blaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 bla6ió blaðiÖBHH Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. LEGGJUM NIÐUR LAUNANEFNDINA Sveitarfélögin hér á landi eru á köflum ákaflega sérstök fyrir- bæri. Þrátt fyrir að þeim hafi fækkað mikið undanfarin ár eru þau mörg hver ennþá agnar smá og telja sum ekki nema nokkra tugi einstaklinga eða hundruð. Það ætti hverjum manni að vera ljóst að margvísleg vandamál koma upp við stjórn þessara litlu eininga. Návígi sveitarstjórnarmanna við kjósendur er mikið. Það er að sjálfsögðu ekki slæmt í sjálfu sér en skapar ákveðin vandamál. Það þýðir til að mynda að starfsmenn sveitarfélags geta verið allt í senn, kjósendur, vinir og ætt- ingjar sveitarstjórnarmanna. Staða yfirmanna sveitarfélaga til að taka á erfiðum málum, t.d. að ákvarða kjör einstakra stétta eru því oft á tíðum erfið. Þetta vandamál var leyst á sínum tíma með því að koma á fót nefnd, sem kallast launanefnd sveitarfélaga. Yfirlýst markmið nefndarinnar var meðal annars að jafna laun einstakra stétta hjá sveitarfélögunum vítt og breitt um landið. Með öðrum orðum átti að tryggja að sundlaugarstarfs- maður fengi sambærileg laun fyrir sömu vinnu, sama í hvaða sveitarfé- lagi hann ynni. Launanefndin hefur unnið ötullega að þessu verkefni sínu og finnst sumum þar nóg um. Staðreyndin er að staða sveitarfélaga hringinn í kringum landið er ákaf- lega breytileg. Á sama tíma og íbúar ákveðinna sveitarfélaga eru alveg til í að vinna í leikskólum, áhaldahúsum og grunnskólum sveitarfélaga fyrir þau laun sem samið hefur verið um i kjarasamningum, á það alls ekki við alls staðar. Þannig er staðan á höfuðborgarsvæðinu. Sveitarfé- lögin eru í harðri samkeppni við einkageirann og eru að tapa þeirri sam- keppni. Hver starfsmaðurinn á fætur öðrum gefst upp á oft krefjandi og illa launaðri vinnu sinni hjá sveitarfélögunum enda nóg af góðum störfum í boði þar sem vinnutíminn er jafnvel styttri og launin hærri. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gátu illa brugðist við, því launa- nefndin hafði lagt línurnar - þetta mátti borga og ekki meira. Ekkert tillit var tekið til utanaðkomandi þátta heldur búinn til algildur samn- ingur. Reykjavíkurborg neyddist að lokum til að bregðast við ástandinu og fékk litlar þakkir fyrir frá fulltrúum annarra sveitarfélaga. Málið er nú allt komið í hinn mesta hnút og varð niðurstaðan að lokum að það yrði rætt á launaráðstefnu sveitarfélaga sem haldin verður í næstu viku. Niðurstaðan er hins vegar að launanefndin er tímaskekkja sem leggja á niður svo sveitarfélög geti samið í takt við raunverulegt ástand á hverjum tíma. Niðurstaða launaráðstefnunnar ætti því að vera að leggja nefndina niður. Auglýslngastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingan Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, augly$ingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. —4 Jk Mánudaginn 16. janúar Matararfur íslendinga Auglýsendur, upplýslngar veita: Kolbrún Ragnarsdóttir • Slmi 510 3722 • Gsm 848 0231 • kolla@bladid.net Magnús G Hauksson • Sími 510 3723 • Gsm 691 2209 • maggi@bladid.net Bjami Daníelsson • Sími 510 3725 • Gsm 856 4299 • bjami@bladid.net 14 I ÁLIT oicKúTt í felíUlSKí BLhKLHhvSIWM TMNSr i, Mb MrnrwixGT mwMt m> w i§LtmuGHti síkm CföÐH'iZ ^ooooo. Hoo.°oo , Zoc.too oG &N MiLLÍóll 'CftUM p tVKÍ LBNGliR WTAKfl íSWÁK'PflLEiKuM - Kapítalískur liðsauki láglaunafólksins Það er orðið langt síðan verkalýðs- hreyfingin missti þá tiltrú mína að hún væri sennileg til þess að lyfta kjörum hinna lægstlaunuðu i þessu landi. Kannski er aðalástæðan sú að þessi sama hreyfing hefur engan áhuga á slíkum jöfnuði. Þess vegna gladdi það mitt alþýðu- hjarta að sjá að loksins hefur láglauna- stéttunum borist sá liðsauki sem lík- legur er til að virka. Þessi Iiðsauki er sjálfur kapítalisminn! Eru launaþrepin náttúrulögmál? Um aldir hefur verið til siðs að am- báttir og láglaunakerlingar léttu undir við barnauppeldi. Þegar stofnanir tóku við þessum uppeld- isstörfum þótti einnig sjálfsagt að þeir sem þar skeina barnsrössum og kenna barnssálinni fyrstu skrefin í veröldinni séu að minnsta kosti ekki að hreykja sér upp yfir aðra í launum. Ekki frekar en fiskikellingar eða þær sem fást við skúringar. Stundum hefur mér dottið í hug að þessar láglaunastéttir hafi verið þarna til þess að um eitthvað væri hægt að tala í. maí. Mig minnir alla- vega að það hafi komið úr einum al- þýðuherbúðunum seint á síðustu öld að launaþrepunum væri eiginlega ekki hægt að