blaðið - 03.01.2006, Blaðsíða 14
14 I ÁLIT
ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006 blaöiö
blaöiö----
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Karl Garðarsson.
HVERS VIRÐI ERU
FORSTJÓRAR?
Fregnir um að tveir fyrrverandi forstjórar FL Group hafi fengið
samtals um 290 milljónir króna í starfslokasamninga vekja
marga til umhugsunar. Það er ekki nema von, þetta eru hærri
upphæðir en almennur verkamaður má eiga von á að fá í í laun á allri
sinni starfsævi. Sami verkamaður er með þriggja mánaða uppsagnar-
frest í sínu starfi og hann má búast við að fá 400-500 þúsund krónur
í sinn hlut ef honum er gert að yfirgefa vinnustað sinn með litlum eða
engum fyrirvara.
Hvers virði eru íslenskir forstjórar? Sigurður Helgason hafði vissulega
átt langan og farsælan feril hjá fyrirtækinu og erfitt að mótmæla því að
gera hafi átt vel við hann við starfslok. Hvort að 160 milljónir króna er
sanngjörn upphæð verður hver og einn að svara fyrir sig. Ragnhildur
Geirsdóttir hafði hins vegar aðeins setið í nokkra mánuði í stól forstjóra
og því hlýtur að vera erfiðara að réttlæta þær 130 milljónir sem hún fékk
í sinn hlut. Hún hefur örugglega sinnt starfi sínu vel þennan tíma og það
er ekki að efa að uppsagnarákvæði hafa verið rúm í samningi hennar.
Spurningum um ástæður þess að hún lét af störfum hefur ekki enn
verið svarað - stjórnarformaður FL Group hefur ekki enn séð ástæðu til
að upplýsa hluthafa um ástæður þess að forstjóri (sem væntanlega var
ráðinn eftir vandlega yfirlegu) var látinn taka pokann sinn eftir örfáa
mánuði.
Þessi mál, ásamt mörgum öðrum, hafa rýrt trúverðugleika FL Group á
undanförnum mánuðum. Fátt er verra fyrir fyrirtæki sem vilja að þau
séu tekin alvarlega, en dvínandi traust. Slíkt getur haft áhrif langt út
fyrir landsteinana með ófyrirsjánlegum afleiðingum.
Starfslokasamningar fyrrverandi forstjóra FL Group eru sem olía á
eld þeirra launþega sem eru að berjast fyrir mannsæmandi launum í
þessu landi. Þetta er enn ein staðfesting á því að hér eru að verða til tvær
þjóðir - launabilið eykst sífellt og stjórnvöld standa ráðþrota hjá. Það
kom glöggt fram í Kryddsíld á gamlárskvöld þar sem fátt varð um svör
þegar Egill Helgason spurði ágengra spurninga um stefnu ráðamanna í
kjaramálum.
Hvort að æðstu ráðamenn þjóðarinnar eru að fá meira eða minna en
hinn almenni launþegi samkvæmt ákvörðun Kjaradóms skiptir ekki
öll máli í þessu samhengi - heldur að hér sé sanngjörn skipting launa
og að raunveruleg stéttaskipting nái ekki að festa rætur í okkar litla
þjóðfélagi.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Rltstjórn & auglýsingar: Bæjarlínd 14-16,201 Kópavogur.
Aðalsími: 5103700. Símbréfáfréttadeild: 510.3701. Símbréfáauglýsingadeild: 5103711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: Islandspóstur.
Alla virka daga
milli 14og 17
510 3744
blaöiðH
PD SSÍ iÍRjjfl WfÆfiú
TíiWuM M'E’fi'N vií> Gct-ruT^-a,
TfjjA UpP
aU>.St\?6
Skálaö fyrir fósturláti
Ég fór á kaffihús eitt kvöldið fyrir
skemmstu. Þar sat ég lengi í góðum
félagsskap og ræddi heimsins gagn
og nauðsynjar. Snemma kvölds
veitti ég ungum manni athygli
sem sat við barinn með ákaflega
óræðan svip á andliti og drakk bjór
úr flösku. Hann drakk hægt og virt-
ist njóta hvers sopa - svona rétt eins
og manni sem nýlega hefði frétt að
dauðadómi yfir honum hafi verið
aflétt. Svipurinn var líka í þá áttina
- sýndi fullkomna sátt við lífið og
tilveruna.
Seint um kvöldið var komið að
mér að bæta á bjórbirgðirnar hjá
félögum mínum og á barinn var
haldið. Að yfirlögðu ráði stillti ég
mér upp við hliðina á manninum
dularfulla og kastaði á hann kveðju.
Hann tók kveðju minni vel og við
hófum að ræða saman. Áður en
langt var um liðið var ég kominn
með skýringu á veru hans á barnum
og svipnum góða.
Breyttar aðstæður
Mér skildist að hann hefði átt ást-
konu um nokkurt skeið. Sambandið
hafði ekki verið alvarlegt heldur
hittust þau öðru hvoru, spjölluðu
og drukku kannski svo sem eina
rauðvín saman. Þessir fundir þeirra
enduðu síðan ávallt á því að þau elsk-
uðust. Ég fékk það á tilfinninguna
að þeim hafi þótt vænt hvort um
annað - en einhverjar ytri aðstæður
ollu því að ekkert varð meira úr
sambandinu.
