blaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 I blaóió
Reykjavík:
50 þúsund í eingreiðslu
Hœfnislaun tóku gildi um áramótin. 50.000 króna eingreiðsla greidd út til starfsmanna
borgarinnar og Eflingarstarfsfólks.
Blafiö/Steinar Hugi
Skrifað hefur verið undir nýtt samkomulag varðandi hæfnismat milli Reykjavikur-
borgar, Starfsmannafélags Reykjavíkur (STRV) og Eflingar.
blaöiðHBi
Baejarlind 14-16,201 Kópavogur
Sími: 510 3700 •www.vbl.is
FRÉTTASÍMI:
510 3799
netfang: frettir@ bladid.net
AUGLÝSINGADEILD:
510 3744
netfang: auglysingar@bladid.net
Bensíndæla ræst
með tölvuúri
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgar-
stjóri í Reykjavík, opnaði formlega
nýja bensínstöð Atlantsolíu á Bílds-
höfða í gær með því að ræsa bensín-
dælu með tölvuúri. Var þetta í fyrsta
sinn sem slíkt er gert í heiminum.
Tölvuúrið er útbúið örgjörva sem
dælur stöðvarinnar skynja. Þannig
kviknar sjálfkrafa á þeirri dælu sem
úrið er borið upp að. Úrið er síðan
tengt við greiðslukort eiganda.
Sem stendur er aðeins eitt
slíkt úr til á landinu og er það í
eigu Atlantsolíu. Til stendur að
fá fleiri slík til landsins og bjóða
almennum viðskiptavinum.
Skrifað hefur verið undir nýtt
samkomulag varðandi hæfnismat
milli Reykjavíkurborgar, Starfs-
mannafélags Reykjavíkur (STRV)
og Eflingar. Til stendur að taka
upp kerfi sem byggir á hæfnis-
mati. Yfirmenn stofnana borgar-
innar eins og leikskóla og grunn-
skóla, munu meta starfsmenn
eftir ákveðnum forsendum og eiga
þeir sem hafa staðið sig vel kost á
að flytjast upp um launaflokka. I
bréfi sem sent var til allra skóla-
stjóra kemur fram að þeir starfs-
menn sem rétt eiga á hæfnismati
séu þeir sem verið hafa í starfi í
sex mánuði frá áramótum. I upp-
hafi, þegar ákvörðun um að greiða
hæfnislaun til starfsmanna borgar-
innar var tekin, var lagt upp með
að launin yrðu afturvirk. Nú hefur
verið ákveðið að í stað afturvirkra
launa muni koma til eingreiðsla að
upphæð 50 þúsund krónum vegna
áranna 2004 og 2005 miðað við
100% starf. Allir starfsmenn STRV
og Eflingarstarfsmenn sem vinna
hjá borginni mega því búast við
eingreiðslunni um næstu mánaða-
mót. Þeir sem rétt eiga á eingreiðsl-
unni eru þeir starfsmenn sem voru
í starfi 1. október 2005.
Ekki hægt að reikna
hæfni afturvirkt
Birgir Björn Sigurjónsson, forstöðu-
maður kjaraþróunardeildar Reykja-
víkurborgar, segir að ákveðið hafi
verið að nýta það fjármagn sem
til taks var til þess að greiða hæfn-
islaunin afturvirkt þar sem ekki
reyndist gerlegt að reikna þau aftur
í tímann. „Það sem við vorum að
ákveða var það, að þau hæfnislaun
sem áttu að taka gildi á fyrri hluta
samningstímabils þess kjarasamn-
ings sem við vorum að endurskoða
á dögunum, skyldi taka gildi nú
um áramótin. Það er erfitt að fram-
kvæma mat á hæfni manna mjög
langt aftur í tímann. Síðan tókum
við þá fjármuni sem við áttum til
og voru ætlaðir í fyrra samnings-
tímabilið og göngum frá því með
eingreiðslu." Birgir segir eingreiðsl-
una koma til allra þeirra starfs-
manna sem voru í starfi 1. október
sl. og hafa sex mánaða starf að baki.
„Síðan fer það eftir starfshlutfallinu
hjá hverjum og einum, það er að
segja, þeir sem eru í fullu starfi fá
fulla eingreiðslu."
Kemur ofan á launahækkanir
Þessi eingreiðsla kemur í kjölfar
þeirra launahækkana sem borgar-
stjóri hefur samið um við þessa
hópa. í kjölfar þeirra launahækkana
er staðan orðin sú að deildarstjóri á
leikskóla sem er í STRV verður með
hærri laun en leikskólakennari með
þartilbæra háskólamenntun í sömu
stöðu. Hækkunin gerir það einnig
að verkum að félagi í STRV er með
hærri laun, eða 204 þúsund krónur,
en 28 ára gamall leikskólastjóri með
þriggja ára starfsreynslu. Hæfnis-
launin, sem hugsuð eru til þess að
verðlauna þá starfsmenn STRV og
Eflingar sem hafa staðið sig vel í
starfi, munu svo koma ofan á þessa
hækkun, sem og eingreiðslan. Þetta
er því þriðja eingreiðslan sem starfs-
menn STRV og Eflingar sem starfa
á leikskóla hafa fengið á stuttum
tíma. Steinunn Valdís Óskarsdóttir
lét þeim í té greiðslu í tvennu lagi
vegna álags og manneklu í sept-
ember og í desember var samið um
„rauða striks“ eingreiðsluna upp á
26.000 krónur.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgar-
stjóri í Reykjavík, ræsir bensíndælu með
tölvuúri.
