blaðið - 23.01.2006, Blaðsíða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR
MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 2006 bla6Í6
Sjávarútvegur:
Öllum skipverjum á Víkingi sagt upp
Skipinu verður lagt strax eftir loðnuvertíð og hugsanlega alveg tiljanúar 2007
Óvissa bíður ellefu skipverja á Víkingi Ak eftir að þeim var afhent uppsagnarbréf fyrir
helgi
Elliðaárdalur
vinsælastur
Elliðaárdalur er vinsælasta útivistar-
svæði höfuðborgarbúa samkvæmt
nýrri könnun sem Umhverfissvið
Reykjavíkurborgar lét gera á nýt-
ingu og vinsældum svæðanna. 45%
borgarbúa segist fara þrisvar eða
oftar á ári í Elliðaárdal, 32% segjast
fara þrisvar eða oftar í Heiðmörk og
n% á útivistarsvæðið við Rauðavatn.
Aftur á móti koma 30% borgar-
búa aldrei í Elhðaárdalinn, 33%
aldrei í Heiðmörk og 72% aldrei
að Rauðavatni. Einnig kom fram
að íbúar í Árbæ og Grafarholti
sækja þessi útvistarsvæði meira
en íbúar í öðrum hverfúm ef
allar tölur eru lagðar saman.
Könnunin sem IMG Gallup fram-
kvæmdi sýnir að flestir koma í Heið-
mörkina til að ganga eða hlaupa eða
rúmlega 65%, aðrir til að stunda úti-
vist með fjölskyldunni, fara í bíltúr,
stunda náttúruskoðun eða annað.
Ekki var spurt um hvað fólk gerir
helst á hinum svæðunum tveimur.
Vefur Reykjavíkur-
borgar greindi frá.
Ellefu af fimmtán skipverjum á upp-
sjávarskipinu Víkingi Ak 100 fengu
afhent uppsagnarbréf síðastliðinn
föstudag. I bréfinu kemur fram að
skipið verði gert út á loðnu út ver-
tíðina í ár en að henni lokinni verði
skipinu lagt alveg til ársbyrjunar
2007. Það er HB Grandi sem gerir
skipið út og í uppsagnarbréfinu
segir að áhersla verði lögð á að út-
vega skipverjum „starf á einhverju
af þeim skipum sem áfram verða í
rekstri hjá félaginú'.
Óvissa framundan
Vilhjálmur Birgisson, formaður
Verkalýðsfélags Akraness, segir að
þarna innan um séu menn sem hafi
starfað í allt að þrjátíu ár á skipinu.
Uppsagnarbréfið hljóti að vera þeim,
og reyndar skipverjum öllum, mikið
áfall og að óvissa sé framundan.
„Eins og fram kemur í uppsagnar-
bréfinu eru engin sjáanleg verkefni
hjá skipinu fyrr en i janúar á næstu
ári. Ég hef verið í sambandi við
Þrátt fyrir að á ýmsu hafi gengið
hjá Baugsmönnum á undanförnu
ári verður ekki séð að það hafi haft
trúnaðarmann skipverja og þar eru
menn augljóslega ekki kátir. Þeir
hafa miklar áhyggjur eins og skiljan-
legt er eftir að uppsagnarbréf hefur
borist," segir Vilhjálmur.
Mikill samdráttur í loðnuveiðum
Á heimasíðu verkalýðsfélagsins er
fjallað um málið í gær. Þar segir
meðal annars:
„Vissulega hefur það ekki hjálpað
til að aflasamdráttur á loðnu er
gríðarlegur eins og allir vita og alls
óvisst hvort einhver vertíð verður í
ár. Sjálfsagt er það ein skýringin á
þessari ákvörðun forsvarsmanna
HB Granda. Einnig liggur það líka
fyrir að verkefni sem Víkingur Ak
hefur verið með eins og síldveiðar
á haustin hafa verið fluttar yfir á
önnur skip fyrirtækisins að miklu
leyti... í ár eru liðin 100 ár (1906)
frá því að fyrirtækið Haraldur Böðv-
arsson var stofnað og verður því sárt
að horfa upp á aflaskipið Viking AK
bundið við bryggju megnið af árinu.
teljandi áhrif á stöðu fyrirtækisins.
Hagnaður Baugs Group á árinu
2005 nam 28 milljörðum króna eftir
Aflaskipið Víkingur Ak hefur skilað
eigendum Haraldar Böðvarssonar,
Skagamönnum og einnig þjóðar-
skatta, en þar af eru 15 milljarðar
innleystur hagnaður. Það er nánast
fimmfaldur hagnaður miðað við
árið áður. Eignir Baugs hafa einnig
aukist verulega en heildareignir
Baugs Group voru bókfærðar á
145 milljarða króna í lok desember
2005. Á sama tíma í fyrra námu
þær 82,8 milljörðum. Lætur því
nærri að þær hafi tvöfaldast. Eigið
fé var 62,9 milljarðar króna og eigin-
fjárhlutfall félagsins 43%. Arðsemi
eigin fjár nam 78,7% á árinu 2005.
