blaðið - 23.01.2006, Blaðsíða 15

blaðið - 23.01.2006, Blaðsíða 15
blaðið MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 2006 ÁLITI 19 Ma rg verð la u nað fyrir hollustu og bragðgæði Léttreykta kjúklingaáleggiö frá Holtakjúklingi er margverálaunað fyrir hollustu og bragágæái. Þú finnur vart fituminna álegg. Skattapóker ríkisstjórnarinnar auðveldlega afgreidd sem áróður. Enda sést það vel á tilburðum Árna Mathiesen í blaði dagsins í hvaða vandræðum hann á með að útskýra þá niðurstöðu sína að grein Stefáns sé meiri brella en skattapóker ríkis- stjórnarinnar. Ég hvet alla til að lesa báðar greinarnar. Það er auðséð á viðtalinu við Árna að hann finnur vanmátt sinn í vörninni því að í lok þess reynir hann að hugga almenn- ing með þeim orðum að þegar skatta- lækkunarferlinu verði lokið þá muni kaupmáttur hafa aukist hjá lægstu hópunum. Þessi orð dreg ég í efa og kalla for- vera Árna í ráðuney tinu til vitnis um hvernig skattheimta hins opinbera hefur breyst á ferli þessarar ríkis- stjórnar og hvernig hún muni breyt- ast til loka skattalækkunarferlisins. Geir Haarde svarar fyrirspurn. Ég lagði á síðasta þingi eftirfarandi spurningu fyrir fjármálaráðherra um breytingar á heildarskattbyrði einstaklinga. í. Hvaða breytingar hafa orðið á heildarskattgreiðslum einstaklinga til ríkis og sveitarfélaga á valdatíma ríkisstjórnar Sjálfstœðisflokks og Framsóknarflokks ? Svarið var miðað við heildar- skattgreiðslur einstaklinga til ríkis og sveitarfélaga af eftirtöldum sköttum: Útsvari, tekjuskatti, sér- stökum tekjuskatti og eignarskatti. Þar kemur fram að einstaklingar greiddu samtals í fyrrtalda skatta 68,8 milljarða árið 1995 og 132,4 miiljarða árið 2003, báðar tölurnar eru á verðlagi ársins 2003. Ég spurði einnig: 2. Hvaða breytingar verða orðnar á heildarskattgreiðslum einstaklinga til ríkis og sveitarfélaga á sama tíma þegar þær skattalœkkanir sem ríkis- stjórnin hefur náð samkomulagi um hafa komið tilframkvœmda? Svarið var sannanlega athyglisvert. Áætlaðar heildarskattgreiðslur einstaklinga til ríkis og sveitarfé- laga fyrir árið 2007 eru á verðlagi þess árs samtals 136.6 milljarðar. Mér væri mikil þökk í því að nú- verandi fjármálaráðherra útskýrði fyrir þjóðinni hvernig þetta svar for- vera hans rímar við þá fullyrðingu að í lokin muni myndin sýna að allir, líka láglaunafólk, græði á skatta- póker ríkisstjórnarinnar. Höfundur er alþingismaður www.jarsaelsson. is AÐEINS 0,7% FITA blaöið Grein Stefáns Ól- afssonar í Morgun- blaðinu fyrir helgi hefur greinilega sett fjármálaráð- herra úr jafnvægi eins og sjá má í sama blaði þar sem ráðherrann gerir aumlega til- raun til að kasta rýrð á vinnuaðferðir Stefáns. Stefán leggur hins vegar fram í grein sinni með skýrum hætti sann- anir fyrir því að lækkun persónu- afsláttarins á undanförnum árum hefur étið upp skattalækkanir rík- isstjórnarinnar hjá almennu launa- fólki og meira en það. Hún hefur aukið skattbyrði lágtekjufólks og valdið kjaragliðnun í samfélaginu. Þetta er auðvitað ekkert nýtt í um- ræðunni. Fjölmargir aðilar í samfé- laginu hafa mótmælt þessari stefnu ríkisstjórnarinnar. Samfylkingin hefur gert það og krafist stefnubreyt- ingar, stjórnarandstaðan, verkalýðs- hreyfingin, aldraðir og fjölmargir aðrir hafa gert kröfu um að af þess- ari braut ójafnaðar verði snúið. Rík- isstjórnin og talsmenn hennar hafa í þessari umræðu ævinlega hamrað á hinum miklu skattalækkunum sem komi öllum til góða og því að mál- flutningur stjórnarandstöðunnar og annarra sem hafa haft uppi gagnrýni væri pólitískur blekkingaleikur. Þeim hefur tekist að rugla marga í ríminu með því að benda á einstök dæmi um áhrif skattabreytinga. Stefán skoðar málin í því stóra sam- hengi sem þarf til að fá heildaryfir- sýn og hans framsetning verður ekki ■ Rl netinu „Kolbrún Bergþórsdóttir ræðir við Bubba Morthens í Blaðinu í dag. Bubbi segir: „Sem ungur maður var ég harður anarkisti en ég (svo) dag er ég hægri krati.“ Margir hægri kratar fylgja Sjálfstæðisflokknum eða mönnum innan hans að málum, enda hefur Bubbi ekki hikað við að gera það á opinberum vettvangi. Bubbi tekur upp hanskann fyrir biskup íslands og telur, að viðbrögð við nýarsprédikun hans sýni, að samkynhneigðir séu „fullir af for- dómum gagnvart biskupi." Bubbi segir einnig: „Um leið og þú gefst upp sigrarðu og það gefur þér gæfu. Því meira sem menn rembast við og neita að gefast upp því lengur framlengja þeir þjáningu sína og vanlíðan. Uppgjöf er stórlega van- metið fyrirbæri." Ég hef áður minnst á bókina Chronicles 1 eftir Bob Dylan. Þar segist hann hafa hrifist mest af Barry Goldwater af bandariskum stjórnmálamönnum á fyrri hluta sjö- unda áratugarins. Goldwater, sem tapaði í forsetakosningum árið 1964 gegn Lyndon B. Johnson, var hrein- ræktaður íhaldsmaður en sagt er að skoðanir hans hafi komið til fram- kvæmda um tveimur áratugum síðar i forsetatíð Ronalds Reagans." Björn Bjarnason á www.bjorn.is Jóhann Ársælsson

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.