blaðið - 21.12.2005, Síða 13
blaðið MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005
VÍSINDI I 13
OPTIFL
HEILSUDYNA
ELEQTA^-,
HEILSUDYNA
Apar apa ekki,
menn apa
Ný vefsíða
www. toscana.is
HÚSGOGNIN FAST EINNIGIHÚSOAGN AVAU HÖPN S: «7» 2535
húsgagnaverslun
TOSCANA
SMIÐJUVEGI 2, KÓP S:587 6090
HÚSGÖGNIN FÁST EINNIG i HÚSGAGNAVAL, HÖFN 3: 478 2535
Nýlega voru opinberaðar niður-
stöður rannsókna þar sem vísinda-
menn telja sig hafa sýnt fram á það
að mannskepnan api eftir því sem
hún sér á meðan sjálfir aparnir læra
hluti upp á eigin spýtur. Er kannski
kominn tími til að endurskoða mál-
tækið um að apa eftir einhverju?
Fyrr á árinu var nefnilega birt
ritgerð eftir Victoriu Horner og
Andrew Whiten, tvo sálfræðinga
við hinn virta St. Andrews háskóla i
Skotlandi, sem fjallaði um rannsókn
þeirra á simpönsum. Rannsóknin
snérist um það að vísindamennirnir
sýndu ungum simpönsum hvernig
ætti að ná mat úr kassa. Kassinn
hafði verið málaður svartur og var
með opnanlega hurð á annarri hlið
sinni. Maturinn var síðan falinn
í hólk á bakvið hurðina. Þegar að
vísindamennirnir sýndu öpunum
hvernig þeir ættu að nálgast matinn
þá bættu þeir við ýmsum ónauðsyn-
legum skrefum inn í ferlið til að
rugla simpansana í ríminu. Sem
dæmi þá lömdu þeir alltaf ofan á
kassann og lokuðu slagbrandi á
kassanum einungis til þess að opna
hann aftur. Þegar þeir höfðu gert
slíkt opnuðu þeir loksins dyrnar á
kassanum og tóku matinn út.
Simpansarnir herma ekki
Þar sem að simpansarnir gátu ekki
séð inní kassann þá vissu þeir ekki
að aukaskrefin voru ónauðsynleg til
þess að ná matnum út úr kassanum.
Þess vegna endurtóku 2/3 hlutar
allra þeirra öll skrefin sem vísinda-
mennirnir höfðu farið í gegnum
þegar þeir voru að nálgast matinn.
Næst notuðust vísindamennirnir
við glæran kassa með gegnsæjum
veggjum. Sú tilraun skilaði allt
öðrum og athyglisverðum niður-
stöðum. Þá sáu simpansarnir að
auka skrefin voru ekki nauðsynleg
til þess að nálgast matinn og einfald-
lega fóru beint í það að opna dyrnar
án þess að snerta slagbrandinn eða
berja á kassann.
Menn herma
Vísindamennirnir snéru sér því-
næst að manneskjum. Þeir sýndu
16 börnum á skoskum leikskóla
glæra kassann. Eftir að hafa komið
límmiða fyrir innan i kassanum þá
sýndu þeir börnunum hvernig ætti
að ná honum út. Sú aðferð innihélt
hið ónauðsynlega bank ofan á kass-
ann og lokun/opnun slagbrandsins.
Horner og Whiten komu svo lím-
miðanum aftur fyrir í kassanum og
yfirgáfu herbergið og skildu börnin
eftir með þau skilaboð í farteskinu
að þau mættu gera hvað sem er til
þess að ná límmiðanum aftur úr
kassanum. Börnin gátu séð, á al-
veg sama hátt og simpansarnir, að
bankið og opnun/lokun slagbrands-
ins þjónaði engum tilgangi til þess
að ná límmiðanum, en samt fram-
kvæmdu um 80% þeirra öll skrefin
sem vísindamennirnir höfðu sýnt
þeim. Niðurstaðan sýndi því að
hvatinn til að herma eftir var mun
ríkari í börnunum en hjá simpöns-
unum. Vísindamennirnir sem
framkvæmdu rannsóknina sögðu
að niðurstöðurnar bentu eindregið
til þess að mannskepnunni sé eðl-
islegt að læra hluti og gjörðir með
því að stæla þær, jafnvel þótt að öll
almenn skynsemi bendi til þess að
það sé ekki besta leiðin til þess að
læra þá. Simpansarnir einbeittu sér
hins vegar miklu frekar að takmark-
inu, að ná hlutnum út, fremur en að
aðferðinni.
Niðurstöður nýlegrar rannsóknar benda
til þess aö menn hermi en simpansar læri
hvernig eigi að ná takmörkum sínum
með sem auðveldustum hætti.
Ekki gleyma að...
...láta þér líða vel á jólunum
SIGMA
verð
3 sæta 86Í0m!|
2 sæta 69.000.-
CALEIDO
Tilboð 145.000.
stærð: 205x270cm
160x2ÖÖ jóTafríboð fOCfCT
korfu aklceöi
2+h+2 kr. 99.000
3+h+2 kr. 109.000
SIGMA TUNGUSOFI
Tilboð 109.000
MEMORY
HEILSUDYNA
160x200 verl 139.000
Nattborö
kr 9.200.- kr 9.900.- kr 7.900.-
80x200 iölátilboð frá 69.000.-
t.juliusson@vbl.is