blaðið - 21.12.2005, Síða 46
46 I FÖLK
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 blaðið
TEKUR EKKI
PÁTT í PESSARI
VITLEYSU
Þegar Smáborgarinn var lítill var alltaf
ákveðið tilhlökkunarefni þegar jóla-
mánuðurinn rann upp. Þá byrjuðu jóla-
Ijós að skjóta upp kollinum, jólalög að
hljóma í útvarpinu og hinar og þessar
uppákomur út um allan bæ sem styttu
biðina eftir jólunum. Smáborgarinn var
afskaplega sátturvið þetta, og varsann-
kallað jólabarn á fyrstu árum ævi sinnar,
eins og líklega flestir eru. Þetta eltist
þó af honum, og eru fyrir því nokkrar
ástæður. Bæði var það að sakleysi
barnæskunnar hvarf á braut, en einnig
fannst Smáborgaranum að áherslurnar
í þjóðfélaginu væru að breytast. Það
sem einu sinni þótti temmilegur fjöldi
jólasería og aðventuljósa þykir í dag
nær óskreytt hús, og týnist í birtunni
af þeim húsum sem eru skreytt sam-
kvæmt nýju aðferðinni. ( jólaskreyt-
ingum hefur nefnilega, eins og á svo
mörgum stöðum, þróunin orðið „magn
en ekki gæði". Smáborgarinn veltir því
furðu lostinn fyrir sér hver ástæðan sé
fyrir þessari þróun. (slendingar eru svo
sannarlega úr takti við margar aðrar
Evrópuþjóðir þegar kemur að þessari
ofgnótt í öllu mögulegu, og engin rök
eru fyrir fjölgun jólaljósa fram úr öllu
viti. Hvernig er reyndar hægt að beita
rökhugsun þegar kemur að jólaljós-
um? Þau eru upphaflega hugsuð til að
brjóta upp myrkustu mánuði ársins,
og veita Ijósi inní líf fólks yfir hátíð
Ijóssins. Það er ekki þar með sagt að
allt verði betra ef fólk tekur sig til og
lætur upp bo seríur og io aðventuljós;
ekkertfrekaren þaðværi gaman ef eng-
inn setti nein Ijós upp. Þarna á milli er
greinilegur millivegur sem mörgum ná-
grönnum okkar í nærliggjandi löndum
reynist auðvelt að feta, en (slendingum
reynist gjörsamlega ómögulegt. Hjá
okkur er allt í hæl eða hnakka, svart
eða hvítt, allt eða ekkert. Og nú er
stóra spurningin: Hvernig í ósköpunum
stendur á þessu? Hjá Smáborgaranum
eru tvær seríur, þar af ein heils-árs, og
mikið af lifandi kertaljósum um þessi
jól. Honum dettur ekki í hug að kaupa
maríu-og-jósep-með-jesúbarnið-í-jöt-
unni-líkneski til að hafa upp á þaki, eða
jólasveinalest sem blikkar, býður gleði-
leg jól, hellir upp á kaffi, og er einnig
þjófavörn og gervihnattamóttakari.
Hann telur sig vel geta verið án þess,
og er sannfærður um að jólin komi þótt
hann taki ekki þátt í þessari vitleysu.
HVAÐ FINNST ÞÉR?
Stúfur, jólasveinn.
Ertu ekki örugglega til?
„Ég skil nú ekki hvert maðurinn er að fara með þessu bulli. Það er degin-
um ljósara að við bræðurnir erum til eins og þú sérð. Það er ekki hægt að
segja það sama um manninn sem þessi Flóki er að vinna fyrir, eða hefur
þú hitt þennan Guð sem þessir prestar eru alltaf að tala um? Ég hef aldrei
hitt kauða, og enginn bræðra minna heldur. Þetta kemur því úr hörðustu
átt þykir mér.“
Séra Flóki Kristinsson hélt því fram við hóp sex ára barna að jólasveinninn væri ekki til.
Peter líkar ekki við
drukkna Jordan
Peter Andre hefur látið í veðri vaka að honum líki ekki allskostar vel
er konan hans Jordan verður full. Hann segir að þegar hún sé drukk-
in minni hún hann á villta fortíð hennar. Hann sagði í viðtali við
Star: „Sama hvað hún segir er mér alveg sama þótt hún fái sér
aðeins í glas, því það hjálpar henni að slaka á. Hins vegar líkar
mér ekki þegar hún verður full, því þá verður hún annar
karakter, og minnir mig á fortíðina sem var ekki góð.“
Sharon minnkar brjóstin
Sharon Osbourne ætlar að láta minnka á sér brjóstin, og það aðeins 6 mánuðum eftir
að þau voru stækkuð. Hún fór í brjóstastækkun í júlí til að fá þau úr stærð 32C upp
í 34DD. Hún sagði við það tilefni: „Ég er mjög glöð að til eru góðir skurðlæknar,
því ég vil ekki að geirvörturnar mínar séu í sífelldri leit að klinki á götunni.“ Nú
virðist þó annað hljóð í strokknum, því þrátt fyrir að hún sé búin að eyða 300
þúsund pundum í fegrunaraðgerðir, þar sem rassi og brjóstum var lift, andlit-
inu líka og fita soguð, ætlar hún að minnka brjóstin aftur. „Mér líkar ekki
við brjóstin lengur, þau eru of stór!“, segir Sharon. „Ég ætla að láta breyta
þeim aftur. Ozzy líkar vel við þau eins og þau eru, en þau eru bara of stór.
