blaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 24
32 I MENNING MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 blaðiö Andri Snœr Magnason valinn á fyrirlestraröð í Columbiu háskóla Andri Snær Magnason rithöfundur hefur verið valinn, einn af fimm fyrir- lesurum, til að ávarpa nemendur i Columbia háskóla í Bandaríkjunum. Fyrirlestraröð vorannar er undir y firskriftinni: „Orð og gj örðir“. Aðrir fyrirlesarar undir þessari yfirskrift á þessari önn eru George Bizos, lög- fræðingur Nelsons Mandela, George D. Yancopoulos, læknir, doktor í lífefnafræði og sameindalíffræði og forstjóri líftæknifyrirtækisins Regeneron, Peter Goldmark, stjórn- andi Environmental Defense Fund, óopinberra umhverfissamtaka í New York og Stewart Sukuma, tónlistar- og baráttumaður frá Mósambík. Columbiu háskólinn er einn virt- asti háskóli í heimi. Á hverri önn eru mánaðarlegir fyrirlestrar sem eru ætlaðir afburðanemendum skólans og styrkþegum sem sýnt hafa eindregna hæfni til að axla leið- togahlutverk í framtíðinni. Á hverju skólaári eru fengnir fyrirlesarar hvarvetna úr heiminum í því skyni að kynna þeim sem flest sjónarmið í samfélagsmálum, stjórnmálum, vís- indum og listum. Markmiðið er að auka víðsýni nemendanna, brýna hugsjónir þeirra og veita þeim nýja sýn á heiminn og vandamál hans. Margir af helstu og þekktustu forvíg- ismönnum bandarísks efnahagslífs, háskóla og stjórnmála hafa á undan- förnum árum verið þátttakendur i þessu námi. Andri Snær Magnason hefur þrátt fyrir ungan aldur markað sér stöðu sem einn helsti rithöfundur íslendinga. Blái hnötturinn fékk í vor fimm tilnefningar til helstu leik- listarverðlauna Kanada og er vænt- anleg á svið í Finnlandi í september. Fyrir söguna af bláa hnettinum hlaut hann íslensku bókmenntaverð- launin 1999 en LoveStar var tilnefnd til sömu verðlauna árið 2002. Vænt- anleg er á næstunni ný bók eftir hann sem er ætlað að hrista upp í hugmyndaheimi og heimsmynd Is- lendinga. Verk hans hafa verið gefin út á 17 tungumálum. Andri Snær Magnason. Fyrirlesari í einum virtasta háskóla heims. Tværbækur fráMáliog menningu Mál og menning hefur sent frá sér þrjár bœkur í kilju. FörLewiseftirPer Olov Enquist er saga öflugrar fjöldahreyfmgar sem borin var uppi af konum sem fundu lífisínutilgangog merkingu á mögnuðum samkomum þar sem þær komust i algleymisástand fjarri fátækt,bama- nauð og eymd hversdagsins. Leiðtogi hreyfingarinnar, Lewi Petrus, heillaði þessar konur með kennimennsku sinni og einlægri trú sem snerist ekki síst um að byggja upp réttlátt samfélag í Svíþjóð þar sem samábyrgð og náungakærleikur væru lífsgildin. Hugsjónamaðurinn Lewi Petrus, stofnandi og leiðtogi sænsku hvíta- sunnuhreyfingarinnar.bar hana uppi á viðkvæmum tímum milli- stríðsáranna þegar sterkir leiðtogar voru settir á stall og stóra sannleika veifað á ýmsum vígstöðvum. En kvennamaðurinn og nautnaseggurinn Sven Lidman ætlaði sér einnig stóra hluti í hvítasunnuhreyfingunni, sem átti sterk ítök í sænsku þjóðlífi, en óvíst hvort hún rúmaði þá báða. Halla Kjartansdóttir þýðir. Námskeið um Pétur Gaut Þjóðleikhúsið stendur fyrir námskeiði fyrir almenning í tengslum við sýningu leikhússins á Pétri Gaut eftir Henrik Ibsen í leikstjórn Baltasars Kormáks. Pétur Gautur verður vígslusýning Kassans, sem er nýtt leiksvið í Þjóðleikhúsinu. Námskeiðið hefst 7. febrúar. Pétur Gautur er eitt af meistara- verkum Henriks Ibsens, snilldar- legur ljóðleikur sem aflaði skáldinu heimsfrægðar. Verkið kom fyrst út á bók árið 1867 en tæpum áratug síðar var það frumflutt og það hefur reglulega verið sett upp í frægum uppsetningum