blaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 blaöiö Spenna eykst milli írana og vesturveldanna Bretar vilja að öryggisráðið íhugi aðgerðir gegn írönum eftir að þeir lýstu því yfir að þeir myndu hefja kjarnorkurannsóknir á ný. Utanríkisráðherrar nokkurra ESB-ríkja funda um málið í dag. Bretar vilja að öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna íhugi aðgerðir gegn Irönum eftir að þeir hófu rannsóknir á kjarnorkueldsneyti á ný en Akbar Hashemi Rafsanj- ani, fyrrum forseti Irans, sagði að refsiaðgerðir yrðu gagnslausar. Rafsanjani réðst harkalega að alþjóðasamfélaginu í gær vegna viðbragða þess við kjarnorkurann- sóknum írana. Hann segist vera skelkaður á yfirganginum, sér- staklega á tímum lýðræðis, frelsis og mannréttinda. íranar rufu innsigli á kjarn- orkurannsóknastofum sínum í fyrradag og lýstu því yfir að þeir myndu hefja rannsóknir á ný. Við það jókst spenna á milli þeirra og alþjóðasamfélagsins og hafa bæði Bandaríkin og ríki í Evrópu for- dæmt aðgerðirnar. Vesturveldin óttast að Iranar hafi í hyggju að koma sér upp kjarnavopnum en Iranar hafna því. Utanríkisráðherrar Bretlands, Akbar Hashemi Rafsanjani fyrrum forseti frans Frakklands og Þýskalands munu funda sérstaklega með Javier Sol- ana utanríkismálastjóra Evrópu- sambandsins í dag vegna málsins. Mögulega verður boðað til neyðar- fundarhjáAlþjóðakjarnorkumála- stofnuninni eftir tvær til þrjár vikur og þar verður væntanlega tekin ákvörðun um hvort íranar verði kærðir til öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna. Kadima, flokkur Ariels Sharons, forsaet- isráðherra, mælist með metfylgi i kjölfar veikinda Sharons. Fylgi Kadima aldrei meira Viðbrögð viðfuglaflensu í Tyrklandi og víðar: Reynt að draga úr ótta fólks Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) reyndi í gær að draga úr ótta fólks við fuglaflensu sem hefur orðið vart i Tyrklandi. Hún hvatti fólk til að halda ró sinni og forðast snertingu við veika eða dauða alifugla. Bráða- birgðarannsóknir leiddu í ljós að 15 manns í Tyrklandi hefðu smitast af hinu banvæna HsNi-afbrigði fugla- flensuveirunnar. Ekki hafa jafnmörg tilfelli greinst í einni viku síðan síðla árs 2003 þegar veiran hóf að breiðast út um Asíu. Þrjú börn hafa látist en aðeins hefur verið staðfest í tveimur tilfellum að um fuglaflensu hafi verið að ræða. Landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna varaði við því í gær að fugla- flensan i Tyrklandi gæti breiðst út til nágrannalandanna. I Evrópu hefur verið gripið til margvíslegra aðgerða, meðal annars eru flutningabílar frá Tyrklandi sótt- hreinsaðir og á Ítalíu fóru samtök ney t- enda fram á að ríkisstjórnin bannaði ferðalög til Tyrklands. Tyrkir hafa fyrirskipað förgun meira en 300.000 alifugla og dreift upplýsingabæklingum í austurhluta landsins þar sem flensan hefur verið einna skæðust. Um 70 manns voru lagðir á sjúkrahús með einkenni fugla- flensu en heilbrigðisyfirvöld segja að meirihluti þeirra hafi ekki reynst vera með sjúkdóminn. Kadima, flokkur Ariels Sharons, for- sætisráðherra ísraels, myndi vinna auðveldan sigur í þingkosningunum í mars jafnvel þó að Sharons njóti ekki við. Nýjustu skoðanakannanir sýna að flokkurinn hefur talsvert for- skot á keppinautana. Kosningabar- átta hefur legið niðri síðan Sharon fékk heilablóðfall fyrir rúmri viku. Kadima myndi hljóta 44-45 sæti af 120 á ísraelska þinginu undir stjórn Ehuds Olmerts, starfandi forsætisráðherra og hefur fylgi hans aldrei mælst meira. Eitan Cabel, aðal- ritari Verkamannaflokksins, gerði lítið úr fylgisaukningu Kadima og sagði að hana mætti skýra með því að almenningur fyndi til samúðar með Sharon og hún myndi minnka eftir því sem nær dregur kjördegi. Læknar sögðu á þriðjudag að Sharon sýndi batamerki og væri ekki lengur í lífshættu. Ekki verður þó ljóst hversu víðtækar afleiðingar he ilablóð fallið hefur haft á heilastarf- semi hans fyrr en eftir nokkra daga. NISSAN X-TRAIL SKIPT_um væntingar Nýárstilboó - 250.000,- kaupauki Ingvar Helgason Tegund Verd Opiö: Mánudaga - fðstudaga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00 SKOÐAÐU HINA FYRST! Hann er strangt til tekið jepplingur, bara staeni og öflugri en sambærilegir bllar. Hann er einstaklega skemmtilegur ( akstri og umgengni og áreiðanlegur eins og Nissan er von og vlsa Þetta er einfaldlega frábærlega heppnaður blll. Við skorum á þig að skoða samkeppnina fyrst og koma svo til okkar! Rikulegur staðalbúnaður - 17" álfelgur - loftkæling - litað gler - sjálfskipting - 6 diska CD spilari - útvarpsfjarstýring í stýri X-Trail Sport 2.690.000,- X-Trail Elegance sjálfskiptur 2.890.000,- Meðal ótal verðlauna og viðurkenninga: „Bestur“ - Fifth Gear „Best recreationai 4x4“ - Auto Express „Best compact 4x4“ - What Car? „Best in class“ - Channet 4 „Best Small Wagon“ - Overlander Magazine Júsjenkó gagnrýnir þingmenn harkalega: Gasdeilan sögð tylliástæða Viktor Júsjenkó, forseti Úkraínu, segir vantraust þingmanna á ríkisstjórnina vera í senn óskiljanlegt og ólögmætt. Viktor Júsjenkó, forseti Úkraínu, hefur gagnrýnt þjóðþing landsins harkalega fyrir að lýsa yfir van- trausti á ríkisstjórn hans út af umdeildum gassamningi við Rússa. Hann sakar þingmenn um að valda óróa í landinu í aðdraganda þing- kosninganna í mars. „Ákvörðun þeirra er óskiljanleg og ólögmæt,“ sagði Júsjenkó við fréttamenn í Kasakstan, þar sem hann var við innsetningarathöfn Nursultan Naz- arbayev, forseta, í gær. Stjórnmálaskýrendur og stjórn- málamenn í Kíev segja að gassamn- ingurinn hafi aðeins verið tylli- ástæða fyrir stjórnarandstöðuna til að koma höggi á stuðningsmenn Júsjenkós, forseta, fyrir kosning- arnar 26. mars næstkomandi. „Hvaða samningur sem er hefði gert ríkisstjórnina að skotspæni,“ sagði Olexander Dergachyov, rit- stjóri pólitísks tímarits í Kíev. ,Aðalástæða vantraustsins eru kom- andiþinkosningar,“sagðistjórnmála- skýrandinn Andriy Yermolayev. Þar sem þriggja vikna vetrarfrí þjóðþingsins hefst á morgun búast flestir sérfræðingar og stjórnmála- menn við því að ríkisstjórn Jekanú- rofs muni stjórna landinu fram að kosningunum í mars.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.