Baugsmálið:
Þingfest fyrir
Héraðsdómi
Baugsmálið var þingfest fyrir
Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en
í fyrradag var kröfu verjanda um
niðurfellingu þeirra átta ákæruliða
sem eífir standa vísað frá Hæstarétti.
í Héraðsdómi í gær voru sérstakir
matsmenn látnir meta þau gögn
sem fyrir dómi liggja og hvort á
þeim sé hægt að byggja. Um er að
ræða aðallega tölvugögn úr tölvum
sakborninga sem lögreglan tók i
sína vörslu við rannsólui málsins.
Viðskipti:
Ker býður Olíufélagið til sölu
Stjórn Kers hf. tilkynnti í gær þá
ákvörðun sína að selja allt hlutafé
sitt í Olíufélaginu ehf. I fréttaskeyti
frá félaginu kemur fram að ástæðan
sé breytt fjárfestingarstefna félags-
ins sem miðar að því að auka vægi
erlendra fjárfestinga. Stjórnarfor-
maður Kers segir söluna ekki í
neinum tengslum við yfirvofandi
málshöfðun vegna verðsamráðs
olíufélaganna.
Ákveðin tímamót í stöðu félagsins
Olíufélagið ehf. rekur nú um 100
þjónustustöðvar víðs vegar um
landið og seldi á síðasta ári um 350
milljón lítra af eldsneyti. Að sögn
Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns
Kers hf. og Olíufélagsins ehf., eru
margar ástæður fyrir því að ákveðið
var að selja fyrirtækið. „Við teljum
að ástandið í íslenska efnahagslífinu
sé afar hagstætt um þessar mundir
og verði það áfram einhver misseri,
allavega þannig að það eru margir
áhugasamir kaupendur sem eru þess
umkomnir um að kaupa fyrirtækið.“
Þá segir Ólafur það endurskipulagn-
ingarferli sem hófst um árslok 2001
vera að mestu lokið og samkeppnis-
staða fyrirtækisins á markaðinum
sé góð. „Við teljum að núna séu
ákveðin tímamót í stöðu Olíufélags-
ins og tækifæri til að sækja enn
frekar fram í aðrar atvinnugreinar
s.s. smásölu og heildsölu og orku-
geirann almennt. Samhliða þessu
ákváðu hluthafar Kers fyrir einu og
hálfu ári síðan að sækja meira fram
í erlendar fjárfestingar. Þess vegna
fannst okkur þessi tímasetning
vera mjög heppileg og rétt að bjóða
fyrirtækið til sölu.“ Ólafur segir
söluna ekki í neinum tengslum við
olíumálið svokallaða og telur það
muni ekki rýra verðmæti fyrirtæk-
isins. „Sú ábyrgð situr áfram á Keri
og fylgir ekki yfir. Við erum búnir
að borga sektargreiðslurnar og Olíu-
félagið mun ekki taka þær ábyrgðir
með sér og nýir eigendur bera enga
ábyrgð vegna fortíðarinnar í svona
málum.“ Ólafur telur ólíklegt að eig-
endaskipti muni hafa áhrif á starfs-
menn fyrirtækisins en fundað var
með starfsmönnum vegna sölunnar.
Þá vildi Ólafur ekki gefa upp mögu-
legt söluverð. „Það verða áhugasamir
kaupendur að meta. Við gefum ekki
út neinar yfirlýsingar um hvaða
verð við gerum okkur vonir um.“
enn meiri verðlækkun
Flottur fatnaður frá kr. 350.-
Leikföng, Ijös, verkfæri, gjafavara
skartgripir, fæðubótarefni ofl. ofl
Austurhraun: 3, Gbæ/KA
^OIVI www.bmagnusson.is
b magnussow Hf- Opió 10-18 og lau 11-14
(3 Heiöskírt Léttskýjað ^ Skýjað ^ Alskýjað * Rigning, litilsháttar Rigning } } Súld sj: Snjókoma Slydda
Amsterdam 06
Barcelona 10
Bertin 0
Chicago 01
Frankfurt 03
Hamborg 03
Helsinki 02
Kaupmannahöfn 03
London 09
Madrid 08
Mallorka 13
Montreal -07
New York 05
Orlando 16
Osló 06
Pans 05
Stokkhólmur 03
Þórshöfn 04
Vín 01
Algarve 14
Dublin 06
Glasgow 06
cf„T*
&
-1
Veðurhorfur í dag kl: 15.00
Veðursíminn 902 0600
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Islands
Slydda Snjóél
**
-3°
' Skúr
* ,
-2° *
Breytilegt
*
-1
o*
*
-4e
*
*
*
6f
Ámorgun
///
///
///
4°
/// 2°