blaðið

Ulloq

blaðið - 21.12.2005, Qupperneq 4

blaðið - 21.12.2005, Qupperneq 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 MaAÍÖ Bílaumboð: Ríkisstjórnin: Wýr eigandi að Toyota og Lexus Smáey ehf., félag í einkaeigu Magn- úsar Kristinssonar, keypti í gær P.Samúelsson hf., umboðsaðila Toy- ota og Lexus hér á landi. Samkomu- lag er um að kaupverð verði ekki gefið upp. Magnús, sem er einnig varaformaður í Straumi-fjárfestinga- banka, segir að Toyota umboðið hafi ávallt lag sig fram um að veita afburðaþjónustu og að áhersla verði lögð á að viðhalda og styrkja þann þátt starfseminnar aukþess sem um- boðið verði eflt til lengri tíma. „Ég hlakka til að takast á við verkefnin sem eru framundan í samvinnu við starfsmenn,“ segir Magnús. Farsæll rekstur í 35 ár P. Samúelsson var stofnað þann 17. júní 1970 til innflutnings og sölu á Toyota. Tíu árum síðar gerðist félagið beinn umboðsaðili Toyota Motor Corporation og hóf milli- liðalausan innflutning frá Japan. Á þessum tímamótum settu eigend- urnir sér það markmið að gera Toy- BlaÖiÖ/SteinarHugi Magnús Kristinsson ota að algengustu bílategundinni hér á landi og náðist það markmið átta árum síðar þó svo tegundin hafi aldrei verið sú söluhæsta á einu ári. Árið 1990 var því markmiði svo náð og hefur Toyota haldið þeirri stöðu síðan. ■ SEKSY ' kvenmannsúr með bleikri skífu úr ekta bleikri perlumóðurskel og bleikum steinum. Armbandskeðjan er með bleikum Swarovski kristöllum sem einfalt er að minnka eða stækka að vild. Utsölustadir: Jens Kringlunni • Gilbert úrsmidur Laugavegi 62 • Helgi Sigurösson úrsmióur Skólavörðustíg 3 ■ Georg Hannah úrsmlður Keflavík • Guðmundur B. Hannah úrsmióur Akranesi ■ Úra- og skartgripaverslun Karls R. Guömundssonar Selfossi Gjafakörfur matgæðingsins Éh eilsuhúsið Skólavörðustíg, Kringlunni & Smáratorgi Vill Surtsey á heims- minjaskrá UWESCO Á ríkisstjórnarfundi í gær var sam- þykkt að leggja inn umsókn til UN- ESCO þess efnis að Surtsey verði sett á heimsminjaskrá. Surtsey mynd- aðist í eldgosi sem hófst þann 14. nóvember 1963. „Umsóknin verður tilbúin fyrir fyrsta febrúar nk. svo hún komi til álita á næsta fundi UN- ESC0,“ segir Sigríður Anna Þórðar- dóttir umhverfisráðherra. Hún segir Surstsey vera einstakt fyrirbæri. „Það er til gríðarlega mikið af rann- sóknum um eyjuna allt frá upphafi og við vitum mikið um þróunina og hvernig líf hefur verið að kvikna þar með árunum." Sigríður segir ferlið hjá UNESCO vera seinlegt og ætla má að það taki á annað ár að koma málinu í gegn. „Þetta hefur í sjálfu sér ekki miklar breytingar frá því sem nú er fyrir eyjuna sjálfa. Við höfum haft þetta þannig að eyjan er friðlýst og aðgangur að henni er ekki heimill fyrir almenning, en þar vega rannsóknarhagsmunir þyngst. Það stendur ekki til að breyta þeim Surtsey hóf að myndast 1963 reglum neitt frá því sem nú er, það er ekki tímabært.“ Signður segir málið spennandi og hún á ekki von á öðru en að það fái góðar undirtektir. ■ Lóðaúthlutun á Kópavogstúni: Flosi Eiríksson kom hvergi nálægt málsmeðferð Sagði sigfrá málinu með bókun á vettvangi bæjarráðs um leið og umsóknarfrestur um lóðirnar rann út „Ég sagði mig frá þessu máli öllu,“ segir Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi í Kópavogi og oddviti minnihluta Samfylkingarinnar, þegar grennsl- ast var fyrir um aðkomu hans að úthlutun lóða á Kópavogstúni, sem greint var frá í Blaðinu í gær. „Eina umsóknin, sem ég sá varðandi Kópa- vogstúnið, var mín eigin þegar ég fyllti hana út.“ Flosi kvaðst hafa lagt fram bókun um það í bæjarráði Kópavogs þegar umsóknarfrestur rann út, þess efnis að hann segði sig frá allri umfjöllun. „Ég ætla að byggja mér hús þarna undir mig og mína fjölskyldu og þar ætlum við að búa, vonandi um ókomna tíð, enda hef ég eiginlega aldrei búið annars staðar en í Vest- urbæ Kópavogs,“ sagði Flosi í sam- tali við Blaðið. Hann sagðist sjálfur ætla að taka til hendinni, endaerFlosihúsa- smiður að iðn. Nokkra athygli hefur vakið að þrátt fyrir að hundruð um- sókna hafi borist um fimm ein- býlishúsalóðir á Kópavogstúni þótti aðeins ein umsókn tæk fyrir þrjár af lóðunum. Um þær var því ekki dregið eins og flestar aðrar lóðir. Þessar þrjár lóðir, nr. 4, 6 og 8 við Kópavogsbakka, komu í hlut Emils Þórs Guðmundssonar, sem til skamms tíma var tæknifræðingur hjá byggingarfulltrúanum í Kópa- vogi, Flosa og Björns Inga Sveins- sonar, sem er náinn vinur Gunnars I. Birgissonar, bæjarstjóra. Rétt er að taka fram að í frétt Blaðsins í gær var rangt farið með húsnúmer við Kópavogsbakka, en þau eru eins og greinir að ofan. Birgir H. Sigurðsson, skipulags- stjóri Kópavogs, var viðstaddur fund bæjarráðs þegar umsóknirnar voru teknar fyrir, en hann vildi ekki tjá sig um málsmeðferðina á nokkurn hátt, þegar Blaðið hafði samband við hann í gær, og vísaði á bæjarstjór- ann. Ekki náðist í Gunnar I. Birgis- son í gær. ■ Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi í Kópavogi. Veiðikortið 2006 Kortið gildir sem veiðileyfi í 23 veiöivötn vítt og breitt um landið. Veiðikortið er fjölskylduvænt og stuðlar að notalegri útiveru. Ný vötn eru: - Þingvallavatn fyrir landi þjóðgarös - Ljósavatn - Hraunsfjörður Nánari upplýsingar um önnur vötn eru á vef Veiðikortsins www.veidikortid.is Gefðu gleðilegt sumar í jólagjöf! Sölustaðir: ESSO stöðvarnar - veiöibúöir og víðar Frl heimsending á netpöntunum - www.veidikortid.is Leiðrétting: Nafnbirting í Blaðinu í gær undir liðnum „Hvað finnst þér“ var farið rangt með nafn fréttaritstjóra Fréttablaðsins. Hann heitir að sjálfsögðu Sigurjón M. Egilsson og er hér með beðist vel- virðingar á þessum mistökum. TAKIÐ AF YKKUR SKÓNA! Cl rúmco Laujtholts\-cRi m 104 Rvk Slmi 568*7900

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.