blaðið - 21.12.2005, Síða 36

blaðið - 21.12.2005, Síða 36
36 I MENNING MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 blaAÍ6 Örlœti og óíramíœrni Guðmundur Magnússon sagnfræð- ingur hefur sent frá sér áhugaverða bók um Thorsarana, þá umsvifa- miklu ætt. Þegar Guðmundur er spurður hvað einkenni þessa ætt segir hann: „Ættfaðirinn Thor Jensen var mikill framtaksmaður, eiginlega kraftaverkamaður á því sviði. Hann kom hingað til lands 14 ára gamall með tvær hendur tómar og talaði ekki mál þjóðarinnar en vann sig upp með dugnaði og ósér- hlífni og varð á örfáum árum rík- asti maður landsins. Dugnaður og framtak er mjög áberandi hjá fjöl- skyldunni. Sömuleiðis hefur örlæti einkennt fjölskylduna, allt frá Thor Jensen til afkomenda hans. Þetta er fólk sem vildi láta aðra njóta vel- gengni sinnar, enda höfðu Thors- arar á sér gott orð og voru vel metnir, ekki síst af hjúum sínum. Enn eitt sem er einkennandi fyrir Thorsara er að þeir voru yfirleitt lítið fyrir að vera í sviðsljósinu og mikið fyrir að eiga sitt einkalíf. Þessi óframfærni er mjög áberandi ættareinkenni. Nokkrir brutust út úr þessu, sér í lagi tveir menn, Ólafur Thors og Thor bróðir hans sem urðu frægir menn og létu mikið að sér kveða opinberlega." Við lestur bókarinnar hugsar maður með sér að Thorsararnir hafi verið gott fólk. Myndin af þeim er samúðarfull. Var það nokkuð sem þú cetlaðir þér í upphafi? „Eg gekk fyrst og fremst til þessa verks af forvitni og fordómaleysi. Hugmyndin var aldrei sú að búa til helgimynd af fjölskyldunni en það var ánægjulegt að kynnast því hvað þetta fólk lét að mörgu leyti gott af sér 99............................................. Hugmyndin var aldrei sú að búa til helgimynd af fjölskyldunni en það var ánægjulegt að kynnast því hvað þetta fólk lét að mörgu leyti gott afsér leiða." leiða. Hins vegar komu fram í dags- ljósið ýmis gögn sem sýna að Thors- ararnir voru breyskir. Við erum jú öll breysk, nema kannski í minning- argreinum í Morgunblaðinu. Sumir Thorsaranna stunduðu viðskipta- hætti sem voru umdeilanlegir svo ekki sé fastar að orði kveðið. Ég rek það samkvæmt nýjum gögnum. Fyr- irtæki þeirra var í umfangsmiklum viðskiptum í Suður-Evrópu og þar tíðkuðust önnur vinnubrögð en hér á landi. Ég er ekki að búa til fegraða mynd af fjölskyldunni en heildarnið- urstaðan er fremur geðþekk mynd af þessu fólki.“ Nú var fyrsta upplagi bókarin- annar eytt, eins ogfjölmiðlar hafa skýrt skilmerkilega frá. Sú um- ræða hlýtur að hafa verið óþœgi- legfyrir þig ogforlagið. „Ég ætla ekki að tjá mig um vinnslu- ferli bókarinnar á einstökum stigum. Aðalatriðið er að höfundur fái að taka lokaákvörðun um það hvernig verk hans lítur út. Annað væri óþol- andi. Allt sem er i þessari bók er samkvæmt minni ákvörðun. Sakni menn einhvers, sem er svo sem ekki óeðlilegt í jafn efnisríkri frásögn, þá er það líka vegna minnar ákvörð- unar. Ég hefði getað skrifað heila ri- tröð um Thorsarana en niðurstaða mín og forlagsins var að láta eitt bindi duga.“ kolbrun@vbl.is Bim/Frikki Guðmundur Magnússon. Lene Kaaberbel Hilmar Hilmarsson Dó^R xnc Ávfc^ns Lene Kaaberbol Hilmar Hilmarsson Leiðb.verð: 3.480,- Tilboðsverð: 2.390, W „... höfundurinn er sögumaður af guðsnáð og þegar hún hefur krækt í lesandann á hann sér ekki undankomu auðið." ***** Páll Baldvin, DV „ ... [Avítaratáknið] er í alla staði áhugaverð - svo áhugaverð að ég ætla strax að lesa [Dóttir ávítarans] og bíð spennt eftir næstu tveimur." Ulfhildur Dagsdóttir www. bókmenntir.is Lene Kaaberbel er einnig höfundur hins vinsæla bókaflokks um galdrastelpurnar Bækurnar um Avítarann verða kvikmvndaðar á næst ári. www.jentas.com as@baek Sala og ing: Sögur ehf. utgafa, tomas ur.is, simi: 557 3100 fax: 557 3137 Blóðberg - Ævar Örn Jósepsson Kárahnjúkamorð ★★★ i Blóðberg, 403 bls. Höfundur: Ævar örn Jósepsson Útgefandi: Mál og menning Það er athyglisvert til þess að hugsa að rúmum tuttugu árum eftir að félagslegt raunsæi byrjaði að víkja fyrir breyttum áherslum og nýjum stílbrögðum í skáldskap skuli þessi stefna ganga í endur- nýjun lífdaga með glæpasögunni. Eflaust er hér um að ræða áhrif frá hinni skandinavísku glæpa- sagnahefð en einnig kallar sjálft bókmenntaformið óneitanlega á visst raunsæi. Allavega má finna í flestum ef ekki öllum þeim glæpa- sögum sem nú standa lesþyrstum Islendingum til boða undirliggj- andi samfélagslega ádeilu af ýmsum toga. Ibókinni Blóðberg eftir Ævar Órn Jósepsson er þessu ekki öðruvísi farið en í þetta sinn er sögusviðið Kárahnjúkavirkjun eða öllu heldur vinnusvæðið þar. I upphaf bókarinnar fá lesendur að skyggnast inn í huga erlends verka- manns við Kárahnjúka sem berst við framandi og illvígar aðstæður en þangað er hann kominn með það fyrir augum að brauðfæða fjölskyldu sína. Á sama tíma er sögusviðið gleðskapur í borginni þar sem einu áhyggjuefnin eru af mun hverdagslegri toga og snúast fyrst og fremst um ódýrt áfengi og innkaupaferðir svo fátt eitt sé nefnt. Þessir tveir ólíku heimar skerast síðan í glæpnum sjálfum. I bókinni er tekist á við mörg af álitamálum samtímans sem kristallast kannski fyrst og fremst í árekstrum milli menn- ingarheima og þeim fordómum sem þá oft vilja koma upp á yfir- borðið. Það er reyndar afskaplega vel til fundið að gera Kárahnjúka að sögusviði slíkrar frásagnar enda eru þar samankomnir ólíkir einstaklingar og þjóðfélagshópar. Má jafnvel segja að þar sé efnivið- urinn nánast ótæmanlegur fyrir glæpasögu. Ævar gerir þetta vel og afraksturinn er spennandi saga sem heldur manni vel við efnið. Það er helst að lesturinn truflist í enskuskotnum sam- tölum sem eflaust eiga að endur- spegla skurðpunkt hins afskekkta og hins alþjóðlega en verður engu að síður þrey tandi og tilgerðarlegt til lengdar. hoskuldur@vbl.is

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.