blaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 12
12 I ERLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 blaöiö Mengunarvaldar leita umhverfisvænna lausna Sexþjóðirhafa í hyggju að stofna sjóð til að þróa umhverfisvœna orku- gjafa til að stemma stigu við gróðurhúsalofttegundum. Umhverfis- verndarsamtök segja viðrœður um stofnun sjóðsins yfirvarp. Umhverfisverndarsinnar moka kolum upp að mynd af John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, fyrir utan fundarstaðinn í Sydney. Fjárfest í flatskjám Matsushita stefnir á að ná allt að 40% markaðshlutdeild á heimsvísu á markaði með flatskjássjónvörp. Japanska fyrirtækið Matsushita hyggst leggja nærri 180 milljarða jena (um 95 milljarða íslenskra króna) í byggingu stærstu flatskjáa- verksmiðju í heimi. Matushita er stærsti framleiðandi raftækja til heimilisnota í heiminum og er Pana- sonic án efa þekktasta vörumerki fyrirtækisins. Nýja verksmiðjan verður byggð við hlið annarrar verksmiðju fyrirtækisins í Amaga- saki í vestur japan og mun starfsemi hennar heíjast í júlí árið 2007. Búist er við að hún verði komin í fullan gang tæpum tveimur árum síðar og ætti þá afkastageta hennar að vera hálf milljón flatskjáasjónvarpa á mánuði eða 6 milljónir á ári. Heildarframleiðsla Matsushita á slíkum sjónvarpstækjum mun nema 11 milljónum á ári en fyrirtækið rekur þrjár aðrar verksmiðjur í Japan og Kína. Sérffæðingar telja að vegna hinnar gríðarlegu stærðar verksmiðjunnar muni Matsushita ná talsverðu forskoti á keppinauta sína á þessum markaði. Matsushita stefnir að því að ná 40% hlutdeild á flatskjáamarkaðinum á heimsvísu. Fyrirtækið telur að markaðurinn muni nærri tvöfaldast á þessu ári. Það býst við að um 10 milljónir tækja seljist á árinu og árið 2010 verði talan komin upp í 25 milljónir. Þær sex þjóðir heims sem mestri mengun valda hafa f hyggju að stofna sjóð sem ætlað er að hvetja fyrirtæki í námu- og orkuiðnaði til að þróa og nota umhverfisvænni orkugjafa. Með þessu viljaþær leggja sitt af mörkum til baráttunnar gegn loftslagsbreytingum á jörðinni. Enn fremur verða átta starfshópar settir á laggirnar sem eiga að þróa verkefni fyrir sjóðinn í samstarfi við aðila í viðskiptalífinu og iðnaði. Þjóðirnar sex eru Bandarfkin, Ástr- alía, Japan, Kína, Suður-Kórea og Indland. Sameiginlega losa þessar þjóðir um helming þeirra gróðurhúsaloft- tegunda sem brennsla jarðefnaelds- neytis (svo sem kola og olíu) hefur í för með sér. Ríkisstjórnir og einkageirinn taka höndum saman Viðræður um stofnun sjóðsins hafa farið fram í Sidney undanfarna daga og hafa meðal annars fulltrúar námu og orkufyrirtækja komið að þeim. Utanríkisráðherra Ástr- alíu, Alexander Downer, sagði að bæði einkageirinn og ríkisstjórnir myndu reyna að finna lausnir á vandamálunum. Umhverfisverndar- samtök segja aftur á móti að viðræð- urnar séu aðeins yfirvarp sem ætlað sé að grafa undan Kyoto-bókuninni sem miðar að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Bandaríkja- menn og Ástralir hafa neitað að skrifa undir hana á þeim forsendum að það myndi ógna hagvexti í lönd- unum. Umhverfisverndarsamtök halda því fram að ef þjóðir setji sér ekki bindandi markmið sé slíkt sam- komulag dæmt til að mistakast. Bankaræningi skotinn til bana Lögregla skaut vopnaðan banka- ræningja til bana og særði annan á Florida á miðvikudag eftir að hafa verið á hælum þeirra