blaðið - 23.01.2006, Blaðsíða 25

blaðið - 23.01.2006, Blaðsíða 25
blaAÍA MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 2006 DAGSKRÁ I 29 Takmarkinu er náð. Samkvæmt op- inberum stöðlum hefur mér tekist að halda mig frá tóbaki í nægilega langan tíma til að brjóta á bak aftur áunna nikótínþörf líkamans og hinn félagslega vana. Ég er frjáls. Það er þó hængur á. Þegar ég vakna á morgnana bý ég mér til kaffi á pressukönnu og narta i skoskt smjörkex eða hrökkbrauð. Ég hugsa ekki um tóbak enda líður tíminn EITTHVAÐ FYRIR... ...sagnfrœðinga Sjónvarpið, 21.00, Gullöld Egyptalands Bandarískur heimildamyndaflokk- ur um hið mikla blómaskeið í sögu Egyptalands frá 1500 til 1300 fyrir Krist og faraóana sem gerðu Egypta að mestu stórþjóð fornaldar. Sirkus, 21.00, American Idol 5 Fimmta þáttaröðin af vinsælasta þætti heims og kjörið sjónvarpsefni fyrir þá sem fá ekki nóg af Idolinu hér heima. Þau Simon, Paula og Randy snúa aftur í dómarasætið og Ryan Seacrest er á sínum stað sem kynnir keppninnar. ...nnga fólkið SkjárEinn, 20:00, The O.C. ]Amma er að fara að gifta sig. Sandy, Seth og Ryan fara til Miami að heimsækja hana. Kirsten kemst ekki með sökum vinnu en hún not- ar tímann meðan hún er ein til þess að hugsa um tilfinningar sínar til Carter. Marissa fer í heimsókn til Trey til þess að óska honum til ham- ingju með allt sem er að gerast hjá honum. íslensku tónlistar- verðlaunin í kvöld klukkan 20.20 verða kynnt- ar tilnefningar til íslensku tón- listarverðlaunanna í Sjónvarpinu. Verðlaunin sjálf verða afhent á miðvikudag í Þjóðleikhúsinu. I sam- vinnu við styrktaraðila keppninnar stendur Vísir nú fyrir veðbanka á vísir.is þar sem almenningur get- ur giskað á hver vinnur í hverjum flokki. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir þann sem er getspakastur og nær flestum réttum. Einnig er hægt að taka þátt í kosningu um vinsæl- asta flytjanda Islands í netkosningu og verða sérstök verðlaun veitt í þess- um flokki á hátíðinni. Þátttakendur í kosningunni fara sjálfkrafa í pott sem dregið verður úr að hádegi 25. febrúar. Tveir heppnir þátttakendur fá miða fyrir tvo á hátíð Islensku tónlistarverðlaunanna. ótrúlega hratt á þessum tíma sól- arhrings, nóg að gera við að útbúa hafragraut ofan í börnin og koma þeim í fötin og ég er venjulega orð- in of sein, sama hversu snemma ég vakna. Fram að hádegi er nóg að gera líka, fundarhöld og skipulag, úthringingar og útréttingar og von bráðar er komið að hádegisverði. Ég leiði hugann ekkert að tóbaki enda sakna ég þess ekkert að sleppa tröppustundinni, sérstaklega ekki í þessu leiðindaveðri. Þegar líða tekur á eftirmiðdaginn lendi ég I vanda. Þá fer að heyrast frá umbrot- inu að þá vanti reykpistilinn minn í uppsetningu. Þá verður málunum ekki skotið á frest lengur. Þá þarf ég að setjast niður og einbeita mér að tóbakinu. Þá er komið að einu stund dagsins þar sem ég get raun- verulega sagt að mig langi alltaf í tóbak. Ég lygni aftur augunum og man hvernig það var að soga eitrið niður og blása því út aftur, taktfast og reglubundið, með kaffibolla, með léttvínsglasi, með vatnsglasi... hverju sem er, eitt og sér. Eins mik- ið aðhald og felst í því að skrifa pist- il um reykbindindi á hverjum degi fylgir því líka stanslaus áminning um tóbakið, sem ég vil helst gleyma sem fyrst. Ég held þess vegna að það sé best að fara hækjulaus það sem eftir er. Taka bara hvern dag fyrir sig, bara ég og merkisberinn. Takk fyrir hjálpina. Gangi ykkur hinum vel. Þetta hefst með viljanum. Vilji er allt sem þarf. BlallD/SteiimHugi Eitthvað var um það að bílar fólks væru illa búnir undir vetraraksturinn i síðustu viku. Eigandi þessa bils fann honum stæði við hlið vegarins i byrjun snjókomunnar. Eftir því sem leið á vikuna sást æ minna af bílnum. 6íldshöfða18 • IIOReykjavík Pöntunarsími 567 2770 • Fax 567 2760 matarbordid@isl.is P0RRAMATUR

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.