að vera kúl, sjá- ið bara Mika Hákkinen. Ef það klikkar þá reyna þeir að minnsta kosti. Nú hafa há- skólanemar við Háskólann í Helsinki fundið leið til að láta heyrast í luftgítarnum hjá þeim sem vilja vera rokkstjörnur en geta það ekki. Með vefmyndavél og appelsínugula hanska að vopni getur þú mynd- að sígild rokklistaverk með aðstoð tölvunnar þinnar. Á síðunni http://airguitar.tml.hut.fi Luftgítar með hljóði. Þetta má þó sjá hversu svalur maður er vi,jum viö síá á Ölveri. með græjuna. Flauelstölvur Löngum hafa fartölvur þótt leiðinlegar í út- liti fyrir utan tilraun- ir Apple með iBook. Hins vegar hefur Intel, í samvinnu við fyrirtækið Ultrasuede, ákveðið að breyta þessu. Hugmyndin er að klæða hefðbundna kjöltutölvu með flaueli og gera hana svipaða nýjustu Nokia GSM simunum. Nú geta Ally McBeal stelpurnar í lög- fræðinni því valið milli PC og Apple en hingað til hefur Apple verið vinælli hvað fal- legar fartölvur varðar.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.