blaðið - 21.12.2005, Qupperneq 34
34 I TÓMLIST
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 blaöiö
Rjóminnfleyttur:
íslenskir tónspekingar
opna sig á Veraldarvefnum
Á Veraldarvefnum er að finna
fjölda íslenskra vefsíðna er láta
sig varða um tónlist og það er
henni viðkemur. Eru margar
þeirra ansi hreint frambærilegar
og metnaðarfullar sem vel má
eyða löngum stundum við lestur
(og jafnvel hlustun) á, þó aðrar
séu verri líkt og gengur og gerist.
Hér eru þrjár slíkar teknar til
umfjöllunar en á hlekkjasíðum
þeirra má rekja sig lengra áfram
á hinu íslenska tónlistarneti, hvar
margt er um dýrðir af ýmsu tagi.
Bland í poka á Mixteipi Palla
Börn síðustu þriggja áratuga tutt-
ugustu aldar ættu vel að muna eftir
,mixteipunum“ svokölluðu; kass-
ettum sem fólk tók upp hvert fyrir
annað (þá eða sjálft sig) og á var að
finna blöndu af því besta úr tónlist-
arsafni framleiðandans. Valið var
jafnan vandað gífurlega og oft fylgdu
herlegheitunum fagurlega skreyttir
bleðlar með nákvæmum lagalistum.
Ákveðin fagurfræði var við lýði
í þessum efnum og sumir lögðu
mikinn metnað í sínar blöndur.
Þessa dagana brenna unglingarnir
geisladiska fyrir hvert annað og er
það vel, en margir sakna hinsvegar
kasettnanna og þeirra möguleika
sem þær höfðu upp á að bjóða (þá
sérstaklega skiptingu þeirra í tvær
hliðar, nokkuð sem gagnaðist vel ef
sérstakt þema voru við lýði). Einn
þeirra er Reykvíkingurinn frækni
Páll Hilmarsson, sem opnaði ný-
verið síðu tileinkaða mixteipunum
og þeirra töfrum, www.mixteip.net.
Gefst þar áhugasömum kostur á því
að búa til mixkassettu og senda Páli
ásamt glósum um þema hennar og
lögin þar á, en hann sér um að koma
þeim á rafrænt form og á síðuna
til niðurhals. Segir Páll í kynning-
artexta síðunnar að ástæða hennar
sé m.a. sú að hann sakni þess að
sitja við græjurnar, fara
gegnum plötusafnið og
velja á spólu - það sé
skemmtilegri iðja en að
búa til „pleilista“ í tölv-
unni á fimm mínútum:
„Það var heilmikil vinna að
taka upp spólu, það þurfti
að velja lögin ákaflega
vandlega því að spólan var í
sjálfu sér skilaboð til viðtak-
andans og átti að kalla fram
einhverjar sérstakar tilfinn-
ingar.“ Þegar hafa margir
þekktir tónspekingar skilað
inn kassettum, má þar t.d.
nefna tónlistarmennina Þóri
(hann velur uppáhaldslögin sín
á spóluna) og Dr. Gunna (sem hefur
þemað „Tvítugsafmæli Dr. Gunna“
að leiðarljósi).
Metnaðarfull umfjöllum um
íslenska og erlenda tónlist
Fyrir skemmstu hleypti hópur að
því er virðist einlægs íslensks tón-
listaráhugafólks af stokkunum nýju
vefriti um tónlist og öllu er henni við-
kemur. Nefnist ritið Rjóminn, www.
rjominn.is (nafnið er sennilega
vísan í hinn volduga Sýrða rjóma,
sem er til umfjöllunar hér að neðan)
og birtast þar daglega plötudómar,
auk greina og viðtala er varða hið
ansi mikilvæga viðfangsefni þess.
Þar má t.a.m. lesa ansi fróðlega grein
um nýsjálenska tón-
lætur. Rjóminn líður þó nokkuð
fyrir ungan aldur sinn og er langt
í frá fullkominn. Hinsvegar ber
að fagna öllum tilraunum til þess
að fjalla um íslenskt tónlistarlíf á
vitrænan hátt - umræðan einskorð-
ast allt of oft við „nýjasta plöggið“:
tónlistarmenn koma í heimsókn,
sína leið
list frá 9. áratug síð-
ustu aldar, dóm um útgáfutónleika
Diktu og viðtöl við hina og þessa tón-
listarmenn sem sumir hverjir hafa
frá ýmsu að segja.
