blaðið - 21.12.2005, Page 10

blaðið - 21.12.2005, Page 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 blaAÍÖ Innflytjendalöggjöf gagnrýnd Forseti ogutanríkisráðherraMexíkó eru mótfallnir áformum stjórn- valda í Bandaríkjunum um að reisa veggi til að stemma stigu við straumi ólöglegra innflytjenda til landsins. Luis Ernesto Derbez, utanríkisráðherra Mexíkó, er ósáttur við áform Bandaríkjamanna um að byggja vegg á nokkrum stöðum meðfram landamærum ríkjanna. Simpönsum er greinilega margt til lista lagt. Verk simpansa blekkir sér- fræðing Þýskur listfræðingur hélt að mál- verk sem málað var af simpansa væri í raun eftir þekktan meistara. Dr. Katja Schneider, safnstjóri lista- safns í Moritzburg sagði að mál- verkið væri eftir Ernst Wilhelm Nay, þekktan listmálara sem meðal ann- ars hlaut Guggenheim-verðalaunin. ,Það lítur út fyrir að vera eftir Ernst Wilhelm Nay. Hann var frægur fyrir litaklessur sem þessar,“ sagði Schneider og virtist vera viss í sinni sök. Hún roðnaði því sem karfi er hún komst að því að í raun og veru væri verkið eftir Banghi, rúmlega þrítugan kvensimpansa, sem býr í dýragarði í grenndinni. Þrátt fyrir að Banghi hafi gaman að því að mála hefur henni því miður ekki auðnast að byggja upp stórt safn verka þar sem Satscho félagi hennar eyðileggur þau yfirleitt áður en þau komast í galleríin. ■ Luis Ernesto Derbez, utanríkisráð- herra Mexíkó, hefur harkalega gagn- rýnt áform bandarískra stjórnvalda um að byggja vegg meðfram hluta af landamærum ríkjanna. Hann sagði að þingmenn sem samþykktu frum- varpið litu framhjá því sem farand- verkamenn frá Mexíkó og öðrum löndum leggðu til bandarísks efna- hagslífs og menningar. Sagði forset- inn að lagasetningin væri heimsku- leg og myndi koma niður á öllum. Á föstudag samþykkti fulltrúa- deild Bandaríkjaþings frumvarp til innflytjendalaga þar sem meðal annars er kveðið á um að reisa veggi sem alls verða um mo km að lengd meðfram landamærunum á vissum svæðum í Kaliforníu, Arizona, Nýju Mexíkó og Texas. Samkvæmt lögunum munu hermenn og lög- reglumenn hjálpast að við að koma í veg fyrir að fólk læðist yfir landa- mærin og atvinnurekendur verða að ganga úr skugga um að verkamenn á þeirra vegum séu löglegir innflytj- endur. Derbez sagðist fullviss um að frumvarpið yrði ekki samþykkt í öldungadeild þingsins þar sem það sé fastara fýrir en fulltrúadeildin. Tillaga Bush ekki með Vicente Fox, forseti Mexíkó, segir að veggurinn sé til skammar en hann hefur árum saman hvatt til þess að samið verði um lagalega stöðu Mexí- kana sem haldi til Bandaríkjanna í leit að atvinnu. George Bush, Banda- ríkjaforseti, hefur lagt til að farand- verkamenn fái landvistarleyfi til þriggja ára en þingmenn vildu ekki hafa slíkt ákvæði með í lögunum sem samþykkt voru í síðustu viku. Yfirvöld telja að um n milljónir manna séu í Bandaríkjunum sem hafi komið þangað með ólöglegum hætti og um helmingur þeirra séu Mexíkanar. ■ Schwarzenegger bregst við gagnrýni í Austurríki: Vill að nafn sitt verði máð af íþróttaleikvangi Arnold Schwarzenegger, rikisstjóri í Kaliforníu, hefur farið fram á það við borgaryfirvöld í fægðingarborg sinni, Graz í Austurríki, að nafn hans verði afmáð af íþróttaleikvangi borgarinnar. Beiðni ríkisstjórans kemur í kjölfar þess að stjórnmála- menn í Graz fóru fram á að leikvang- urinn fengi nýtt nafn. Með því vildu þeir bregðast við þeirri ákvörðun Schwarzeneggers að náða ekki Stanley „Tookie“ Williams, dauða- dæmdan fanga og baráttumann gegn glæpum, sem tekinn var af lífi í síðustu viku. Mikil andstaða er við dauðarefsingu í Austurríki. „Að öllum líkindum mun ég þurfa i ríkisstjóratíð minni að taka svip- aðar og jafnerfiðar ákvarðanir. Til ■ að hlífa hinum ábyrgu stjórn- | málamönnum I Graz-borgar fB við frekari mktH- áhyggjum, aft- »“/1 urkalla ég hér með rétt þeirra