breyta. Það væru bak við þetta aldagömul lögmál sem gilt hefðu svo langt sem sögur ná. Með öðrum orðum að þeir sem ynnu svo- kölluð láglaunastörf yrðu að sætta sig við að vera láglaunafólk. Sanngjarnt kerfi... Þess vegna er svo gaman að leikskóla- og dagmömmukrísunni sem nú er komin upp. Ég segi, gaman að krís- unni, ekki af illvilja gagnvart þeim sem þar klóra sér í hausnum yfir því hvernig eigi að leysa vandann án þess að fá allan launastigann af stað. Heldur af velvild og ánægju með að sjá kerfið okkar virka með réttum og sanngjörnum hætti. Bjarni Harðarson f landinu er næg eftirspurn eftir vinnandi fólki sem er auðvitað frum- forsenda þess að vinna sé greidd sanngjörnu verði í kerfi framboðs og eftirspurnar. Þær konur sem í dag fást við að passa börn gera sér fulla grein fyrir að þeim býðst margt annað í lífinu. Gott hjá þeim! Það er vissulega vandamál að samþykkja launahækkun til þessa hóps án þess að það fari upp allan skalann, en ég held ekki að það sé óleysanlegt verkefni. Frumkvæði og þor borgar- stjóra Reykjavíkur í þessu efni er til fyrirmyndar. En ef að þetta er nú rétt að hin kapít- alísku lögmál hafi að nokkru áorkað þessu, af hverju hafa þau þá ekki gert það fýrr? Ekki auðsvarað en ég held að skýringarinnar sé m.a. að leita í miðstýrðu launakerfi landsmanna, að samstaða, samkrull og mér liggur við að segja samsæri verkalýðshreyf- ingarinnar eigi stærstan þátt í þvi að lögmál markaðarins hafa ekki gilt á vinnumarkaði. ...en leysir ekki vanda allrai En þrátt fyrir að lögmál framboðs og eftirspurnar séu nú á góðri leið með að lagfæra laun ófaglærðra í leikskólum og kannski dagmæðra líka þá er ekki allur björninn unninn. Ennþá eru til störf sem eru fáránlega illa launuð án þess að þar sjáist nein sólarmerki. Þetta á sérstaklega við ýmis þau störf þar sem íslenskt vinnu- afl keppir við innflutt vinnuafl. Vinna ófaglærðra í fiski og landbún- aði eru áfram sennileg til að verða lág. Líklegast er lögbinding lægstu launa eina leiðin til að bæta þar ástandið svo einhverju munaði! Auðvitað er lögbindingin andstæð markaðslög- málunum en það eru bara vanþrosk- aðir frjálshyggjudrengir sem halda að markaðslögmál eigi ein að stjórna öllu. Lögmál virka en við mennirnir eigum að stjórna. Höfundur er ritstjóri Sunnlenskafréttablaðsins. Klippt & skorið „Okkur [...] erþví nokkur vandiáhöndum. Þai er óös manns æii að berja höfðinu við stein- innog segja að staöan sé í lagi. Hún er það ekki lengur. Við þurfum að skoða vinnubrögð okkar og forystunnar vel, og bæta úr því sem okkur kann að þykja á skorta..“ Össur Skarphídinsson, 10.01.2006, ossur.hexia.net ■n m o ÍSLAN DSBAN Kl ssur ofurblogg- ariSkarphéðins- son er ómyrkur í máli þegar hann fjallar um fylgishrun Samfylkingar- innar undanfarna mánuði. Hann bendirá að GylfiArn- björnsson, framkvæmdastjóri ASf og einn helsti stuðningsmaður Ingibjargar Sólrúnar Gfsladóttur, hafi talað um kreppu Samfylk- ingarinnar af minna tilefni. Sjálfur vill hann ekki tala um kreppu, en Ijóst er af skrifum hans að hveitibrauðsdagar nýja formannsins gagn- vart eigin þingflokki eru að baki. Iviðskiptalífinu tala menn auð- vitað um fátt annað en viðskiptin með Islandsbankabréfin. Allur almenningur á hins vegar erfitt með að átta sig á þeim, enda upphæðirnar þvílíkar að fáir átta sig á stærð- unum. Hvað eru 8o milljarðar króna mikill peningur? En það má reyna að gera sér þær í hugarlund. Nýlega bárust af því fregnir að ís- lendingar hefðu keypt sér fleiri bíla en nokkru sinni á síðasta ári, um 19.000 fólksbíla. Verð- mæti þeirra allra er þó aðeins helmingurinn af því, sem gekk yfir borðið um helgina. Það má lýsa því þannig að ef keyptur væri ágætur með- klipptogskohd@vbl.is albíll fyrir þessa peninga, segjum Hyundai Son- ata, þá mætti leggja þeim stuðara við stuðara frá Lækartorgi vesturá Arnarstapa. Annars hefur verið sérkennilegt að fylgjast með fréttaflutningi af þess- ari eignatilfærslu í (slandsbanka. Rætt hefur verið um að átökunum um íslands- banka sé lokið og fleira á þeim nótunum. Ætli endalok mannkynssögunnar séu ekki bara f nánd líka? Nei, sjálfsagt er sennilegra að menn finni nýja núningsfleti og átakalínur, einhverjir bindast samtökum og aðrir klofna. Einn af góð- kunningjum Kauphallarinnar orðaði það sem svo að Ijóslega væri engra frekari tfðinda að vænta úr íslandsbanka fyrst þar væru komnir saman í kompani englar friðarins á borð við Karl Wernersson, Jón Ásgeir Jóhannes- son og Ólaf Ólafsson f Samskip.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.