Verkefnið er ansi metnaðarfullt; svo
virðist sem Rjóminn sæki sínar fyr-
irmyndir til vönduðustu og virtustu
tónlistarvefrita heims og stenst jafn-
vel samanburð við þau þegar best
segja frá
plötu eða
anlegum
leikum og halda svo
og Rjóminn virðist hafa
nýrri
vænt-
tón-
skýran metnað til þess.
Sýrði rjóminn lifir að eilífu
Útvarpsþátturinn Sýrður rjómi var
alla sína tíð einn sá besti og ævin-
týragjarnasti á landinu, bæði hvað
varðaði tónlistarval og framsetn-
ingu. Einbeittu þáttastjórnendur
sér að því að spila allt það besta og
framsæknasta í popp og rokktónlist
á hverjum tíma fyrir sig og afrekuðu
þeir að kynna fyrstir fyrir landanum
ýmsa flytjendur sem síðar hafa náð
ansi langt á sínu sviði. Mætti þar
t.d. nefna hljómsveitina Sigur Rós,
en einnig svo margar fleiri. Sýrður
rjómi átti síðustu árin heima á Rás
2, en hefur ekki verið í loftinu í ára-
bil eftir að misvitrir stjórnendur
þeirrar stöðvar
í> ákváðu að tím-
anum sem Rjóm-
anum var úthlut-
aður væri betur
varið í annað.
Til allrar ham-
ingju tók Rjóma-
stjórinn Árni
súri til sinna ráða
£ og kom sér upp
svokallaðri mp3-
bloggsíðu á Net-
inu og heldur með aðstoð hennar
áfram að kynna íslendingum fram-
bærilega músík af ýmsum toga. Er
þar hægt að hlaða niður lögum og
lesa fróðleik um þau um leið. Verður
þetta að teljast hin besta þjónusta og
' ar að auki virðulegt framtak hjá
rna, enda auðveldara að rata um í
síbreytilegu hafi popptónlistar með
stýrimenn eins oghann við stjórnvöl-
inn. Slóð síðunnar er www.syrdurrj-
omi.blogspot.com og mælir Blaðið
eindregið með heimsókn þangað.
haukur@bladid.net
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
Opið:
Mán-Fös: 10-22
Lau-Sun: 10-22
Opið til kl. 22:00 Alla daga fram að Jólum!
Farfisa Hljómborð
49 Miðtungsstúrar rióhjr, 100 «ÍÓO
& 24 Trommutaktar meft H!)ðmsve«.
Klassískur Gítar
Poki, Stilliflauta, Auka Strengjasett,
Kr. 7.900,-
Kr. 10.900,-
Þjóðlagagítar
Poki, Ól, Gítarneglur,
Stilliflauta, Auka Strengjasett.
DVD Kennslumyndband.
4* Kr. 12.!
Rafmagnsgítar
10 W MagnanTPoki, ÖT,
á agr
Snúra, Gítarneglur
Stilliflauta, Kennslubók.
Kr. 18.900,-
MAPEX Trommusett
Með Trommustól & Trommukjuðum
r* Kr. 49.900,-
M
m
WT'B *
Farfisa Hljómborð
32 Miðlungsstórar rfótur, 15 Hljóð_n
& 100 Trommutaktar með I
Kr. 4.900,-
Þjóðlagagítar/p.c
Poki, Ól, Stilliflauta, Gítameglur.
Kr. 19.900,-
Rafmagnsbassi
10 W MagnanTPoki, Ól, Snúra,
Gitameglur, Heyniatól.
'CatiiThí-.wÍK M,WATT
. tumtKV ... wggtiam—
Kr. 29.900,-
15 W Magnari, Poki, Ól,
Snúra, Gitameglur, Stillitæki.
Kr. 22.900,-
Stórhöfða 27 • Sími: 552-2125 • www.gitarinn.is • gitarinn@gitarinn.is
ii
★
ÍK
*
★
★
★
★
★
*
*
*
★
★
*
★
*
★
*
★
★
★
*
★
★
★
★
*
*
★
★
★
★