blaðið - 21.12.2005, Side 16

blaðið - 21.12.2005, Side 16
16 I HEIMSPEKI MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 bla6iö Vist er jólasveinninn til! Undanfarna daga hefur merk heim- spekileg spurning, sem alla jafnan er aöeins leitað svara viö innan veggja heimilisins, rataö á síður DV. Spurningin er sú hvort jólasveinn- inn sé til. Ritstjóri DV, Jónas Krist- jánsson, lýsti því yfir í leiðara blaðs síns í gær, að jólasveinninn væri ekki til. Blaðið mótmælir þessarri þröngsýnu og gleðisnauðu skoðun, því vitaskuld er jólasveinninn til og gott betur, því þeir eru að minnsta kosti þrettán og heimildir eru um þá mun fleiri. En eftir situr hin heimspekilega spurning og hún er ekki ný af nálinni. Árið 1897 skrifaði 8 ára gömul stúlka, Virginía O'Hanlon, lesendabréf til dagblaðsins New York Sun, þar sem hún bað blaðið í einlægni að segja sér sannleikann um jólasveininn. Bréfið rataði með einhverjum hætti á borð ritstjórans Francis P. Church, sem þótti spurn- ingin svo brýn, að hann svaraði Virginíu litlu í forystugrein blaðsins og tók af öll tvímæli um það að jóla- sveinninn væri til, þó ekki hefðu margir séð hann berum augum eða tekið á. Blaðið getur tekið undir hvert orð í þessum ríflega aldar- gamla leiðara og íslenska þýðingu hans má lesa hér að neöan. Okkur er það ánægja að svara bréfi til blaðsins skjótt og með svo áber- andi hætti og viljum um leið láta í ljós þakklæti fyrir að hinn trúfasti bréfritari skuli fylla vinaflokk blaðsins: Ég er 8 ára gömul. Sumir af vinum mtnum, sem eru litlir, segja aðjóla- sveinninn sé ekki til. Pabbi segir oft, „efþað stendur í blaðinu, þá erþað þannig.“ Viljið þið því vera svo væn ogsegja mérsatt: Er jólasveinninn til? Virginia O’Hanlon. Virginía! Hinir litlu vinir þínir hafa rangt fyrir sér. Þeir hafa orðið fyrir efasemdum efahyggjutíma og trúa engu nema því, sem þeir sjá. Þeir halda að ekkert geti verið til, sem er ofvaxið skilningi þeirra litlu huga. Allir hugar, Virginía, hvort sem er í fullorðnum eða börnum, eru litlir. í þessum mikla alheimi okkar er maðurinn aðeins skordýr, maur, þegar við berum greind hans saman við takmarkalausa veröldina umhverfis okkur og þá greind, sem þarf til þess að skilja allan sannleika og þekk- ingu heimsins. Jú, Virginía, víst er jólasveinninn til! Hann er jafnörugglega til eins og ást og örlæti og trú eru til. Þú veist að nóg er af því öllu og einmitt það gefur lífi þínu mesta fegurð og gleði. Æ, hversu dapurlegur væri þessi heimur ef jólasveinninn væri ekki til! Hann væri ámóta dapurlegur og ef engar Virginíur væru til. Þá væri ekki til nein barnsleg trú, enginn skáldskapur og enginn kærleikur til þess að gera þessa tilveru bærilega. Við hefðum enga ánægju nema þá, sem skilningarvitin nema. Hið ytra ljós, sem bernskan fyllir heiminn með, yrði slökkt. Að trúa ekki á jólasveininn?! Maður gæti allt eins sleppt því að trúa á álfa. Þú gætir fengið hann pabba þinn til þess að ráða til sín menn til þess að fylgjast með öllum reykháfunum á aðfangadagskvöld í von um að fanga jólasveininn, en jafnvel þó svo þú sæir ekki jólasveininn koma niður, hvað myndi það sanna? Enginn sér jólasveininn, en það er engin sönnun þess að hann sé ekki til. Raunverulegustu hlutir í heimi eru þeir, sem hvorki fullorðnir né börn geta séð. Hefurðu einhverntíman séð álfadans? Auðvitað ekki, en það er engin sönnun þess að þeir dansi ekki. Enginn getur skilið eða ímyndað sér öll óséð og ósýnileg undur veraldarinnar. Þú getur tekið hringlu barnsins í sundur til þess að sjá hvað veldur hávaðanum í henni, en það er hula yfir hinni óséðu veröld, sem sterk- asti maður heims og ekki