blaðið - 23.01.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 23.01.2006, Blaðsíða 8
MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 2006 blaöiö $1 Hamas-samtökin styrkja stöðu sína Gottgengi samtakanna í kosningum til heimastjórnar Palestínu kann að stefna friðarferl- inu í voða þar sem Ísraelsmenn neita að rœða við þau. Sumir telja þó að afstaða þeirra sé að mildast Hamas-samtökunum er spáð góðu gengi í kosningum til heimastjórnar Palestínumanna á miðvikudag og óttast margir að þar með kunni friðarferlið að vera í hættu. Þó að samtökin muni ekki sigra Fatah- hreyfingu Mahmoud Abbas, forseta, er búist við að þau verði atkvæða- mikil á þingi og komist hugsanlega í ríkisstjórn. „Við erum vitni að sögulegum umbreytingum á hinu pólitíska landslagi í Palestínu,“ sagði Mahdi Abdel-Hadi, stjórnmálaskýrandi í viðtali við Reuters-fréttastofuna. Samkvæmt nýjustu skoðanakönn- unum hefur Fatah-hreyfingin enn forskot á Hamas en saxast hefur á það að undanförnu. Fatah-hreyfingin hefur farið með völdin í heimastjórn Palestínu- manna síðan henni var komið á lagg- irnar árið 1994. Staða hennar hefur þó veikst til muna að undanförnu vegna ásakana um spillingu, innri átaka og vangetu til að tryggja ör- yggi á Gasaströnd síðan ísraelsmenn hörfuðu af svæðinu á síðasta ári. Hamas-samtökin unnu nýlega stórsigur í sveitarstjórnarkosn- Ung stúlka á kosningafundi Hamas-samtakanna í borginni Ramallah á Vesturbakkanum ingum á Vesturbakkanum. Verði samtökin atkvæðamikil á þingi er talin hætta á að friðarferlið sé í voða enda hafa þau opinberlega neitað viðræðum og afvopnun. Hern- aðararmur samtakanna ber enn- fremur ábyrgð á tugum sjálfsmorðs- árása í Israel. fsraelsmenn hafna við- ræðum við Hamas fsraelsmenn hafna öllum viðræðum sem Hamas-samtökin koma að nema þau afvopnist og falli frá áformum um eyðingu fsraels. Sumir telja þó að Hamas sé hugsanlega að ganga í gegnum breytingar og af- staða þeirra sé að mildast. Framboð þeirra eitt og sér þykir vera til marks um það en þau buðu ekki fram árið 1996. Samtökin geta að miklu leyti þakkað fylgisaukninguna góðgerðar- starfi sínu og baráttu gegn spillingu. Þó að ekki sé kveðið á um eyðingu fsraels í stefnuskrá þeirra segja tals- menn þeirra að það takmark hafi ekki breyst. Samir Mohammed Noor, starfsmað- ur Reuters, var frelsinu feginn í gær. Starfsmaður Reuters látinn laus Bandaríski herinn lét í gær lausan myndatökumann Reuters-fréttastof- unnar eítir að hafa haldið honum í fangelsi í næstum átta mánuði án þess að leggja fram ákærur gegn honum. Samir Mohammed Noor var þriðji starfsmaður Reuters sem sleppt hefur verið úr haldi heryfirvalda en hinum tveimur var sleppt fyrir viku síðan. Að minnsta kosti tveir fjölmiðla- menn sem vinna fyrir alþjóðlegar fréttastofur eru enn í haldi. Noor, sem er 30 ára, var handtek- inn í júní á heimili sínu i borginni Tal Afar sem hefur verið eitt af höfuðvígum uppreisnarmanna í frak. Hann var meðal annars í haldi í Abu Ghraib fangelsinu og Bucca í suðurhluta landsins. „Við erum fegin því að allir fjöl- miðlamenn sem starfa fyrir Reuters eru nú frjálsir," sagði David Schles- inger, yfirmaður hjá Reuters. Hann sagði þó að menn hefðu áhyggjur af því hversu langan tíma það hefði tekið að fá fólkið laust, ekki síst í ljósi þess að ekki voru til staðar trúverðug sönnunargögn gegn því. Skarð Rugova vandfyllt Viðrœðum umframtíð Kosovo frestað Ekki er