blaðið - 30.01.2006, Síða 4

blaðið - 30.01.2006, Síða 4
MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2006 blaAÍA 4 I INNLENDAR FRÉTTIR Framsóknarflokkur- inn í Reykjavtk: Armur Halldórs styrkist Björn Ingi Hrafnsson sigraði í prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnar- kosninganna í vor. Baldur Þórhalls- son, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla íslands, telur sigur Björns styrkja völd Halldórs Ásgríms- sonar innan flokksins. Óskar með fleiri atkvæði en Anna Þrír sóttust eftir fyrsta sætinu í próf- kjörinu þau Björn Ingi Hrafnsson, Anna Kristinsdóttir og Óskar Bergs- son. Björn Ingi hlaut 1.794 atkvæði í fyrsta sætið en Anna Kristinsdóttir hafnaði í öðru sæti með 1.308 at- kvæði í fyrsta og annað sætið. Óskar Bergsson lenti í þriðja sæti með 1.488 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti. Óskar hlaut þó fleiri atkvæði en Anna í fyrsta sætið eða alls 976 á móti 816.1 fjórða sæti lenti svo Marsibil Sæmund- ardóttir og í því fimmta Ásrún Krist- jánsdóttir. Alls tóku um 3.908 manns þátt í prófkjörinu. Gild atkvæði voru 3.732 en auð og ógild 176. Bauð sig fram gegn forystunni Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræð- ingur, telur sigur Björns styrkja stöðu Halldórs Ásgrfmssonar innan Fram- sóknarflokksins. „ Þetta styrkir Hall- dór af einhverju marki og það hefði a.m.k. verið túlkað sem áfall fyrir hann ef Björn Ingi hefði ekki kom- ist áfram.“ Þá telur Baldur framboð Pantið tíma í síma 511-1551 Hársnyrting Villa Þórs Lynghálsi 3 Slagsíða í fréttaflutningi um stóriðju Jákvæðar fréttir af stóriðju mun meira áberandi en neikvœðar Óskars Bergssonar hafa verið beint gegn forystu flokksins og ósigur hans sýni ennfrekar styrk Halldórs. „Það er alveg aug- lióst að maður eins og Óskar Bergsson var að bjóða sig fram gegn forystu flokksins. Það var alveg skýrt af málfutningi hans að dæma. En hann uppskar ekki sérstaklega velogarmurHall- dórs í flokknum ætti því að efl- ast.“ Baldur segir Björn höfða til yngri kjósenda og telur ólíklegt að flokkurinn nái ekki inn manni í næstu borg- arstjórnarkosningum. „Ég tel nú allar líkur á því að Framsóknarflokkurinn nái inn manni. Hann er vanmetinn í skoðanakönnunum. Flokkurinn var með yfir 10% í síðustu kosningum og ég tel mjög líklegt að flokkurinn nái Fiskinöggar^ Heimilisvænir og gómsætir yfir 6% í unum í vor.“ kosning- Undirskriftarlisti: Skorað á alþingismenn að styðja samkynhneigða Hópur fólks stendur nú að undirbúningi undirskriftarlista þar sem skorað er á alþingismenn að styðja réttindabaráttu samkynhneigðra. Afskiptum biskups af málinu er sérstaklega mótmælt. Mikið af fyrirspurnum Á undirskriftarlistanum er skorað á alþingismenn að samþykkja stjórnarfrumvarp um réttarbætur og þær breytingartillögur sem veita forstöðumönnum safnaða heimild til vígslu samkynhneigðra para. Um léið er afskiptum biskups af málinu mótmælt og það sagt óviðunandi að afskipti hans takmarki rétt annarra trúfélaga. Að sögn Drífu Kristínar Sigurðardóttur, fréttaritstjóra vefsíðunnar deiglan.com, er listinn ekki formlega farinn af stað þó búið sé að setja hann upp á Netinu. Hún gerir þó ráð fyrir því að hann fari f gagnið um svipað leyti og málið verði tekið upp á Alþingi. Drífa segir að ákveðið hafi verið að fara af stað með listann vegna fjölda fyrirspurna. „Þetta er að mestu einstaklingar sem standa að þessu og þeir voru að fá mikið af fyrirspurnum frá fólki sem vildi koma upp svona lista. Við höldum utan um hann en við höfum talað mikið fyrir þessu málefni. Það eru fleiri listar í gangi með svipuðum texta en ég geri ráð fyrir því að þetta verði allt sameinað að Iokum.“ Fyrir helgina var haldin álráð- stefna þar sem fjallað var um gildi áls og orkuframleiðslu á Islandi og í tengslum við ráðstefn- una var gerð könnun sem sýndi að meirihluti þjóðarinnar vill fleiri virkjanir. „Það er greinilega mikil slagsíða á umræðu um álframkvæmdir á Islandi,“ segir Grímur Atlason einn forsvarsmaður Hætta hópsins sem er andvígur frekari uppbyggingu álvera. „Ég set spruning- armerki við það að Landsvirkjun sem í eigu allrar þjóðarinnar láti gera kannanir sem þessa og þarna skiptir gríðarlega miklu máli hvernig spurt er. Ég man að Landsvirkjun fór með kynningu inn í grunnskólana og þar var m.a. spurt hvort við gætum lifað án rafmagns. Það segir sig sjálft að svona kynn- ingar eru mjög einhliða og gefa villandi mynd af hlutunum “ Atli segir eðlilegt að báðar hliðar málsins fengju jafn mikinn pening til ráðstöfunar til að kynna sína hlið málsins en hér er það bara á annan veginn. „Það eru miklir fjármunir sem fara í svona kynningar og ekki víst að allir geri sér grein fyrir því að hér er mikil auglýsingamennska á ferðinni. 1 augum margra eru þeir sem eru á móti álverum ekk- ert annað en ódælir unglingar sem sletta skyri. En í raun eru andstæð- ingar álvera mun stærri hópur fólks en flestir gera sér grein fyrir.“ Ferðamannaparadís í skugga stóriðju „Á sama tíma og áform eru uppi um að virkja meira á Islandi erum við að auglýsa okkur sem náttúrupar- adís erlendis til að fá hingað fleiri ferðamenn. 1 nýlegri könnun kemur fram að 95% ferðamanna sem koma til íslands eru ánægðir með Reykja- vík og meirihluti þessa fólks kemur hingað til að njóta náttúrufegurð- arinnar." Atli segir að í Þýskalandi hafi ekkert verið fjallað um stóriðju á Islandi og telur hann ástæðuna vera þá að Þjóðverjar líti á ísland sem náttúruparadís og að umræða um stóriðju þar gæti haft áhrif á ferðalög Þjóðverja til íslands. Atla finnst einnig áberandi að um- deild mál eins og álframkvæmdir fái ekki réttláta umfjöllun í fjöl- miðlum og tekur sem dæmi um- fang þeirra frétta sem fjalla um stóriðjuframkvæmdir annarsvegar og andstæðinga hennar hinsvegar. „Þær fréttir sem fluttar eru af Kára- hnjúkum eru yfirleitt jákvæðar og fjalla um hvernig verkinu miði. Þegar mótmælendur eiga í hlut er oft annað upp á teningnum og lítt reyndir fréttamenn fá þessar fréttir til úrvinnslu á meðan reyndir frétta- haukar fjalla um álframkvæmdir á jákvæðan hátt.“ RAMMADAGAR Komið og gerið góð kaup 10-60% afsláttur af myndarömmum dagana 23. janúar til 4. febrúar FUJIFILM www.ljosmyndavorur.is

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.