einu sinni sameinaðir kraftar allra sterkra manna, sem lifað hafa, gætu svipt burtu. Aðeins trú, skáldskapur, ást og kærleikur geta dregið tjaldið frá og birt okkur yfirnáttúrlega fegurð- ina og dýrðina handan við það. Er það allt raunverulegt? Virginía, í þessari veröld allri er ekkert annað raunverulegt og varanlegt. Enginn jólasveinn? Guði sé lof að hann lifir og lifir að eilífu. Eftir þúsund ár, Virginía, nei, tíu sinnum 10.000 ár, mun jólasveinninn enn halda áfram að gleðja hjarta bernskunnar. Gleðileg jól og farsælt komandi ár!!!! ^ cy*v\ r * ... sUytEut-xdAV** Iií Tliere a Santn Clttus? We tuke pleonuré in answérlnK at once nnd thu» pronUneutly tho couimunicntion Ixilow, cxpresBlng nt the naxnc tlmo our grent grnllficatiou tliat itK falthfnl nuthor Ib nunihcred tuuong thr fritsnds of TtosSl’X: "PCAH ttcrrom I am H rt <il<1. ••Someot uijr llttlfl fneml* t-Cem 1« noS»nt« CUu i. *• r»p» »»v» • If jrou *e* It m Tlie Srs H’« «o.' “ ÍTo&m tftl! tlie ir-.Jf ii. 1» Ihere aSauta CI*u»? •* Via.iiii* o’Hamæx. •* U6 Worr Nnarr-nrTii tmteitT." ViRotNtA. your littlo frlcnds aro wrong. They have hcun affcctctt by thes «koptiei»ut of n skcplical age. They do not Ueiiero oxccpt tiioy »eo. Thoy thlnk that nothing ran Im which 1» not comprehcnaibio by tbeir llttl-s inlnds. AU miuda, Viroinia, whother tbey ho. men s or cliildron'it. aro little. In tbia great univorse of ours mau i» a mcre innect. an ant, in bi» Intelltíct, «s coinparcd witb tbo boundleas vrorld ubout hlm, as meaJRU.*etl by tl.e Intelligeuco capa- blo of graapiug the whoit* of trutb tu»d knowlcdge. Ycii, VmotWtA, thero is a Santa Olaua. He exinta aa ccrlainl v a» icvo antl gcneros- Ity and dovotion e.xist, nnd you know tbat- they abouud aml give ,to your llío its higli* eat beauty and joy. Aias I bow dreary vvould be tho worid if tbore wcre no Sant* Claun. lt vvould bo na drcary as If thero wcro no VtBOltOAS. Tltere wouid be ne> cblldlikefaitb theu, no poetry, uo romauce to mnko toierable thls cxlstencc. We ahould have uo enjoynien';, except In seuso and sight. Thc eternal llghfc with which chiidhood lillM tlie world would ku ox- tingnlahed. Not bellovo In Sunta C'.ausl You tnight as wcll uot belicve tu fniricn! You inlght gct your papa fo hirr mcu to watch in all the chimueys on Cliristmaa Bvc to catch Santa CJaus, but even if they did not see Santa Clauscomingdown, wbat would that proviif Nobody sees Santn Cianx, but that is no slgn tluit there is no Sonta Ciaus. Tfaemost real thlngs In tlio world urc tliosc that nelther rfiildrcn nor men cnn we. l)id you ever #w fairies dancing on thc litw nf Ot eourse not, but that'n no proof that they aro not therc. Ndboily can coucclve or iruagine nil ,t)ie wonders thero nrounsccn ond unseeable Iti the uorld. You may tear apart thti baby’s rntllc and see whut makes thu nolse Inside, but there 1« a veil eovering tho unsccn world wliich not thoHtrongeet mnn, nor even tho uulted strcugth o£ all tho strongeat men thut ever livsd, could tear ftpait. Only faith, fitucy, poetry, love, roraance, can push nsidc tbot- curtain and view and plcture Oit* supernnl beauty nnd glory beyond. 1» it all rcnlí Ah, VlROINlA, ln ftll thls worlil there i» nothing else real and nbiding. No Smxta Claus 1 Tlumk God! lio iíves. nnd he llvcs íorover. A ihoufuwid ycars from now, Viuoinia, nay, ten tlmea U*n thousand years from now, he wlll continue to make giad the hoart of chiidhood. Vl L/UtTILBOÐ aðeins wm mmm kr. á mann 1190 kr. 5777000 Hraunbær 121 Tilboöiö gildir alla virka daga frákl 11:00 til 17:00

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.