blaðið - 23.01.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 23.01.2006, Blaðsíða 14
blaðiö Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. ER HÆGT AÐ NÁ SÁTT? Samtök atvinnulífsins (SA) birtu í gær niðurstöður könnunar sem sam- tökin hafa látið vinna fyrir sig. Fyrirsögn fréttar um málið á heimasíðu SA er: „Hægt að sætta sjónarmið umhverfisverndar og virkjunar orku“. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar telja rúm 88% að hægt sé að sætta sjónarmið umhverfisverndar og virkjun gufuafls. Ennfremur telja tæplega 70% að hægt sé að sætta sjónarmið umhverfisverndar og virkj- unar vatnsafls. Með öðrum orðum þá telur mikill meirihluti almennings að hægt sé að byggja jarðvarmavirkjanir án þess að það hafi veruleg áhrif á um- hverfið. Ennfremur að hægt sé að virkja fallvötnin á skynsamlegan hátt. Að undanförnu hefur verið talað um að nokkurs konar vitundarvakn- ing hafi orðið meðal þjóðarinnar í málefnum virkjunar og stóriðju. Þess er skemmst að minnast að ákveðið var að hægja á áformum Landsvirkj- unar með Norðlingaölduveitu. Almennt hefur í umræðunni verið rætt um að við verðum að fara okkur hægt þegar kemur að virkjun fallvatna. Slíkar niðurstöður koma varla á óvart. Stefna stjórnvalda í atvinnuuppbyggingu hafa verið ákaflega einsleitar undanfarna mánuði og ár. Þegar í harðbakkann slær er ákveðið að byggja eina stóriðju í viðbót og þá má öllu fórna. Þeir sem fylgjast með þjóðmálaumræðunni vita hvernig staðið var að undirbúningi Kára- hnjúkavirkjunar, þar sem öllum sjónarmiðum þeirra sem á móti voru var ýtt til hliðar nánast sem óþarfa væli og framkvæmdir keyrðar af stað. Slík vinnubrögð munu vonandi ekki líðast á ný. Samtök atvinnulífsins eiga augljósra hagsmuna að gæta í þessu máli. Ál- framleiðendur eru innan samtakanna og því kemur það ekki á óvart að þar á bæ sé reynt að verja stóriðjustefnuna og benda á leiðir til að halda henni áfram. Undirliggjandi boðskapur könnunarinnar er að það sé í lagi að halda áfram uppbyggingu stóriðju en að menn þurfi nú kannski að hugsa sig aðeins um áður en hafist er handa við næstu framkvæmdir. Virkjanir eru í lagi ef tekið er tillit til umhverfissjónarmiða. Þetta er falleg framtíðarsýn en þegar horft er til baka er ljóst að stjórnvöld hafa ekki staðið sig við að sætta sjónarmið þeirra sem vilja virkja og byggja stóriðju og þeirra sem vilja vernda íslenska náttúru. Slíkt er vandasamt verkefni sem krefst þolinmæði og útsjónarsemi. Sú ríkisstjórn sem nú situr hefur ekki sýnt nokkurn vilja í þessa átt, en vonandi verður nú breyting þar á. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf áfréttadeild: 510.3701. Símbréf áauglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. Uiótel rBovg öll kvöld lír. 2.900.- Vjzrið Vízlkoroin Auglýsingar 5103744 blaðið=i 14 I ÁLIT MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 2006 blaðið ÍQ FR. r H^KóLA ,'lSLi\m oGf*w GFRA T?aNN5oKMAH- VERK^FMí UNA HVoRTJ tóuc wom mm i KARLRíkRáTT/R ee>A ! ' KoMuíþRÓTTiP.M'AÉGi ^sPrRj/l HG Ni>kkurA . n&A ? LoG svo ÆrLfl FG- B/IRfl AP Ljrfl , >/G ViTÍ\ AP Tjr Vj}{,Í5Slþ%rJify . MvMDr mlLRdrTiL LfrA MíNMSt 2,25% fíF VfRGRi þ]óP/lB§lu ReNHA LTiL HÁSmwfac., M VÆRi • égSruqgl*g(i fi-p G-eNaM^NGt mtRfl 1 ?RÍMqTuM...EVA imdm 40 -N > Leiksvið lífsins Vilhjálmur heitinn Shakespeare reit hin fleygu orð að lífið sjálft væri leiksvið og það var mikið til í þeirri athugun hans á umheiminum. Bæði þegar við lítum til þess, sem okkur er næst, en sjálfsagt líka þegar við horfum á heiminn í hinu stóra samhengi og hlutverks mannsins í honum. Margt í mannlegu samfé- lagi snýst nefnilega ekki aðeins um það að halda leiknum áfram svo að maðurinn dafni og tímgist heldur einnig um hitt að hann hafi hlutverk og missi ekki móðinn í smæð sinni gagnvart eilífðinni. Hér áður fyrr höfðu trúarbrögð miklu hlutverki að gegna í þessari viðleitni, ekki síst kristindómurinn, en undanfarnar aldir hafa þau látið undan síga og vestrænir menn við- urkenna ekki guðlega forsjá og boð með sama hætti og áður, hvað þá kennivald kirkjunnar. Það er ekki þar með sagt að menn séu helteknir af kaldri rökhyggju. Við sjáum þess enda fjölda dæma að fólk hefur tekið upp fjöldann allan af veraldlegum skoðunum og gert að trúarlegum kennisetningum. Markaður og jöfnuður Sumir virðast þannig trúa á markað- inn nánast sem guðlegan mátt, en það er hann auðvitað ekki. Markað- urinn felur ekki í sér siðferðislegt gildismat og hann hefur ekki vilja til eins eða neins. Hins vegar er hann frá- bærtupplýsingakerfi,birtingarmynd vilja og þarfa alls mannkyns að tilliti