f helstu leikhúsum heims síðan þá. Hin margbrotna titilpersóna verksins og knýjandi spurningar um það sem skiptir máli f lífinu og kjarna mannsins hafa heltekið jafnt leikhúslistafólk sem Baltasar Kormákur og Björn Hlynur, leikstjóri og aðalleikari í Pétri Gaut, en Þjóðleikhúsið stendur fyrir námskeiði fyr- ir almenning í tengslum við sýninguna. áhorfendur í gegnum tíðina. Mann- legt innsæi höfundarins nýtur sín hér til fulls og ímyndunarafl og hug- myndaauðgi hans fara á óviðjafnan- legt flug, í verki sem er leiftrandi af húmor. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að opna þátttakendum heim leikhússins og veita þeim inn- sýn í aðferðir þess. Þátttakendum er boðið í heimsókn á æfingu á Pétri Gaut og þeir kynnast innviðum Þjóðleikhússins og starfinu í húsinu. Fjallað verður um leikritið Pétur Gaut og þátttakendur fá til lestrar nýja þýðingu Karls Ágústs Úlfs- sonar á verkinu. Þeir sjá sýninguna svo fullbúna og námskeiðinu lýkur með umræðum um verkið og sýn- inguna með þátttöku leikstjóra, list- rænna aðstandenda og leikara í sýn- ingunni. Námskeiðið verður haldið þrjú þriðjudagskvöld á tímabilinu frá 7. febrúar til 7. mars, auk sýning- arinnar. Þátttakendur geta valið á milli tveggja sýningarkvölda undir VERKSTJORAR í bréfadeild Póstmiðstöðvar -110 Reykjavík Framkvæmdasvið óskar að ráða tvo verkstjóra í vaktavinnu í bréfadeild Póstmiðstöðvar. Störfin henta bæði konum og körlum. Hæfniskröfun Reynsla af stjórnun æskileg og hæfni I mannlegum samskiptum. Nánari upptýsingarveitir Helga Bolladóttir. slmi: 580 1000. Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2006. Umsóknum skal skilað til: Islandspóstur hf. Póstmiðstöð Helga Bolladóttir Stórhöfða 32 110 Reykjavík Umsóknum er einnig hægt að skila á www.postur.is lok febrúar. Leikstjóri sýningarinnar verður Baltasar Kormákur, sem hefur vakið athygli fyrir frumlegar og myndrænar leiksýningar, bæði á klassískum verkum á borð við Ham- let og Draum á Jónsmessunótt, sem og nýrri verkum. Grétar Reynisson gerir leikmynd sýningarinnar á Pétri Gaut. í titilhlutverkinu verður Björn Hlynur Haraldsson sem þreytir nú frumraun sína í Þjóðleikhúsinu. I þessari nýju sýningu verður sjónum beint að Pétri Gaut í nútímanum. Umsjón með námskeiðinu hafa Melkorka Tekla Ólafsdóttir, leik- listarráðunautur Þjóðleikhússins og Ingibjörg Þórisdóttir, verkefna- stjóri fræðsludeildar. Skráning og nánari upplýsingar hjá fræðsludeild Þjóðleikhússins. michael CONNELLV Blóðskuld eftir Michael Connelly kemurútíþýðingu Brynhildar Bjömsdóttur. Terrell McCaleb, I fyrrum lögreglumaður hjá FBI, er að jafna sig eftir hjartaígræðslu þegar Garciella Rivers biður hann um aðstoð við að hafa uppi á morðingja systur sinnar. í ljós kemur að honum er máhð skylt og maðurinn með nýja hjartað lendir í háskalegri leit að sálarlausum og óútreiknanlegum morðingja þar sem ekkert er sem sýn- ist. Æsispennandi saga sem heldur lesandanum föngnum frá fýrstu til síðustu blaðsíðu. Michael Connelly er einn vinsælasti glæpasagnahöfúndur heims um þessar mundir. Áður hefúr komið út eftir hann spennusagan Skáldiðáíslensku. 109 SU DOKU talnaþrautir Lausn síðustu gátu Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eöa lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers niu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins 1 4 6 5 2 7 9 2 9 2 7 8 6 3 2 7 6 1 7 2 3 9 5 7 3 8 4 7 3 9 2 8 1 5 6 8 5 1 7 6 3 4 9 2 6 9 2 5 4 1 3 8 7 7 1 4 6 9 5 8 2 3 3 2 9 8 7 4 6 1 5 5 8 6 1 3 2 9 7 4 1 4 7 2 8 6 5 3 9 9 3 8 4 5 7 2 6 1 2 6 5 3 1 9 7 4 8

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.