blaðið - 23.01.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 23.01.2006, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 2006 blaöi6 íhaldsmönnum spáð sigri Stephen Harper verður að öllum líkindum nœsti forsœtisráðherra Kanada en íhaldsflokki hans hefur verið spáð sigri í þingkosningunum sem fram fara í dag. Þar með yrði endir bundinn á 12 ára valdatíð frjálslyndra í landinu. Ihaldsmönnum, með Stephen Har- per í fararbroddi, er spáð sigri í þingkosningunum í Kanada sem fram fara í dag. Paul Martin, forsæt- isráðherra Kanada og leiðtogi frjáls- lyndra, var með öruggt forskot á Har- per í upphafi kosningabaráttunnar í nóvember en síðan hefur dæmið algerlega snúist við og útlit fyrir að Harper muni binda enda á 12 ára valdatíð Frjálslynda flokksins. Harper segir að það sé mikilvægt að segja skilið við hneykslismál sem áttu sér stað í stjórnartíð frjáls- lyndra og takast á við þau vandamál sem herja á venjulega Kanadamenn. Martin segir aftur á móti að sýn Har- pers sé í andstöðu við félagsleg gildi Kanadamanna. „Við erum með flokk (íhaldsmenn) sem sækir fyr- irmynd sína lengst til hægri í hreyf- ingu bandarískra íhaldsmanna,“ sagði Martin á kosningafundi á dögunum. „Eitt get ég sagt þér, Stephen Har- per, við höfum okkar eigin gildi í Kanada,“ sagði Martin en hann hefur áður lýst því yfir að Harper muni fylgja stefnu bandarískra stjórnvalda í málum á borð við uppsetningu varnarkerfis gegn flugskeytum og takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Deilt um giftingar samkynhneigðra Martin hefur jafnframt sagt að Harper hafi í hyggju að draga úr rétt- indum kvenna til að gangast undir fóstureyðingu þó að Harper hafi reyndar heitið því að gera það ekki. Ennfremur hefur Martin gagnrýnt Harper fyrir áætlanir hans um að fella úr gildi lög sem heimila gift- ingar samkynhneigðra. Harper hefur aftur á móti lofað því að draga úr skattlagningu, bæta heil- brigðisþjónustu, draga úr glæpum og hreinsa til í stjórnkerfinu. „Ég held að Martin sé að gera mistök með því að tala um málefni sem enginn vill tala um í stað þess að segja fólki af hverju það ætti að kjósa flokkinn hans,“ sagði Harper. Frambjóðendur grípa til ýmissa ráða til að afla sér vinsælda skömmu fyrir kosningar. Hér bregður Paul Martin, forsætisráðherra Kanada og frambjóðandi frjálslyndra, á leik í Menningarmiðstöð í Manitoba. UTSALA Nú 50% afsláttur af útsöluvörum RALPH LAUREN Laugavegi 40 Hneykslismál skekja frjálslynda jafnaðar- menn á Bretlandi: Leiðtogaefni segir af sér vegna kynlífshneykslis Mark Oaten, sem hefur verið tals- maður frjálslyndra jafnaðarmanna í innanríkismálum á breska þing- inu, hefur dregið framboð sitt til leiðtoga flokksins til baka í kjölfar kynlífshneykslis. í ljós hefur komið að Oaten, sem er 41 árs, kvæntur og tveggja barna faðir, átti í leynilegu sambandi við 23 ára gamlan mann sem selur blíðu sína. Chris Huhne sem vonast til að verða næsti leiðtogi flokksins sagði að málið væri slæmt en menn skyldu þó ekki ofmeta áhrif afsagnarinnar á flokkinn. „Við erum stór flokkur og höfum meira en nóg af hæfileika- fólki innan okkar raða,“ sagði hann. Afsögn