blaðið - 21.12.2005, Side 12

blaðið - 21.12.2005, Side 12
12 I VÍSINDI MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 blaöiö Hitastig jarðar hœkkar enn Það skiptir ekki máli hvort drepið sé niður á Norðurheimskautinu, í hyldýpum Atlantshafsins eða á sólbökuðum sléttum Afríku, loftslagsvísindamenn sjá breytingar á loftslagi og hita. Jöklar heimsins eru hægt og rólega að bráðna vegna hækkandi hitastigs sem stafar af losun hættulegra gastegunda af manna völdum. Næst heitasta ár frá upphafi mælinga Alþjóðlegu veðurfræðisamtökin (WMO) skýrðu frá því á fundi í Genf í vikunni að árið 2005 hefði verið næst heitasta ár sem mælst hefur frá upphafi hitamælinga. Þetta er fram- hald af tilhneigingu er átt hefur sér stað í heiminum að undaförnu og loftlagssérfræðingar hafa sagt að sé tilkomin vegna losunar gróðurshúsa- gastegunda sem síðan safnist saman í andrúmsloftinu. Hin virta Goddard stofnun NASA, sem hefur aðsetur í New York, hafði spáð því að árið 2005 myndi taka fram úr árinu 1998 sem heitasta mælda árið í sögu hitastigsmælinga, en 125 ár eru síðan að farið var að safna saman áreiðanlegum gögnum þess efnis. Þótt að það hefði ekki orðið raunin sagði stofnunin að hita- stigið færi hækkandi með hverju árinu og að meðaltali ykist meðal- hiti hvers áratugar um 0,3 gráður á Fahrenheit. I fréttatilkynningu frá Goddard stofnuninni sagði að þessi skjóta aukning sýndi nauðsyn þess að hefja alvöru umræður um hvernig mögulegt væri að hægja á losunum gróðurhúsagastegunda. Bandaríkin neita þátttöku Einungis fimm dögum áður en þessar niðurstöður voru kynntar hafði árlegri ráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna um lofstlag lokið eftir tveggja vikna karp án þess að næð- ist að sannfæra Bandaríkin um að gangast undir skuldbindingar um að draga úr losun gróðurhúsgasteg- unda. Nánast allar aðrar iðnvæddar þjóðir heims hafa gengist undir slíkar skuldbindingar með því að skrifa undir Kyoto-bókunina, en samkvæmt henni munu þær taka fyrstu skrefin í átt að þeim mark- miðum fyrir árið 2012. Þá stefna þær 157 þjóðir heims sem eru aðilar að bókuninni að því að semja enn frekar um takmarkanir á losunum hættulegra efna út í andrúmsloftið sem munu taka gildi á árunum eftir að líftími Kyoto er liðinn. Þrátt fyrir að Kyoto-bókunin sé vissulega skref i rétta átt þá benda vísindamenn að markmið hennar séu afar varfærnis- leg og ljóst þykir að ekki munu öll að- ildarlöndin geta staðið við þær skuld- bindingar sem þau höfðu bundið sig við. Auk þess veikir það án nokkurs vafa samninga af þessu tagi þegar að mesta mengunarþjóð heims, Banda- ríkin, neita að taka þátt og standa utan við bókunina. Magn koltvísýrings aldrei mælst hærra Koltvísýringur er sú tegund meng- unar sem veldur mestum skaða í andrúmsloftinu og Kyoto miðar fyrst og fremst að því að draga úr losun á honum og fimm öðrum vel þekktum umhverfisskaðvöldum. Losun koltvísýrings er aukaverkun af notkun bifreiða, flugvéla, stóriðju og annarra orkudrifinna iðnaða. í andrúmsloftinu í dag er um þriðj- ungi meira af koltvísýringi en var fyrir iðnbyltinguna. Vísindamenn