Slíkur fundur hafði síðast átt
sér stað fyrir tæpum tveimur mán-
uðum siðan og verið að mati vinar
míns svipað til fjölmargra slíkra
funda áður... kveðjustundin jafn
innileg og ávallt áður. Þau höfðu
síðan ekki haft samband hvort við
annað í tæpa tvo mánuði þegar
vinur minn fékk skyndilega sím-
hringingu. Það var vinkonan sem
tjáði honum að aðstæður hennar
væru nú breyttar. Hún hefði lengi
verið í sambandi við annan mann
en þau hefðu verið „í pásu“ þegar síð-
asti ástarfundur átti sér stað. Fljót-
lega upp úr því hafði hinsvegar verið
Aðalbjörn Sigurðsson
ákveðið að reyna aftur og þau voru
hamingjusöm sem aldrei fyrr. í ofan-
álag var hún svo ólétt. Vandinn var
bara að vinur minn af barnum var
faðirinn en konan hafði hinsvegar
sagt unnusta sínum að hann væri
pabbinn. Hún vildi bara láta vin
minn vita hver sannleikurinn væri í
málinu. Það fannst henni heiðarlegt.
Hún kvaddi með tilkynningu um að
hvorki núverandi unnusti né barnið
myndu nokkurntíman fá að vita hið
rétta frá henni og bað hann að virða
þá ákvörðun sína..
Erfið ákvörðun
Eins og eðlilegt er tók við ákaflega
erfiður tími hjá hinum ókunna
vini mínum á barnum. Hann hafði
í viku reynt að gera það upp við sig
hvað hann ætti að gera - ætti hann
að leiða málið hjá sér og láta eins og
ekkert væri - eða fara og brjóta niður
hurðina hjá vinkonu sinni með rétt-
mæta kröfu um að fá að taka þátt í
uppeldi eigin barns. Vandamálið
leystist af sjálfu sér seinnipart dags-
ins sem ég hitti á hann þegar konan
hringdi aftur og sagðist hafa misst
fóstur. Ég skálaði þarna á barnum
við manninn í fyrsta og vonandi síð-
asta sinn fyrir fósturláti.
Mér verður oft hugsað til þessa
manns þegar vinkonur mínar hefja
reglulegar femínískar ræður sínar
um bága stöðu konunnar í nútíma
samfélagi. Mér verður líka hugsað
til félaga míns sem fær ekki að hitta
börnin sín vegna þess að fyrrver-
andi kona hans ákvað að beita þeim
fyrir í mjög erfiðu skilnaðarferli.
Þegar sömu vinkonur mínar ræða
frjálslega um hversu betur heimur-
inn væri staddur ef það væru konur
sem stjórnuðu honum.
Ég veit og viðurkenni að í ýmsum
málum þarf að leiðrétta kynbundna
mismunun. Ég veit hinsvegar af
reynslunni að þegar konur eru í
þeirri stöðu nýta þær völd sín ekkert
síður en karlmenn - og oft á ekkert
geðfeldari hátt.
Aðalbjöm Sigurðsson
Höfundur erfréttastjóri á Blaðinu
Klippt & skoríð
Hjörleifur Guttorms-
son vekur athygli
landans á mengunar-
stefnu íslenskra stjórnvalda ■
í áramótapistli á heimasfðu
sinni og á þrusugóðri ræðu
Harolds Pinter f tilefni af Nóbelsverðlaun-
unum sem hann hlaut í fyrra. Pinter skefur þar
ekki af gagnrýni sinni á stefnu bandarfskra
stjórnvalda og ábyrgð á ofbeldisverkum um
allan heim. „Glæpir Bandaríkjanna hafa verið
kerfisbundnir, viðvarandi, grimmdarlegir, mis-
kunnarlausir, en fáir hafa í raun rætt um þá.
Bandaríkin mega eiga það. Þau hafa stundað
kaldrifjað valdatafi á heimsvfsu á sama tfma
og þau hafa þóst vera að berjast fyrir góðum
málstað. Það ersnilldarleg,, jafnvel hnyttin og
afar árangursrfk dáleiðsla." Klippari tekur ofan
fyrir hispursleysi skáldsins.
Tveir stærstu stjórn-
málafokkar landsins
skiptu um forystu á
nýliðnu ári. Mikið hefurverið
fjallað um það hvernig Ingi-1
björg Sólrún Gísladóttir
hefur staðið sig eftir að hún tók við forystu
Samfylkingarinnar og sýnist sitt hverjum.
Hinsvegar hefur minna verið fjallaö um Geir
H. Haarde og gengi hans eftir að Davíð fór
frá stýri Sjálfstæðisskútunnar. Segja má að
Geir standi ennþá í skugga Davíðs og hann
hefur verið ótrúlega Iftið áberandi í opinberri
umræðu undanfarna mánuðl. Klippari verður
að viðurkenna að það tók hann örlitla stund að
rifja upp hvaða kall það var sem mættur var f
Kryddsíldina á Stöð 2 á gamlársdag.
klipptogskorid@vbl.is
En það var Ifka skipt
um varaformann
flokksins. Segja má
að Þorgerður Katrfn hafi
heldur ekki gert neinar rósir
sfðustu mánuði, frekar en for-
maðurinn. Þorgerður þurfti á köflum að svara
fyrir furðulegar ákvarðanir sfns ráðuneytis.
Það er sama hvort stefnt var á styttingu náms
til stúdentsprófs, samræmd próf framhalds-
skólanema eða annaö - ávallt tókst Þorgerði
og félögum að fá kennara landsins upp á móti
sér. Þorgerður svaraði reyndar fyrir mörg þessa
vandræðamála, oft af Iftilli sannfæringu. Einn
slag þorði hún hins vegar ekki að taka - um-
ræðuna um fjárlagafrumvarpið - heldur ákvað
hún að flatmaga frekar f sólbaði f Senegal. Það
verður forvltnilegt hvernig þessari mistæku
forystu tekst að leiða flokkinn á nýju ári.