Þau eru mjög þung.“
Charlize vill ekkert
með Bond hafa
Charlize Theron hefur afþakkað boð um að leika næstu Bond-stúlku. Ósk-
arsverðlaunahafinn neitaði hlutverkinu í næstu Bond-mynd, Casino Royale.
Samkvæmt blaðinu The Sun er hún nýjasta stórstjarnan til að afþakka boðið,
og fetar þar í fótspor Angelinu Jolie og Scarlett Johansson. Framleiðendur
hafa nú bara um mánuð til að finna Bond-stúlku til að leika gegn Daniel
Craig.
'X»'J
/i'
Alla virka claga
milli 12 og 14
Útvarpsþáttur
um íþróttir
XFM
5.FM91.9 EYKJAVIK
auglysingar@vbl.is
Þessi náungi er eitthvað að misskilja orðið tannfé.
HEYRST HEFUR...
Ohætt er að
segja að
Dagur B. Egg-
ertssonhafilýst
ómenguðu van-
trausti á störf
Reykjavíkurl-
istans og pólitískrar fóstru
sinnar, Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur, þegar hann lýsti
yfir framboði sínu í efsta sæti
á lista Samfylkingarinnar í
væntanlegu prófkjöri. Kjörorð
Dags er nefnilega svohljóðandi:
„Nýja Reykja-
vík - kraftmikil,
skemmtileg, ör-
ugg og heilbrigð.“
Varla er hægt að
álykta annað af
þessu en Dagur
sé beinlínis að taka undir með
Sjálfstæðisflokknum um að
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
hafi skilið þannig við Reykja-
vík að það þurfi bókstaflega
nýja höfuðborg eftir níu ára
borgarstjóratíð hennar. Sömu-
leiðis munu andstæðingar
Dags líka hamra á því að kjör-
orð hans bendi eindregið til að
borgarstjóraefnið telji að Reykj-
avíkurlistinn skilji við borgina
þannig að hún sé hvorki kraft-
mikil, skemmtileg, örugg né
heilbrigð - því ella þyrfti hans
varla við til að tryggja borginni
þessa eiginleika...
m
Ahugamenn
um skák
komu auga á ný-
breytni á heima-
síðu Hróksins
(www.hrokurinn.
is) á dögunum,
því þar er birt í heild sinni nýj-
asta prédikun síra Sigríðar
Guðmarsdóttur, sóknarprests
í Grafarvogi, þar sem hún fjall-
aði meðal annars um gjafmildi
og þakklæti. Það er ekki alger
tilviljun, því hún gerði starf
Hróksins að umtalsefni:
„Égkem líka auga á nokkra með-
limi taflfélagsins Hróksins hér
í kirkjunni ídag, en Hrókurinn
er nýkominn úr Grœnlandsferð
þar sem þeir kenndu krökkum
á austur-Grœnlandi að tefla
oggáfu þeim töfl. Þeirsóttu
okkur hér í Grafarholti heim í
vor og kenndu um 70 börnutn
að tefla, svo að við eigumþeim
margt að þakka. Það er svo
margt hægt að gera tilað gleðja
náungann, efsköpunargleðin
fœr að leika lausum hala.“
St u ð n i n g s -
menn Osk-
ars Bergssonar
segja hverjum
sem er að skort-
ur á frambjóð-
endum í próf-
kjöri Framsóknar stafi af því
að menn þori ekki í framboð
af því þeir óttist að styggja for-
ystuna. Þeir segja fullum fet-
um að framboð Björns Inga
Hrafnssonar sé hluti af valda-
brölti Bræðrabandalagsins, en
svo kalla Framsóknarmenn
bræðurnar Árna Magnússon
félagsmálaráðherra og Pál
Magnússon, aðstoðarmann
iðnaðarráðherra. Innan flokks-
ins telja menn víst að Árni ætli
sér þingsæti Jónínu Bjartmarz
í Reykjavík suður og Páli sé ætl-
að að steypa Siv Friðleifsdótt-
ur í suðvesturkjördæminu. Til
aðtryggjatökBræðrabandalags-
ins á flokknum eigi svo Björn
Ingi að verða borgarfulltrúi
flokksins í Reykjavík. Stuðn-
ingsmenn Björns Inga segja á
móti að Óskar sé að búa til skýr-
ingu á því af hverju hann þori
ekki sjálfur í framboð...