Oatens á sér stað aðeins örfáum vikum eftir að Charles Kennedy sagði af sér formennsku vegna áfengisvandamála. Þá eru aðeins örfáir dagar síðan McNally lávarður, leiðtogi frjálslyndra jafnað- armanna í lávarðadeildinni, viður- kenndi að hann hefði átt við áfengis- vanda að stríða. Eftir að Oaten dró sig í hlé eru Huhne, Sir Menzies og Simon Hug- Kynlifshneyksli varð leiðtogaefninu Mark Oaten að falli. hes einir eftir í framboði til leiðtoga flokksins. Alistair Carmichael hefur tekið við tímabundið sem talsmaður innanríkismála fyrir Frjálslynda jafnaðarmannaflokkinn. Fjögur systkini fórust Að minnsta kosti 11 manns fórust í árásum uppreisnarmanna í nágrenni Bagdad í gær. 1 hópi fallinna voru fjögur systkini.börn lögreglumanns í borginni Balad Ruz, 72 km norðaustur af höfuð- borginni. Uppreisnarmenn skutu flugskeytum á heimili lögreglu- mannsins og fórust börnin sem voru á aldrinum 6-11 ára og frændi þeirra. Lögreglumaðurinn slapp heill á húfi en kona hans særðist. 1 gær fundust einnig lík Sayid Ibrahim Ali, háttsetts leiðtoga súnníaraba, og sonar hans á opnu svæði í grennd við borgina Hawija, um 240 km norður af Bagdad. Feðgarnir voru skotnir til bana á laugardag er þeir voru á heimleið úr jarðarför. Þá fórust fjórir lögreglumenn og níu særðust þegar sprengja sprakk í vegarkanti í Baqouba skömmu fyrir dögun. Þrátt fyrir hrinu of- beldis í gær sagði háttsettur foringi í bandaríska hernum að árásir í landinu öllu hefðu dregist saman um 40% í vikunni miðað við vikuna á undan. í Bagdad drógst tíðni Kjarreldar í Astralíu Slökkviliðsmenn börðust við kjarr- elda í þremur fylkjum Ástralíu um helgina. Eldarnir breiddust hratt út enda hlýtt í veðri og vindasamt. Eld- arnir loguðu á stórum svæðum í Vikt- oríu, Suður-Ástralíu og Tasmaníu en síðdegis í gær hafði aðeins lítilsháttar eignatjón orðið af þeirra völdum. í Suður-Ástralíu þurffi að kalla út liðsauka frá Nýju-Suður-Wales til að reyna að ráða niðurlögum þriggja stórra kjarrelda. ISuður-Ástralíu höfðu þegar meira en 2.000 hektarar lands orðið eldinum að bráð í gær og heimili voru í hættu. Þá voru meira en 4.000 heimili án raf- magns í Adelaide vegna eldanna. I Viktoríufylki höfðu um 1.000 hektarar lands brunnið í gær og var eldurinn farinn að nálgast bæinn Anakie suðvestur af Melbo- urne. Þar að auki loguðu eldar á þremur öðrum stöðum í fylkinu. Þriðjungur Frakka talar ekki ensku Erlendir ferðamenn í Frakklandi hafa oft kvartað yfir lítilli ensku- kunnáttu heimamanna. Þessar kvartanir eru ekki úr lausu lofti gripnar því rúmlega þriðjungur Frakka talar ekki ensku samkvæmt nýrri könnun. Engu að síður telur rúmlega helmingur þeirra mik- ilvægt að læra erlent tungumál í skóla. Könnunin leiddi í ljós að 34% aðspurðra sögðust ekki tala ensku, 12% sögðust tala hana reiprenn- andi, og 6% skildu hana og töluðu ágætlega en tæpur helmingur sagði enskukunnáttu sína slæma. RAMMADAGAR Komið og gerið góð kaup 10-60% afsláttur af myndarömmum dagana 23. janúar tii 4. febrúar ®!i FUJIFILM www.ljosmyndavorur.is Ljósmyndavörur Skipholti 31, Reykjavík, s: 568 0450

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.