blaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 29

blaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 29
blaóið MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 DAGSKRÁ I 37 Mér skilst að líkamlega þörfin eft- ir nikótíninu sé um þrjár vikur að hverfa úr líkamanum eftir að drep- ið hefur verið í þeirri síðustu. Nik- ótínplásturinn mun væntanlega tefja þetta ferli eitthvað hjá mér. Eg er enn að dæla í mig 5 mgr á dag, í upphandlegginn. Ég hef ekki fund- Sirkus, 21.00 My Name is Earl. Þessír frábæru grín- þættir slógu svo sannarlega í gegn í Bandarikj- unum og ekkert lát virðist vera á vinsældum þeirra. ... Tennisáhugamenn Sýn, 22.50 Sharapova Maria Sharapova er ein skær- asta tennisstjarna heims (dag. Hún tók við kyndlinum frá Önnu Kournikovu en hefur það fram yfir hana að kunna tennis á heimsmæli- kvarða. Stöð 2 bíó, 10.00 Butch Cassidy and the Sund- ance Kid (e) Sígildur vestri með Paul New- man og Robert Redford, sem leika útlaga á flótta undan vægðarlausum hópi sérsveitar lögreglunnar. Þessi gamansami vestri frá 1969 naut mikilla vinsælda á sínum tima, fékk fern Óskarsverðlaun þ.á.m. fyrir handrit og lagið „Raindrops Keep Falling on My Head" og hefur gjarnan verið talin vera fyrsta „bud- dy"-myndin. ið neitt um hversu langan tíma það tekur að endurforrita félagslegan vana en mér skilst á vini mínum að það sé eitthvað sem fólk getur gert á þremur vikum, að meðaltali. Sam- kvæmt því þarf ég ekki að bíða lengi eftir að staðalbúnaðurinn hlaði inn nýju hegðuninni. 47% completed... samt.. Ég horfi á skjáinn og langar að standa upp, ná mér í kaffibolla og fara með hann út á tröppur til að reykja á meðan ég bíð. Það eru lík- lega þessi 53% sem enn eimir eftir af sem stýra þeirri löngun. Ég leita í sjálfri mér eftir merkisbera viljans en hann er líklega í hvarfi bak við hól, einhvers staðar í hæð- óttu landslagi persónu- leikans, með grunn- fánann á lofti. Reistu í verki vilj... Nema, það læðist að mér sú ljóta hugsun að merkisberinn sé að svindla. Að hann hafi komið sér í hvarf til að kveikja sér í. Helvísk- ur. Lætur mig um puðið og sér sjálfur um púffið. Það er augljóslega farið að hrikta í staðfestunni og ég að missa trúna á hið æðra sjálf. í miðri hugs- unskýturmerkis- beranum aftur upp úr dimmum dal og ég sé glitta í hetjuna. Vilji er allt sem þarf! Hann hróp- ar þetta til mín og ég sé prósentutöluna breytast á skjánum. 48% complet- ed... Tæplega hálfnuð. Jú, ætli ég hafi þetta ekki af enn einn daginn. Saga Japans í Sjónvarpinu 1 kvöld verður sýndur fyrsti þáttur- inn af þremur í vönduðum banda- rískum heimildamyndaflokki á RÚV. Japan - Minningar um leynd- arríki (Japan: Memoirs of a Secr- et Empire) segir sögu Japans frá sextándu öld til þeirrar nítjándu. Öflugir hershöfðingjar, grimmir vígamenn, geishur og listfengir handverksmenn settu svip sinn á þetta endurreisnarskeið í sögu Jap- ans þegar jafnvægi komst loks á eftir langan ófrið. En stöðugleikinn kostaði fórnir og í 250 ár var landið lokað alræðisriki. Hér er rakin lítt þekkt saga þessa dularfulla ríkis og fjallað um samskipti þess við Vest- urlönd og mótun þeirrar þjóðar sem nú á dögum er ein hin áhrifamesta í heimi. I fyrsta þættinum er sagt frá því er Tokugawa Ieyasu samein- aði Japan og kom á ættarveldi sem stjórnaði landinu í meira en 250 ár. I öðrum þætti er sagt frá því er barna- barn stofnanda ríkisins, Tokugawa Iemitsu, herti tökin á stríðsherrum Japans og rak alla útlendinga úr landi. 1 lokaþættinum er svo sagt frá menningar- og efnahagslegu blómaskeiði borgarinnar Edo á 18. öld. Hún þótti með fjörugri borg- um í heiminum þá en erlendir herir voru ekki langt undan. Beltisdiskó Beltissylgjur hafa komið sterkar inn í tískuna undanfarin misseri. Vinsældir iPod spilaranna hafa líka orðið til þess að töskur undir þá hafa fýlgt í kjölfarið. Nú er búið að sameina þetta tvennt í Tunebuckle. Fyrir litla 50 Bandaríkjadali er hægt að festa kaup á iPod nano hulstrinu sem einnig virkar sem beltissylgja. Beltið sjálft fylgir einnig með og kemur í tveimur litum. Vektu mig Á Islandi nota það fáir strætó að þessi hugmynd er næsta ónothæf. Hins veg- ar virkar mjög vel í t.d. Lund- únum að eiga svona „vektu mig við...“ límmið- um í neðanjarðarlestunum. Maður límir einn svoleiðis á sig þegar sest er niður í lestinni og getur dottað meðan á ferðinni stendur. Þegar áfangastaðurinn nálgast sér sam- ferðafólk manns um að vekja mann. „Snooze“ límmiði fylgir einnig. Skype I febrúar mun Sony hefja sölu á þess- ari sniðugu mús. Þegar hringt er í fólk í gegnum Skype samskiptafor- ritið breytist músin í símatæki svo auðvelt er að taka símtölin. Þá er einnig hægt að tala í músina án þess að taka hana upp ef fólk vill geta unnið á tölvuna meðan á samtalinu stendur. ®g) foiraiQn® im Queer eye for the straight guy mið kl. 21 Samkynhneigðu tískulöggurnar eru komnar aftur á SKJÁE/A/A//

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.