blaðið - 23.01.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 23.01.2006, Blaðsíða 18
22 I ÍPKÓTTIR MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 2006 blaöiö Enski boltinn: Man Utd vann stórslaginn Ensku landsliðsmennirnir Wayne Rooney og Jamie Carragher eigast við á Old Trafford í gær. Rio Ferdinand tryggði Manchester United stigin þrjú á lokamínútunni í stórleik helgarinnar þegar liðið tók á móti Liverpool á Old Trafford í gær. Ryan Giggs átti góða sendingu úr aukaspyrnu sem Ferdinand skall- aði í netið og kom Jose Reina, mark- ■ vörður Liverpool, engum vörnum við. Reyndist þetta eina mark leiks- ins. Liverpool var þó síst lakari aðil- inn í leiknum og virtust lengi vel lík- legri til að skora. Átti Djibril Cisse m.a. dauðafæri fyrir opnu marki í seinni hálfleik en skot hans fór yfir markið. Þrír mánuðir eru síðan Liverpool tapaði síðast leik í úrvals- deildinni en það var gegn Fulham þann 22. október. Með sigrinum hafa United-menn fjögurra stiga forskot á Liverpool sem er í þriðja sætinu en þeir síðarnefndu eiga tvo — leiki til góða. Jafnt í fslendingaslagnum Chelsea tapaði sínum fyrstu stigum á heimavelli á leiktíðinni þegar liðið gerði jafntefli við Charlton í gær. Eiður Smári Guðjohnsen kom Chelsea yfir á 18. mínútu með marki af stuttu færi eftir að Thomas Myhre nafði varið skalla frá Flernan Crespo. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks benti fátt til annars en að Englands- meistararnir myndu innbyrða sinn 11. sigur í deildinni í röð. Hermann Hreiðarsson og félagar mættu hins vegar dýrvitlausir til leiks í síðari hálfleik og jöfnuðu verðskuldað á 58. mínútu. Var þar að verki Marcus Bent sem hafði komið inn á sem vara- maður skömmu áður. Þegar 10 mín- útur voru til leiksloka var Ricardo Carvalho rekinn af velli eftir að hafa fengið tvö gul spjöld. Gestunum * tókst þó ekki að nýta sér liðsmuninn og lokatölurnar 1-1 jafntefli. Enn tapar Arsenal á útivelli Þrátt fyrir ógrynni marktækifæra tókst leikmönnum Tottenham ekki að skora gegn Aston Villa og urðu að sætta sig við markalaust jafntefli. Þeir halda þó enn fjórða sætinu, sem gefur rétt til að leika í Evrópukeppni meistaraliða, og hafa fjögurra stiga forskot á erkifjendurna í Arsenal. Arsenal tókst ekki að fylgja eftir glæstum 7-0 sigri á Middlesbrough síðustu helgi því þeir lágu fyrir Ev- erton á Goodison Park 1-0. Er þetta 6. útileikurinn á leiktíðinni sem Arsenal tapar og þurfa þeir heldur betur að spýta í lófana ætli þeir sér að ná 4. sætinu. Ófarir Newcastle ætla engan endi að taka en liðið tapaði á heimavelli gegn Blackburn 0-1. Er nú farið að hitna verulega undir Graeme Sou- ness, stjóra liðsins, en liðið er í 14. sæti með 26 stig og hefur aðeins fengið eitt stig úr síðustu fimm leikjum. Sunderland vann sinn annan sigur á leiktíðinni í fallslag gegn W.B.A 0-1 og Birmingham burstaði Portsmouth 5-0 í öðrum fallslag. Þá heldur ævintýri Wigan áfram en liðið sigraði Middlesbrough, sem á í stökustu vandræðum um þessar mundir, 2-3 á útivelli. Úrslitin í ensku úrvals- deildinni um heigina: Man Utd - Liverpool 1-0 Chelsea -Charlton 1-1 Birmingham - Portsmouth 5-0 Bolton - Man City 2-0 Everton - Arsenal 1-0 Middlesbrough - Wigan 2-3 Newcastle - Blackburn 0-1 Tottenham - Aston Villa 0-0 W.B.A.-Sunderland 0-1 Hagnaður Man Utd. minnkar Hagnaður Manchester United effir tímabilið 2004-05 var 46 millj- ónir punda sem er 12,3 milljónum minna en árið áður. David Gill, stjórnarformaður félagsins, segir meginástæð- una fýrir tekjutapinu vera að hagnaður vegna sjónvarpsút- sendinga hafi minnkað stór- lega.