blaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 18
FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 blaAÍÖ 18 iv Blam/FMi Samkynhneigðir eru hluti af sköpunarverkinu ,Þegar Róbert Marshall og Sigmundur Ernir komu til mín með hugmynd að nýrri fréttastöð og báru hana undir mig fannst mér hún spennandi og vildi eiga þátt á að koma henni í fram- kvæmd," segir Heimir Már Péturs- son fréttastjóri fréttaveitunnar á Nýju Fréttastöðinni (NFS). „Á þeim tveimur mánuðum sem NSF hefur starfað hafa alls kyns fréttir ratað inn í sjónvarpsfréttir sem ekki var pláss fyrir í einum kvöldfréttartíma. Við höfum gert þó nokkuð af þvi að senda út beint þannig að áhorfendur fá hlutina heim í stofu eins og þeir gerast en ekki eins og þeir eru matreiddir. Sjónvarpsstöðvar sem senda út fréttir allan sólarhringinn þurfa að endurtaka fréttir nokkuð mikið en fréttir breytast og nýjar koma inn og svo eru ekki allir að horfa á sama tíma. Stór frétt með tilfær- ingum og breytingum getur lifað allt upp í tólf tíma. Svona stöð festir sig ekki í sessi á nokkrum mánuðum, það tekur kannski tvö til þrjú ár fyrir þjóðina að venjast því að hún sé til. Ef okkur tekst að verða stöðin sem færir fréttirnar um leið og þær gerast þá eigum við eftir að festa traustar rætur “ Þú héfur yf:imli£ttékki:ffiti&Í£yn t með skaðanir’bínar en nú ertu fréttastjóri: Mattu ennþá tala frjálslega um pólitík? „Ég hef máifrelsi eins og aðrir en rað er kannski ekki skynsamlegt af mér að tala mjög pólitískt um pólitík. Mín fortíð er ekkert leynd- armál og þeir sem fylgjast með þjóðmálum vita hvaðan ég kem en ég legg áherslu á það í vinnu minni og gagnvart starfsfólki mínu að hlutleysis sé gætt í um- ræðu um stjórnmál og að þar fái öll sjónarmið að njóta sín.“ þá sé málið afgreitt. Mér þykir vænt um þennan flokk enda tók ég þátt i að búa hann til.“ Er það ekki fórn fyrir pólitískan mann einsog þig að geta ekki lengur tekið þátt í pólitísku starfi? „Pólitískt starf getur verið slít- andi. Þar er mikið ofsóknaræði í á að lifa sínu lífi, sem frjálsir menn og konur. Mannskepnan þarf ekki að vera einfalt vinnudýr eða vél- menni sem fæðist inn í heiminn og fer athugasemdarlaust hina beinu braut sem hefur verið skipulögð af kynslóðunum á undan og deyr síðan drottni sínum sátt við menn og málefni. Fólk hefur sem betur fer frjálsan vilja og getur kosið að 99 Dauðinn hefur alla tíð veríð mjög nálægur mér. Þegar ég var fimm ára horfði ég á fjögurra ára frænda minn verða fyrir bíl. Hann dó og eftir það hefur dauðinn alltafverið glottandi við hliðina á mér." Þú ert ennþá Samfylkingar- maður? „Ég ætla ekki að segja mig úr Samfylkingunni. Slíkt væri bara táknræn athöfn og ég sé engan til- gang með því. Ég mun ekki sitja á fundum hjá flokknum og skipti mér ekki af flokksstarfinu. Ég veit ekki hvort Samfylkingin er ennþá inni í mér. Suma daga er hún það meira en aðra og suma daga er hún það ekki og aðra daga eiga sjónar- mið sem aðrir halda fram meiri [Min innca með mér en Hefueðu orðtð fyrir vonbrigðum með Samfylkinguna? „Það er ekki bara þannig að maður verði fyrir vonbrigðum og gangi og menn sjá samsæri í öllum hornum. Þetta er leiðinlegt líf til lengdar. Að því leytinu til er ég feg- inn að vera ekki lengur þátttakandi og nýt þess að vera áhorfandi.“ Andkristinn hugsunarháttur Þú ert einn mesti andstœðingur forsjárhyggju sem ég þekki. Þú hefur eícki látið af andstöðu við hana? „Ég hef varað við henni 1. mörg ár. Frjáíslyndir straumar hafa farið um heiminn en það er statt í ibr- s^árhjggju hjá vaÁxgaOt kiðispólitíska rétthwgsajiþar sem ekki. má segja tiltekaa liliítt. Enda- laus þörf marga til að stjórna því hvernig aðrir haga sínu persónu- lega lífi er algjölega óþolandi. Fólk lifa lífi sínu öðruvísi en flestir eiga að venjast og telja æskilegt. Það er nefnilega hægt að lifa lífinu á svo margvíslegan hátt.“ Víkjum þá að málefnum samkyn- hneigðra ogdeilum um það hvort leyfa eigi samkynhneigðum að ganga í hjónaband. Hluti af forsjárhyggjunni er að hjónaband geti ekki verið nema á milli karlmanns og konu. Það er sorglegt að sjá menn hrasa á þessu. Þeir ;>em iala á þeanan hátt haga .sér ems ogþeú: h*(i««kaiséft-á>þ»í hvað ■arrfitistalegt og gefa ir«kyn að fóík sem er samkyuhneigt og kristið sé verra kristið en annað kristið fólk. t mínum huga er þetta fullkomlega andkristinn hugsunar- háttur. Ég þekki ekki harðan, dæm- andi og þröngsýnan Krist sem dæmir þá til helvítis sem fara ekki eftir þrengsta bókstaf Biblíunnar. Minn kristindómur og mitt kristi- lega uppeldi snerist um kærleiks- boðskap Jesús Krists og að menn skyldu gera öðrum mönnum það sem þeir vildu að þeim yrðu sjálfum gert. Biskup íslands er skynsamur maður og gáfaður og sorglegt að hann skuli telja sig þurfa að halda fram málstað eins og hann gerði í áramótaávarpi sínu þegar hann gaf í skyn að með því að gefa söfn- uðum heimild til að gefa saman samkynhneigða þá jafngilti það því að hjónabandinu væri kastað á öskuhaugana. Ég skil ekki hvernig hjónaband Jóns og Gunnu á að gengisfalla við það að Siggi og Sveinn gifti sig í kirkju. Sam- kynhneigðir eru hluti af sköpunar- verkinu og eru jafn eðlilegir og gagnkynhneigðir. Ást fullorðinna einstaklinga hver á öðrum með samþykki beggja getur aldrei verið óeðlileg.“ Skiptir það þig máli að ganga í hjónaband? „Persónulega skiptir það mig eltki máli en ég þekki fólk sem -fijKiBt þetta skipta uxáli. Það er lika fjöidi gagnkynhneigðs fólks aem krefst þessara réttinda fyrir samkynhneigða. Kirkjan er ekki bara að glíma við lítinn minni- hlutahóp. Öfl innan kirkjunnar

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.