Að sögn talsmanna fjárfestinga-
félagsins stafar góð afkoma félags-
ins af innleystum og óinnleystum
hagnaði af fjárfestingum félagsins í
Bretlandi, Danmörku og íslandi, en
Baugur Group er kjölfestufjárfestir
og leiðandi söluaðili þekktra vöru-
merkja í þessum þremur löndum.
Dregið úr stórfjárfestingum í bili
Stóran hluta hagnaðarins má rekja
til sölu Baugs á hlutabréfum í Som-
erfield, en þátttaka Baugs í yfirtöku-
tilboði á því rann út í sandinn eftir
að ákærur voru gefnar út á hendur
helstu forystumönnum félagsins.
Söluhagnaðurinn á þeim bréfum
nam tæplega fjórum milljörðum
króna.
Eftir að ákærurnar voru birtar
lét Jón Ásgeir Jóhannesson, for-
stjóri Baugs og einn sakborninga,
hafa það eftir sér að hann myndi
láta stórar fjárfestingar á erlendum
vettvangi eiga sig uns hann hefði
hreinsað nafn sitt, en málið er enn
fyrir dómstólum og allsendis óvíst
hvenær því lýkur. Auk þess hefur
skattrannsókn á fyrirtækinu verið
til meðferðar og er ekki ljóst hverjar
lyktir hennar verða eða hvenær.
Á hinn bóginn hefur Baugur
Group ekki skirrst við að standa
í ýmsum „minniháttar“ fjárfest-
ingum eins og kaupunum á te- og
búinu öllu, gríðarlegum tekjum í
gegnum áratugina".
kaffibúðakeðjunni Whittard í
liðnum mánuði eða skartgripaversl-
anakeðjunni Mappin & Webb í nóv-
ember. Hvort fyrirtæki um sig kost-
aði um tvo og hálfan milljarð króna.
Aukin áhersla á fasteignir
Baugur hefur fram að þessu lagt
mesta áherslu á smávöruverslun í
fjárfestingum sínum, en teikn eru á
lofti um að það kunni að vera breyt-
ast. Jón Ásgeir Jóhannesson hefur
boðað að aukin áhersla verði lögð
á fasteignafélög í framtíðinni og er
kaupanna á Keops fasteignafélaginu
í Danmörku skemmst að minnast.
Baugsmenn eru þó engir nýgræð-
ingar á því sviðinu, eignarhald og
rekstur fasteigna hefur frá upphafi
verið ríkur þáttur í umsýslu þeirra
og gjöful tekjulind.
Jón Ásgeir spáir því að á árinu
verði hlutur smásöluverslunar í
eignasafni Baugs minnkað niður
í 70%, en hann er nú um 80% eign-
anna. Hann gaf til kynna að afgang-
urinn yrði að mestu í fasteignafé-
lögum. Nefnt var að Baugur kynni
að setja einhverja smásölukeðju sína
á markað, hugsanlega á Englandi,
og vísað til reynslunnar af Mosaic
Fashions í því samhengi.
Þetta er liður í viðleitni Baugs til
þess að dreifa fjárfestingaráhættu
bæði milli landa og atvinnugreina.
Baugur Group er kjölfestufjárfestir í
um 30 fyrirtækjum, fyrst og fremst
á sviði smásölu, fasteigna og fjár-
festingastarfsemi, auk fjarskipta og
fjölmiðlastarfsemi. Velta félaganna
nam á síðasta rekstrarári um 950
milljörðum króna og EBITDA hagn-
aður þeirra var um 40 milljarðar
króna. I eigu þessara fyrirtækja eru
3.500 verslanir og hjá þeim starfa 62
þús. manns á íslandi, Bretlandi og
Norðurlöndum.
Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík
Þorrablót
Hið árlega þorrablót sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík verður haldið í Súlnasal Hótels Sögu
laugardaginn 28. janúar 2006.
Blótiö hefst kl. 20.00, en húsið verður opnað kl. 19.00.
Blótstjórn verður í höndum Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar
leiðtoga borgarstjórnarflokksins og heiðursgestur verður
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri.
Fjöldi skemmtiatriða, meðal annars stórsómarnir Eyjólfur
Kristjánsson og Stefán Hilmarsson, fjöldasöngur, minni
karla og kvenna, happdrætti o.fl. o.fl. Blótinu lýkur með
dansleik þar sem hljómsveitin Snillingarnir halda uppi
stuðinu.
Miðasala í Valhöll, sími 5151700. Miðaverð kr. 4000
Hittumst hress í góðra vina hópi.
Þorrablótsnenfdin
Sjálfstæðlsflokkurinn
Háaleitisbraut 1 10S Heykjavlk
simi 515 1700 www.xd.is
Helstu fjárfestingar Baugs Group
FL Group Fjárfestingafélag, aðallega í flugrekstri 25,3
Mosaic Fashions Tískuverslanakeðjur, aðallega á Bretlandi 19,2
Keops Fasteignafélag í Danmörku 17,1
Dagsbrún Fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtæki á fslandi 7,2
French Connection Tískuverslanakeðja, aðallega á fslandi 3,8
Allar tölur eru í milljörðum króna.
Baugur:
Hagnaöur fimmfaldast á einu ári
Eignir nánast tvöfaldast en boðað er að aukin áhersla verði lögð á fasteignafélög en að
hlutur smáverslunar minnki.