„Þetta hefur verið mjög arðbært ár fyrir félagið og þrátt fýrir tekjutapið er Malcolm Glazer (eigandi liðsins) sáttur með útkomuna,“ sagði Gill í samtah við sjónvarpsstöðina BBC. Þá varði Gill umboðs- greiðslur félagsins en United hefur verið gagnrýnt fyrir að greiða umboðsmanninum Paul Stretford 1,5 milljónir punda í tengslum við kaupin á Wayne Rooney frá Everton. GiÚ sagðist vera bjartsýnn á komandi ár þrátt fyrir að Un- ited hafi ekki komist í 16-liða úr- slit meistaradeildarinnar. Verið væri að stækka Old Trafford um 8.000 sæti og framtíðin hjá félaginu væri björt. Þá vakti hann einnig máls á því að Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United, hefði fullan stuðning stjórnarinnar þrátt fyrir ófar- irnar í meistaradeildinni og að enski meistaratitillinn væri að öllum líkindum genginn þeim úr greipum. „Alex hefur fullan stuðning allra. Ég hef engar fyrirætlanir um að leita að stað- gengli fyrir hann,“ sagði Gill. m Fabio Cannavaro fagnar sigurmarki sfnu gegn Empoli f gær. ítalski boltinn: Toppliðin sigruðu Juventus heldur áfram sigurgöngu sinni á heimavelli í ítölsku knatt- spyrnunni en liðið sigraði Empoli 2-1 í Tórínóborg í gær. Það voru þó gestirnir sem komust yfir strax á 3. mínútu en ítalski landsliðsmaður- inn Fabio Cannavaro skoraði tvö mörk og sá til þess að ítölsku meist- ararnir tækju stigin þrjú. AC Milan vann góðan útisigur á Siena 0-3 með mörkum frá Andryi Schevchenko og tveimur frá Kaka og Róma vann sömuleiðis stórsigur á Udinese, 1-4, á útivelli. Á laugardagskvöldið fékk Inter Palermo í heimsókn og sigraði örugglega 3-0. Juventus er því sem fyrr í efsta sætinu með 53 stig, Inter er með 48 og AC Milan í því þriðja með 43. efíf, Startarar Altenatorar fyrír Fólksbíla Vörubíla og vlnnuvélar elnnlg aðrlr varahlutir Rauðagerði 64 s.553 1244 ijosboginnehf@simnet.is Þú finnur íþróttaferð við þitt hæfi á www.expressferdir.is Express Ferðir, Grímsbæ, Efstalandi 26, sími 5 900 100 Spilling í ensku úrvalsdeildinni Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálf- ari Englands, segir að spilling ríki í ensku úrvalsdeildinni og að þrjú félög hafi gerst sek um að greiða knattspyrnumönnum ólöglega til að lokka þá til liðs við sig. Þetta kom fram í dagblaðinu News of the World í gær en af ótta við lögsóknir vildi blaðið ekki birta nöfn þeirra fé- laga sem Eriksson á að hafa rætt um. Blaðið gefur þó ýmsar vísbendingar um það um hvaða félög sé að ræða. Eriksson lét hafa þetta eftir sér á fundi sem hann átti við blaðamann blaðsins sem dulbjó sig sem arab- ískur höfðingi. Fundurinn var hald- inn undir því yfirskini að „arabíski höfðinginn" vildi kaupa úrvalsdeild- arliðið Aston Villa og fá Eriksson til að gerast knattspyrnustjóri liðsins. Ummæli enska landsliðsþjálf- arans koma í kjölfar sams konar ásakana frá knattspyrnustjóra Lu- ton Town, Mike Newell. Newell átti fund með enska knattspyrnusam- bandinu síðastliðinn miðvikudag þar sem hann kvartaði yfir vinnu- brögðum stórliða og sagði þau beita ólöglegum aðferðum við að nálgast leikmenn þar sem himinháum upp- hæðum væri lofað undir borðið. Ferguson átti að hætta eftir þrennuna Á fundinum talaði Eriksson óvar- lega um nokkra leikmenn enska landsliðsins og birtust þau ummæli Sven-Göran Eriksson á dögunum og hafa valdið miklu fjaðrafoki. Sagði hann m.a. að Mi- chael Owen væri ekki ánægður hjá Newcastle, að Rio Ferdinand ætti það til að vera latur og að David Beck- ham myndi snúa aftur til Englands ef Eriksson bæði hann um það. Frétt News of the World þótti afar neyðar- leg fyrir Eriksson en ensku landsliðs- mennirnir sem um var rætt hafa þó staðið þétt að baki stjóra síns og lýst yfir áframhaldandi og einlægum stuðningi við hann. Eftir að fréttin birtist tilkynnti Eriksson að hann myndi að öllum líkindum lögsækja blaðið. Eriksson lét einnig hafa eftir sér á fundinum að Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóri Manchester United, hefði átt að hætta eftir að liðið vann meistaradeildina árið 1999. „Eftir að þeir unnu þrennuna hefði Ferguson einfaldlega átt að segja takk fyrir og bless,“ sagði Eriksson. í ByýjP iy- M**’ \ li|í r ' ! % f-Jh 4 ÉH '|P - i, •*. 1 Dean Ashton WestHam færliðsstyrk Enska úrvalsdeildarliðið West Ham hefur gengið frá kaupum á enska sóknarmanninum Dean Ashton frá Norwich City. Kaupverðið fyrir hinn 22 ára gamla leikmann er 7,25 milljónir punda en það er metgreiðsla hjá Hömr- unum. Ashton var keyptur til Norwich frá Crewe fyrir ári síðan og kostaði þá 3 milljónir punda en hann hefiir skorað 18 mörk í 46 leikjum fyrir Norwich. West Ham ætti því ekki að vera á flæðiskeri statt hvað framherja varðar því Bobby Zamora, annar sókn- armaður liðsins, framlengdi á dögunum samning sinn við félagið til ársins 2010.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.