blaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 14
blaði Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. ÞAÐ VERÐUR AÐ STÖÐVA ÞESSA MENN DV hefur verið tifandi tímasprengja síðustu misseri, eða allt frá því að nýir eigendur tóku við blaðinu. DV hefur verið sem krabbamein í samfé- laginu sem fær að dafna og vaxa í skjóli auðugustu manna landsins. Þeir hafa haldið blaðinu gangandi og engir nema þeir bera ábyrgð á þeirri ritstjórnarstefnu sem fylgt hefur verið frá fyrsta degi. Sá hörmulegi atburður sem varð vestur á fjörðum í fyrradag tengist beint forsíðuumfjöllun DV. Það að ritstjóri DV skuli voga sér að segja opinberlega að þeir séu ekki beinn málsaðili og komi málið því ekki við er hreinasta móðgun við ættingja og vini viðkomandi manns sem þurfa nú að lifa við sorg sína. Siðleysi og dómgreindarleysi ritstjóra DV er svo algjört að það er full ástæða til að spyrja um andlega heilsu hans. Málsvörn mannorðsmorðingjanna er engin - málsvörn DV er engin og málsvörn eigendanna, sem þagað hafa þunnu hljóði, er engin. Líklega finnst þeim skemmtilegra að stunda sín viðskipti áfram á innlendum og erlendum vettvangi en að horfast í augu við ábyrgð sína. Líf og mannorð einstaklinga er lítils virði í hringekju viðskiptanna þar sem tíminn er peningar. Það löngu orðið tímabært að þessir menn fari að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Þeir settu línuna fyrir DV 1 upphafi og að halda því fram að blaðið eða efni þess komi þeim ekki við er hvítþvottur af verstu gerð. Blaðið hefur ítrekað varað við ritstjórnarstefnu DV í leiðaraskrifum sínum og hvatt eigendur þess blaðs til að hreinsa til í eigin ranni. Það hafa þeir ekki gert þrátt fyrir að DV hafi skipulega staðið fyrir rógsher- ferðum og einelti af verstu gerð. Hundruð fjölskyldna eiga um sárt að binda eftir umfjöliun DV, á mörgum stöðum munu sárin aldrei gróa. Almenningur á ekki að sætta sig við þetta. Það er óþolandi að slíkur fjölmiðili sem DV skuli vera gefinn út í okkar litla þjóðfélagi. Það er óþol- andi að menn skuli sjá sér hag í að gefa slíkt blað út og halda því gang- andi. Við skulum rétt vona að ritstjóraferill Jónasar Kristjánssonar og Mikaels Torfasonar sé á enda. Farið hefur fé betra. Það verður að stöðva þessa menn. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingan Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbi.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: Islandspóstur. Mánudaginn 16. janúar Matararfur íslendinga blaóió Auglýsendur, upplýsingar veita: Kolbrún Ragnarsdóttir • Sími 510 3722 • Gsm 848 0231 • kolla@bladid.net Magnús G Hauksson • Sími 510 3723 • Gsm 691 2209 • mag0@bladid.net Bjami Daníelsson • Sími 510 3725 • Gsm 856 4299 • bjami@bladid.net 14 I ÍLIT FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 blaóió Skáklandið ísland „Skákin er ekki aðeins tómstundaiðja,“ skrifaði Benjamin Franklin árið 1779. „Marga mikilvæga eðlisþætti manns- hugans - nýtilega í lífshlaupi hvers manns - má vekja og efla með tafl- mennsku, svo að þeir séu undirbúnir hvenær sem á þarf að halda. Lífið sjálft er einskonar skák.“ Nú er ævintýralegt um að litast í ís- lensku skáklífi. Við, liðsmenn Hróks- ins, erum stolt af þeim árangri sem okkar félag hefur náð. Við höfum á sl. fjórum vetrum farið í hátt í eitt- þúsund skólaheimsóknir og erum nú að klára fjórðu hringferðina um landið. Þegar vetrarstarfinu lýkur hafa alls 20 þúsund börn, kennarar og fleiri fengið bókina Skák og mát, eftir Anatoly Karpov í þýðingu Helga Ólafssonar stórmeistara, að gjöf frá Hróknum og Eddu útgáfu. Þúsundir barna hafa tekið þátt í skák- viðburðum Hróksins á síðustu árum - barnaskákmótum, fjölteflum og námskeiðum. Líflegt starf Víðar er unnið gott starf. Skák- samband íslands, heildarsamtök skákfélaga á íslandi, lýtur forystu Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, sem er glæsilegasti leiðtogi sem íslensk skák- hreyfing hefur eignast. Á vegum Skáksambandsins er haldið úti Skák- skóla íslands, sem Helgi Ólafsson veitir forstöðu. Starf Helga á liðnum árum verður seint ofmetið, því segja má að hann og nokkrir aðrir hafi staðið vaktina þegar þörfin var mest. Því staðreyndin er sú að skáklíf á Is- landi var ekki upp á sitt besta undir aldamótin. Áhugi krakka fór minnk- andi, sifellt færri skólar tóku þátt í skákmótum og alltaf leið lengra milli afreka íslenskra skákmanna. Það er því í raun full ástæða til að heiðra þá áhugamenn um skák