blaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 37

blaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 37
blaðið FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 DAGSKRÁ I 37 Það er með herkjum sem ég hef hald- ið mig frá tóbakinu þessa síðustu tvo daga. Reyklaus og andlaus hef ég setið fyrir framan skjáinn og beð- ið þess að dagarnir líði og ég komist yfir þennan doða. Ég hef ímyndað mér lykt og áferð tóbaksins, sogað að mér eitruðum bláreyknum i hug- anum og velt því alvarlega fyrir mér hvort ég hafi nægilega góðar ástæð- ur fyrir því að hætta að reykja. Það hjálpar ekki að ég er komin inn í miðja bók Hallgríms Helgasonar um stórreykingamanninn Bödda af Króknum. Rokland gæti allt eins heitið Reykland því það er varla að ég komist niður eina síðu án þess að blessuð söguhetjan kveiki þrisvar sinnum í. Hvort sem hann er að rúlla, soga, blása, stubba eða að drepa í, alls staðar er ég minnt á eigin tóbaksskort. Aðrar söguper- sónur eru sömu þrælslund seldar enda eru það varla aðrir en börnin í bókinni sem ekki birtast mér reyk- spúandi rétt fyrir svefninn. Það er þó huggun harmi gegn að ég er fljót að gleyma. Þannig rofaði til hjá mér á ellefta degi reykleysis þeg- ar ég áttaði mig á því síðdegis að ég hafði alveg gleymt tóbakinu allan þann daginn þrátt fyrir að hafa líka gleymt þvi um morguninn að setja á mig nikótínplástur. Mér finnst þetta auðvitað stórkostlega mikil framför og er aftur orðin öllu rólegri yfir reykleysinu. Þessir síðustu dag- ar hljóta að vera hluti af einhverri meðalkúrfunni, líklega þeirri sömu og segir að sjöundi dagur sé erfiðastur. Hjá mér voru það níundi og tíundi. Nú fer þetta allt að koma. Næstu dagar verða eins og að renna sér niður brekku, vona ég. Smáauglýsingar 510-3737 Auglýsingadeild 510-3744 blaðiða í EITTHVAÐ FYRIR... Sirkus, 20.30 Splash TV 2006 Herra ísland 2005, Óli Geir og Jói bróðir hans er stjórnendur afþreyingarþáttarins Splash TV. Þeir bræður bralla margt skemmti- legt milli þess sem þeir fara á djam- mið í Keflavík og gera allt vitlaust. SkjárEinn, 20:30 Malcolm In the Middle Lois kaupir risastórt rúm. Hal heldur að hún sé að reyna að hafa meiri fjarlægð á milli þeirra og neitar að sofa í því. Dewey sér óperu í sjónvarpinu og hrífst svo mjög að hann semur eigin óperu, óperuna „Hjónarúmið“. Jamie verður skotinn í stúlku hinu megin við götuna. ( Stöð 2 bíó, 06.00 Old School (Gamli skól- inn) Grín- mynd um þrjá félaga í alvarlegri tilvistarkreppu. Mitch, Frank og Beanie hafa mátt þola ýmislegt en þeir halda að lausn vandans sé að upplifa ungdómsárin aftur. Schwarze- negger próflaus Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri í Kaliforníu og kvikmyndastjarna, var próflaus þegar hann lenti í árekstri við bíl á bifhjóli sínu á dög- unum. Sauma þurfti 15 spor í efri vör hasarmyndahetjunnar eftir slys- ið en að öðru leyti slapp hún heil á húfi. Schwarzenegger hefur viður- kennt að hann hafi aldrei haft fyrir því að verða sér úti um leyfi til að aka bifhjóli þar sem það hafi einfald- lega ekki hvarflað að honum. Hann segist hafa verið með ökuskírteini fyrir bifhjól þegar hann bjó í Evrópu en hann hafi ekki orðið sér úti um annað slíkt eftir komuna til Banda- ríkjanna 1968. Allt að 250 dala (um 16.000 ísl. kr.) sekt liggur við því að aka bifhjóli leyfislaus í Kaliforníu. Mikið úrval af líkamsræktarvörum til heimilisnota Lærabani Kr. 990,- Yogadýna Kr. 2.990,- Yoga teygjur 3 styrkleikar Kr. 1.590,- Aerobic pailur Þriggja þrepa Kr. 5.990,- Handlóðapör vinil 2 Ibs. kr. 990 4 Ibs. kr. 1.190 6 Ibs. kr. 1.290 8 Ibs. kr. 1.490 10 Ibs.kr. 1.690 12 Ibs.kr. 1.990 Gripþjálfi Kr. 1.490,- Upphífingarslá í hurðagat 62 - 100 cm. Kr. 3.990,- Armbeygjustatíf Kr. 1.990,- Sippuband með legum Kr.1.290,- Tilboð kr. 39.920

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.