segja meira að segja að með því að rannsakaískjarna Suðurskautslands- ins þá komi í ljós að magn koltvísýr- ings í andrúmsloftinu sé 27% hærri en hann var fyrir um 650.000 árum, þegar síðasta met í magni koltvísýr- ings í andrúmsloftinu var sett. Mað- urinn er því að stimpla sig rækilega inn sem einhver mesti umhverfis- skaðvaldur jarðarinnar frá upphafi. t.juliusson@bladid. net Sjáið myndirnar á www.biiamarkadurinn.is SUttMtanAeúiunéitM SmtZitu*# 46 £ • S 567 1800 Auglýsingadeild 510-3744 blaðiðyi Orgel- og píanó/ög 3~ nótnahefti með lögum og textum Steingríms M. Sigfússonar. Veislulok er létt lög, Huggun og Efþú værir stjama, eru kirkjulög. Upplýsingar gefur Haraldur Sigfússon sími 553 5054 og Frum sími 568 1000 www.frum.is ."ívY • Við tölum íslénsku! f GPS tæki með stýrikerfi á íslensku Hjálparaðgerðic á íslensku ' Auðvelt að læra á ! Brcyta reitum (tortq uppsctning Punktar LeiSir Fcril skró Flóknari aágeráir Ualkostir Veáur WWIn S» # /V O /V CZ Intersport Bildshöfða Sjóbúðin Ákureýri 16 • Kópavogi • wwwaukaraf.is • © 585 0000 Kjarnsýra hins útdauða mammúta afkóðuð Mammútar dóu út fyrir um það biM 0.000 árum. Þýskir vísindamenn hafa púslað saman kjarnsýru (DNA) mengi hins löngu útdauða ullar-mámmúta. Þeir hafa einangrað um 5000 kjarn- sýruhluta til að mynda genakóða af erfðarefni hvatbera ullar-mammút- anna, en það er sú bygging frumu sem framleiðir orku. Rannsóknin, sem birtist fyrst í vefútgáfu Nat- ure, veitir greinargóða innsýn inn í fjölskyldutré mammútanna, sem eru náskyldir þeim fílum sem deila plánetunni með okkur um þessar mundir. Þær niðurstöður sýna að mammútinn var miklu mun skyld- ari asíska fílnum en þeim afríska. Þessir þrír hópar klufu sig frá sam- eiginlegum forfeðrum fyrir um það bil sex milljónum árum síðan og telja vísindamenn nú að asíski fíll- inn og mammútarnir hafi klofnað i tvær mismunandi tegundir um 500.000 árum siðar. Michael Hof- reiter, frá Max Planck stofnuninni í Leipzig sem framkvæmdu rannsókn- ina, segir að loksins hafi ráðgátan um þróunarferil mammútans verið leyst, en miklar deilur hafa staðið um hann undanfarin tíu ár eða svo. Búinn að vera útdauður í 10.000 ár Mammútar lifðu í Afríku, Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku. Talið er að þeir hafi birst þar fyrir um 1.6 milljónum árum og dáið út fyrir um það bil 10.000 árum á meðan að ís- öldin stóð yfir. Ullar-mammútinn, sem var þakin loði, hafði aðlagað sig að öfgum ísaldar og reikaði um ísi- lagðar slétturnar. Hann játaði sig þó að endingu sigraðan og hefur líkt og fyrr segir verið útdauður í þúsundir ára. Rannsóknin var framkvæmd með því að notast við glænýja tækni sem getur mælt aldur og gerð minnstu hluta steingervinga, en í þessu tilfelli var greiningin framkvæmd á um 200 milligrömmum af steingerðum leifum mammútans. Hvatberar erfðarefnis útdauðrar dýrategundar hafa verið endurskapaðir áður þegar að kjarnsýru moa-fuglsins sem gat ekki flogið, var raðað upp á ný, en moa-fuglinn dó út fyrir um 500 árum síðan. t.juliusson@bladid.net

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.