blaðið - 30.11.2005, Qupperneq 38
38IFÓLK
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 blaöiö
SAMKYNHNEIGÐ-
IR í HELVÍTI?
Umfjöllunin um ættleiðingar og tækni-
frjóvganir samkynhneigös fólks er að
mestu liðið undir lok, sem betur fer.
Smáborgarinn fann nefnilega fyrir
mörgum skrýtnum tilfinningum þegar
þessi umræða stóð sem hæst. Honum
fannst í rauninni sem hann lifði í óraun-
verulegu og skondnu ævintýri, á sorg-
legan hátt. Smáborgaranum fannst
þetta tal allt svo tilgangslaust og skildi
í rauninni ekki af hverju var verið að
tala um þetta. Enn síður skildi hann af
hverju var í sífellu verið að draga fram
illa upplýst fólk með sínar gegnsæu
skoðanir. Það sem Smáborgarinn átti
erfiðast með að skilja var í rauninni af
hverju það þurfti umræðu um þessi
mál því það er nú 21. öldin. Af hverju í
ósköpunum ættu samkynhneigðir EKKI
að fá að ættleiða börn og fara í tækni-
frjóvgun? Þetta er svo sjálfsagt að
Smáborgarinn skilur ekki enn af hverju
allar þessar umræður áttu sár stað
enda horfir hann á samkynhneigða
og sér manneskjur. Manneskjur sem
eru alveg eins og hann enda er honum
alveg sama hvað þau gera heima hjá
sér. Rétt eins og Smáborgarinn veit að
samkynhneigðum er sama hvernig kyn-
líf Smáborgarinn stundar, hvort hann
vill vera ofan á eða undir, hvort hann
sé kúrari eða snúi sér á hliðina eftir
fullnægingu og hvort hann lætur sig
dreyma um makann eða Brad Pitt þeg-
ar hann stundar sjálfsfróun. Hverjum
er ekki sama? Guð má vita, að öllum
er drullusama. Sorglegast fannst Smá-
borgaranum þegar fólk fór að vitna í
Guð og Biblíuna sem dæmi um hversu
röng samkynhneigð er. Því hver er Guð
ef hann fordæmir samkynhneigða?
Það myndi sá Guð sem Smáborgarinn
þekkir ekki gera né myndi Smáborg-
arinn trúa á Guð sem það gerði. Enda
einkennist þessi umræða af svo mikl-
um hroka. Hver er Smáborgarinn að
banna náunga sínum að eignast börn?
Það kemur engum það við. Ef það er til
helvíti þá fara hinir hrokafullu þangað
á meðan samkynhneigðir hlæja með
sínum börnum!
HVAÐ FINNST ÞER?
Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags íslands.
Hvað finnst þér um ákvörðun
heilbrigðisráðherra í gær?
„Ég er auðvitað bara mjög ánægður með að hann hafi ákveðið að fella þessa reglu-
gerð úr gildi,“ segir Sigursteinn. „Enda var ekki um annað að ræða í stöðunni,
eins og við höfum bent á. Ég er bara feginn því að hann hafi komist að þessari
niðurstöðu og ákveðið að gera þetta núna fyrir mánaðamótin. Þetta þýðir að það
skerðingarhlutfall sem verið hefur í gildi áður, gagnvart þeim sem fengið hafa of-
greiðslur, verður áfram í gildi. Þetta er því bara það sem við höfum verið að fara
fram á og ég er feginn að þetta hafi orðið niðurstaðan hjá ráðherranum."
Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, ákvað í gær að fella úr gildi nýja reglugerð
um skerðingu bótagreiðslna til öryrkja og ellilífeyrisþega.
Rod Stewart orðinn pabbi aftur
Söngvarinn Rod Stewart er orðinn faðir í sjöunda sinn. Hann og kær-
N asta hans, Penny Lancaster, eignuðust dreng. Bæði móður og syni
heilsast vel og allt hefur gengið að óskum. „Ég er stoltur af Pen fyrir
hugrekkið og hvað hún var sterk að ganga í gegnum þetta allt. Við njót-
um hverrar stundar með syni okkar og getum ekki tekið augun af honum,“
sagði Rod. Penny var ekki síður ánægð og sagðist himinlifandi yfir að
hafa getað átt drenginn og að það hefði verið ein besta reynsla lífs síns.