í nærri hálfan sólarhring. Neyðarástand skapaðist og þurfti að loka af stórt svæði af öryggisástæðum. Bankaræningjarnir, karlmaður og kona, höfðu haldið fólki í gíslingu í banka í nágrenni Disney World skemmtigarðsins. Eftir að lög- regla hafði sprengt sér leið inn í bankann flúðu þeir á bíl og tóku einn gísl með sér. Karlmaðurinn var skotinn af leyniskyttu þegar hann reyndi að skipta um bfl og konan handtekin. Gíslinn sakaði ekki. Lík foreldra í frystigeymslu Hæstiréttur Frakklands hefur skipað manni að fjarlægja lík for- eldra sinna úr frystigeymslu þar sem þau hafa verið geymd undan- farin ár. Er manninum jafnframt gert að láta jarða líkin eða brenna. Remy Martinot hefur geymt líkin í 65 stiga frosti í frystigeymslu í kjallara á óðali sínu í Loire-dal. Með því uppfyllti hann hinstu ósk föður síns, Raymond Martinot, fyrrum læknis, sem vonaðist til þess að dag einn yrði hægt að vekja hann og konu hans aftur til lífsins. Monique Martinot, eiginkona Raymonds, lést 49 ára að aldri árið 1984 og hafði hann geymt lík hennar í frysti síðan. Hann sýndi ferða- mönnum stundum „grafhvelfingu“ hennar til að fjármagna viðhald á frystibúnaðinum. Sjálfur safnaðist Raymond Martinot til feðra sinna árið 2002 og fór sonurinn fram á að fá að varðveita líkin áfram i frysti en þeirri beiðni var hafnað. Canon MP800 fjölnotatæki Prentari, skanni, Ijósritun og fax • Upplausn prentunar: 9600x2400. • Svarthvít prentun: 30 bls. á mín. • Ljósmyndaprentun: 10x15 myndir á 36 sek. • Litaprentun: 24 bls. á mín. meö texta og grafík + prentar á CD/DVD. • ChromaLifelOO kerfi sem eykur endingu Ijósmynda. Tilboðsverð 29.900 kr. Canon Ixus 55 Glæsileg hönnun ■ Fimm milljón pixla myndflaga. • 3x aðdráttur á linsu. • DIGICII örgjörvi sem eykur hraða. • 2.5" LCD skjár. ■ VGA kvikmyndabútar. • 15 tökustillingar. Tilboðsverð 34.900 kr. Canon PowerShot S2 IS Aukið frelsi • Fimm milljón pixla myndflaga. ■ 12x aödráttur á linsu. • 1.8" snúanlegur LCD skjár. • Hristivörn í linsu. - 18 tökustillingar. • DIGIC II örgjörvi sem eykur hraða. Tilboðsverð 44.900 kr. Canon ÍP4200 prentari Framúrskarandi frammistaða á góðu verði • Upplausn: 9600x2400 dpi. • Prenthraöi: Sv/hv. 29 bls. á mín. Litur 19 bls. • Ljósmyndaprentun: 10x15 myndir á 51 sek. • Tveir pappírsbakkar - DVD / CD prentun. • ChromaLifelOO kerfi sem eykur endingu Ijósmynda. • Single Ink blekhylkjakerfi stuölar aö lægri rekstrarkostnaöi. Tilboðsverð 14.900 kr. CanoScan 8400F Háhraða skanni með filmuskönnunarmöguleika • Raunupplausn: 3200x6400, 48bita litadýpt ■ Búnaður tíl að fjarlægja rispur/ryk. • Mjög hraðvirkur. ■ USB 2.0 Hi-Speed, • Fjórir flýtihnappar á skannanum. • Góður hugbúnaðarpakki fylgir með. Tilboðsverð 19.900 kr. Söluaðilar um land allt Nánari upplýsingar veita söluráðgjafar Nýherja sem bjóða þér faglega ráögjöf við val á réttu lausninni. Síminn er 569 7700 og netfangið er ver@nyherji.is Canon ÍP2200 prentari Hraðvirkur, sveigjanlegur og einfaldur í notkun • Upplausn: 4800x1200 dpi. • Prenthraði: Sv/hv. 22 bls. á mln. litur 17 bls. ■ Ljósmyndaprentun: 10x15 myndir á 55 sek. • ChromaLifelOO kerfi sem eykur endingu Ijósmynda. • Ljósmyndagæði eins og frá framköllunarþjónustunni I allt að A4 stærð. Tilboðsverð 7,900 kr. <Q) NÝHERJI Nýherji hf. ■ Borgartúni 37 -105 Reykjavík • Sími 569 7700 ■ www.nyherji.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.