á Islandi, sem ekki gáfust upp - upp í hug- ann kemur umsvifalaust Taflfélagið Hellir og þeirra ágætu forystumenn sem ávallt héldu dampi; hið forn- fræga Skákfélag Akureyrar og hið síkvika Taflfélag Garðabæjar. Elsta skákfélag íslands, Taflfélag Reykja- víkur, gafst heldur aldrei upp, þrátt fyrir tímabundinn mótbyr í íslensku skáklífi og hefur nú á að skipa kraft- Hrafn Jökulsson mikilli og metnaðarfullri stjórn. Og út um land eru kraftaverkin að gerast. Suður í Vestmannaeyjum og vestur á Snæfellsnesi hafa sannkall- aðar skáksprengingar orðið; víða um Norðurland, Austurland og Suður- land hafa komið fram einstaklingar, ýmist innan skólanna eða utan, al- búnir að leiða framsókn skáklistar- innar. Margar sögur væri hægt að segja af skáklífi í einstökum grunn- skólum - allt frá Hallormsstað til Ár- neshrepps, frá Hrísey til Hvolsvallar. Skákbyltingin lifir Skákbyltingin á íslandi snýst ekki fyrst og fremst um útbreiðslu á einni íþrótt, list eða vísindagrein. Skákin er að sönnu elsta og rótgrón- asta þjóðaríþrótt Islendinga. Friðrik Ólafsson stórmeistari var ein fyrsta og vinsælasta hetja íslenska lýðveld- isins og lagði með afrekum sínum grunn að heimsmeistaraeinvíginu 1972 - sem varð til þess að erlend stór- veldi beindu sjónum til Islands þegar halda þurfti fundi um framtíð heims- ins. Skákin er í hávegum höfð um allt land, og íslendingar vilja vera góðir í skák. En höfuðröksemdirnar með skák- listinni eru þó aðrar en sögulegar eða jafnvel tilfinningalegar. Rann- sóknir sýna að skákkunnátta grunn- skólabarna er til þess fallin að bæta árangur í öðrum námsgreinum. Skákin þjálfar rökhugsun, um leið og hún reynir á ímyndaraflið, kennir okkur að bregðast við óvæntum að- stæðum, nota tímann og læra jafnt af sigrum sem ósigrum. Og svo er skákin líka skemmtileg og brúar öll bil. Það skiptir ekki máli hvort maður er ungur eða gamall, feitur eða mjór, strákur eða stelpa, blindur eða sjáandi. Allir geta teflt. Framtíðin í íslensku skáklífi er björt. Nú er næsta skref að láta lang- þráðan draum rætast: Að færa skák- ina inn í grunnskólakerfið. Mark- miðið verður ekki fyrst og fremst að ala upp súperstórmeistara, heldur að bæta íslenska menntakerfið - og ala upp hugsandi fólk. Höfundur er skákfrömuður. Klippt & skorið klipptogskoridfiivbl.is Klippari minntist á það um daginn að í Suðvesturkjördæmi - Kraganum svo- nefnda - leituðu Samfylkingarmenn að verðugum leiðtoga fyrir þingkosningarnar á næsta ári og að nafn Jóns Baldvins Hannibalssonar hefði borið á góma í því samhengi. Nú berast þau tíð- indi úr kjördæminu og víðar raunar, að ef til vill væri heilla- vænlegast að stilla einfald- lega upp á lista. Nefna menn í því samhengi að þannig megi munstra Jón Baldvin, komast hjá dýru prófkjöri og deilum sem kynnu að rísa ( framhaldinu vegna hlutfalla gömlu flokkanna, sem á sínum tfma mynduðu Samfylkinguna. Svipuð sjónarmið hafa verið nefnd (Suðurkjör- dæmi og víst er um það að þingmönnum mun ekki lítast illa á þessar ráðagerðir. Vangaveltur voru um það um daginn, þegar skýrt var frá ráðningu Ara Edwald til 365 miðla, að lllugi Gunn- arsson, hagfræðingur og fyrrverandi aðstoð- armaður Davíðs Oddssonar, væri í sigtinu sem arftaki Ara hjá Samtökum atvinnulífsins. Þ6 það tal % hafi e.t.v. verið ótímabært f þá, mun nafn llluga hafa verið hent á lofti hjá stjórn SA og almenntgerður góður j rómur að. Með einni undan- tekningu þó. Stjórnarmað- urinn Kristín Jóhannesdóttir frá Baugi Group og einn sakborninga í Baugsmálinu mun ekki taka það i mál að lllugi verði fyrir valinu og seg- ist ekki þurfa að útskýra af hverju. Var svona ekki kallað „berufsverbot" hér i gamla daga? Prófkjörshugur er f Samfylkingar- mönnum (Reykjavik og símhringingar hafnar af fullum krafti. Innvigðir telja erfitt að leggja mat á stöðuna og telja fylgi efstu manna geta verið á hreyfingu fram á síðustu stundu. Steinunn V. Óskars- dóttir, borgarstjóri, sem flestir voru búnir að afskrifa fyrir nokkru, hefur náð sér á strik með nokkrum vel völdum fjárútlátum úr borgarsjóði og eins munu margir eiga erfitt með að kjósa gegn oddvitanum. Óvenjuhljótt þykir hins vegar um hugmyndafræðinginn Stefán Jón Hafstein. Kunnugir segja svo að skriður sé kominn á Dag B. Eggertsson, ekki sé hægt að líta fram hjá honum sem „manni framtíðarinnar" og að hann sé líklegastur til þess að leggja Vilhjálm Þ. Vil- hjálmsson [ kosningunum I vor.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.