blaðið - 21.12.2005, Side 6

blaðið - 21.12.2005, Side 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 blaAÍÖ Forsetinn heimsækir Fjölskylduhjálp íslands Hr. Ólafur Ragnar Grímsson kom í opinbera heimsókn í húsa- kynni Fjölskylduhjálpar íslands, í gamla fjósinu við Miklatorg, í gær. Ásgerður Jóna Flosadóttir sagði Fjöl- skyldhjálpinni mikill heiður sýndur með heimsókninni. „Forsetinn hefur sýnt málaflokknum áhuga í gegnum árin og hann lýsti í gær ánægju sinni með það starf sem við vinnum hér,“ sagði Ásgerður. „Við höfum verið með matarúthlutun alla miðvikudaga síðan í september 2003. Þetta eru þriðju jólin okkar og við gerum ráð fyrir að vera með á milli 250 - 300 fjölskyldur hér hjá okkur á morgun.“ Að sögn Ásgerðar hefur Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur gefið 250 hamborgar- hryggi. „Þetta er annað árið í röð sem Ólafur styður okkur á þennan hátt en einnig njótum við aðstoðar fjölmargra fyrirtækja hér á landi, en án þeirra væri þetta ekki hægt.“ Ásgerður bætti því við að í dag ætti að úthluta þeim rúmlega 1500 jóla- pökkum sem safnast hefðu undir jólatréð í Kringlunni. „Þetta hefur verið allveg yndislegt fyrir þessi jól og það er mjög gaman að geta hjálpað fólki sem til okkar leitar." ■ Tilraunaverkefni: Ráðherrar ræstu vetnisrafal Tilraunaverkefni var hleypt af stokk- unum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær. Geir H. Haarde utanríkisráð- herra og Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra kveiktu á vetnisr- afli sem er hluti verkefnis verkfræði- deildar Bandaríkjahers. íslendingar og Bandaríkjamenn standa sameig- inlega að verkefninu sem áætlað er að standi yfir í eitt ár. Markmiðið er að kanna áreiðanleika vetnisrafals sem varaafls í breytilegri veðráttu. Hið breytilega veðurfar hér á landi og reynsla íslendinga afvetnistirlaunum réð miklu um staðarval tilraunar- innar. Það var utanríkisráðuneytið sem annaðist umndirbúning verkefn- isins í náinni samvinnu við iðnaðar- ráðuneytið og íslenska NýOrku, sem annast mun rekstur rafalsins í sam- starfi við Bandaríkjamenn. ■ Ómissandi fyrir allt áhugafólk spyrnu Eldri bœkur áítilboði Dagur B. Eggertsson: Ánægður með viðbrögðin - segir Ingibjörgu hafa stutt sig til framboðs en ákvörðunin sé að öðru leyti hans. Dagur B. Eggertsson segir ákvörðun sína um að sækjast eftir fyrsta sæt- inu í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík hafi fengið góð viðbrögð innan flokksins. Segir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur hafa stutt hann til framboðs en ekki hafi verið rætt um einstök sæti. Framboðinu vel tekið Dagur B. Eggertsson kynnti ákvörðun sína um framboð á sér- stökum blaðamannafundi í fyrra- dag. Þá kynnti hann einnig sjö áherslupunkta undir yfirskriftinni Nýja Reykjavík. Þar er m.a. lögð áhersla á að fjölga húsnæðisfram- boði, auka þjónustu og hrinda af stað úrbætum í umferðarmálum. Dagur segir þessa áherslupunkta ekki vera gagnrýni á gjörðir R-list- ans heldur sé hann fyrst og fremst að skýra sínar áherslur. „Núna þegar ég er að ganga til liðs við Sam- fylkinguna og fara í prófkjör í fyrsta skipti þá finnst mér eðlilegt að ég tali býsna skýrt fyrir hvað ég stend í stjórnmálum og hverjar mínar áherslur eru og verða.“ Dagur segir framboð sitt hafa hlotið góðan hljómgrunn meðal fólks og margir hafi komið að máli við hann. „Framboðinu hefur verið vel tekið og það eru ýmsir sem hafa séð ástæðu til að ræða við mig á undanförnum vikum og mér þykir mjög vænt um það. En ákvörðunin er auðvitað mín á endanum og eins það að sækja þar til forystu.