blaðið - 21.12.2005, Page 40
40 I AFPREYING
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 blaðið
Þessi jólin er ljóst að fjölmargir munu
brosa breitt þegar þeir opna pakkana sína
og sjá annað hvort hina nýju handleikja-
tölvu Sony, PlayStationPortable, eða flagg-
skip Nintendo, Nintendo DS.
Kostir
Hvor vél hefur sína kosti og er ljóst að fólk
þarf að vanda valið þegar gjöf er keypt.
PlayStationPortable hefur höfðað til eldri
hóps og er markaðssett að mörgu leyti
sem framhaldsvél fyrir PlayStation 2. Að
sama skapi er Nintendo DS frekar ætluð
yngri aldurshópi og e.t.v. breiðari hópi en
Nintendo.
Munur
Báðar vélarnar eru mjög frambærilegar
og stórskemmtilegt er að leika sér með
þær. Aðalmunurinn á þessum tveimur
tölvum er annars vegar að PSP er í raun
allsherjar gagnaveita þar sem hægt er
að spila tölvuleiki, kvikmyndir, tónlist
og vafra um á þráðlausu neti með henni.
Nintendo DS er aftur á móti mun meira
leiktæki og töluvert gagnvirkari þar sem
hún státar af tvöföldum skjá og er annar
þeirra snertiskjár sem býður upp á alls
konar skemmtilega möguleika.
Helsm ieihfr í handfölvurnor
ds' Það
eru bó tveir þeirra sem fá það
Barist um yfírráð
Nintendo og Sony berjast harðri baráttu
um hylli neytenda á markaði handhægra
leikjatölva. Aðrir eiga ekki roð í risana.
A
Ekki aislæmt
Það er ljótt að segja að Bull-
etproof sé með öllu slæmur
leikur. Það eru nefnilega þrir
góðir punktar sem einhver
verður að fá hrós fyrir. í fyrsta
lagi er grafíkin mjög flott.
Þ.e.a.s. útlitið á karakterunum
í leiknum er mjög raunveru-
legt. Til dæmis er 50 sjálfur
nákvæmlega eins og hann er
í myndböndunum sínum og
Dr. Dre og Eminem í gestahlut-
verkum gætu eins verið teknir
upp á vídeó. í öðru og þriðja
lagi eru tvær góðar hugmyndir.
Annars vegar að í nálægð
getur 50 drepið menn með alls
konar frumlegum aðferðum
(stinga í augað, skera á hol,
afvopna o.s.frv.). Hins vegar
er hægt að sjá hausa splundr-
ast á mjög raunverulegan
hátt ef maður nær að miða
nákvæmlega á hausinn. Það
slæma er þó að sjaldnast gefst
tími til að miða almennilega.
Þegar öllu er á botninn
hvolft verður maður að vona
að sem fæstir láti glepjast og
kaupi þennan leik. Best væri ef
hann gleymdist um alia eilífð.
PlayStation 2
Best: Grafíkin er flott
Verst: Ekki hægt að spila leikinn.
agnar. burgess@vbl. is
50 Cent:
Bulletproof: ★
Hvar var
tíunda kúlan?
Hvort sem þú ert aðdáandi
tölvuleikja eða sjálfs rappar-
ans muntu verða fyrir von-
brigðum með þennan leik.
Núerdeginum ljósara að 50
Cent er lítið
annað en það
sem kallað
er „sellout"
á enska
tungu. Með
þessum
leik spilar
hann end-
anlega
út og er
greini-
legt
að ein-
hver vill njóta góðs af
því að nafnið hans er vin-
sælt (lesist: söluvænt).
Leikurinn byrjar á því að
maður fer í einhvern óskiljan-
legan bardaga þar sem maður
er lóðsaður áfram í stuttum
skrefum og þarf að skjóta alveg
fullt af hermönnum í húsa-
sundum. Ekki veit ég almenni-
lega hvað allur bandaríski her-
inn var að vilja í húsasundin en
það verður að liggja milli hluta.
Þegar maður loksins er að klára
leikinn kemur einhver villingur
þó og skýtur mann níu sinnum
í bakið, rétt eins og sagan segir
að hafi komið fyrir 50 Cent í
alvörunni. Það besta er að þá
er löngu búið að skjóta mann
mun oftar þar sem það er
gjörsamlega ómögulegt að hitta
almennilega eins og leikurinn
er gerður. I raun er mjög fátt
hægt að gera í leiknum þar sem
söguþráðurinn er vægast sagt
illa skrifaður og öll stjórnun á
50 Cent er hörmuleg. Ég meina,
fyrir hvern tekur það sjö sek-
úndur að líta aftur fyrir sig?
Leiðbeiningar
Su Doku þrautin snýst um að
raða tölunum írá 1 -9 lárétt
og lóðrétt i reitina, þannig
að hver tala komi ekki nema
einu sinni fyrir í hverri línu,
hvort sem er lárétt eða lóðrétt.
Sömu tölu má aukin heldur
aðeins nota einu sinni innan
hvers níu reita fylkis. Unnt er
að leysa þrautina út frá þeim
tölum, sem upp eru gefnar.
Vissir þú..
..að orðið Google er komið
frá orðinu googol sem táknar
eitt hundrað núll í kjölfarið
af í. Hugtakið var upphaflega
búið til af stærðfræðingnum
Edward Kasner og varð vinsælt
í kjölfar útgáfu bókar hans
„Stærðfræðin og ímyndurn-
araflið“. Google segir þetta
lýsa markmiði fyrirtækisins
fyllilega, að koma skipulagi
á þær gífurlegu upplýsingar
sem finna má á Netinu.
Lausn á siðustu þraut
Grand Theft
Auto: Liberty
City Stories
Fáir leikir - ef einhverjir - eru jafn-
umdeildir og GTA leikirnir. Aðal-
ástæðan er líklega hversu gífurlega
vinsælir þeir eru. Ástæðan fyrir þvi
er góð þar sem fáir leikir eru jafn-
góðir. GTA fyrir PSP er góð sýning
á því hvers megnug vélin er vegna
þess að öll grafík er mun betri en
fólk á að venjast í svo lítilli tölvu.
Það má fastlega búast við því að
þetta verði einn vinsælasti leikur-
inn í ár.
Nintendogs
Þessi dýraleikur nýtir sér sérkenni
DS vélarinnar til fullnustu. Hann
krefst þess að maður fari út að
ganga með hundinn og haldi í ólina
með snertiskjánum en einnig þarf
maður að skipa hundinum fyrir
með því að nota innbyggðan hljóð-
nema. Leikurinn hefur verið gífur-
lega vinsæll um allan heim enda
hefur hann hvort tveggja uppeldis-
gildi og er stórskemmtilegur.
7 1 8
8 6 5
1 9 6
9 1 6
2 7
5 8 9
3 4 6
5 7 3
2 3 4
2 5 8 9 4 1 3 7 6
3 4 6 2 7 8 9 5 1
1 7 9 3 5 6 8 4 2
4 6 2 8 1 9 5 3 7
7 9 3 4 2 5 1 6 8
8 1 5 7 6 3 2 9 4
5 2 7 1 9 4 6 8 3
6 3 4 5 8 2 7 1 9
9 8 1 6 3 7 4 2 5
109 SU DOKU talnaþrautir
Skráðu bílinn á
www.bilamarkadurinn.is
46 S •