blaðið

Ulloq

blaðið - 21.12.2005, Qupperneq 32

blaðið - 21.12.2005, Qupperneq 32
32 I MATUR MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 blaöiö Óvœntar gersemar í ávaxtakœlinum í ávaxtakælum landsins, innan um banana, epli og perur, leyn- ast oft óvæntar gersemar sem geta frískað all-verulega upp á hefðbundna matseld heimilisins, þá eða millimálabitanna. Hér er vísað til exótískra ávaxta af ýmsu tagi, furðulegra ávaxta sem oft á tíðum eru skringilegir í laginu og jafnvel enn skringilegri nöfn - Durian, Drekaávöxtur og Rambutan eru ágæt dæmi. Nú vita ævintýragjarnir sem á hafa bragðað að margir þessara ávaxta eru mikið lostæti og taka jafnvel hefðbundnum eplum og appels- ínum fram þegar best lætur. Hinsvegar hika margir við að bjóða Rambutan heim í eldhús ein- faldlega vegna þess að þeir vita ekki við hverju má búast af honum, þá eða hvernig á að meðhöndla hann og við hvaða tilefni hann hentar. Má því ætla að leti og fáfræði verði margir af þeirri unaðs-upplifun sem fæst þegar nartað er í Cherimoyas og kremkennt bragð sem minnir á blöndu af ananas, mangó og blá- berjum streymir um munninn. Því ekki setja sér það áramótaheit að kynnast sem flestum af þessum furðulega nefndu félögum okkar og bjóða jafnvel einhverjum þeirra fastan sess í eldhúsinu? Augljóst er að slíkt áramótaheit kæmu sér einkar vel um þessar mundir, enda mannslíkaminn sólginn í vítamín nú í skammdeginu og nauðsynlegt að metta það hungur eigi hann ekki að koðna niður og veslast upp. Svo er fjöldi skemmtilegra ensima og stein- efna í flestum þessum ávöxtum sem bæta meltinguna og gefa hraustlegt og gott útlit. Víst er að það borgar sig alltaf að líta hraustlega og vel út. Durian Durian kemur frá SA-Asíu, en þar oft er vísað til hans sem „konungs ávaxtanná'. Ávöxturinn hefur mjög sterka lykt og fráhrindandi útlit, en forðast ætti að láta þá eiginleika blekkja, því sætt bragðið sem leynist innan við gaddana minnir helst á jarðaber með rjóma - með smá lauk- keim. Vel má nasla á Durian einum og sér, en einnig er hægt að nota hann ferskan í ýmsa eftirrétti og hristinga, þá eða í sósur ýmiskonar. Ung kókoshneta Víða í Tælandi er vinsælt að hefja ljúfa kvöldstund á því að drekka sæta og þunna mjólk úr hinni ungu kókoshnetu og er þá oft regnhlíf höfð með til skrauts. Þykir kjöt hnetunnar ekki síðra, það er sætt, hlaupkennt og mjúkt undir tönn. Kókoshnetan unga hefur til að bera mikinn fjölda hollra ensima og „góðrar fitu“ og er því mælt með því að hún sé snædd og drukkin hrá, en hana má t.a.m. nota í allskyns hrist- inga, og orkudrykki þá eða með ís eftir góða máltíð. Okra Okra (einnig kallað „Ladyfingers") á rætur að rekja til Afríku en er nú vinsælt víða um heim og m.a. mikið notað í bandarískri, indverskri og austurlenskri matargerð. Okra er ekki bragðmikið, ber með sér nokk- urn keim af eggaldini, en dregur vel í sig bragð af kryddi ýmiskonar og hentar því vel í flesta matargerð. Einnig má vel snæða það hrátt eða marinerað, en þannig fram borið hentar það sérlega vel með tómötum og lauk. Okra gefur frá sér slím- kenndan vökva þegar það er skorið sem mörgum þykir ljótur á að líta. Vökvi þessi er hinsvegar mesta þarfa- þing og gagnast t.d. vel til þess að þykkja upp súpur og sósur. Curbua Ávöxturinn Curbua kemur frá S-Am- eríku og þykir mesta þarfaþing, bráð- hollur og bragðgóður. Ávöxturinn er stundum kallaður „banana-ástar- aldin“, útlitsins vegna, en hann er af sömu ætt og ástaraldin og bragð hans þykir bera talsverðan keim af því. Curuba er fallegur ávöxtur og því oft notaður til skrauts, en bragðið er ekki síðra og býður upp á notkun í drykki, ávaxtasalöt, eftirrétti og sultur af ýmsu tagi. Best þykir að velja ávöxtinn grænan og stinnan og láta þroskast við stofuhita. Guava Guava-ávöxturinn er talinn upp- runninn í suðurhluta Mexíkó og mið-Ameríku. Hann bragðast vel ferskur, en þar sem mikið er af steinum í ávextinum er hann oftar notaður í drykki, eftirrétti, sósur og slíkt. Hann má til dæmis finna í mörgum gosdrykkjum með „trópikal" bragði. Afhýddur og stein- hreinsaður þykir hann einnig henta afbragðsvel í salöt. Bragðið af Guava er kröftugt, sætt og ilmkennt og vel til þess fallið að hressa upp á pott- rétti eða bara þegar vantar eitthvað gott að narta í. Drekaávöxtur Drekaávöxturinn (sem stundum er kallaður jarðaberjapera) er sérstak- lega tilkomumikill og voldugur í útliti og hefur nafn sem samræmist því, en bragðið er þó ljúft og milt og minnir kannski helst á peru. Af honum fást nokkrar tegundir hér á landi, en algengast er að hann sé bleikur eða gulur að utan. Dreka- ávöxturinn er oftast borðaður ferskur og þá jafnan kældur, en svipaðar aðferðir eru viðhafðar við neyslu hans og Kiwi-ávaxtarins - hann er skorinn í tvennt og étinn með skeið. Salöt, eftirréttir og hrist- ingar taka drekaávextinum einnig fagnandi, enda er hann vinalegur og hress bæði á að líta og bragða.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.