blaðið - 21.12.2005, Page 28

blaðið - 21.12.2005, Page 28
28 I TÆKI OG TÓL MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 blaöiö Móna Lísa hamingjusöm Nú hefur tæknin verið nýtt 1 það að útskýra hið leyndardómsfulla hálf- bros sem prýðir frægasta málverk sögunnar, Mónu Lísu. Hollenskir vís- indamenn segja Mónu brosa vegna þess að hún hafi verið hamingju- söm, nánar tiltekið 83% hamingjusöm. Nýstárleg tækni í þessari skemmtilegu notkun á tækninni þá skönnuðu vísinda- menn frá háskólanum í Amsterdam eftirprentun af þessu meistaraverki Leonardo da Vinci’s og greindu hana í nýstárlegum hugbúnaði er kallast „emotion recognition,“ eða tilfinningakennsl á íslensku. Hug- búnaðinn hönnuðu hollensku vís- indamennirnir i samstarfi við koll- ega sína við háskólann í Illinois í Bandaríkjunum. Niðurstöðurnar sýndu að hin fræga fyrirmynd málverksins var 83% hamingjusöm, 9% ofboðið, 6% hrædd og 2% reið. Þá var hún minna en 1% hlutlaus og ekki vitund hissa. Svarar ekki goðsögninni Harro Stokman, prófessor við há- skólann í Amsterdam, sem tók þátt í tilrauninni viðurkenndi fúslega að vísndamennirnir gerðu sér grein fyrir að niðurstöðurnar yrðu óvís- indalegar, sérstaklega þar sem að hugbúnaðurinn sem notast var við er ekki til þess gerður að greina duldar og óræðar tilfinningar. Það gat því ekki numið þá kynferðislegu falboðningu sem margir áhuga- menn um málverkið lesið úr augum Mónu Lísu. Þar að auki er þessi tækni fyrst og fremst hönnuð til að greina nútímalegar stafrænar kvik- og ljósmyndir og þarf viðfangsefni hverrar greiningar að vera skannað inn í hugbúnaðinn í hlutlausu og tilfinningalausu ástandi til þess að hægt verði að nema tilfinningar þeirra af einhverri marktækni. Endursköpuðu andlitið Vísindamennirnir tókust þó á við þetta verkefni af fullri alvöru og notuðu andlit tíu kvenna af mið- jarðarhafsuppruna til þess að end- urskapa eins nákvæma útgáfu af andliti Mónu Lísu og mögulegt var. Þeir báru síðan endurskapaða and- litið saman við málverkið fræga. Stokman segir að þetta virki ekki ósvipað því og að kasta köngulóar- vef yfir andlitið og brjóta það síðan niður í litlar einingar. Síðan eru borinn saman mismunur á útvíkun nasa eða dýpt hrukkanna í kringum augun. Hann sagðist sannfærður um að fyrst niðurstöður þeirra væru svona afgerandi þá væri það klárt í sínum huga að viðfangsefni mál- verksins, Móna Lísa, væri bullandi hamingjusöm. Xbox og MSN í eina sæng Tölvuleikjaáhugamönnum verður bráðlega gert kleift að fá tilkynn- ingar í farsímann sinn þegar að vinir þeirra spila leiki á Xbox 360 leikjatölvuna frá Microsoft. Hug- búnaðarrisinn er að vinna að þróun kerfis sem gerir þeim sem eru að spila í tölvunni á Netinu í gegnum netleikjaþjónustu þeirra, Xbox live, mögulegt að senda skilaboð í far- síma vina sinna. TAKIÐ AF YKKUR SKÓNAÍ u rúmco íu 104 Rvfc Sfani 568-7900 Á heimasíðu breska rikissjón- varpsins, BBC, kemur fram að þessi þróun sé hluti af áætlunum Micro- soft til að tengja saman þær mörgu þjónustur sem fyrirtækið rekur á Netinu. Jason Langridge, tals- maður Microsoft í Bretlandi, sagði að til stæði að tengja Xbox Live við skilaboðaskjóðu Microsoft, MSN messenger. MSN messenger er hluti af sam- anþjöppuðum hugbúnaðarpakka úr Windows stýrikerfinu sem mun rúmast í farsímum. Þannig verður hægt að ræsa MSN messenger á farsimanum sínum og mögulegt að skoða hotmail-póstinn sinn. Til- kynningarnar um spilamennsku mundu síðan berast yfir Netið í gegnum Xbox live og birtast í far- sima hins aðilans sem skilaboð á MSN messenger. Þjónustan er ekki tilbúin til þess að fara á almennan markað en Langridge segir að ekki sé langt í það. „Þetta gætu verið um það bil sex mánuðir eða svo.” t.juliusson@bladid.net Bill Gates og félagar hjá Microsoft eru hættir að framleiða veraldarvefsvafra fyrir tölvur helsta samkeppnisaðila síns. Hœtt að íramleiða Internet Explorer vafrann fyrir Mac tölvur Microsoft hefur ráðlagt öllum Apple Mac notendum sem notast hafa við Internet Explorer vafrann að skipta yfir í aðra vafra, t.d. Safari frá Apple, Firefox eða hinn Islandstengda Opera. Þessar ráðleggingar komu í kjölfar yfirlýsingar þess efnis að hugbúnaðarrisinn hyggist hætta að framleiða Internet Explorer fyrir Apple Mac tölvur. Engar fleiri örygg- isendurnýjanir eða viðbætur verða framleiddar fyrir vafrann frá og með komandi áramótum. Vafrinn sjálfur verður fjarlægður af Mactopia heima- síðu Microsoft og því munu Mac eig- endur ekki lengur geta sótt hann á tölvur sínar. Aðrir möguleikar í stöðunni Núverandi útgáfa af Internet Explorer fyrir Mac tölvur er um þriggja ára gömul, sem gerir hana úrelta í samanburði við þann Int- ernet Explorer vafra er fylgir með Windows stýrikerfinu. Microsoft hafði tilkynnt það í júní síðast- liðnum að þeir hefðu hætt þróun á vafranum fyrir Mac tölvur og reka nú síðasta naglann i líkkistu þess samstarfs. Vafrinn sjálfur verður ekki lengur boðinn til niðurhals eftir 31. janúar næstkomandi. Einu fyrirsjáanlegu vandkvæði sem þessi ákvörðun gæti bakað Mac not- endum er að þeir komast ekki inn á heimasíður sem eru sérstaklega hannaðar fyrir Internet Explorer vafrann. Það vandamál gæti verið víðfeðmara en marga grunar því að netkönnunarfyrirtækið SciVisum kannaði 100 breskar heimasíður í júní síðastliðnum og kom þá í ljós að 10% þeirra virkuðu ekki þegar reynt var að skoða þær í Firefox. t.juliusson@bladid.net

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.