ljóst hver mun fylla skarð Ibrahim Rugova, forseta Kosovo-hér- aðs, sem lést úr lungnakrabbameini á laugardag, 61 árs að aldri. Fyrir- huguðum viðræðum um framtíðar- skipan mála í Kosovo hefur verið frestað til upphafs næsta mánaðar vegna andláts hans. Viðræður milli yfirvalda í Serbíu og Kosovo-Albana áttu að hefjast í Vín á miðvikudag. fbúar Kosovo-héraðs hafa jafnframt margir hverjir áhyggjur af hvaða áhrif andlát hans muni hafa á sjálf- stæðisbaráttu albanska minnihlut- ans í héraðinu. Þó að Kosovo tilheyri enn Serbíu Edge barstóll - ftölsk hönnun og framleiösla Minningarathöfn um Ibrahim Rugova f Pristina, höfuðborg Kosovo-héraðs. hefur héraðið verið undir stjórn Sameinuðu þjóðanna og Atlantshafs- bandalagsins síðan um mitt ár 1999 eftir að bandalagið hrakti á brott hersveitir Slobodan Milosevic. Samúðarskeyti hafa borist hvað- anæva að vegna andláts mannsins sem sumir kalla „Ghandi Balkan- skagans". Fulltrúar Sameinuðu þjóð- anna og héraðsstjórn Kosovo hittust tvisvar á laugardag til að koma sér saman um eftirmann Rugova til að leiða viðræðunefndina. Að loknum fundunum gáfu yfirvöld eingöngu út stutta tilkynningu þar sem Rugova var vottuð virðing og íbúar í hinu róstusama héraði hvattir til að halda ró sinni. Nexhat Daci, forseti þingsins, hefur tímabundið tekið við embætti forseta. Eldfimt ástand í Nepal: Atök skæruliða og stjórnarhers Að minnsta kosti 20 manns fórust þegar átök brutust út á milli upp- reisnarmanna Maóista og stjórn- arhermanna í Nepal. Heryfirvöld greindu frá þessu í gær. Skothríðin hófst á laugardag þegar uppreisnar- menn réðust á varðflokk hersins í þorpinu Phapar Badi, um 160 km sunnan við höfuðborgina Katm- andu. Að sögn heimildarmanns innan hins konunglega hers Nepals féllu 14 uppreisnarmenn, 5 hermenn og einn lögreglumaður í átökunum. Skæruliðarnir, sem segjast vera undir áhrifum kínverska byltingar- leiðtogans Maó Tsetung, vilja koma á sósíalísku ríki í stað konungsveld- Lögregla f Katmandu handtekur lýðræöis- sinna eftir mótmæli gegn konungsveld- inuum helgina. isins. Barátta þeirra hófst fyrir um áratug og hefur kostað um 12.000 mannslíf. Nokkrir lögreglumenn hafa verið drepnir eða særðir í Nepal síðan 2. janúar þegar uppreisnar- menn bundu enda á einhliða vopna- hlé sem staðið hefur í fjóra mánuði. Á laugardag kom einnig til átaka á milli lögreglu og hundruða mót- mælenda sem kröfðust afsagnar Gyanendra konungs en hann rak bráðabirgðaríkisstjórn landsins og tók sér alræðisvald í fyrra. Að minnsta kosti 300 voru handteknir og 50 slösuðust í átökunum. Tveir helstu stjórnmálaflokkar landsins hafa heitið því að virða bann við mótmælum að vettugi þangað til að Gyanendra afsalar sér völdum. ffl&m * isny * Líves ^ lustfor , a CoatP; mn I www.FurlsDead.com '<)II IIII P L - M £ rjjá Félagar f dýraverndunarsamtökunum PETA og AnimaNaturalis vöktu óskipta athygli vegfarenda í Barcelona þegar þeir sviptu sig klæðum og lögðust naktir á götuna fyrir utan ráðhús borgarinnar á laugardag. Alls tóku 70 manns þátt í gjörningnum sem ætlað var að vekja athygli á þjáningum loðdýra en til að búa til einn loðfelld þarf skinn af um 70 minkum. Betra skiputag á nýju árí! ...meðskrifstofuvörum frá Múlalundi 339kr. pr.stk, Fax: 552-8819 • www.mufalundur.is Skrifborðs Mottur ■J A-4 & A-5 ! t » iboðs.. moppur Vinnustofa SÍBS V Hátúni IQc • 5; 562-8500 •

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.