“ Þá seg- ist hann ekki hafa kannað það sér- staklega hvort framboð hans njóti stuðnings meðal flokksforystu Sam- fylkingarinnar. Aðspurður hvort að framboð hans kæmi til að áeggjan Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur vís- aði Dagur í orð hennar í fjölmiðlum. , Hún hefur sagt það sjálf í samtali við fjölmiðla að hún hafi gert það og ég get bara staðfest það. Ég held að formaður flokksins gefi engar stuðn- ingsyfirlýsingar við einstaka fram- bjóðendur. Hún lá hins vegar ekkert á því að hún vildi mjög gjarnan að ég færi í framboð en ég man ekki til þess að við höfum verið að ræða einstök sæti í því og svoleiðis einka- samtöl er heldur ekkert sem maður ber á torg.“ ■ Ólafur Magnússon: Mjólka er ekki á spenanum .Mjólka ehf. kaupir ríkisstyrkta mjólk.“ Þetta segja Samtök afurða- stöðva í mjólkuriðnaði (SAM) en tilkynning frá þeim birtist á vefsíðu Bændasamtaka Islands í gær. Samtökin segja að tími sé kominn til þess að leiðrétta þann misskiln- ing sem komið hefur fram í mál- flutningi Ólafs Magnússonar, fram- kvæmdastjóra Mjólku i fjölmiðlum í tengslum við framleiðslu og sölu á fetaosti fyrirtækisins. I tilkynning- unni er bent á að Mjólka hafi fengið mjólk frá lögbýlinu Brúarreykjum í Stafholtstungum. Það býli sé með greiðslumark og því kaupi Mjólka ríkisstyrkta mjólk og sé því í sömu sporum og aðrar afurðastöðvar hvað það varðar. Hitt atriðið sem SAM benda á er að Mjólka hafi keypt und- anrennuduft til sinnar framleiðslu á niðurgreiddu heildsöluverði og hefur Verðtilfærslusjóður mjólkur greitt með því dufti sem Mjólka hefur keypt á árinu. Því hafi aðrar afurðastöðvar greitt niður hráefnis- kaup Mjólku. Að mati samtakanna hefur Mjólka því bæði tekið á móti ríkisstyrktri mjólk frá framleiðanda auk þess sem aðrar afurðastöðvar greiða niður undanrennuduft sem Mjólka notar til framleiðslu sinnar. Þeir benda á að hið opinbera inni engar greiðslur af hendi til mjólkur- **t - samlaga hér á landi, það kerfi hafi verið aflagt árið 1992. Hundalógík Ólafur Magnússon framkvæmda- stjóri Mjólku gefur ekki mikið fyrir rök SAM. „Kaupið þið þarna á Blað- inu ekki líka ríkisstyrkta mjólk út í kaffið?" spyr Ólafur. „Þetta er sama hundalógíkin. Þá getum við líka sagt að allar kjötvinnslur og súkku- laðiverksmiðjur séu ríkisstyrktar. Þessi rök eru bara ekki svaraverð og við höfum bara gaman af karlagreyj- unum.“ Ólafur kallar þetta útúrsnún- inga og tekur dæmi af undanrennu- dufti. „Ég er að kaupa mjólkurduftið á þessu verði sem mér býðst, vegna þess að ég fæ ekki að kaupa það á heimsmarkaðsverði, sem er miklu lægra. Duft sem ég gæti keypt er- lendis frá er með ofurtollum til þess að vernda íslenskan landbúnað sem mjólkursamlögin í landinu og Sam- tök afurðastöðva eru í forsvari fyrir. Þetta eru bara menn með vonda sam- visku sem líður illa yfir þeim ofur- íjármunum sem til þeirra er varið og í gegnum tíðina hefur verið sólundað í þetta kerfi sem hefur verið byggt upp á sjóðasukki og millifærslum. Mjólka fær enga fjámuni frá hinu opinbera og um það snýst málið. Hið sama verður ekki sagt um samkeppn- isaðila okkar sem eru búnir að vera á jötunni hjá ríkinu áratugum saman.“ Ólafur segir að lokum: „Ef þessari tilkynningu frá SAM var ætlað að efla stuðning almennings við meiri styrki, sem við köllum MS, þá tökum við ekki þátt í því.“ „Mjólka er ekki á spenanum". ■

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.