teknu til gæða heimsins, sem okkur eru tæk. Að því leyti er markaðurinn mikið undur, jafnvel undursamlegur, en guðlegur er hann ekki. Aðrir ganga út frá því sem gefnu með vissu hins sanntrúaða að menn eigi allir að vera jafnir og að það sé af hinu illa, ef þar skeikar einhverju. En auðvitað eru menn ekki jafnir. Við erum til allrar hamingju afar misjöfn, hvort heldur er litið til sálar eða líkama, hæfileikar okkar eru misjafnir og svo er afar mismunandi Andrés Magnússon hvernig okkur hefur tekist að moða úr gáfunum. En það er einmitt þessi margbreytileiki sem er helsti styrkur okkar mannanna eins oglífsins sjálfs. Fyrir vikið eigum við snillinga á ótal sviðum og með verkaskiptingunni (með tilstuðlan markaðarins!) geta fleiri notið snilldarinnar en aðeins snillingarnir sjálfir. Jöfnuður og jafnrétti Vandinn er sá að sumir rugla saman því að vera jafnir og að njóta jafnréttis. í krafti þess hafa menn - einkum stjórnmálamenn - keppst við að binda í réttindaskrár hvers kyns réttindi, líkt og almættið hafi skenkt mönnum þau í vöggugjöf. Klippt & skorið rslit prófkjörs Sjálfstæðismanna í Kópavogi hafa vakið athygli. Fyrir það fyrsta skipa karlmenn efstu þrjú sæti listans en svona í sárabót fá konur næstu sjö sæti. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri, var fyrir öruggur um fyrsta sætið en væntanlega hefur góð kosning Gunnsteins Sigurðssonar komið mest á óvart. Hann mun skipa annað sæti listans í komandi bæjarstjórnarkosn- ingum og náði þvf sæti af Ármanni Kr. Ól- afssyni, forseta bæjarstjórnar, sem endaði f þriðja sætinu. Ármann lýsti eindregnum stuðningi við Gunnar í aðdraganda prófkjörs- ins. En kannski hefur sá stuðníngur ekki verið jafngagnkvæmur. Hins vegar skilst Klippara að meiri- háttar flétta kunni að vera í upp- siglingu í Kópavogi. Ármanni Kr. ólafssyni mun nefnilega mislíka það mjög að þurfa að þoka tír 2. sæti fyrir Gunnsteini. Ræða menn nú um það að Ármann kunni að draga sig í hlé í bæjarstjórnarpólitíkinni f Kópa- vogi, en allir aðrir frambjóðendur stökkva upp um sæti fyrir vikið, sem einnig myndi gera list- ann mun ásjálegri tít frá stöðu kvenna á fram- boðslistum, sem ntí er hvað mest rædd. Að launum fái Ármann vfðtækan stuðning allra frambjóðenda í prófkjörinu fyrir alþingiskosn- íngarnar að ári en Gunnar I. Birgisson sem dró sig sem kunnugt er f hlé frá þingstörfum ntí í haust til að sinna bæjarstjórastarfinu. Slík réttindi eru nær ávallt já- kvæð, í röklegum skilningi, þ.e.a.s. mönnum er gefinn réttur til ein- hvers. Hins vegar er öllu minna af nei- kvæðum réttindum: Að mönnum sé tryggður réttur til þess að þurfa ekki að sæta hinu eða þessu óréttlætinu. Ég held hins vegar að það sé ekki mikið hald í jákvæða réttinum því það gildir einu hversu margir al- þjóðasamningar tryggja mér réttinn til vatns ef ekki kemur deigur dropi úr lofti, árfarvegir skrælna, lindir og brunnar þorna. Á hinn bóginn eru neikvæðu réttindin bráðnauðsyn- leg vegna þess að þau snúast að öllu jöfnu um það að tryggja mönnum frelsi undan hinni ogþessari áþján, af- skiptasemi og illvilja annarra manna. Og um mannanna breytni getum við vélað, sett takmörk og viðurlög. Þegar við hugleiðum hlutverk okkar á leiksviði lífsins er rétt að hafa í huga að enginn kann fótum okkar betur forráð en við sjálf. Því er líka þannig háttað um aðra. Okkur ber að auðsýna náungakærleik en það þýðir ekki að við eigum að ráðsk- ast með aðra. Þetta á ekki aðeins við í einkalífinu, því stjórnmálamenn, viðskiptajöfrar og aðrir valdamenn mættu hafa það hugfast á sínu leiksviði. Við erum fullfær um hamingjuleit- ina sjálf og það tjóir ekki að reyna að tryggja okkur hana með lagabálkum og réttindaskrám. En það má vel tryggja okkur frelsið frá afskiptum annarra sem gera þá leit torveldari. Höfundur er blaðamaður. klipptogskorid@vbl.is réttablaðið heldur úti dálki aftarlega í blaðinu þar sem rakið er hvað hafi gerst í mann- kynssögunni á sama degi. Upp eru talin fræg afmælisbörn og þar fram eftir götum. (gær, 22. janúar, ert.d. nefntað þanndag hafi snjóflóð orðið fjórum mönnum aldurtila á Patreksfirði árið 1983, þá hafi eðlisfræðingur- inn flndrei Sakharov verið sendur í títlegð árið 1980,1988 hafi sæhirðinum Paul Watson verið vísað héðan úr landi, Viktoría Englands- drottning hafi andast árið 1901 og sömuleiðis Bandaríkjaforsetinn Lyndon Baines John- son árið 1973. Hins vegar fer það algerlega framhjá Fréttablaðinu - nú eða þeim fannst það ekki tiðindum sæta - að í gær voru 33 ár liðin frá þvi að gos hófst i Vestmannaeyjum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.