Gary Barlow syngur í
brúðkaupi Elton John
Söngvarinn Gary Barlow út hljómsveitinni Take That mun syngja í brúðkaupi
Elton John og David Furnish. Skipulagningin verður öll í höndum David og hann
hefur beðið Gary að syngja. „Ég veit ekki hvað ég ætla að syngja. Ég held hins vegar
að ég muni ekki semja neitt nýtt og á örugglega eftir að flytja eitthvað gamalt og gott,‘
sagði Gary. Elton vonast eftir að hann og David verði gefnir saman í Windsor þar
sem Karl Bretaprins og Camilla voru gift. „Við erum búnir að vera saman í tólf ár
og vitum að samband okkar er traust. Nú viljum við hins vegar tryggja okkur
eftil dæmis annar okkar myndi deyja,“ sagði Elton.
Jude Law verður í nýrri
mynd Siennu Miller
Leikaranum Jude Law hefur verið boðið hlutverk í nýrri mynd Siennu Miller sem
ber nafnið Factory Girl. Jude og Sienna hættu saman á árinu þegar Jude viðurkenndi
að hann hefði heldið framhjá henni með barnfóstru þeirra. Mikið hefur verið rætt
um Jude og Siennu síðasta árið enda hefur mörgum þótt ástarmál þeirra heldur betur
skrautleg. Með nýjasta útspilinu hafa fjölmiðlar ályktað að þau vilji halda sátt og
að Sienna vilji halda honum í nálægð við sig.
eftir Jim Unger
.Forsætisráðherrann sagði í Silfri Egils
í dag að stjórnarfrumvarp um Ríkisút-
varpið yrði ekki samþykkt fyrir jól en
taldi enn ekki útilokað að það kæmi
fram einhverntíma á næstu tveimur
vikum. Þótt ýmsir telji Senegal-ferð-
irnar tefja nokkuð löggjafarstörf
menntamálaráðherrans er líklegt að
aðrir þættir ráði meira um þessa töf.
Annarsvegar er augljóst að innan Fram-
sóknarflokksins er andstaða við hluta-
félagsformið sem Halldór var búinn
að jánka Sjálfstæðisflokksmönnum,
auk efasemda um að hf. á RÚV auki
fylgið verulega. Hinsvegar er líklegt að
athugasemdir ESA (Eftirlitsstofnunar
Efta) standi enn í embættismönnum
og valdsmönnum. Upphaflega stóð
til að háeffunin firrti menn þeim evr-
ópska vanda.“
Mörður Árnason, alþingismaður á
http://www.aIthingi.is/mordur/ra-
edur_og_greinar/safn/oo2i9ó.php
,,Við í Frjálslynda flokknum erum eini
flokkurinn með skýra stefnu í flugvall-
armálinu. Við erum staðráðin í því að
verjastaðsetninguflugvallarinsíVatns-
mýri og förum óhikað með þá stefnu í
kosningar í borginni í vor. Persónulega
tel ég fráleitt að þessi flugvöllur verði
fjarlægður. Verði það ógæfuspor hins
vegar stigið, sem ég vona svo sannar-
lega ekki, þá er ekki um annað að ræða
en hann fari til Keflavíkur. Það mun
um leið þýða svo gott sem endalok inn-
anlandsflugs hér á landi sem verður
reiðarslag fyrir þjóðina sem heild. Að
byggja nýjan innanlandsflugvöll á höf-
uðborgarsvæðinu er fásinna."
Magnús Þór Hafsteinsson, alþing-
ismaður áhttp://www.althingi.
is/magnush/
„Að sönnu er margt að í okkar samfé-
lagi og ýmislegt má finna að í sjávar-
útvegsmálum okkar. En í alþjóðlegum
samanburði stöndum við mjög vel og
engin ástæða til þess að gera lítið úr
því. Við gerum okkur nefnilega grein
fyrir því að sjávarútveguinn okkar
verður að geta gengið einn og óstudd-
ur, agaður af samkeppnisumhverfi
markaðssamfélagsins og þvi er hann
drifkraftur efnahagslegra framfara
hér á landi.“
Einar Kristinn Guðfinnsson, sjáv-
arútvegsráðherra á http://www.
ekg.is/
(0 Jnn Unger/dicL by UnKod Media, 2001
Athygli mín hefur verið vakin á því að þú
eigir fimm bíla og snekkju á Flórída
HEYRST HEFUR...
