blaðið - 30.11.2005, Side 37

blaðið - 30.11.2005, Side 37
blaðið MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 DAGSKRÁI37 Stutt trúlofun hjá Kimberly Stewart Það er einungis rúm vika síðan Kimberly, dóttir Rod Stewart, opinberaði trúlofun sína við Talan og sýndi trúlofunarhring sinn en nú aðeins ellefu I dögum síðar hefur hún skipt um skoðun. Hún hefur áttað sig á að það sé of snemmt að trúlofa sig eftir að hafa aðeins verið með Talan í tvo mánuði. Talan gaf Kimberly hring sem kostaði 300.000 dollara en hringurinn var annar trúlofunarhringurinn hennar á árinu. Tilkynningin sem þau gáfu út hljómaði svo: „Það var allt of fljótt að binda sig ævilangt en það er alla vega betra að hafa stutta trúlofun en að hafa verið giftur í stuttan tíma.“ Giselle Bundchen í The Devils Wears Prada Fyrirsætan Giselle Bundchen mun leika í kvik- myndinni The Devil Wears Prada ásamt Mer- yl Streep. Stúlkan er 25 ára brasilísk fyrirsæta sem varð fræg fyrir leik sinn í myndinni Taxi þar sem hún var ein af bankaræningjunum. David Frankel skrifaði handritið og mun leik- stýra myndinni sem fjallar um hræðilegan yfirmann og byggir á samnefndri sögu Lauren Wisberger’s. Smábæjarstúlka kemur til sög- unnar í myndinni og fær það hlutverk að vera aðstoðarmaður áhrifamikils ritstjóra. * Skjár 1 - America’s Next Top Model IV, lokaþáttur -kl. 20:00 Fjórtán stúlkur keppa um titilinn. Enn er það Tyra Banks sem heldur um stjórnvölinn og ákveður með öðrum dómurum hverjar halda áfram hverju sinni. Stúlkurnar gang- ast vikulega undir próf sem skera úr um það hverjar halda áfram og fá skyndinámskeið í fyrirsætustörfum sem geta leitt til frægðar og frama í tískuheiminum efvel gengur. ...kjaftaska Stöð 2 - Oprah - kl. 21:15 |—Glænýir þættir með m- llinni einu sönnu Oprah. Oprah Gail H Winfreyervaldamesta : lconan * bandarísku IBB sjónvarpi. Spjallþáttur hennar nýtur fádæma vinsælda en Oprah er fátt óviðkomandi. Gestir hennar koma úr öllum stéttum þjóð- félagsins en fræga fólkinu þykir mik- ilsvert að koma fram í þættinum. ...pianóleikara Sjónvarpið - Leif Ove Andsnæs - kl. 22.40 SNorski píanóleikai rjinn Leif Ove And jsnæs er i fremstr Jröð ungra tónlistai Jmanna um þessai ^mundir og honuir hefur verið lýst sem músíkalskastí píanóleikara sinnar kynslóðai Tónlistaráhugi Andsnæs kviknað snemma. Fjögurra ára gamall vai hann byrjaður að læra á píanó 05 þegar hann var fimmtán ára hafð hann leikið flestar sónötur Beethc vens og Mozarts. Svavar er fréttamaður á NFS fréttastofunni Hvernig hefurðu það í dag? „Ég hef það Ijómandi gott. Ég er búinn að vera duglegur í morgun og hef afkastað miklu' Hvenær byrjaðirðu fyrst að vinna í fjölmiðlum? „Ég byrjaði að vinna í fjölmiðlum fyrir um fjórum árum á fréttastofu Ríkisútvarpsins." Langaði þig að verða sjónvarpsmaður þegar þú varst lítill? „Nei nei. Ég ætlaði að verða slökkviliðs- maður og kappakstursbílstjóri eins og venjulegir strákar." Hvernig finnst þér að vinna í sjónvarpi? „Það er bara mjög gott að að vinna í sjón- varpi. Það er alltaf nóg að gera þannig að manni leiðist aldrei." Er vinnan í sjónvarpi öðruvísi en þú hefðir búist við? „( raun og veru ekki af því að konan mín vinnur hér líka þannig að ég vissi nokkurn veginn hvernig þetta væri." þess og svo finnst mér mjög sjálfhverft að horfa mikið á sjálfan sig." Geturðu lýst dæmigerðum degi í þínu lífi? „Dæmigerður dagur gæti til dæmis verið að ég vakna klukkan sjö og geri alla fjöl- skylduna klára, fer í vinnuna, kíki á fund til klukkan níu, fer síðan að útbúa fréttir, fer út í tökur til um tólf og svo er klukkan skyndilega orðin sjö. Á kvöldin klappa ég aðallega konunni minni og bíð eftir vænt- anlegu barni sem er að koma fljótlega." Hvað er uppáhalds sjónvarpsefnið þitt? „Ég er voðalega hrifinn af fréttum, frétta- þáttum og spjallþáttum og finnst Silfur Egils bráðskemmtilegt." Hver væri síðasta spurningin í þessu viðtali ef þú mættir ráða? „Hvernig heldurðu að restin af deginum eigi eftir að verða?" „Bara frábær eins og aðrir dagar." Horfirðu á þættina sem þú hefur verið í? „Það er mjög sjaldan. Bæði af því að ég hef lítinn tíma til Gætir þú hugsað þér að eiga ekki sjónvarp? Fanney Ingólfsdóttir Guðlaugur Já,já. Gunnlaugsson Nei, það held ég ekki.. Helga Guðmundsdóttir Já, ég átti ekki í sjónvarp í eitt ár og það var mjög notalegt. Hálfdán Aðalsteinsson Nei. Kate Winslet er sátt við líkama Kate Winslet hefur fjallað um reynslu sýna af að koma fram í sundfötum. „Ég hafði miklar áhyggjur þegar tökurnar voru að hefjast á mynd- inni Little Children af því að ég þurfti að vera í sundfötum. Ef ég hefði verið spurð hvernig það legðist í mig að spóka mig um í sundfötum og vera í kynlífshlutverkum þegar ég væri orðin þrítug og ætti tvö börn þá hefði ég dáið við tilhugsunina," sagði Kate. Nú segist hún hafa breytt viðhorfunum. „Nú hugsa ég, í guðanna bænum, maður á að vera sáttur við það hvernig maður lítur út og ég einbeiti ég mér að því að vera glöð með líkama minn. Ég ákvað að komast yfir þessa hræðslu og nú er ég sátt og ánægð með mig í sundfötun- « Kókoshneta byrjar í skóla Verðlaunahöfundurinn Ingo Siegner segir frá Kókoshnetu elddreka og vini hans Óskari rándreka. ■ iniMtfi InQO Gamansöm saga og skemmtilegar myndir. Gefin út í fjölda landa. Einhyrningurinn minn Undarlegir atburðir Fjórða bókin í vinsælum flokki Er draugagangur í kofanum í skóginum? Lára viil komast að því hvað þar er á seyði. Spennandi saga! Kossinn sem hvarf eftir metsöluhöfundinn David Melling - sem nefndur var til Kate Greenaway-verðlaunanna fyrir bókina). Yndisleg bók fyrir prinsa og prinsessur! "Þetta er dásamleg saga. Myndskreytingar Mellings eru eins snjallar og smellnar og texti hans." The Cuardian i n n 0kV.O HICUKC

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.