til að nota Arnold Schwarze- nafn mitt í negger, ríkisstjóri í tengslum við Kaliforníu. Liebenauer leikvanginn," skrifaði Schwarzenegger í bréfi til borgarstjórnar. Leikvangurinn var nefndur í höfuðið á Hollywood- stjörnunni árið 1997. Hann fór fram á að nafn sitt yrði fjarlægt af honum fyrir árslok. ■ Þingkosningarnar i írak: Súnnímúslimar vefengja úrslitin Kjörráð í írak hefur hafnað kröfu súnnímúslima um að þingkosningar i landinu verði endurteknar. Stærsta kosningabandalag súnnímúslima í Irak véfengdi fyrstu tölur úr þing- kosningunum sem fram fóru í síð- ustu viku og hótaði því að fara fram á nýjar kosningar. Kosningabanda- lagið sem er myndað af þremur öflugum stjórnmálaflokkum súnnímúslima segir að svindl hafi Við seljum bílana www.bilamarkadurinn.is viðgengist í kosningunum og kosn- ingalög verið brotin. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum sigraði kosningabandalag sjítamúslima í kosningunum og hlaut 58% atkvæða í suðurhluta landsins. Kosninga- bandalag súnnímúslima hlaut aftur á móti 18,6%. Eftir á að telja í þeim héruðum þar sem súnnímúslimar eru hvað öflugastir. Leiðtogar súnnímúslima fara fram á að kjörráð láti athuga úr- slitin og leiðrétti þau að öðrum kosti muni það bera fulla ábyrgð á „kosningasvindli“ sem muni hafa víðtækar afleiðingar fyrir öryggi og efnahag landsins. ■ Bensenbrák berst til Khabarovsk Ibúar í borginni Khabarovsk í Rúss- landi bjuggu sig undir að eiturefna- brák bærist með ánni Amur til borgarinnar í gær. Borgarbúar hafa komið sér upp birgðum af neyslu- vatni og gert aðrar ráðstafanir. Hugsanlegt er að skrúfað verði fyrir vatns- og hitaveitu í borginni í fá- eina daga vegna mengunarinnar. Bú- ist var við því að brákin bærist með ánni Amur til borgarinnar snemma í morgun. Brákin þekur um 190 km og mun taka nokkra daga fyrir hana að fara framhjá borginni þar sem um 580.000 manns búa. Bæði Rússar og Kínverjar hafa reynt að draga úr áhrifum mengun- arinnar með því að byggja stíflur. Um 100 tonn af eiturefninu bens- eni láku út í Songhua-fljót í Kína eftir sprengingu í efnaverksmiðju þann 13. nóvember en Songhua-fljót rennur saman við Amur-ána. Eitur- efnabrákin olli því að skrúfa þurfti fyrir vatnsveitu í kínversku borg- inni Harbin í nokkra daga. ■ Sperrbezirk Skiltum sem þessum verður hugsanlega komið upp I nokkrum þýskum borgum og bæjum fyrir heimsmeistaramótið f knattspyrnu sem fram fer á næsta ári. Ekkert vændi hér Skilti sem á stendur „Engar vændis- konur hér“ verða hugsanlega reist í bæjum og borgum i Þýskalandi fyrir heimsmeistaramótið í knatt- spyrnu sem fram fer í landinu á næsta ári. Búist er við að fjölmargar vændiskonur muni leggja leið sína til landsins í tengslum við keppnina. Vændi er löglegt í Þýskalandi en að- eins á vissum svæðum og skiltunum er öðrum þræði ætlað að koma í veg fyrir að knattspyrnuáhangendur áreiti konur á öðrum svæðum. Jafn- framt vilja yfirvöld koma í veg fyrir að þúsundir vændiskvenna sem koma til landsins muni fara út fyrir leyfileg svæði. ■ Meintur hryðju- verkamaður handtekinn Maður hefur verið handtekinn í tengslum við misheppnaðar hryðju- verkaárásir í London 21. júlí. Breska lögreglan segir að maðurinn hafi verið handtekinn þegar hann kom til landsins frá Eþíópíu. Maðurinn sem er 23 ára og kemur frá Totten- ham, fyrir norðan London, er meðal annars grunaður um að hafa tekið þátt í undirbúningi tilræðanna. Maðurinn var færður til yfirheyrslu á lögreglustöð og leitað var í húsi í Tottenham. Fjórir menn reyndu að koma af stað sprengingum í neð- anjarðarlestum og strætisvagni ( borginni þann 21. júlí en sprengi- búnaðurinn virkaði ekki. Árásirnar misheppnuðu áttu sér stað aðeins tveimur vikum eftir að fjórir menn urðu sjálfum sér og rúmlega 50 öðrum að bana í svipuðum árásum.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.