Einar K. Guðfinnsson, sjávar-
útvegsráðherra, hefur ráðið
Björn Friðrik Brynjólfsson sem
aðstoðarmann sinn í ráðuneytið,
en Ármann Ólafsson fylgdi Árna
M. Mathiesen í fjármálaráðuneyt-
ið. Björn Friðrik hefur getið sér
gott orð sem íþróttafréttamaður
hjá RÚV og víst er um það að
hann verður skýrmæltastur allra
aðstoðarmanna ríkisstjórnarinn-
ar. Verður að vona að hann kveði
líka fastar að orði, en þeirri stétt
er alla jafna tamt. Björn Friðrik
er menntaður bæði í stjórnmála-
fræði og hagnýtri fjölmiðlun, en
flestum hefur verið ókunnugt
um að í honum bærðist íhalds-
hjarta, helst að menn héldu að
hann væri framsóknarmaður. En
síðan segja aðrir að hann hafi svo
sem ekki haft neinn sérstakan
áhuga á íþróttum áður en hann
fór að segja af þeim fréttir...
Mú styttist í að
síðasta bind-
ið í ritverki Hann-
esar Hólmsteins
Gissurarsonar um
Nóbelsskáldið Hall-
dór Kiljan Laxness
komi út. Talsverður styr stóð um
ritun og útgáfu fýrri bindanna
og meðal annars reyndi hluti
fjöldkyldu skáldsins að koma í
veg fyrir ritun hennar af ótta við
að Kiljan myndi ekki njóta sann-
mælis vegria stjórnmálaskoðana
sinna og höfundarins. Þá varð
ekki minni hvellur vegna notkun-
ar Hannesar á textum Laxness
í bókunum. Sjálfsagt verður ró-
legra um útgáfu þessa síðasta
bindis, enda er aðallega fjallað
um þann tima er Laxness var
sestur í friðarstól. Það kæmi þó
á óvart ef Hannes lumaði ekki
á einhverjum nýmælum um
meistarann frá Gljúfrasteini.
Bókmenntafræðingurinn Helga
Kress mun þó væntanlega aðal-
lega setjast yfir heimildaskrá alls
verksins, sem loks birtist í þessu
hinsta bindi...
Vinnubrögð Fréttablaðsins
eru undrunarefni á fleiri
sviðum en þeim sem snúa að
eigendum þess. Halldór Guð-
mundsson, sem hefur tengst
JPV-forlagi, ritdæmdi þar um
daginn bók eftir einn af stjörnu-
höfundum forlagsins. Halldór
var æðsti yfirmaður Eddu
þegar forlagið lenti í fjárhags-
erfiðleikum, sem Páll Bragi
Kristjónsson og Björgólfur Guð-
mundsson björguðu því úr, en
þá skolaði honum á fjörur JPV
og gaf þar út ævisögu Laxness
og sinnti ýmsum snúningum
fyrir Jóhann Pál Valdemarsson,
forleggjara. í fyrrnefndum rit-
dómi hóf Halldór JPV-maður
umrædda bók JPV forlagsins
til skýjanna -áreiðanlega verð-
skuldað - og í framhaldinu
birti JPV forlagið auglýsingu,
þar sem að sjálfsögðu var
vitnað í jákvæð ummæli hins
óháða ritdómara. í bókabrans-
anum velta menn því fyrir sér
hvort þetta sé í samræmi við
hinar margumtöluðu siðaregl-
ur Fréttablaðsins...
Gítarguðinn Þór Eldon, sem
gerði garðinn frægan með
Sykurmolunum og Unun hér
um árið, hefur undanfarið ár
unnið við suðurströnd Frakk-
lands. Nú mun hann hins vegar
snúinn heim og segir sagan að
fyrir liggi frekara samstarf hans
og Ara Alexanders, kvikmynda-
gerðarmanns. Svo er aldrei að
vita nema hann láti frekar að sér
kveða í popptónlist, en að því
væri mikill fengur fyrir fram-
sækið íslenskt popp...